Helgarpósturinn - 20.08.1987, Page 34

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Page 34
Um kurteisi (4) í þremur síðustu þáttum hefi ég fjallað um orð, sem merkja „kurteisi" eða liggja að minnsta kosti á sama merkingarsvæði og það orð. Það var aldrei ætlun mín að tína til öll orð þessarar merkingar og skýra þau. Vís- vitandi hefi ég sleppt ýmsu úr, t.d. orðasam- böndum eins og heflaður í framkomu, fág- aður í framkomu o.s.frv. En ýmislegt fylgdi hirðlegum siðum og riddaramennsku annað en orð, sem merktu „kurteisi". Þannig er því t.d. háttað um ýmsa titla, sem sumir hverjir eru enn tíðkaðir í málinu. Mætti í því sambandi nefna orðin herra og frú. Þessi orð eru raunar orðsögulegt vanda- mál, vegna þess að þau kunna að hafa borizt inn í íslenzku með tveimur ólíkum menning- arstraumum. Annars vegar hafa þau kristi- lega merkingu, þ.e. herra var haft um drottin og frú um Maríu mey. Hins vegar voru orðin notuð sem kurteislegir titlar, og eru þannig hluti af hinum hirðlega eða riddaralega orðaforða. En athugum nú þetta mál nokkru nánara. Enginn vafi virðist leika á því, að kurteisis- merkingin í orðunum herra og frú er orðin til við miðlágþýzk riddaraáhrif. Miklu óvís- ara er hitt, hvort kurteisismerkingin eða kristna merkingin er upprunalegri í ís- lenzku. Sem kurteisisorð var herra notað um tignar persónur, t.d. biskupa, konunga, jarla: herra Þorlákr, herra Hákon konungr, herra Skúli o.s.frv. Sem kristilegt orð var herra einkum notað um Jesúm Krist í samböndum eins og várr herra og uárr herra Jesús Kristr. Um orðið frú er það að segja, að það var sem kurteisisorð notað um tignar konur, eins og síðar verður rakið nánar. I kristilegu orðafari var frú hins vegar haft um hina helgu móður í samböndum eins og frú sancta Máría og uárrfrá. Skulum við nú athuga hvort þessara orða fyrir sig. Orðið herra kemur fyrir í elztu norskum handritum, t.d. í Gammel norsk Homiliebog (AM 619,4to) og sömuleiðis í elztu íslenzku handritum, aðallega í AM 645,4to. í ísl. hdr. kemur einnig fyrir myndin herri. í þessum tilvikum er um kristilegu merkinguna að ræða. Sú staðreynd, að orðið herra skuli fyrst koma fyrir í kristilegum ritum, bendir til þess, að orðið hafi komizt inn fyrir kirkjuleg áhrif. Enginn vafi leikur á því, að orðið hefir borizt til Norðurlanda frá Þýzkalandi. Hitt er vafasamara, hvenær það barst. Trúlegast þykir mér, að orðið hafi komið úr fornsaxn- esku. Við vitum um mikil saxnesk áhrif hér við upphaf kristni. Þannig var Þangbrandr saxneskur, hefir á sínu máli heitið *Thank- brand (þ.e. *Þakkbrandr). Þá var hér á árun- um 1048—1067 Bjarharðr hinn saxlenzki, og loks vitum við, að tveir fyrstu biskuparnir (ísleifur og Gissur) voru menntaðir á saxn- eskri grund. Venjuleg mynd orðsins á forn- saxnesku var herro. En vegna þess, hve við höfum ung dæmi um orðið herra (frá því um 1200), telja sumir, að það sé fengið úr miðlág- þýzku. í því máli er venjulega orðmyndin hére, en í mállýzkum koma þó fyrir myndirn- ar hérre og herre. Flestir fræðimenn eru mér sammála um það, að orðið sé fengið úr forn- saxnesku. En ekki verður fyllilega úr þessu skorið. En hitt er víst, að riddaralega merk- ingin, þ.e. að nota orðið sem titil, er komin til Norðurlanda fyrir miðlágþýzk áhrif. Orðið frú kemur ekki fyrir í elztu íslenzku handritunum. Hins vegar finnst dæmi um orðið í norsku handriti frá 1225 og er þar í veraldlegri merkingu. Þess ber þó að geta, að frú kemur fyrir í gömlum kristilegum rit- um, sem kunna að eiga rætur aftur á 12. öld. Og þar er orðið í sinni kristilegu merkingu. Mér þykir líklegt, að orðið hafi komið sömu leið og á svipuðum tíma inn í íslenzku og orðið herra. Fyrir þessu liggja orðfræðileg rök. í fornsaxnesku var orðið frúa, og er ekk- ert því til fyrirstöðu, að orðið hafi verið tekið upp óbreytt, hafi sem sé í íslenzku verið frúa í nefnifalli, en frú í aukaföllunum. Þannig beygðist t.d. orðið tráa (í aukaföllum trú). Síðar hefir nefnifallið frúa breytzt í frú fyrir áhrif frá aukaföllunum, og loks hefir eignar- fallið orðið frúar fyrir áhrif frá sterka orðinu trú (í eignarfalli trúar). Ahrifsbreytingar af því tæi, sem ég hefi nú rakið, eru algengar í málinu og ekkert óeðlilegt við þær. Það er mjög ólíklegt, að hirðlega merking- in, þ.e. að nota orðið sem titil, hafi verið kunn hér fyrr en snemma á 13. öld. Þaö er líka dá- lítið merkilegt, að Snorri Sturluson notar ekki orðmyndina frú, heldur frúva og fróva. Hann segir svo í Heimskringlu: Freyja helt þá upp blótum, því at hon ein lifði þá eptir goð- anna, ok varð hon þá in frœgsta, svá at með hennar nafni skyldi kalla allar konur tígnar, svá sem nú heita frúvur. ÍF XXVII, 24—25. Og í Snorra Eddu segir Snorri: ok af hennar nafni er þat tignarnafn, er ríkiskonur eru kallaðar fróvur. SnE I, 96 (útg. frá 1848). Fyrri tilvitnunin bendir til, að Snorri sé að tala um nýjung („svá sem nú heita frúvur"). Orðmyndirnar, sem Snorri notar, eru að minni hyggju lágþýzkar, því að orðið heitir á miðlágþýzku vrouwe. Má því vel vera, að orðið hafi tvívegis verið tekið inn í málið, fyrst í kristilegri merkingu í myndinni frúa, sem breyttist í frú. Þessi mynd væri komin úr fornsaxnesku, en síðan haf i orðið verið tekið úr miðlágþýzku í myndinni frúva eða fróva. Þegar stundir líða átta menn sig á, að hér er í rauninni um sama orð að ræða og orð- myndin frú, í sterkri beygingu, sigrar. Þess má geta, að Snorri hefir rétt fyrir sér, þegar hann tengir orðið við Freyju, því að orðin Freyr, Freyja og frú eru skyld orð. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Jakob Frímann Magnússon Því er tiltölulega fljótsvarað. Á föstudags- kvöldið verð ég að vinna í stúdíói fram eftir kvöldi. íbítið á laugardaginn fer ég austur í Grímsnes, þar sem ég hef verið beðinn aö vera veislustjóri viö vtgslu nýrrar laxeldis- stöðvar, sem mér skilst að sé sú stœrsta á Noröurlöndunum. Þar sem hér er um fjöl- þjóðafyrirtœki aö rœða er mér gert að tala þar á þremur tungumálum, norsku, ensku og íslensku, og er þegar byrjaður aö œfa mig í að hugsa á þeim öllum. Ég reikna síðan með að eyða nóttinni á Þingvöllum og koma í bœinn snemma á sunnudag og taka lífinu með ró þann dag með fjölskyldunni. STJÖRNUSPÁ Helgina 21.—23. ágúst HRÚTURINN (21/3-20/4) Varastu að vera of ákveðinn í að framfylgja persónu- • legum málum. Slíkt gæti valdið leiðindum innan fjöl- skyldunnar. Helgin hentar vel til skemmtana og þú mátt búast við að rómantíkin blómstri. Varastu deilur við maka þinn vegna peningamála. Á sunnudaginn máttu vænta þess að hitta fólk sem á eftir að hafa góð áhrif á líf þitt. Þessi helgi hentar vel til ráðagerða varðandi framtíðina. nwuiim. Þú hefur nú þegar upplifað nógu oft erfiða tíma svo að þessu sinni skaltu ýta frá þér öllu óöryggi og kvíða. Þér mun ganga vel að láta fólk samþykkja hug- myndir þínar. Einhver virðist hafa áhyggjur af vel- gengni þinni þessa dagana en það er eingöngu öfund sem veldur. Haltu áfram á þinni braut. Þú munt sjá að ákveðin þróun á sér stað innan heimilis- ins sem og i atvinnu þinni. TVÍBURARNIR (22/5-21/6! Það er tímabært að loka augunum fyrir ákveðnum hlutum sem gerðust í fortíðinni og horfa fram á við. Þér getur fundist sem einhver vina þinna eða at- vinnurekandi eigi alls ekki skilið þá tryggð sem þú sýnir honum, en annað mun koma á daginn þegar fram liða stundir. Þú verður hálfniðurdreginn næstu dagana og finnst þú misskilinn en sérstakur vinur þinn mun sanna þér vináttu sína. BZXimZElSSBBBBI Þótt samstarfsmenn þinir sýni þér ekki fullan skiln- ing í persónulegum málefnum þínum munu þeir reynast þér hjálplegir við fjármálin. Vinna sem þú leysir af hendi um helgina á eftir að koma þér vel þótt síðar verði. Það þýðir ekki að bíða eftir að tækifærin banki upp á hjá þér, þú verður að muna að vogun vinnur, vogun tapar, og það fæst ekkert með því að hika. Eyddu ekki um efni fram því skemmtilegt kvöld gæti létt pyngjuna of mikið. Óvenjulega gott jafnvægi einkennir þig þessa dag- ana og jafnvel þótt þú sjáir breytingar á högum þín- um virðast þær lítil áhrif hafa á þig. Þú hefur öll tromp á hendi og getur því látið sem þú heyrir ekki svart- sýnisraddirnar. Hafðu hugfast að þú ert við stjórnvöl- inn að þessu sinni og getur haft áhrif á aðra. Þú skalt ekki þiggja heimboð á laugardagskvöldið en hins vegar hefðirðu gott af að skreppa út fyrir bæinn um helgina. Upp á siðkastið hafa margir óskað eftir því að þú létir af hendi það sem þú hefur unnið fyrir hörðum hönd- um. Þú gerir þér grein fyrir að núverandi ástand verð- ur að taka enda innan skamms og að þú býrð yfir ' meira þreki og orku en aðrir. Þess vegna skaltu gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og sýna hvað í þér býr. Þú kynnist persónu sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt. cznnE Þú verður að gæta þess að særa ekki tilfinningar þinna nánustu og sýna hugðarefnum þeirra meiri áhuga en þú hefur gert upp á síðkastið. Mundu að þótt vinnan skipti þig miklu máli, þá er ekki auðvelt fyrir aðra að sýna henni sama áhuga. Um helgina ættirðu að hitta vini þína og skemmta þér. Þú mátt eiga von á að ástin blómstri, annaðhvort í formi traustara sambands þín og þíns/þinnar, en eins máttu eiga von á að kynnast nýjum aðila. Eyddu ekki um efni fram í gjafir. SPORÐDREKINN (23/10-22/11 Láttu þér ekki koma á óvart þó einhver standi ekki við gefin loforð þessa dagana. Gríptu tækifærin þeg- ar þau gefast og bittu ekki of miklar vonir við að aðrir framkvæmi hlutina fyrir þig. Vinnufélagar eiga eftir að reynast þér vel. Sköpunargleðin á eftir að njóta sín um helgina og þú kemst að raun um að oft er betra að gera hlutina upp á eigin spýtur en treysta á aðra. Eitthvert happ fellur þér í skaut. BOGMAÐURINN (23/11—21/12 Þessa dagana stendurðu frammi fyrir þeirri spurn- ingu hvort þú eigir að láta hlutina hafa sinn gang eða reyna að hafa áhrif. Hinu síðarnefnda er betra að gleyma því fjárhagurinn vænkast ef þú skiptir þér ekki of mikið af málum. Framundan bíður þín gullið tækifæri og þótt þú fáir mikið af gullhömrum og at- hygli skaltu ekki láta það villa þér sýn. Haltu þínu striki, sama hvað hver segir. STEINGEITIN (22/12-21/1 Ef þú þarft að leita eftir fjárhagsaðstoð er rétti tíminn til þess núna. Það er óæskilegt að lána ákveðnum vini þínum fé þessa stundina og gæti þýtt að þú tap- aðir bæði peningunum og vininum. Fjölskyldan kemur þér á óvart og léttir lund þína. Vertu vel vak- andi fyrir því sem þú sérð og heyrir, það á eftir að koma að notum þótt síðar verði. Ef þú ætlar að fjár- festa, athugaðu þá vel samningana sem þú undirrit- ar næstu dagana. VATNSBERINN (22/1—19/2 Þótt einhver þér nákominn snúi skyndilega við blað- inu og fari að sýna þér allt aðra hlið á sér er það undir þér komið hvort áframhald verður á sambandi ykkar. Mundu að ekki er allt gull sem glóir og þú verður að íhuga vel framtíðina. Núna er gæfan þér einkar hlið- holl og þú getur snúið öllu þér i vil. Hamraðu járnið meðan heitt er og mundu að hik er sama og tap. Ákvarðanir sem þú tekur núna munu hafa áhrif á líf þitt næsta árið. FISKARNIR (20/2-20/3; Láttu engan hindra þig í að gera það sem hugur þinn stendur til þvi tilfinning þín fyrir því sem rétt er eða rangt mun geyma lykilinn að velferð þinni. Þetta er góður tími til að endurskipuleggja vinnuna. Þú færð tækifæri til að sanna hvað í þér býr og skalt nýta tímann til að sinna málum sem snerta atvinnu þína. Taktu lífinu með ró um helgina. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.