Helgarpósturinn - 20.08.1987, Síða 7
YFIRHEYRSLA
nafn: Jón Baldvin Hannibalsson staða. Fjármálaráðherra og formaður Alþýðuflokksins
fæddur: 21.2. 1939 FÆÐiNGARSTAÐUR: ísafjörður HEiMiusFANG: Vesturgata 38
heimilishagir: Kvæntur Bryndísi Schram, fjögur börn áhugamál Pólitík laun: Ráðherrakaup
,,SJuskuð stjórnsýsla“
eftir Gunnar Smdro Egilsson myndir Jim Smart
Stjórnarmyndunarviðræðurnar stóðu
yfir í þó nokkrar vikur og eftir yfirlýs-
ingum ykkar að dæma snerust þær að
mestu um fyrstu aðgerðir. Niðurstaða
ykkar um þær hafa síðan reynst ýmist
gallaðar eða haldlitlar. Þið klikkuðuð á
dagsetningum, gerðuð söluskattskerfið
flóknara en nokkru sinni og nú nýlega
gafst þú út yfirlýsingu um að ráðist yrði
á fjárlagahallann á tveimur árum í stað
þriggja eins og ákveðið hafði verið. Um
hvað rædduð þið í raun í þessum stjórn-
armyndunarviðræðum?
Stjórnarinyndunarviðræðurnar voru
óvenjuítarlegar. Þær voru skipulagðar, að
minnsta kosti meðan ég hafði verkstjórn
með hendi. Það var nauðsynlegt vegna þess
að þessir flokkar höfðu ekki verið í kallfæri
eða í málefnalegum viðræðum í afar langan
tíma. Það er út í hött að þessar viðræður hafi
bara snúist um fyrstu aðgerðir. Þær snerust
um allt frá A til Z.
Það gekk illa að ná samkomulagi um
fyrstu aðgerðir. Af hvaða ástæðum sem það
var, þá var mikil tregða hjá sjálfstæðismönn-
um að horfast í augu við stærðargráðuna á
ríkisbúskaparhallanum, afleiðingar hans og
nauðsyn þess að afla tekna til þess að draga
úr honum. Þar náðu menn samkomulagi um
aðgerðir sem voru of litlar. Við lýstum því
yfir, bæði við og framsóknarmenn, að þetta
væri ekki nóg.
En þlð hoppuðuð samt í ríkisstjórn?
Heiðingjatrúboðið er af því tagi, að þú
verður stundum að fara til Afríku ef þú ætlar
að snúa heiðingjum. Þú breytir engu í land-
búnaðarmálum með því að predika i Dag-
blaðsstíl. Engu. Þú getur kannski breytt ein-
hverju á nokkrum tíma hér í fjármálaráðu-
neytinu. Bjargað því sem bjargað verður.
Þú hefur þá gengið sem nokkurs kon-
ar píslarvottur til skítverkanna í fjár-
málaráðuneytinu, án fullnægjandi
stjórnarsáttmála?
Hvað er pólitík annað. Hún er út af fyrir sig
ekki útnefning á píslarvottum. En þú ert
stundum að vinna skítverk. Sá sem er ekki
reiðubúinn til þess á ekkert erindi í pólitík.
Það er eins og Truman gamli sagði: "If you
can't stand the heat in the kitchen, get the
hell out.”
Ætlar þú að stokka upp söluskatts-
kerfið fyrir áramót?
Já. Það stendur skrifað og þar af leiðandi
eru flokkarnir skuldbundnir til að standa að
því.
Söluskattur á öll matvæii?
Það fullnægir ekkert söluskattskerfi þeim
skilmálum að vera framkvæmanlegt, geta
staðið undír eftirliti þar sem þú getur beitt
viðurlögum, þar sem þú getur upprætt skatt-
undandrátt, nema þú horfist í augu við þá
staðreynd að þú verður að útrýma undan-
þágum. Það er einhver vitlausasta aðgerð,
dæmigerð delluaðgerð, sem gripið hefur
verið til í efnahagspólitík, sú aðgerð ríkis-
stjórnarinnar 78 að byrja feril sinn með því
að auka undanþágur. Það var til þess að
hygla hverjum? Aðallega innflytjendum og
innleiða yfir okkur kerfi sem er ónothæft og
fær sinn dóm í skattsvikaskýrslunni fyrir það
að bjóða upp á skattundandrátt í stórum stíi.
Þetta var gert í nafni umhyggju fyrir hinum
minnimáttar í þjóðfélaginu. “Bullshit".
En kórónið þið ekki vitleysuna með
því að búa til þrefalt söluskattsuppgjör
hjá kaupmanninum á horninu?
Nei. Það má gagnrýna það að þú ert kom-
inn með þrjú stig; 0,10% og 25%. Ég tek und-
ir þá gagnrýni. En þetta var fyrsta skrefið í þá
átt að fækka undanþágum. Aftur varð sam-
komulag um að stíga ekki skrefið til fulls. Það
hefði ég viljað gera strax í fyrsta áfanga.
Ástæðan; rautt strik fyrsta október. Auðvitað
hefur slík breyting á skattakerfinu verðlags-
áhrif í fyrsta sinn. En það er ekki það sama
og verðbólguáhrif. Því verðhækkun sem
leiðir af svona aðgerð þarf ekki að vera verð-
bólguhvetjandi.
Ekki er heldur samstaða í ríkisstjórn-
inni um Útvegsbankann. Tengist kauptil-
boð þitt í Sambandshúsið við Sölvhóls-
götu þessu máli? Viltu fá húsið gegn
stuðningi við Sambandið í ríkisstjórn-
inni?
Nei. Viðskiptin eru ekki á þeiin grundveili.
Er það tilviljun að þú dustar rykið af
þessu tilboði beint ofan í tilboð Sam-
bandsins í bankann?
Það er nú ekki bein hending. Það hefur
verið rætt hér í tengslum við fjárlagagerð að
húsnæðismál stjórnarráðsins séu í klúðri.
Alltof miklum peningum varið í leigu. Stofn-
anir og ráðuneyti tvístruð hér og þar. Þannig
að við höfum á undanförnum vikum verið að
skoða lausnir. Rifjað upp gamlar tillögur og:
skoðað aðrar. Þannig að um leið og þetta mál
kom upp um söiu Utvegsbankabréfanna tili
SÍS, þá færði ég það í tal við forstjóra Sam-
bandsins og þeir staðfestu að væntaniega er
áhugi á þessum viðskiptum.
Stuttu áður en tilboð Sambandsins
kom fram var haft eftir þér í blöðum að
staða Útvegsbankans væri mun.verri en
ætlað hafði verið. Það er því ljóst að rík-
ið þarf að leggja eitthvað umtalsvert til
bankans umfram það sem þegar hefur
verið gert.
Það er Ijóst að það var búið að setja upp
einhverja stjórn yfir hlutabréfabanka, þrátt
fyrir þá staðreynd að ríkið átti öll hlutabréf-
in. Þar var starfað í þeim anda að lögin
tryggðu hinum væntanlega hlutabréfabanka
hreint borð. Hann þyrfti ekki að taka á sig
neitt af þeim skuldum, glötuðu lánum og
öðrum skuldbindingum sem gamli bankinn
kynni að hafa lent í. Af einhverjum ástæðum
hafði ríkið ekki sett sina hagsmunagæslu-
menn í nefndina sem starfaði við að fara yfir
þau mál og úrskuröa um endanlega niður-
stöðu. Þannig að við nafnar settum sitthvorn
manninn í það eftir stjórnarskiptin. Það er
langt í það að því starfi sé lokið. Það er því
út í hött að nefna nokkrar tölur.
En það er ljóst að Hafskipsskatturinn
verður umtalsverður þrátt fyrir söluna á
bankanum.
Það hefur alla tíð legið ljóst fyrir að fyrir
utan yfirtökuna á skuldunum við Seðlabank-
ánn upp á 764 milljónir króna, þá tekur ríkið
á sig skuldbindingar vegna lífeyrissjóðs
starfsmanna bankans, sem eru miklar, og
síðan hefur verið spurningarmerki um upp-
gjör á gamla bankanum. Mér er ekki kunn-
ugt um að fjölmiðlar hafi haldið þeirri
vitneskju á lofti. Þaö virðist vera einskonar
leynimál hvað í því felst. Það er sem sagt ekki
enn upplýst, en það er vitað að afleiðingarn-
ar af hruni Hafskips og hruni Útvegsbankans
eru orðnar ríkissjóði andskoti dýrar. Og það
eru alls ekki öll kurl komin til grafar í því
efni. Þess vegna, meðal annars, var það
grjóthörð afstaða mín og viðskiptaráðherra
að þennan banka bæri að selja og selja hæst-
bjóðanda sem allra fyrst. Og uppræta þannig
orsakirnar og grafast fyrir ræturnar á því
pólitíska fyrirgreiðslukerfi sem er ein skýr-
ingin af mörgum á því hvers vegna banka-
kerfið hér stendur völtum fótum.
Hæstbjóðanda segir þú. Vilt þú leysa
Útvegsbankamálið með uppboði?
Þetta er út af fyrir sig ekki uppboð. Þetta
er auglýsing um sölu á bréfunum þar sem
skilgreindir eru ákveðnir lágmarksskilmálar.
Það hafa hins vegar borist tvö tilboð. Tilboð
KR-hópsins sem ég kalla, Kristjáns Ragnars-
sonar og co„ virðist vera ríkinu hagstæðara
en SÍS-ara. Þá er á það að líta að KR-hópur-
inn hefur ekki gert grein fyrir tryggingum.
Með hvaða hætti verði gengið frá trygging-
um frá þessum 33 aðilum. Við höfum óskað
eftir því að þær upplýsingar liggi fyrir á
föstudag. En það er ljóst að það er ekki hægt
að taka afstöðu til tilboðs KR fyrr en það ligg-
ur fyrir. Suniir eru þeirrar skoðunar að sá
sem fyrstur kemur á vettvang og fer inn í
verslun og segir; ég ætla að kaupa þetta og
fullnægiur skilmálunum, eigi nokkurn rétt.
Til dæmis þann rétt að ganga inn í kauptil-
boð þess sem kemur á eftir. Það er niður-
staða lögfræðinga að þetta sé ekki laga-
skylda. Hvaða skoðun sem menn svo annars
hafa á því. Hvað séu eðlilegar viðskipta-
venjur. Ég er þeirrar skoðunar að sá sem
fyrstur kom eigi siðferðislegan rétt á því. Það
er iíka krafa á ríkið að hygla ekki aðilum með
því að mismuna. Ef tilboðin eru de facto,
jöfn, þá er til í dæminu að leysa ágreininginn
með því að bjóða þeim upp á lokað samtíma
tilboð, frekar en með einhverjum pólitískum
fordómum.
Eða bjóða þeim annan banka?
Já, eða bjóða þeim annan banka í sam-
ræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar.
Hafið þið kannað sölu á Búnaðarbank-
anum?
Jájá.
Hvað þarf til þess að svo verði?
Ekkert nema samstöðu um það og lög um
það. Síðan; næsti og versogú!
Þannig að það má ailt eins búast við
lokuðum samningaviðræðum þessara
tveggja aðila og ríkisins þar sem rætt
verður um sölu á einum eða fleiri ríkis-
bönkum næstu tvær til þrjár vikur?
Það er ekki víst að það taki neinar vikur.
Mér finnst að það eigi að hraða þessu.
Sérðu enga ógn af því að Sambandið,
eins stórt og það er þegar orðið, leggi
undir sig næststærsta bankann í ofaná-
lag. Gefur þetta tilefni til þess að setja
lög um hringamyndanir?
Lestu Jónsbók. Það stendur þar; lög gegn
einokunarfjármyndunum og hringamynd-
un, lög gegn hagsmunaárekstrum.
Er ekki fullseint að setja lögin þegar
skaðinn er skeður?
Sko. Við vorum ekki að fá fréttir af því í
gær að SÍS væri fyrirtækjasamsteypa sem
væri nokkuð stór. Mér skilst að hún velti
meiru en íslenska ríkið. Það eru heldur ekki
ný tíðindi að þeir séu öflugir í fjármálaheim-
inum. Þeir eiga sinn banka, Samvinnubank-
ann, sem er að vísu bara sparibaukur. Þeir
stjórna iiinlánsdeildum kaupfélaga. Fróðlegt
væri að vita hvað þeir vega þungt í viðskipt-
um við Landsbankann. Ætli það séu ekki
nokkurn veginn helmingaskipti þar. Þannig
að málið snýst ekki um það á þessu stigi hvað
þú ætlar að gera viö Sambandið. Ætlar þú að
setja lög um að leysa það upp? Málið snýst
um það að „rassjónaiísera" banka. Það leggur
enginn fram fjármuni til þess að kaupa eitt
stykki banka fyrir milljarð ef hann á ekki aur.
Þú vilt setja lög um hringamyndanir?
Jájá.
Ef við gefum okkur að óskalögin þín
giltu í dag. Gæti SÍS þá gert þetta tilboð
vegna laganna?
Við erum hér að tala um einn fimmta hluta
af íslenska bankakerfinu. Við erum að tala
um banka sem myndi fela í sér samruna fleiri
og sem felur í sér að inn kemur erlendur
banki.