Helgarpósturinn - 20.08.1987, Side 9
EFRIR HALLDÓR HALLDÓRSSON
MYNDIR JIM SMART
ININ VEGNA
(AMÁLSINS?
STAÐA ÞORSTEINS PÁLSSONAR FORSÆTISRÁÐHERRA
VÆGAST SAGT HÆTTULEG MIKIL REIÐI Á MEÐAL SJÁLF-
STÆÐISMANNA JÓN SIGURÐSSON VÍSAR ÖLLUM SAM-
SÆRISKENNINGUM Á BUG „KR-INGARNIR" ERU BÚNIR
AÐTAPA 1-OSEGJA FRAMSÓKNARMENN TILBOÐ KR-ING-
ANNA FULLNÆGIR EKKI KRÖFUM KAUPI RÍKIÐ HÚSA-
KOST SAMBANDSINS BYGGIR SÍS UTAN REYKJAVÍKUR OG UM
LEIÐ MISSIR BORGIN TUGMILLJÓNIR í AÐSTÖÐUGJÖLD
LAUSN MÁLSINS LANGT UNDAN
Sigurðsson sé siðferðislega skuld-
bundinn SÍS nema þá, að hann finni
lausn á þessu erfiða pólitíska hita-
máli.
Á þetta geta Sambandsmenn ekki
fallizt, eins og fram kemur í viðtal-
inu við Val Arnþórsson hér á síð-
unni. Valur segir fullum fetum: Við
erum búnir að kaupa bankann,
punktur, basta. Og hann segir, að
málið sé jafneinfalt og úrslit í knatt-
spyrnuleik, þar sem t.d. KR og Valur
áttust við. Valur hafi einfaldlega
skorað eina mark leiksins og þannig
unnið KR 1-0.
Nú vilji menn í sjávarútvegi og
ættarveldið í Sjálfstæðisflokknum
ógilda leikinn og byrja hann upp á
nýtt.
Afstaða sjálfstæðismanna gegn
kaupum SÍS ræðst einfaldlega af
því, að þeir geta ekki hugsað sér, að
Sambandsmenn nái Útvegsbankan-
um undir sig, auk þess, sem þeir hafi
ávallt ætlað sér að kaupa bankann.
í raun má segja, að sleðagangur
þessara afla hafi komið Þorsteini
Pálssyni í óþolandi aðstöðu.
Þeir sem hafa Iausn þessa máls í
hendi sér eru alþýðuflokksmenn og
samkvæmt heimildum Helgarpósts-
ins munu kratar vera veikir fyrir því
að selja SÍS Útvegsbankann. Þeir
líta jafnframt svo á, að án samkomu-
lags milli framsóknarmanna og
sjálfstæðismanna í ríkisstjórn séu
þeir samkvæmt skilmálum sölu á
bankanum skuldbundnir til þess að
selja SÍS bankann.
TILBOÐ SÍS BETRA —
LAUSIR ENDAR HJÁ
HINUM
Þeir benda á það, að SÍS hafi gert
bindandi tilboð, fullnægt öllum skil-
málum og um leið hafi bankinn
horfið af sölulista. Þá benda þeir
jafnframt á, að KR-ingarnir hafi, að
þessu slepptu, ekki fullnægt öllum
skilmálum, m.a. hafi ekki verið gerð
nægileg grein fyrir veðum. Og þeir
láta það fylgja með, eins og fram-
sóknarmenn, að tilboð KR-inganna
sé ekki tilboð útvegsmanna. Þarna
séu í meirihluta valdamenn í Sjálf-
stæðisflokknum, hluti ættarveldis-
ins, og útvegsmenn séu ekki nema
um 40% tilbjóðenda í 33-manna
púllíunni.
Rétt er að fram komi hér, að strax
eftir að KR-tilboðið kom fram,
höfðu SÍS-menn samband og buðu
munnlega í jafnmikið og hinir fyrr-
nefndu, en SlS-tilboðið var upphaf-
lega í 67%.
Sumir viðmælenda Helgarpósts-
ins vildu halda því fram, að með
þessari munnlegu breytingu á til-
boðinu hefðu hið fyrra fallið úr gildi
og þar með stæðu SÍS og KR jafnfæt-
is. Fæstir fallast á þessa röksemd.
Hér hefur verið lýst þeim hnút,
sem málið er í.
En hvaða lausnir eru til?
1. SÍS kaupi Útvegsbankann.
2. KR-ingarnir kaupi Útvegsbank-
ann.
3. Þessir tveir aðiljar skipti á milli
sín fölum hlutabréfum.
4. SÍS-arar fallist á, að KR-ingarnir
fái Útvegsbankann, en í staðinn
fái þeir Búnaðarbankann. Til
þess þyrfti lagabreytingar og
gera verður ráð fyrir því, að
meirihluti náist með breytingu
Búnaðarbankans í hlutafélags-
banka. í fyrrahaust stóðu fram-
sóknarmenn á móti því, en af-
staða þeirra breytist örugglega,
þegar um er að tefla hagsmuni
Sambandsins.
Hins vegar sjá menn alls kyns
meinbugi á þessari leið, því bæði
taki hún langan tíma og að auki
skapist tæknileg og erfið vandamál
vegna hinna ýmsu sjóða landbúnað-
arins, sem séu í vörzlu Búnaðar-
bankans. SÍS-urum lízt a.m.k. afar
illa á þessa ,,lausn“.
MÁLIÐ MUN DRAGAST
Á LANGINN
Ekki má skilja svo við þetta mál,
að ekki sé minnzt á áhuga ríkisins á
húsakosti Sambandsins við Sölv-
hólsgötu. Lengi hefur verið áhugi
fyrir því, að kaupa þetta húsnæði
undir þétt setið stjórnarráðið. Jón
Baldvin Hannibalsson fjármálaráð-
herra hefur gert tilboð, en það mun
vera langt frá þeirri upphæð, sem
Sambandsmenn geta sætt sig við.
Söluverðið, sem þeir eru að hugsa
um, er nálægt 300 milljónum króna,
en tilboð fjármálaráðherra er fjarri
þeirri upphæð. Þessi hugsanlegu
húsakaup gætu samt haft sitt að
segja í máli þessu öllu.
Þess má geta að Sambandið hefur
um alllanga hríð verið með i athug-
un kaup á lóð undir nýja skrifstofu-
byggingu með stórri lóð og nægu
plássi fyrir bílastæði. Allt bendir til
þess, að af þessari byggingu verði
fyrr en síðar, og jafnframt, að höfuð-
stöðvar SÍS flytjist úr höfuðborginni
og hafa þá menn t.d. í huga bæjarfé-
lögin í grennd við Reykjavík. Ef af
yrði myndi Reykjavikurborg missa
vænan spón úr aski sínum vegna
missis á aðstöðugjöldum.
Um miðjan dag í gær, miðviku-
dag, var fyrirhugaður fundur þeirra
Vals Arnþórssonar og Jóns Sigurðs-
sonar, en ekki var gert ráð fyrir að
lausn málsins lægi fyrir að loknum
þeim fundi né heldur fundi ráð-
herranefndarinnar strax á eftir, en í
henni eru ásamt Jóni Sigurðssyni
þeir Þorsteinn Pálsson og Stein-
grímur Hermannsson.
Eins og mál standa, þegar þetta er
ritað, má telja víst að reynt verði til
þrautar að finna sáttaleið, sem endi
með þeim farsæla hætti, að hvorir
tveggja, Útvegsbankinn og Búnað-
arbankinn, losni úr höndum ríkisins
og samvinnuhreyfingin og einka-
framtakið kaupi þá.
Ef þetta verður er jafnframt líkleg-
ast, að bönkunum verði hrókerað:
SÍS taki Búnaðarbankann, en KR-
ingarnir Útvegsbankann.
Jón Sigurðsson bankamálaráðherra: Hann hefur í hendi sér niðurstöðu deilunn-
ar um sölu Útvegsbankans — og hugsanlega framtíð ríkisstjórnar Þorsteins Páls-
sonar.
Valur Arnþórsson stjórnarformaður SÍS: Ráðherra ber að taka tilboði Sam
bandsins. Honum líst illa á pólitískar hrókeringar með Útvegsbanka og Bún-
aðarbanka.
ÆTTARVELDIN TRYLL-
AST EF HRÖFLAÐ ER
VIÐ VELDI ÞEIRRA
SEGIR VALUR ARNÞÓRSSON, STJÓRNARFORMAÐUR
SÍS
„Við gerðum tilboð að öllu leyti
í samræmi við skilmála ríkisins og
tilboð okkar var meinbugalaust.
Ég lít svo á, að við séum búnir að
gera kaup á grundvelli útboðsins,
sem ríkið lét frá sér fara,“ sagði
Valur Arnþórsson stjórnarformað-
ur SÍS í samtali við Helgarpóstinn
í gær.
Valur var spurður hvort ekki
væri kominn meinbugur á tilboðið
eftir að gert var munnlegt tilboð í
jafnstóran hlut og hinir svokölluðu
„KRingar" höfðu boðið í.
„Nei, ráðherra hefur skilið það
svo, að við værum að lýsa yfir vilja
okkar í þessa veruna. Ég hef sjálf-
ur ekki staðið frammi fyrir þessari
spurningu, en ég geri ráð fyrir, að
hún komi upp á fundi mínum með
ráðherra í dag (miðvikudag). Ef ég
tel skynsamlegt að bjóða í 76%
eins og hinir, þá geri ég ráð fyrir
því að fá umboð Sambandsstjórn-
ar til að gera það tiltölulega fljótt,"
sagði Valur.
Um tilboðsmálin sagði Valur:
„Þessi hlutabréf voru ekki á
uppboði, heldur í útboði á
ákveðnu verði samkvæmt
ákveðnum skilmálum og við
kaupum á grundvelli þess. Þannig
að jietta mál liggur í augum uppi.
Það sem þessir hinir menn eru að
gera með sínu tilboði finnst mér
vera langt fyrir neðan þeirra virð-
ingu, þótt ég beri á minn hátt virð-
ingu fyrir þeim. Þeir haga sér eins
og menn, sem missa af strætis-
vagni. Þeir hlaupa hann uppi,
ryðja fólki úr sætum og segja: Þú
borgaðir ekki nema fimm krónur,
ég ætla að borga meira! Málið er,
að það er fastur taxti með strætis-
vagni og sama gildir um þessi
hlutabréf," sagði Valur Arnþórs-
son.
„Við getum tekið aðra líkingu.
KR, eins og þessi hópur hefur ver-
ið kallaður, getur ekki haldið
áfram að leika leik gegn Val eftir
að búið er að flauta til leiksloka og
Valur hefur unnið leikinn 1-0. Ég
held, að þessir „KR-ingar“ hljóti
að átta sig á þessum leikreglum,"
sagði Valur.
Um þá hugmynd, að SÍS keypti
Búnaðarbankann og einstakling-
arnir og fyrirtækin 33 Útvegs-
bankann sagði Valur, að það hefði
ekki verið á dagskrá hjá ríkisvald-
inu að selja Búnaðarbankann,
sjóðakerfi landbúnaðar þyrfti
helzt að vera í ríkisbanka, ekki sízt
á slíkum breytingatímum í land-
búnaði, eins og nú ganga yfir,
þannig að þetta gæti orðið erfitt
mál.
„Ég tel það svo langsótt að ætla
að draga Búnaðarbankann inn í
þetta dæmi, að ég tel það nánast
fráleitt “ sagði Valur. „Framsókn-
arflokkurinn var andvígur því að
gera Búnaðarbankann að hlutafé-
lagsbanka og ég tel það afar
ósennilegt að þingflokkur Fram-
sóknarflokksins sé reiðubúinn að
breyta þeirri afstöðu," sagði Valur
Arnþórsson.
Hann kvaðst hafa orðið var við
mikinn stuðning almennings við
tilboð SÍS og jafnframt hneykslan
fólks á framferði „hinna".
„Fólki finnst þetta ekki þessum
mönnum sæmandi. Þar að auki sjá
allir, að þetta er ekki endilega sjáv-
arútvegur, sem er að kaupa Út-
vegsbankann með þessu móti.
Þegar litið er á listann yfir þá sem
leggja fram fé kemur í ljós að
þeir sem tengdir eru sjávarútvegi
eru með um 300 milljónir af 760
milljónum," sagði Valur. „Þeir sem
standa að þessu eru náttúrlega
þessar fjársterku fjölskyldur og
ættir, sem standa á bakvið Eim-
skip, Flugleiðir, H.Ben Co. og
Shell. Það eru þær, s< i eru að
kaupa þetta. Þannig a< ið liggur
í augum uppi, að það er ekki verið
að gera þett a að almennings-
banka eða sjávarútvegsbanka.
Það er verið að tryggja áframhald-
andi stöðu nokkurra ættarvelda,
sem ætla alveg að tryllast ef hrófl-
að er við þeirra ríki. Það er nú
þetta, sem blasir við í þessu máli,“
sagði Valur Arnþórsson stjórnar-
formaður Sambands íslenzkra
samvinnufélaga.
HELGARPÓSTURINN 9