Helgarpósturinn - 20.08.1987, Síða 37

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Síða 37
IN MRAFN guð vors lands, sem líkt og Geysir er friðaður með lögum. Þetta gerði Hrafn ekki bara einu sinni, heldur tvisvar! Áhorfendum, sem sumir hverjir náðu ekki upp í nef sér fyrir hneykslun, var gerður sá óleikur að þurfa að hlýða á djassaða útgáfu af þjóðsöngnum. Þó keyrði um þver- bak þegar pönkhljómsveitin Fræbbblarnir var látin leika rokkút- setningu af hinu elskaða lagi. . . AF SPRENGISANDI Líklega er Hrafninn flýgur sú kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar sem minnst hefur náð að hneyksla landann. Við látum ósagt um hvort það sé ástæðan fyrir því að hún er um leið vinsælasta hreyfimynd lista- mannsins. Þó voru einhverjir sem tóku það óstinnt upp að Hrafn skyldi leyfa einhverjum Skandínava að taka traustataki hið hjartfólgna lag Kaldalóns, Á Sprengisandi, stíl- færa það og setja síðan undir sitt skandínavíska nafn. Hreinstefnu- mönnum þótti Hrafn líka fara ansi frjálslega með fornsögurnar, en samt — ánægjan var hérumbil almenn . . . AF REYKJAVÍK Skólafélagi Hrafns, Davíð Odds- son, bað hann gera fyrir sig mynd um höfuðborg vora, Reykjavík, í til- efni af 200 ára afmælinu í fyrra. Hrafn brást vel við bóninni — vinstrimönnum plús andstæðingum Hrafns og andstæðingum Davíðs þótti hins vegar helsti mikið hlaðið undir borgarstjórann í myndinni. Annars fékk hún víðast tvær stjörn- ur hjá gagnrýnendum ... AF BÖÐLUM OG SKÆKJUM Sjónvarpsmyndin Bödullinn og skœkjan fékk lofsamleg ummæli í Svíþjóð, en íslendingar voru á báð- um áttum. Enn var mannlífið hvorki blómlegt né gróandi, heldur þvæld- ust þar í belg og biðu svíramiklir og sveittir böðlar og ókræsilegar port- konur. Fyrir utan fallega tánings- stúlku sem fór úr fötunum. Og auð- vitað voru hausar látnir fjúka! Það gerðu líka lesendabréfin. AF KRUMMUM Þótt kvikmyndin /skugga hrafns- ins sé enn í vinnslu er þar af nógu að taka. Dýraverndunarsinnar ráku Hrafninn flýgur; ein hneykslunar- minnsta mynd Hrafns, en ... upp ramakvein þegar spurðist út að örmagna hrafnar hefðu drukknað unnvörpum þegar Hrafn sleppti þeim frá skipsborði og ætlaði þeim af eigin rammleik að fljúga í land. Hrafn hafði sankað að sér stórum hluta af íslenska hrafnastofninum — en þeir sem mættu bana sínum á þennan hátt voru þó eitthvað færri en fyrstu skýrslur sögðu til um . . . AF HESTAATI Enn hrelldi Hrafn náttúru- og dýraverndunarsinna þegar hann efndi til hestaats á klettasyllu við Gullfoss. Tröllasögurnar sem spunn- ust um þennan atburð urðu síðdeg- isblaði í Reykjavík tilefni til forsíðu- uppsláttar þrjá daga í röð. Gúrkutíð- in var ekki gúrkutíð lengur. Kver- úlantar munduðu stílvopn sín. Vildi Hrafn hrossin feig, eða ekki? Ætlaði hann að eyðileggja hinn tignarlega foss? Og voru ekki nokkrir ástsæl- ustu leikarar þjóðarinnar í bráðri lífshættu vegna þessa uppátækis? AFSEL Hrafn Gunnlaugsson festi sig í sessi sem erkióvinur dýraverndun- armanna þegar fréttist í síðustu viku að hann hefði tekið upp á því að farga þrjátíu selum í þágu listarinn- ar en ekki í þágu hringormanefnd- ar. Hrafn átti að hafa raðað sels- kjömmum á borð og kvikmyndað. En eins og svo iðulega þegar Hrafn á í hlut var ýmislegt ýkt í þessari for- kostulegu sögu. Sjálfur sagði Hrafn að einungis þremur selum hefði ver- ið fargað og það að viðstöddum dýralækni. Kannski hefur eitthvað gleymst í þessari yfirborðslegu upptalningu. Við höfum til dæmis ekkert minnst á þau verk Hrafns sem engan hafa hneykslað svo sem sjónvarpsmynd- ina Lilju, sem hann gerði eftir sögu Halldórs Laxness. Og maður getur líka spurt: Hvað hefði þessi hnípna þjóð um að tala ef ekki væru til menn eins og Hrafn Gunnlaugsson? Eða hvað orti ekki hagyrðingur Helgarpóstsins um Hrafn Gunn- laugsson: Hestar áttu í ati, allt var það í plati. Góðar eru gúrkur, Hrafn Gunnlaugsson er skúrkur. Böðullinn og skaekjan; hvorki blómlegt mannlíf né fagurt. MORK SAMKV CJÓOCAROSIOOUM Ánlngaataður haataaar _2 Sk&garh61ua_. ^ >atan Alaannagjái iwo ica aeð i uppbygqingu. jNuvarandi .t Jaldavaðl tjónar pjóðgarðageati að aunnan og auatan. valðl og tjaldavaðua PlNGVALIA VA TN Suaaihðaabyggð Mörk & áhritaavcði Þjóðqarðai — I - t* / • ' - /? ,í“ 2 O Innan Þessa sveðis hefur Þingva 1 lanefnd C~jí |*•< . ' (}•■ - - 'SMalkiUr ” , 9 f (h-iutiinarrótt ua hvaðetna ser varðar r* • ■ • - • - ' - " ’iS-œ;....... / •-.■■■• •\a:'v SBU’ •/ nreytt lega glröingar . veiituram k..a ■ ..yygC/r - / r V'" •' 7 ~"-V-IX'^ f . > ■ i iii iii------------ r ' |Y i ■) r ni v • •/ « />' ■■' p/ treð.lu og Þ)ón,..luaið.töð X ' / * ' W \ » V / f- /S iyrir p jóðgarðageai i >—?>••/*';• •)■'-/ Huv.randl „•,/’/ / •J , yr si - \ \ V (..,// - 9irðing /W.- /, Kált'stWl $ • -• - /íu ■ ((//% /gr ■ wv., r fs3^v<. kfit,h»íiMí.U{: 'kfai ffi 2 t \>C - ; / ct" '7 «* u " *N // y \ yw. * v \Ý pr)ór uaraðutillögur að aarkalim ' l / */\ ^.P..í.. • : óhrifaavaði pjóðgarðsins. BKVRINGAR : IOGSACA ÞJÓOCAROSINS LOGSACA ÞJÓOGAROSINS. 3 TILL CI2 ENN AF NÝJUM HUGMYNDUM ÞINGVALLANEFNDAR ALMENNINGUR FÆRÐUR UPP FYRIR ALMANNAGJÁ ÞINGVALLANEFND HEFUR OPINBERAÐ TILLÖGUR SÍNAR ÞJÓNUSTA FLUTT Á SVÆÐI „SEM HEFUR EKKI AÐDRÁTTARAFL" ALÞINGI FÆR HÚS OG KIRKJAN LÍKA VALHÖLL RIFIN FYRIR ALDAMÓT Fyrir viku greindi Helgarpóstur- inn, fyrstur fjölmibla, frá nýjum til- lögum sem Þingvallanefnd, ásamt arkítektunum Einari Sœmundsen og Reyni Vilhjálmssyni, hefur unnib um framtídarskipulag þjób- gardsins á Þingvöllum. Við sögð- um einnig frá því ab tillögur þess- aryrdu lagbar fram einhvern tíma á nœstunni. Nú hafa Helgarpóst- inum borist drög ab skipulagi Þingvalla auk greinargerbar sem þeim fylgir, og eru þessi plögg und- irrituð af arkitektunum tveimur og Þingvallanefnd; Þorsteini Páls- syni forsœtisrábherra, Hjörleifi Guttormssyni alþingismanni og Þórarni Sigurjónssyni, fyrrum al- þingismanni. I greinargerbinni er séra Heimi Steinssyni, Þingvalla- presti og þjóbgarbsverbi, sérstak- lega þakkab hans framlag til skipulagsvinnunnar, og er þab ekki ab ófyrirsynju, því óhœtt er ab álíta ab séra Heimir sé helstur hugmyndafrœbingur þessara nýju skipulagstillagna. Hinar nýju skipulagstillögur eru ekki síbasta orbib um framtíbarskipulag Þing- valla, heldur eru þœr lagðar fram til umsagnar og umrœbu, en gert er ráb fyrir því að endanlegt skipu- lag muni liggja fyrir síbar á árinu. FRAMKVÆMDIR FYRIR ÁRIÐ 2000 Af skipulagstillögum þessum má ráða að allt það sem sagt var í umfjöllun Helgarpóstsins kemur heim og saman. Helstur aflvaki Þingvallanefndar er kristnitöku- afmælið, sem haldið verður á Þingvöllum eftir rúman áratug. Ekki eru neinar ákveðnar tíma- setningar í tillögunum, en sagt að Alþingi og Þjóðkirkjan hafi áhuga á að sýna Þingvöllum sóma áður en kemur að þessum tímamótum. Þeim áhuga og athöfnum þurfi að finna farveg í skipulagi, þannig að gætt sé heildstæðra sjónarmiða um verndun Þingvalla. Því er ekki ofætlað að flest það sem stendur í tillögum Þingvalla- nefndar eigi að vera komið í fram- kvæmd fyrir árið 2000. Meginstefnan í tillögunum er sú að beina umferð úr sjálfum sig- dalnum og þinghelginni. Þannig er lagt til að öll meiriháttar starf- semi sem laðar að bílamergð og manngrúa verði vestan Almanna- gjár. Það er þó viðurkennt að þetta svæði hafi ekki mikið aðdráttarafl í augum almennings eins og stend- ur, en tekið fram að mögulegt sé að gera reiti innan þessa svæðis hlýlegri með skjólbeltarækt, til dæmis við tjaldstæði. VALHÖLL RIFIN Ráðgert er að flytja úr þinghelg- inni sjálfri alla þjónustu sem laðar að fólk og bíla — og er þar náttúr- lega átt við Hótel Valhöll, viðbygg- ingar þess og úthýsi, sem eru að mestu leyti í eigu Jóns Ragnars- sonar veitingamanns og fjöl- skyldu hans. Ekki verði í framtíð- inni aðrar byggingar þar niðri á völlunum en gamla kirkjan og Þingvallabærinn, þar sem hafa að- setur Þingvallaprestur og forsætis- ráðherra. Eins og fram kom í Helg- arpóstinum er Jón Ragnarsson heldur ósáttur við að Þingvalla- nefnd skuli ekki hafa leitað eftir samningum við sig um kaup á eignum hans í þjóðgarðinum. MENNINGARMIÐSTÖÐ OG ALÞINGISHÚS í staðinn eru gerðar tillögur um margháttaðar framkvæmdir í Kárastaðalandi. Þær greinast í tvennt: Annars vegar er menning- armiðstöð sem reist yrði við Kára- staðastíg, vestur af hringsjánni, sem liggur ofan Almannagjár. Þessari menningarmiðstöð er hvort tveggja ætlað að vera til þjónustu og upplýsingar, þannig er til dæmis gert ráð fyrir fyrir- lestrasölum þar sem mætti fjalla um „sögu íslands, náttúru og menningu". Hins vegar er lagt til að byggt verði í Kárastaðanesi, þar sem nú eru einkum sumarbústaðir, hús Alþingis og kirkju, líklega til brúks við hátíðleg tækifæri. Þarna er einnig þeim möguleika haldið opnum að byggja hótel og jafnvel ráðstefnuaðstöðu, sem starfrækja mætti árið um kring. Þarna staðfestist í raun allt sem kom fram í Helgarpóstsgreininni í síðustu viku: Þingvallanefnd vill bæði rífa og byggja. Jarðýtur verða settar á Hótel Valhöll. „Gler- hýsi“ verða reist á útjöðrum Þing- vallasvæðisins, utan þinghelginn- ar. Gamall draumur Fjölnismanna um að Alþingi verði á Þingvöllum rætist. Reynt verði að beina al- menningi úr sjálfri helginni, nema þá náttúruunnendum og elskend- um íslenskrar sögu. TEKIÐ Á SUMAR- BÚSTÖÐUNUM í umfjöllun Helgarpóstsins var einnig vikið að tveimur málum öðrum sem setja mark sitt á um- ferð um Þingvallasvæðið. Tjald- fólki og sumarbústöðum. Þing- vallanefnd setur sér það markmið að létta á tjaldstæðum á svoköll- uðum Leirum, þar sem þau eru nú, og jafnvel að þau verði flutt alfarið upp fyrir gjá síðarmeir. Nýja tjald- stæðið verði allmiklu norðar en nú er, við svokallaðan Hrútagils- læk. Af sumarbústöðunum, því eilífa þrætuefni, er það að segja að samningar um sumarbústaðina í þjóðgarðinum taka að renna út á næstu árum og áratugum. Þing- vallanefnd leggur til að samning- arnir verði ekki framlengdir, nema þá til fimm ára í senn. Regl- ur verði líka settar um forkaups- rétt, þannig að þjóðgarðurinn geti eignast þessi mannvirki eftir hent- ugleikum. Á öðrum stað í blaðinu getur að líta svar séra Heimis Steinssonar við ummælum Jóns Ragnarssonar í síðasta Helgarpósti, þar sem hann var ómyrkur í máli um hinar nýju tillögur Þingvallanefndar. EFTIR EGIL HELGASON HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.