Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.09.1987, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Qupperneq 2
UNDIR SOLINNI Sámur frændi og veimiltíturnar í Washington — Sko, fyrir mér er þetta spurningin um það, hvort við eigum að vera sjálfstæð þjóð eða ekki? Ég meina sko, ef við megum ekki stunda vísindalegar rannsdknir í friði, þá fer þetta bara að verða stórmál, á alþjóðlegan mælikvarða sko. Ég meina, hvað erum við að gera þarna í efra, eða hvað sem það nú heitir, ef við megum ekki stunda vísinda- rannsóknir í friði? Eigum við bara að vera einhver sagnabanki hér? Bara eitthvert menningarforðabúr? Megum við ekki afla okkur vísindalegrar þekkingar og reynslu? Ég reyndi að róa manninn og benti honum á að ekki væri við mig að skammast, ekki hefði ég bannað honum, eða öðrum, að stunda rannsóknir eða afla sér vísindalegrar reynslu. — En hver er þessi framandlegi samferða- maður þinn, sagði ég svo og reyndi að beina samtalinu inn á nýja braut. — Mér sýnist á framkomu hans, klæðaburði og yfirbragði almennt, að hann eigi ekki hingað ættir að rekja, að minnsta kosti er það mjög fjarskylt ef svo er. — Þetta er þrýstihópur, sagði viðmælandi minn, fljótmæltur og lágmæltur. Hann roðn- aði þegar ég fór að flissa og bætti því við að hópurinn hefði reyndar átt að vera stærri, en því miður hefði fjáröflunarherferð samtak- anna mistekist og formaðurinn einn komist alla leið til Islands. — Hvaða samtaka, spurði ég, gefandi fróð- leiksfýsninni lausan tauminn, alveg granda- laus. — Hvalfjandsemissamtaka Bandaríkj- anna, svarar kunninginn stoltur. — Þar eru fáir félagar, en úrvalsfólk, allt saman. Ég er tengiliðurinn hér heima. Ég tók nú eftir því, að þessi kjálkabreiði, snögghærði Bandaríkjamaður var með barmmerki, sem á stóð: ,,KILL THEM WHALES, KILL ‘EM ALL!“ Hann brosti breitt til mín, enda svo kjálkabreiðum manni óger- legt annað en að brosa breitt, þreif í hönd mér og sagðist mjög glaður yfir þessum kynnum. Mér varð svarafátt. — Sko, þeir segja að það sé heilög skylda allra manna, sem sprengiskutli geta vaidið, að drepa hvali, sem eru kjötmiklar skepnur og þess vegna augljóslega ætlaðar til þess að vera manninum til framfæris. Þeir hafa sam- ið afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu við afstöðu íslendinga í málinu og jafnframt skora þeir á stjórnvöld í Japan að hætta nú öllum kveifarskap í þessu máli, minnast kjarkmikilla forfeðra og hafa hótanir og yfir- gangstilburði veimiltítanna í Washington að engu, en kaupa hvalkjöt af íslendingum, hvað sem raular og tautar. Bandaríkjamaðurinn brosti aftur breitt og benti mér á annað merki í jakkaboðungi sín- um. Þar stóð: „REMEMBER THE BUFF- ALO!“. Eftir margar tilraunir og töluverða fyrirhöfn tókst mér að muna eftir þeim og skildi þá fljótt hvers vegna Kananum voru örlög þeirra svo hugleikin. — Buffalo Bill er einmitt helsta hetja þeirra, sagði fylgdarmaður Kanans til skýr- ingar. — Þeir eru að reyna að fá hann tekinn í dýrlingatölu. — Sko, frá mínum bæjardyrum séð er þetta auðvitað spurning um það hvort við viljum hafa drauma, baráttu og raunir fyrri kynslóða að engu, af þjónkun við Sám frænda og veimiltíturnar í Washington. Ef við nú látum það eftir veimiltítunum að hætta að veiða hvali, hvað stendur þá eftir af sjálfstæði þjóðarinnar? Til hvers þraukuðu forfeður okkar þorrann og góuna hér á þessu skeri? Af hverju þoldu þeir farsóttir, eldgos og móðuharðindi, einokun hörmang- ara ogskattpíningu danskra kónga? Til hvers höfum við á þessari öld ítrekað lagt í tvísýn átök við heimsveldin, til þess að fástaöfestan eignarrétt okkar yfir hafinu hér í kring? Hann þagnaði nú, en það var bara tii þess að ná andanum. Hann ætlaðist augljóslega ekki til þess að ég svaraði þessum spurning- um og ég var ósköp feginn. Hann ætlaði nefnilega að svara þeim sjálfur. Það er eng- inn vandi að fá tíu, ef maður fær að semja prófspurningarnar sjálfur, hugsaði ég dálítið skúffaður og beið þess að hann tæki aftur til máls. — Ég er ekki að segja að til sé eitt einfalt svar við öllum þessum spurningum! Það kom auðvitað margt til að foríeður okkar þoldu einokunarverslunina. Flestir þeirra komust hvergi og áttu því engra kosta völ. Nú og svo voru ansi hreint margir sem þoldu Móðu- harðindin alls ekki, heldur dóu bara. En ég segi samt, og ég veit að ég er alls ekki einn um þá skoðun, að eitt af því sem hélt lífinu og kjarkinum í þjóðinni á erfiðustu stundum sögu hennar var hvalveiðarnar! Ekki aðeins vegna þess, að hvalir eru kjötmiklar skepnur. Heldur réð þar mestu sú ákafa og innilega ánægja, sem íslendingar hafa alltaf haft af eftir Ólaf Biarna Guðnason því að drepa hvali! Hvalveiðar hafa lengi verið vinsælasta tómstundagaman íslend- inga, og ég hef heyrt greinda menn segja að hvalveiðar séu í rauninni þjóðaríþrótt íslend- inga, en ekki glíma! Þetta hafa hvalavinir reynt að fela, með stuðningi veimiltítanna í Washington! — Af hverju ertu alltaf að tala um veimiltít- urnar i Washington? spurði ég, til þess að gefa honum tækifæri til að anda, því hann var orðinn helblár í framan. — Sko, það er svo karlmannlegt að drepa hvali! Þeir sem ekki vilja drepa hvali eru bara skræfur og veimiltítur! Ég meina það er al- veg augljóst. Hann þagnaði aftur meðan hann var að rifja upp hvert hann hefði verið kominn. Svo byrjaði hann aftur. — Sko, ég er viss um að Jón Sigurðsson myndi snúa sér við í gröfinni ef við létum eftir veimiltítunum í þessu máli. — Sjáðu bara hvað Frakkar gera fyrir sjálf- stæðið og sjálfsvirðinguna sagði hann og tvíefldist skyndilega. — Þar hika menn ekki við að eyða milljörðum árlega til þess að gera kóraleyjar í Kyrrahafi óbyggilegar um aldur og ævi með kjarnorkutilraunum. Þeir segja að þessar tilraunir séu nauðsynlegar vegna landvarna. En allir vita að það er bull. Þeir gera þetta bara fyrir sjálfsvirðinguna og sjálfstæði þjóðarinnar. Þeim líður betur, af því þeir geta sprengt stóra sprengju öðru hverju. Þannig finna þeir hvað þeir eru sjálf- stæðir. Og þannig er það með hvalveiðarnar. Okkur líður betur þegar við veiðum hvali! Það er allt og sumt! Hann lækkaði nú róminn, í trausti þess að hann væri búinn að telja mig á sitt mál. Nú talaði hann lágt og með blíðlegu brosi þess manns, sem hefur rétt fyrir sér og veit það. — Þetta verður alltaf spurningin um sjálf- stæði þjóðarinnar. Núna vilja þeir banna okkur að veiða hvali og hóta okkur öllu illu ef við ekki hlýðum þeim. En ef við látum undan þeim nú hvað tekur þá við næst? Fá- um við ekki næst skipanir um það frá veimil- títunum að hætta að reka sauðfé á örfoka land og með hótunum um viðskiptaþving- anir ef við ekki hlýðum? Og þegar sauðkind- in er hætt að naga háfjallagróðurinn hvað er þá eftir af bændamenningunni fornu eða sjálfstæðinu? Þar á eftir fengjum við kannski skipun um það frá veimtiltítunum að setja hreinsibúnað á útblástursrör allra bifreiða, með hótunum um þvinganir ef við neituð- um. Og síðan kæmu kröfurnar endalaust og hvar væri sjálfstæðið þá? Kaninn kjálkabreiði skildi augljóslega und- an og ofan af því sem aðstoðarmaður hans og túlkur var að segja, því hann danglaði í landann og urraði: — Whose side are you on? Samtal okkar varð ekki lengra, þar sem kjálkabreiði þrýstihópurinn ætlaði að finna einhverja íslenska ráðamenn og fullvissa þá um það, að öllum velþenkjandi Bandaríkja- mönnum væri blóðilla við hvali, alveg eins og Islendingum. — „The message from the silent majority is: Right on!“ ou EG VEWÐ Ifí STUTTFfi'fOiA íV<yi?TVA NÚ EIN5 Ob E-IH^VE-R ORÐAÐl OKkUR 1 bólinu... ■SKILDI VERR LIf hetir o o iauoanl r AUGALEIÐ 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.