Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 14
Það ákveður enginn
hvernig aðrir
eiga að vera
segir Unnur Arngrímsdóttir, stofnandi og
stjórnandi Módelsamtakanna, sem eiga 20 ára
afmœli.
„Þegar ég var ung stúlka þjáðist ég af minnimáttar-
kennd. Mér fannst ég bæði ljdt og alltof stór. Ég ætlaði
mér aldrei að verða neitt annað en húsmóðir og hugsa
um börnin mín.“
Þetta sagði Unnur Arngrímsdótt-
ir, stjórnandi og stofnandi Módel-
samtakanna, í samtali við HP, en
Módelsamtökin eiga tuttugu ára
starfsafmæli á þessu ári, og er Unn-
ur því elsti stjórnandi sýninga hér á
landi, sem er enn við störf.
AÐ YFIRSTÍGA MINNI-
MÁTTARKENNDINA
„Þegar maðurinn minn byrjaði
með dansskóla sinn, Dansskóla Her-
manns Ragnars, árið 1958, starfaði
ég sem aðstoðardanskennari hjá
honum. Hann hvatti mig til að taka
próf í danskennslu, en ég hafði eng-
an innri kjark í það og treysti mér
engan veginn til þess. Meðan við
dvöldum í Bandaríkjunum hafði ég
kynnst fólki sem rak „módelskóla"
og fékk að vera viðstödd nokkrar
kennslustundir. Þá hvarflaði að mér
að kannski væri þetta eitthvað sem
ég ætti að gera líka, þegar ég sá kon-
ur á sama aldri og ég öðlast þetta
innra öryggi sem er öllum nauðsyn-
legt. Síðan gerðist það að Sigríður
Gunnarsdóttir stofnaði Tískuskól-
ann og hélt námskeið. Hermann
þekkti Sigríði gegnum störf hjá
Æskulýðsráði, hringdi til hennar og
skráði mig á síðdegisnámskeið. Ég
var lítið hrifin af þessu uppátæki og
var harðákveðin í að fara ekki. Her-
mann hlustaði ekkert á þessar mót-
bárur, ók mér í skólann og sagðist
sækja mig eftir tvær klukkustundir.
Þegar ég kom inn sá ég að þarna
voru margar konur á sama aldri og
ég, konur sem ég kannaðist við. Þá
sá ég að ég var ekkert verri í útliti
eða vaxtarlagi en þær. Þarna var
kennd ganga, snyrting og fleira og
þetta námskeið varð til þess að ég
yfirsteig þessa minnimáttarkennd
mína. Það hafði verið gífurlega
erfitt að lifa öll unglingsárin með
þessa minnimáttarkennd og upp-
götva ekki fyrr en á fertugsaldri að
í rauninni var ég ekkert hræðilegri
en aðrar konur! Ári síðar dreif ég
mig til Kaupmannahafnar og lauk
danskennaraprófi og fór að kenna
RANGT:
Pálína og Ólafur hittast á dansleik.
Sjón sem þessi er alltof algeng: Þau
eru hengilmænuleg, Ólafur blæs
sígarettureyknum framan í Pálínu og
hangir á henni. Pálína er svosem
ekkert dömuleg heldur, eða hvað
finnst ykkur? Ólafur nennir ekki einu
sinni að hneppa að sér jakkanum og
kvöldið er rétt að byrja.
sjálf dans. Upp úr því stofnaði ég
„Snyrti-og tískuskólann" en þegar
Pálína Jónmundsdóttir kom til
starfa með mér breyttum við nafn-
inu yfir í „Módelsamtökin".
AÐ ÞEKKJA
GRUNNREGLURNAR
„Módelsamtökin" skiptast í raun-
inni í tvær deildir, ef svo má kalla
það, umboðsskrifstofu fyrir „módel-
vinnu", þ.e. tískusýningar og
myndatökur annars vegar og nám-
skeiðahald yfir vetrarmánuðina
hins vegar. Á námskeiðunum er til
dæmis kennd snyrting, og þá er
ekki aðeins átt við andlitssnyrtingu,
heldur snyrtingu líkamans almennt.
Við leggjum mikla áherslu á fram-
komuþætti og kurteisi ásamt mann-
legum samskiptum til að auðvelda
fólki umgengni við aðra. Kröfurnar
í dag eru orðnar miklar, ekki aðeins
til sýningarfólks, heldur allra, sama
hvaða starfi þeir gegna. Það veitir
því innra öryggi að þekkja grunn-
reglurnar, og það fæðist enginn
með kunnáttuna, við verðum að
læra af öðrum. Ég veit það af eigin
reynslu hvað það er að fara í gegn-
um lífið full af minnimáttarkennd,
finnast allir horfa á mann vegna
þess að maður sé svona eða hinseg-
in. Mér finnst ég hafa þörf fyrir að
miðla af minni reynslu og þekkingu
til annarra því ég veit að það eru
margir eins og ég var á sínum tíma,
fullir af óöryggi."
Unnur segist breyta námskeiða-
haldinu hjá sér eftir því sem þörf er
á, því kröfurnar breytist sífellt: „Það
þarf að heimfæra allt yfir á nútím-
ann,“ segir hún. Eitt af því sem teng-
ist nútímanum er litgreiningin, sem
svo mjög er að ryðja sér til rúms í
heiminum. Unnur segist ekki ætla
að verða eftirbátur annarra í þeim
efnum og hefur ráðið til sín stúlku,
Helgu Nínu, sem búsett hefur verið
í Bandaríkjunum um margra ára
skeið. „Litgreiningin sem hún mun
sjá um er námsgrein sem er m.a.
kennd í sálarfræði við háskólann í
RÉTT:
Þetta erólíkt fallegra á að líta. Þau bera
sig vel, eru bein í baki og passa fóta-
burðinn. Hér er Ólafur með jakkann
aðhnepptan, enda ballið rétt að byrja.
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR JIM SMART
ÞAÐ HLEYPUR ENGIN
BRÚÐUR INN
KIRKJUGOLFIÐ!
Við ræðum um kennslu í göngu
og hvort þörf sé á að kenna fólki að
ganga. Unnur svarar þeirri spurn-
ingu brosandi: „Það segir enginn
RÉTT:
Það sýnir sig á þessari mynd hversu
miklu fallegra það er að sitja rétt.
Pálina krossleggur fótleggina og fætur
vísa í sömu átt.
öðrum hvernig viðkomandi á að
vera. Það verður hver og einn að
finna hjá sjálfum sér hvað er honum
eðlilegast. Þegar við hins vegar töl-
um um að „kenna að ganga" er ver-
ið að ræða um að brúður í síðum
brúðarkjól hteypur ekki eða
strunsar inn kirkjugólfið. Hún tekur
eðlilega smá skref. Það sama gildir
þegar konur eru í síðum samkvæm-
iskjólum. Það færi nú mesti glans-
inn af þeim ef þær ætluðu að klofa
í slíkum kjólum! Ef konur eru hins
vegar á gönguskóm og gallabuxum
úti í náttúrunni, þá auðvitað ganga
þær eins og þeim finnst eðlilegast
og þægilegast. Þetta eru kannski
helstu punktarnir," segir hún og sýn-
ir mér hvernig mismunandi göngu-
lag virkar. Hún bendir líka á að auð-
vitað fari eftir klæðaburði hvernig
fólk situr. „Stúlka í stuttu pilsi á til
dajmis ekki að sitja svona," segir
hún og sest klofvega á stól. „Það er
í rauninni ekkert verið að kenna
fólki neitt, bara verið að benda á
hvað er fallegt og hvað ekki. Auð-
vitað vilja allir að eftir þeim sé tekið
fremur fyrir það hvað þeir bera sig
vel heldur en hvað þeir hafa hræði-
legt göngulag! Það hlýtur að segja
sig sjálft."
Hún bætir við í þessu sambandi
að það sé líkt með kennslu í göngu
og svo margt annað að enginn segir
öðrum fyrir verkum: „Það fer til
dæmis enginn í ákveðna flík vegna
þess að mér þykir hún falleg heldur
aðeins ef viðkomandi finnst sjálfum
flíkin klæða sig. Svo má líka benda
á að ýmislegt sem við gerum dags
daglega, eins og bara það að fá okk-
ur sæti, er beinlínis rangt heilsufars-
lega séð, til dæmis hvernig á að sitja
Kaliforníu," segir Unnur. „Þótt ég
hafi ekki kynnt mér litgreiningu
sjálf held ég að það sé námsgrein
sem þarf að vanda sig við. Það þarf
að gefa hverri manneskju fyrir sig
persónulega litgreiningu og ég tel
að ekki megi ana að slíkum hlut-
um.“
RANGT:
Ekki tók betra við eftir að þau færðu
sig í sæti. Ólafur gat ekki fundið sér
betri stellingu en að hanga á öxlinni á
Pálinu sem situr klofvega þrátt fyrir að
hún sé í pilsi. Svo gat hún heldur ekki
stillt sig um að fara úr öðrum skónum
og þótt henni hafi fundist Ólafur svona
leiðinlegur var óþarfi að gefa það til
kynna með því að hafa hendur undir
kinn!
14 HELGARPÓSTURINN