Helgarpósturinn - 20.08.1987, Qupperneq 8
YFIRHEYRSLA frh.
Banque Indosuez?
Já, til dæmis hann eða einhver
annar.
Og er erlendi bankinn með
stóran hlut?
Lögin kveða á um að enginn aðili
megi eiga meira en 25%. En það er
mikið nauðsynjamál, að fá inn er-
lent áhættufjármagn sem er í
bissniss í stað þess að halda uppi
þeirri svikamyllu sem innstreymi er-
lends iánsfjármagns er mestanpart.
Það hefur verið, beint eða óbeint,
með ríkisábyrgðum. Afborgunar-
vextir eru orðnir óbærilegir út-
gjaldaliðir ríkisins. Erlent áhættu-
fjármagn er betra en fé sem að ríkið
tekur að láni og ráðstafar eins og
sagan sýnir með miklum endemum
í allra handa dellufjárfestingar,
hverja á fætur annarri. Frá Kröflu til
Sjóefnavinnslu. Þetta er nauðsyn-
legt til þess að gefa þeim ríkisbönk-
um sem eftir eru eitthvert aðhald.
Til þess að hrista þá inn í tuttugustu
og fyrstu öldina. Sjokkera þá. Að því
er varðar svo fjármálastrúktúr í
iandinu. Hver er munurinn á því að
samsteypan SIS og samstarfsfyrir-
tæki þess myndi samstöðu um að
kaupa eitt stykki banka, eða að öfi-
ugustu bankar og fyrirtæki einka-
framtaksins hliðholl Sjálfstæðis-
flokknum myndi samstöðu til að
ráða einu stykki banka. Sáralítill
munur.
Sama tóbakið?
Það eru þín orð, en ekki mín. En
ég geri lítinn mun. Og þegar það
liggur fyrir að þú ert búinn að end-
urskipuleggja þetta bankakerfi þá
er spurningin sú; eru hlutafjáreign
og umráð yfir fjármagninu nægi-
lega dreifð eins og við óskum eftir.
Löggjafinn getur sett hvaða skilyrði
sem hann vill í því efni.
Flugstöðin. Sættir þú þig við
skýringar byggingarnefndar-
innar?
Nei. Lánsfjárlög gerðu ráð fyrir
fjárþörf, það er að segja hins ís-
lenska aðila, á árinu 1987 upp á 520
milljónir króna, en ekki upp á 1,2
milljarða króna. Það var fallist á
þessa beiðni upp á 520 milljónir.
Nefndin áætlaði af sinni snilld að
þetta fjármagn myndi duga svo
hægt yrði að taka flugstöðina í notk-
un í apríl. Síðan fara hlutirnir að ger-
ast nokkuð hratt. Við endurmat rík-
isfjármála á árinu 1987 í byrjun maí
koma þær upplýsingar að viðbótar-
fjárþörfin sé allt í einu komin upp í
700 milljónir. Þá var byggingar-
nefndin komin í algjört greiðslu-
þrot. Til þess að leysa málið var
samþykkt á vegum fjármálaráðu-
neytisins að hún fengi heimild til
þess að'taka innlent lán að fjárhæð
480 milljónir til þess að ljúka greiðsl-
um bindandi verksamninga. Þessar
upplýsingar um aukna fjárþörf
komu fjármálaráðuneyti og fjár-
iaga- og hagsýslustofnun gersam-
lega á óvart og í opna skjöldu. Við
fjárlagagerð 1988 hafa verið lagðar
fram beiðnir flugstöðvarinnar um
viðbótarframkvæmdir upp á 250
milljónir. Þannig að frá aprílmánuði
síðastliðnum hafa birst hér á borð-
um þessa ráðuneytis beiðnir frá
þessum aðila um aukafjármagn upp
á 900 milljónir króna. Okkar at-
hugasemdir eru þessar. Hvers
vegna var ekki gerð grein fyrir við-
bótarfjárþörf vegna verðlagsþróun-
ar innanlands og gengisbreytingar á
byggingartímanum á réttum tíma
og til réttra aðila, en í tvígang hent
fram tölum við uppgjör verksins? í
annan stað; hvers vegna er það í
sambandi við viðbótarverkefni,
sem ákveðin eru af byggingarnefnd-
inni, stækkun, breytingar sem
metnar eru upp á 250 milljónir,
„bara 250 milljónir”, eins og þeir
segja svo smekklega. Hvernig
stendur á því að það var ekki tryggt
fjármagn til þeirra um leið og þetta
var ákveðið? Voru það einhverjir
aðilar sem tóku þær ákvarðanir
sem eru ekki ábyrgir fyrir fjármál-
um? í þriðja lagi; hvernig fór bygg-
ingarnefndin að því að fjármagna
alla þessa umframfjárþörf á sínum
byggingartíma? Bara hömlulaus yf-
irdráttur í banka? Var það Sparisjóð-
urinn í Keflavík, eða hvað? Síðan er
spurningin; það er ekki nóg að bara
byggingarnefndin geri grein fyrir
því að áætlunin fari 250 milljónir
króna fram úr vegna einhverra
aukaverkefna. Ég vil fá úttekt á því?
Þess vegna skrifaði ég Ríkisendur-
skoðun og bað um sérstaka rann-
sókn á því hvernig staðið hefur ver-
ið að þessum framkvæmdum. Það
er ekkert launungarmál að þessir
aðilar fóru fögrum orðum um það
hversu áætlunin væri vönduð og
traust og hvað það væri hægt að
treysta því að þeir væru innan þess-
ara marka. Svo kemur bara allt ann-
að á daginn. Spurningin er; ég vil fá
upplýsingar um það hvað af þessu
má rekja til hönnunarmistaka? Ég
get sagt þér frá því að ég kom fyrir
kosningar í flugstöðina þegar verið
var að vinna við loftræstikerfið. Mér
var sýnd hrúgan af teikningunum
sem lágu þar úti í horni. Ónýtar
teikningar vegna loftræstikerfisins
eins upp á tugi milljóna. Ónýtt.
Vegna stjórnunarmistaka. Ég vil fá
þetta allt á borðið.
Þú ætlar að draga menn til
ábyrgðar?
Það er kominn tími til að menn
beri einhverja ábyrgð í þessu kerfi.
Ég er orðinn hundleiður á því að fá
hér inn á mitt borð hverskyns beiðn-
ir og erindi sem bera vott um svo
sjúskuð vinnubrögð, að það nær
ekki nokkurri átt. Hér koma menn
dæmdir fyrir skattsvik og ætla að
leggja það fyrir fjármálaráðherra út
af einhverjum fordæmum, að þeim
verði sleppt við greiðslum. Hér
koma menn í löngum biðröðum og
líta á það sem sjálfsagðan hlut að
þeir fái aukafjárveitingar því að
áætlanir staðist eða vegna þess ein-
hver hafi ekki hugsað fyrir ein-
hverju. Einhverja bölvaða vitleysu.
Það er varla flutt inn það apparat að
menn séu ekki komnir hér með ein-
hver bréf og erindi um það að þeir
eigi að fá undanþágu frá tollalögum.
Eða að fjármálaráðherra kveði upp
einhvern úrskurð um það í hvaða
andskotans tollflokk einhver vara
fer.
Hver eru viðbrögð þín við
þessu?
Ég hef hér stimpil sem stendur á
,,NE1". Þessi erindi lýsa stjórnsýslu-
hefð sem er svo sjúskuð að það er
aldeilis með ólíkindum. Aldeilis
með ólíkindum. Það er ekki nema
von að opinber stjórnsýsla sé nokk-
urs virt ef menn hafa vanið sig við
það árum, ef ekki áratugum saman
að öllu sé sópað undir teppið út af
einhverjum pólitískum fordómum
eða vildartengslum.
Þú ætlar að nýta þér flugstöðv-
armálið sem kennsludæmi í bar-
áttu þinni við kerfið?
Ég ætla ekki að nota það. Það er
bara eitt af mörgum málum sem
komu hér á borð.
1987 var kosningaár. Komu
upphæðir aukaf járveitinga á því
ári þér á óvart?
Óvart? 560 milljónir króna!
Sem hafði verið dælt út fyrir
kosningar?
Dælt út á fyrri hluta árs. Þetta er
skrautlegur listi. Ég ætla ekkert að
fullyrða um það hvort þetta sé ein-
hver kosningatollur. Aukafjárveit-
ingalisti var birtur á sínum tíma
þannig að menn geta metið það
hver og einn. En spurningin er sú;
hvaða reglur eiga að gilda um þetta.
Alþingi á að hafa fjárveitingavald.
Jújú. Síðan kemur urmull af ríkis-
stofnunum sem fer fram úr og fer
ekkert eftir fjárveitingum og fær
aukafjárveitingar. Var ekki verið að
reka einhvern fræðslustjóra þarna
fyrir norðan? Var honum ekki gefið
þetta að sök? Þá ætti að reka menn
í tonnatali. Reglan á að vera sú að
hafi Aiþingi hafnað einhverju máli
þá séu að sjálfsögðu ekki veittar
aukafjárveitingar til þess, nema það
sé réttlætt með áætlunarmistökum.
Það fer náttúrulega allt sístemið úr
böndunum ef hér verður dellu-
makarínsverðbólga, eins og var hér
fyrr á árum. Kannski er þetta ein af-
leiðingin, eins og svo margt, margt
annað í þessu sjúskaða stjórnkerfi,
afleiðing af þessari delluverðbólgu
sem færði hér allt úr skorðum og
gerði þjóðfélagið vitlaust.
Afsiðaði þjóðina í peningamál-
um?
Já. Afsiðaði þjóðina og síðan eru
engar eðlilegar stjórnsýslureglur í
heiðri hafðar.
JÖN SIGURÐSSON BANKAMÁLARÁÐHERRA
HEFUR LÍF STJÓRNARINNAR í HENDI SÉR
FELLUR STJÖI
ÚTVEGSBANI
Slagurinn um Útvegsbankann snýst ekki bara um eign-
arhald á bankastofnun og endurskipulagningu banka-
kerfisins, heldur getur þetta mál ráðið úrslitum um
áframhaldandi stjórnarsamstarf og pólitíska framtíð Þor-
steins Pálssonar. Meðal stjórnmálamanna er staðhæft, að
tilboð Sambandsins í Útvegsbankann eigi sér nokkurn
aðdraganda, og ,,arkitektarnir“ séu Valur Arnþórsson
stjórnarformaður SÍS og enginn annar en Jón Sigurðsson
bankamálaráðherra.
Þessu hefur Jón neitað, en hins vegar mun hann hafa
innt forystumenn í atvinnulífi og fjármálaheimi eftir
hugsanlegum áhuga þeirra á því að fjárfesta í Útvegs-
bankanum. Þessar óformlegu ,,þreifingar“ hafa, að því er
HP er kunnugt, ekki verið einskorðaðar við forystumenn
SÍS, heldur einnig frammámenn í sjávarútvegi. Heimild-
armenn Helgarpóstsins í forystuliði Alþýðuflokksins
segja, að viðræður hafi farið fram á milli bankamálaráð-
herra og Sambandsmanna, sem hafi snarlega boðið í
Útvegsbankann og skotið þannig útvegsmönnum ref
fyrir rass, sem nú er legið á hálsi fyrir að hafa sofnað á
verðinum.
PÓLITÍSKT TILRÆÐI VIÐ
ÞORSTEIN
Sjálfstæðismenn túlka þetta hins
vegar sem pólitískt tilræði við Þor-
stein Pálsson forsætisráðherra og
formann Sjálfstæðisflokksins, og
slík mun vera reiðin meðal forystu-
manna Sjálfstæðisflokksins, að á
þessari stundu segja þeir hiksta-
laust, að gangi Jón Sigurðsson að til-
boði Sambandsins sé ekki um ann-
að að ræða fyrir sjálfstæðismenn en
að ganga úr ríkisstjórninni.
Fléttan gengur einfaldlega út á
það, að skjóta ættarveldi Sjálfstæð-
isflokksins ref fyrir rass, og um leið
að rétta Þorsteini Pálssyni svo stór-
an bita að honum verði ókleift að
kyngja honum án þess að fá obbann
af valdablokk sjálfstæðismanna á
móti sér. Nái kratar og frammarar
því í gegn, að Sambandið eignist Út-
vegsbankann, stendur Þorsteinn
Pálsson eftir sem veikur forystu-
maður og um leið hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn verið felldur á klofbragði
í fyrstu alvarlegu glímunni í þessari
ungu ríkisstjórn.
Þá hugsun geta forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins ekki hugsað til
enda.
í samtali við Helgarpóstinn vísaði
Jón Sigurðsson bankamálaráðherra
öllum samsæriskenningum á bug.
Sem bankamálaráðherra vekti það
eitt fyrir sér að selja banka og firra
skattborgarana því að reiða fram
hundruð milljóna vegna Hafskips-
ævintýris Útvegsbankans.
VILJA EKKI SJÁ
SJÖSTJÖRNUNA,
ARNARFLUG OG
ÞVÍUMLÍKA
Ýmsa kann að undra þessi skyndi-
legi áhugi peningaaflanna í landinu
á Útvegsbankanum, gjaldþrota
banka, sem var óalandi og óferjandi
fyrir nokkrum mánuðum. En skýr-
ingin er einföld. Eftir að Útvegs-
bankinn var gerður að hlutafélagi
fylgdi með, að nýi bankinn byrjaði
nánast með hreint borð. Meginverk-
efni bankaráðs hins nýja hlutafé-
lagsbanka hefur verið fólgið í því að
losna við skuldugustu og verst
stöddu viðskiptamenn og — fyrir-
tæki bankans og troða þeim upp á
ríkissjóð og um leið skattgreiðend-
ur. Meðal þessara fyrirtækja má
nefna Sjöstjörnuna og Arnarflug.
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra hefur látið hafa eftir
sér, að tap Útvegsbankans sé mikl-
um mun meira en látið hafi verið í
veðri vaka. Ekki hefur ráðherra vilj-
að gefa upp tölur í þessu sambandi.
Hins vegar hefur hann skipað Sig-
urð Þórðarson skrifstofustjóra í fjár-
málaráðuneytinu í eftirlitshlutverk
með bankaráðinu og afskriftum
þess ásamt með fulltrúa, sem við-
skiptaráðherra hefur skipað.
Samkvæmt heimildum Helgar-
póstsins nemur tap hins gamla Út-
vegsbanka a.m.k. um einum og
hálfum milljarði króna. Þar er tapið
vegna Hafskips stærst, þá koma af-
skriftir á skuldum ótal fyrirtækja,
sem voru í viðskiptum við „gamla”
Útvegsbankann og loks nema lífeyr-
isskuldbindingar bankans nálægt
fjögur hundruð milljónum króna.
Eins og menn rekur e.t.v. minni til
var gerð krafa um það á Alþingi á
sínum tíma, að Útvegsbankinn yrði
gerður upp eins og hvert annað
gjaldþrota fyrirtæki. Af því varð
ekki og töldu gagnrýnendur máls-
ins ástæðuna vera þá, að pólitísk öfl
vildu koma í veg fyrir, að „orma-
gryfjan" yrði opnuð. Þá kæmi í ljós
hin óopinbera flokkspólitíska spill-
ing, sem viðgengst hjá ríkisbönkun-
um.
Ef til vill breytir tilkoma eftirlits-
manna fjármálaráðherra og banka-
málaráðherra við uppgjör á við-
skiptamönnum bankans einhverju
þar um?
Samkvæmt áliti Stefáns Más
Stefánssonar lagaprófessors mun
viðskiptaráðherra vera stætl á því
að taka hvoru tilboðinu sem er, til-
boði Sambandsins eða KR-inganna,
eins og aðiljarnir 33, sem boðið hafa
í Útvegsbankann líka, eru kallaðir.
VALUR VANN KR-
INGANA 1-0 ~ ÞVÍ
VERÐUR EKKI BREYTT
Stefán tekur í áliti sínu ekki af-
stöðu til siðferðislegs réttar Sam-
bandsmanna, en flestir óvilhallir
viðmælendur blaðsins telja, að Jón
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins fórnar-
lamb deilunnar um Útvegsbankann. Verður þetta pólitíska vandamál leyst með
sölu Búnaðarbankans? Mikil ólga meðal sjálfstæðismanna.
8 HELGARPÓSTURINN