Helgarpósturinn - 10.09.1987, Side 3
FYRST OG FREMST
SORGARSAGA úr trygginga-
kerfinu. Maður nokkur, ónefndur,
tryggði sig líftryggingu árið 1925
fyrir 6 þúsund krónur. (Þess má
get að árið eftir keypti hann sér
mótorbát fyrir 19 þúsund.) Hann
borgaði samviskusamlega
iðgjaldið, 120.60 kr. á ári, alls í 30
ár. Fyrir örfáum árum lést
maðurinn síðan og þá kom í ljós
að líftryggingin, sem hafði verið
svo gríðarleg þegar hún var keypt
1925, var heldur en ekki orðin að
engu. Það sem fékkst greitt voru
rúmar 3.000 krónur.
ÞAÐ að fer ekki á milli mála að
valdhafar geta miklu ráðið um lífs-
venjur aimennings með ýmsum
stjórnunaraðgerðum, þótt
skoðanir séu oft skiptar um það
hvernig vald þetta er notað.
Nýjasta dæmið um „neyslu-
stýringu“ að ofan er hins vegar
ekki að finna í tolla- eða skatta-
lögum heldur í auglýsingabæklingi
fyrir ákveðna tegund blóma-
frjókorna sem verið hefur í
dreifingu að undanförnu. Umboðs-
aðilinn hefur látið þýða umsagnir
erlendra aðila um vöruna og
fengið íslenska viðskiptavini til að
tjá sig um frjókornin. Meðal hinna
síðarnefndu er Jón nokkur
Hannibalsson, sem í sjálfu sér ætti
ekki að vera í frásögur færandi.
Mörgum finnst þó óviðeigandi af
fjármálaráðherra að nota virðulegt
bréfsefni ráðuneytisins, sem þarna
birtist ljósrit af, þegar hann tekur
upp á því að auglýsa tilteknar
vörutegundir...
HINGAÐ til hefur það ekki
verið verulegt umhugsunarefni
hverjir fari með völd í hinum og
þessum sveitarfélögum um allt
land. Morgunblaðið virðist hins
vegar vera í einhverjum vafa um
stöðu þessara mála á Akureyri.
Fyrir nokkru birti blaðið nefnilega
litla frétt á blaðsíðu 2 undir fyrir-
sögninni „Ræður forsætisráðherra
á Akureyri". Við nánari athugun á
fréttinni kom svo í Ijós, að Mogg-
SMARTSKOT
inn var að birta leiðréttingarfrétt
um ræður Þorsteins Pálssonar á
Akureyri vegna 125 ára afmæl-
isins. Þessu er hér með komið á
framfæri við þá, sem eingöngu
lesa fyrirsagnir.
ÞAÐ er alveg með ólíkindum
hversu miklir heimsmenn við
erum að verða, íslendingar. Það er
að minnsta kosti fátt sem hægt er
að kaupa erlendis, sem ekki er falt
fyrir peninga hér á Fróni. Eða
hvað segið þið um svohljóðandi
auglýsingu sem birtist í Einka-
máladálki DV: „Tek að mér alls
kyns verkefni, viðkvæm, áhættu-
söm, og er fullum trúnaði heitir.
Leggið inn símanúmer á augld.
DV, merkt „Málaliði“.“ Við sjáum
ekki betur en þarna sé á ferðinni
einkaspæjari, eins og þeir gerast
bestir í sjónvarpinu.. .
Á ÞESSU ÁRI fagnar Náttáru-
lœkningafélag fslands stórafmæli,
en það eru liðin 50 ár síðan Jónas
Kristjánsson læknir stofnaði félagið
í þeim tilgangi að útbreiða þekk-
ingu á heilbrigðu lífi. Hinn 20.
september, en það er einmitt fæð-
■ ingardagur Jónasar, hyggjast
náttúrulækningamenn minnast
afmælisins. Ein hugmyndin í því
sambandi er að skora á veitinga-
hús landsins að bæta nú ráð sitt
og leggja sérstaka áherslu á að
hafa þann dag á boðstólum hollan
mat og hollustusamlega mat-
reiddan. Og náttúrulækningamenn
láta ekki þar við sitja, heldur
mælast til þess að 20. september
verði árlegur heilsuverndardagur,
þar sem íslenskir veitingamenn fái
tækifæri til að sanna að þeir séu
meðvitaðir um hollustusamlega
matseld, grænmeti, bæði ferskt og
soðið, grófa brauðvöru, ávaxta- og
berjadrykki, hóflega fitu og
óbrasaðan mat. Og taki þeir nú
sneiðina sem hana eiga...
ÞAÐ er eiginlega alveg merki-
legt hversu daufleg umræðan um
nýjar tillögur Þingvallanefndar
vegna framtíðarskipulags þjóð-
garðsins á Þingvöllum hefur verið.
Það má jafnvel velta því fyrir sér
hvort Jón Ragnarsson hafi hitt
naglann á höfuðið í Helgarpósts-
viðtali þegar hann sagði að Þing-
vellir skipuðu ekki sama sess í
hjörtum Islendinga og forðum.
Flosi Ólafsson víkur að Þingvöll-
um í Vikuskammti sínum í Þjóð-
viljanum nýlega og er meinlegur,
eins og honum einum er lagið:
„Hér er átt við landsvæði sem
stefnt er að að banna fólki að
koma á, af því þar er svo fallegt
og gaman að vera. Náttúruvernd-
arráð virðist hafa þá bjargföstu
trú, að með þeim einum hætti sé
hægt að koma í veg fyrir náttúru-
spjöll, að öllu kviku sé bægt frá.
Það sér hver heilvita maður að
voðinn er vís, til dæmis á Þing-
völlum, ef fólk heldur áfram að
koma þar, enda er staðurinn sem
betur fer að verða fremur óvinsæll
vegna boða og banna, og raunar
allt til þess gert að fæla fólk frá
staðnum, eins og vænta má þegar
koma á í veg fyrir náttúru- og
helgispjöll."
HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR
Hvalakvalir
Hvaldór Ásgríms er svo leiður, USA bannar hvaladrátt. „Best ad bankarádið haldi sig fjarri!'
Steingrímur er steypireiður, BJÖRGVIN JÓNSSON BANKARÁÐSMAÐUR
steytir hnefa í vesturátt. Niðri ÚTVEGSBANKANS HF. UM HLUTABRÉFASÖLU BANKANS.
Er björninn
unninn?
Gérard Lemarquis
Við erum búnir að vinna stórsigur, í bili að minnsta kosti.
Hvaða rétt teljið þið ykkur hafa til að stöðva þessar
framkvæmdir?
Það voru gallar í skipulaginu og varðandi umsvif fram-
kvæmda. Aðilar sem ætla að byggja á lóð Fjalakattarins
gerðu allt meira og minna í laumi. Þeir byrjuðu í „vísinda-
skyni" í byrjun sumars og síðan héldu þeir áfram og
byggðu vinnupalla til þess að byrja að grafa og sprengja
eins og þeir hefðu byggingarleyfi. Þeir gerðu það án þess
að nafa samband við fyrirtækl í nágrenninu. Við teljum að
þessar byggingarframkvæmdir standist ekki gagnvart lög-
um. Teikningar byggingarinnar teljum við vera í algjöru
ósamræmi við skipulagið. Við fengum okkur lögfræðing
sem hjálpaði okkur og skipulagsstjórn ríkisins sendi okkur
bréf og þar stendur að engar framkvæmdir verði hafnar áð-
ur en deiliskipulag kvosarinnar verður samþykkt.
Hvernig hefur barátta ykkar gengiö fyrir sig?
í júní heyrðum við að Sölumiðstöðin og Tryggingamið-
stöðin ætluðu að byrja að byggja. Við fórum upp á borgar-
skipulag en þar var reynt að róa okkur með því að ekkert
yrði gert á lóðinni áður en kvosarskipulagið yrði samþykkt.
Við urðum því mjög hissa í byrjun ágúst er byrjað var að
byggja þar vinnupalla. Við mótmæltum og byggingarfull-
trúi hefur stoppað þær framkvæmdir.
Hvaða aðferðum hafa byggingaraöilarnir beitt til að
geta hafið framkvæmdirnar?
Þeirfóru til eigenda fyrirtækja í nágrenninu til þess aðfá
samþykki þeirra. Þeirgerðu þaðá mjög vafasaman hátt. Til
dæmis neyddu þeir eignalausan mann til þess að sam-
þykkja nýja byggingu án þess að sýna honum teikninguna.
Þar að auki voru aðrir eigendur í fríi þannig að þessi undir-
búningur þeirra hefur verið mjög lélegur.
Hafið þið þá iagttil hliðartaktíkina að spila á tilfinning-
ar fólks og einbeitið ykkur nú að lagalegu hliðinni?
Ja, hvað eru lögin? Ég meina, maður veit ekki hvort
skipulag er til. Staðreyndin er sú að það er ekki búið að
samþykkja skipulag kvosarinnar. Við teljum að 18 metra
hátt hús, 6 hæða, sé í andstöðu við skipulagið. Við ætlum
að sjá til þess að það verði fariö að reglum og að réttur eig-
enda í kring sé virtur. Það hefur verið t.alað um að rífa niður
öll gömul hús við Aðalstræti, en núna vonum við að Fóget-
inn verði ekki eina gamla húsið eftir í Aðalstræti.
En hvað ef byggingaraöilar hefja framkvæmdir aftur?
Sölumiðstöðin er stórt fyrirtæki, sem búið er að dæla
fisk úr sjónum í áratugi og er núna að dæla klóakinu á lóð
Fjalakattarins. Ég kalla þeirra ævintýri, þessa tilraun til að
reyna að framkvæma í laumi, Stórlaxdælasögu. Þeir eru
búnir að eyða hundruðum þúsunda króna til að reyna að
framkvæma meðan eigendur í kringum þá eru í fríi. Þeir
mega hvort sem er ekkert gera fyrir 1. desember og eftir
það er okkar fríi lokið.
Stöðvun framkvæmdanna á lóð Fjalakattarins er þá
áfangasigur fyrir ykkur?
Já. Við viljum lækka húsið, mýkja það, svo að það verði
ekki Morgunblaðshús númer tvö. Við viljum að þarna verði
hús sem er í samræmi við öll hin húsin í Grjótaþorpinu,
helst bárujárnshús.
Byggingarframkvæmdum á lóð Fjalakattarins í Aðalstræti 8 hef-
ur nú verið frestað þar til deiluskipulag hverfisins liggur fyrir. íbúar
Grjótaþorps hafa staðið í mótmælum við byggingaraðila, Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna og Tryggingamiðstöðina, undanfarn-
ar vikur og með þessari frestun stjórnar skipulags ríkisins á fram-
kvæmdum hafa íbúarnir unnið umtalsverðan sigur í baráttu sinni.
Gérard Lemarquis er íbúi í Grjótaþorpinu.
HELGARPÖSTURINN 3