Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 20.08.1987, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Qupperneq 12
KVÓTAMÁL SKÚLA ALEXANDERSSONAR ÞJÓFÓTTUR ÞINGMAÐUR EÐA RUGLAÐ RÁÐUNEYTI? Skúli Alexandersson alþingismaður hefur verið sakað- ur af sjávarútvegsráðuneytinu um kvótasvindl. í þeirri ásökun felst að Skúli hafi gert sig sekan um að hafa sent falsaðar skýrslur til Fiskifélags ísíands. Einnig að bókhald fyrirtækis hans, Jökuls hf., hafi verið falsað. Hann hafi sömuleiðis aðstoðað útgerðir viðskiptabáta sinna við að falsa bókhald þeirra. í stuttu máli felst í ásök- un ráðuneytisins að Skúli hafi verið potturinn og pannan í umfangsmikilli svikamyllu á Hellissandi, þar sem skjala- fals, bókhaldsfals og sjálfsagt skattsvik í kjölfar þess koma við sögu. VITLEYSAN í RÁÐUNEYTINU „Þetta eru alvarlegustu ásakanir sem bornar hafa verið á alþingis- mann í lengri tíma,“ sagði Skúli á blaðamannafundi er hann hélt á mánudaginn. Hann telur þessar ásakanir ráðuneytisins alvarlegri en þær sem bornar hafa verið á Albert Gudmundsson, Guömund J. Gud- mundsson og Stefán Benediktsson á undanförnum misserum. Skúli segir sig saklausan af kvóta- svindli og því skjalafalsi sem nauð- synlegt er til að framkvæma það. Og sakar ráðuneytið á móti um slæleg vinnubrögð. Skúli segir starfsmenn þess ekki hafa sinnt um að kynna sér öll gögn málsins. Hann telur þær forsendur sem ráðuneytið beitir í reikningsaðferðum sínum rangar. í stuttu máli felst í ásökunum Skúla, að eftirlit ráðuneytisins með kvóta- kerfinu sé ónýtt og í raun ráði því til- viljun eða ásetningur ráðuneytis- manna hverjir verði ásakaðir um kvótasvindl og rukkaðir um stórar fjárhæðir vegna þess. „Vitleysan í ráðuneytinu ríður ekki við einteyming," sagði Skúli á blaðamannafundinum þegar hann var spurður hvort hann túlkaði úrskurð ráðuneytisins sem pólitíska aðför að sér. Hann sagðist neita að trúa því. En... „Ég spyr: Er það tilviljun að það voru einungis fyrirtæki á Vestur- landi og Vestfjördum sem tekin voru í stikkprufu ráðuneytisins," sagði Skúli á fundinum. „í þessum landshlutum hefur andstaðan gegn kvótakerfinu einmitt verið mest.“ ÚTREIKNINGUR STENST UPP Á KÍLÓGRAMM Skúli sagði einnig að þessi úr- skurður ráðuneytisins gerði hann í raun óvirkan í umræðunni um fisk- veiðistefnuna. Hann hefði andmælt kvótakerfinu á þingi og víðar. Nú væri hann í raun í herkví. Þegar blaðamenn spurðu hann hvort hann ætti við að sú hefði verið ætlan ráðuneytisins, svaraði hann líkt og frelsarinn: „Það eru ykkar orð.“ Ráðuneytismenn þvertaka fyrir þetta. „Við beittum sömu reikningsað- ferðum á öll húsin sem athuguð voru,“ sagði Örn Traustason, starfs- maður Veidieftirlitsins. „í saltverk- unarstöðvum hjá nágrönnum Skúla á Snœfellsnesi stóðst þetta upp á kílógramm. Hjá Jökli reyndist hins vegar 120 tonnum af slægðum fiski ofaukið." 120 tonn af þorski eru 10% af fisk- kaupum Jökuls á árinu 1986. Ráðu- neytið komst einnig með reiknings- aðferðum sínum að því að 27 tonn af ýsu hefðu horfið í vinnslu hjá fyrir- tækinu. í Ijósi sagna um kvótasvindl þarf ekki auðugt ímyndunarafl til að ætla að 27 tonn af þorski hafi með þessum hætti verið skráð sem ýsa. En hvaða aðferðum beitir ráðu- neytið? Starfsmenn Veiðieftirlitsins fara ofan í útflutningsskýrslur fiskverk- unarstöðvanna. Þeir reikna þær upp og með ákveðnum nýtingar- hlutföllum fá þeir út hversu mikinn fisk stöðvarnar hefðu þurft að kaupa til þess að framleiða þann fullunna fisk sem fluttur var út sam- kvæmt skýrslunum. Niðurstöður þessa útreiknings eru síðan bornar saman við skýrslur fiskvinnslu- stöðvanna til Fiskifélagsins. í tilfelli Skúla bar 120 tonn á milli. VELTUR Á NYTINGAR- HLUTFALLINU „Þetta er aðferð sem notuð hefur verið í áraraðir við bókhaldseftirlit," sagði Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins, í samtali við Helgarpóstinn. „Sams- konar aðferðum er til dæmis beitt til þess að ákvarða vörugjöld á sæl- gæti. Við þennan útreikning styðst ráðuneytið við tölur um nýtingar- hlutföll, sem eru orðnar margreynd- ar í gegnum árin. Við sjáum enga ástæðu til þess að draga útreikninga okkar í efa.“ Skúli heldur því hins vegar fram að ráðuneytið reikni með alltof lítilli nýtingu. Reyndar segir hann að það sé út í hött að styðjast við meðaltals- nýtingu og úrskurða einstök hús í sektir út frá henni. En Skúli bendir einnig á að það nýtingarhlutfall sem ráðuneytið styðst við sé undir því sem bankar miða við þegar þeir reikna út afurðalán. „Ég vildi ekki gera ykkur að verk- stjórnendum í Jökli hf.,“ skrifaði Skúli í svari sínu til ráðuneytisins, ,,ef þið gerðuð ykkur ánægða með bankaprósentuna í nýtingu við venjulegar aðstæður í heilt ár, meira að segja þótt reiknað væri með full- stöðnum fiski sem þyrfti að geymast fram á sumar frá vetrarvertíð. Ég mundi fara fram á skaðabætur frá ykkur í staðinn fyrir að greiða ykk- ur laun.“ Ráðuneytið reiknar með 30,5% nýtingu á meðalstórum netaþorski. Bankarnir reikna hins vegar með 32% nýtingu. Ef farið er ofan í þær tölur um aðkeyptan afla sem Skúli hefur látið frá sér fara og þær born- ar saman við útflutning Jökuls kem- ur út að nýtingin hjá Skúla var um 34% á sambærilegum fiski. Það er; ef hann hefur ekki keypt fisk fram- hjá skýrslunum til Fiskifélagsins. KVÓTAKERFIÐ EFTIRLITSLAUST? „Við fórum mjög vægt í sakirnar," svaraði Árni Kolbeinsson þessu atriði. „Við létum húsin að sjálf- sögðu njóta þess, að erfitt er að áætla nýtingu upp á gramm. Við reiknuðum því með hærri nýtingu en gengur og gerist." Ráðuneytið úrskurðaði upptöku á afla hjá fimm fiskvinnslustöðvum. Það hefur ekki viljað gefa upp hvaða stöðvar þetta eru. En hefur þó sagt að meirihluti þeirra hafi við- urkennt svindlið og staðfest með því útreikninga ráðuneytisins. Meiri- hluti af fimm? Sjálfsagt þrjú hús. En hvað felst í ásökunum Skúla Alexanderssonar? Frá því að kvótakerfið var tekið upp fyrir nokkrum árum hafa verið uppi sögur um stórkostlegt kvóta- svindl. Samkvæmt lögum er það ráðuneytið sem á að hafa eftirlit með því að farið sé eftir þessu kerfi. Fyrirtæki Skúla lenti í fyrstu veiga- meiri úttekt ráðuneytisins. Hann tel- ur hana reista á misskilningi, jafnvel illum vilja, og því allt eftirlit ráðu- neytisins í raun ónýtt. Samkvæmt þessu hefur ráðuneytið sannað van- hæfni sína til þess að hafa eftirlit með því að kvótakerfinu sé fram- fylgt. Það þyrfti því að finna annan aðila til verksins svo útdeildur kvóti sé ekki annað en einskonar viljayfir- lýsing ráðuneytisins. ÚRSKURÐUR RÁÐU- NEYTIS EÐA YFIR- LÝSING ÞINGMANNS? Þrátt fyrir að Skúli geri sér grein fyrir alvarleika þeirra ásakana sem ráðuneytið hefur borið á hann ætlar hann ekki að segja af sér þing- mennsku. Hann mun því sitja á þingi með úrskurð ráðuneytisins um kvótasvindl, skjalafals, bókhalds- svindl og fleira á bakinu. Hann hef- ur lýst því yfir að hann haggist ekki nema Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra rísi einnig úr sæti. Með þessu leggur hann að jöfnu úrskurð lögformlegs eftirlitsaðila og yfirlýsingar sínar á blaðamanna- fundi. Á fundinum neitaði Skúli að fara nákvæmlega ofan í útreikninga ráðuneytisins og gagnrýna þá. Hann sagði sig saklausan af ásökun- um ráðuneytisins og það hvarflaði ekki að sér að leggja það á sig að sanna sakleysi sitt. Það væri ráðu- neytisins að sanna sekt sína. En það telur ráðuneytið sig vera búið að gera, einmitt með þessum útreikn- ingum. Skúli hefur samið kærubréf til ráðuneytisins sem afhent verður á elleftu stundu áður en kærufrestur- inn rennur út. Ef ráðuneytið tekur kæru hans ekki til greina mun hann kæra málsmeðferðina til dómstóla. Það mun því líða á löngu áður en úr því fæst skorið hvort íslenska þjóðin situr uppi með þjófóttan þingmann eða ráðuneyti þar sem ruglandi og/eða illur vilji ráða störf- um. 12 HELGARPÓSTURINN EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON MVND JIM SMART

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.