Helgarpósturinn - 10.09.1987, Qupperneq 7
GJALDÞROT
KAUPFÉLAGS
SVALBARÐSEYRAR
Sambandinu kemur ekki við
eignamissir eigenda sinna
Hundruð einstaklinga misstu sparifé sitt. Þeir sem
áttu innstæðu á viðskiptareikningum sínum misstu
hana alla. Heimamenn vilja að Sambandið bæti þeim
skaðann. Ný hlið á Sambandinu. Er hugsjón
samvinnuhreyfingarinnar að týnast?
Frœgt gjaldþrot Kaupfé-
lags Svalbaröseyrar hefur
haft á sér margar hliðar og
margir veriö mjög ósáttir
viö þœr málalyktir sem þar
uröu. Eins og kunnugt er
keypti Samvinnubankinn,
dótturfyrirtœki SIS, eignir
þrotabúsins á nauöungar-
uppboöi, sumir segja að
hann hafi fengið eignirnar
fyrir smánarupphæö og
m.a. þess vegna geti kröfu-
hafar sem neöst eru á list-
anum ekki átt von á því aö
fá tjón sitt aö neinu leyti
bœtt.
Meðal þeirra kröfuhafa sem eiga
enga möguleika á að fá tjónið bætt
er fjöldi einstaklinga, bændur,
starfsmenn KSÞ, unglingar, börn,
gamalmenni og aðrir, sem lagt hafa
afurðir sínar inn í kaupfélagið og
með þeim hætti verið í reikningi
þar. Margt þessa fólks átti inni tölu-
verðar fjárhæðir þegar þrotabúið
var gert upp og selt en nú sér það
engar líkur á því að endurheimta
féð. i þessum hópi eru einhver
hundruð manna ef allt er talið og
einhverjir tugir manna munu hafa
átt inni um 100.000 kr.
Heimilidir HP herma að þeir sem
stærstar upphæðir áttu inni á við-
skiptareikningum hafi verið þeir
Jón Laxdal bóndi í Nesi, Höfða-
hreppi, og IngiP. Ingimarsson bóndi
á Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðs-
eyri. Ekki tókst að fá uppgefið
hversu háar fjárhæðir þar er um að
ræða en af mönnum mátti ráða að
þær hefðu verið töluverðar. Báðir
þessir menn, Ingi og Jón, voru einn-
ig í þeim hópi sem gekk persónu-
lega í ábyrgð fyrir KSÞ, þ.e. þeir gáfu
út skuldabréf með persónulegar
eignir sínar að veði fyrir greiðsium.
í stuttu samtali við Jón Laxdal sagð-
ist hann haida að það fé sem hann
hefði átt inni á viðskiptareikningi
sínum væri sér glatað, hann kæmi
ekki auga á annað. Þetta fékk HP
einnig staðfest hjá lögfræðingum.
Eftir því sem þeir sögðu falla slíkar
kröfur í þrotabúið undir heitið al-
mennar kröfur og eru þær neðstar á
listanum. Um tilurð þessara við-
skiptareikninga sagði Jón að menn
hefðu í gegnum tíðina lagt allt sitt
sauðfé og nautgripi inn hjá kaupfé-
laginu en nú væri þetta greinilega
allt glatað.
Eftir því sem HP fregnar átti fjöldi
fólks litlar upphæðir inni hjá KSÞ á
Svalbarðseyri — reyndar er það af-
stætt um hvort háar eða lágar upp-
hæðir er að ræða, fer eftir því
hversu fólk er efnað fyrir. Margt af
því fólki sem hafði lagt allt sitt inn
hjá kaupfélaginu átti hvergi neitt fé
annars staðar, enda skipti það ekki
við neinn banka, heldur þjónaði
kaupfélagið því sem innlánsstofnun.
Því má nærri geta að einhverjir hafa
hefði verið með í að stofna Sam-
band íslenskra samvinnufélaga á
sínum tíma, en ljóst væri að þau
tengsl hefðu haft lítið að segja í
þessu máli. Að vísu hafa ekki farið
fram formlegar viðræður við SIS um
það hvort ætlunin sé að bæta fólki
það tap sem það hefur orðið fyrir.
Hinsvegar hyggjast þeir sem verst
urðu úti leggja það mál fyrir stjórn
hreyfingarinnar, enda virðast þeir
telja að SÍS beri siðferðisleg skylda
til að ganga ekki þannig frá málinu
að saklaust fólk verði skilið eftir á
gaddinum. Þeir sömu benda á að
það sé sérstaklega blóðugt að vita til
þess að Samvinnubankinn hafi
keypt eignirnar fyrir lítið fé og síðan
hafi það ekki hreyft því máli að
bæta almenningi skaðann. Telja
þeir í framhaldi að mun hærra verð
hefði fengist fyrir eignirnar ef þær
hefðu verið seldar hæstbjóðanda á
frjálsum markaði. Með þeim hætti
hefði því hugsanlega verið hægt að
bæta öllum kröfuhöfum það sem
þeir áttu inni. Af þessu má vera ljóst
að menn eru ekki par ánægðir með
framkomu samvinnumanna í mál-
inu. Einn viðmælenda orðaði það
svo að ef þessi yrði niðurstaðan
myndu menn þurfa að endurskoða
afstöðu sína til samvinnuhreyfing-
arinnar og sérstaklega til þeirra sem
þar réðu ríkjum, enda væri hér að
stórum hluta um að ræða börn,
unglinga og gamalmenni sem töp-
uðu því litla fé sem þeim hafði tekist
að nurla saman.
Það virðist hinsvegar vera Ijóst að
þessir peningar eru glataðir, ekkert
virðist geta komið í veg fyrir það. En
það er samt greinilegt að viðskipta-
menn KSÞ hafa ekki gefið upp alla
von fyrst þeir ætla að freista þess að
leggja málið fyrir stjórn SÍS. Menn
lifa enn í voninni um að samvinnu-
hreyfingin standi undir því nafni
sem þeim þykir felast í orðinu og sé
í samræmi við hlutverk hennar í
hinum dreifðari byggðum landsins.
Þegar haft var samband við SÍS og
reynt að fá fram einhver svör við því
hver hugsanleg viðbrögð fyrirtækis-
ins yrðu við því að óbreyttir félags-
menn samvinnuhreyfingarinnar
færu fram á að sér yrði bætt þessi
eignaupptaka var lítið um svör. Svo
virtist sem Valur Arnþórsson,
stjórnarformaður og kaupfélags-
stjóri, væri eini maðurinn sem gæti
svarað fyrir þetta mál, en hann er
erlendis. Hinsvegar fengust þau
svör ein úr höfuðstöðvum SÍS, að
menn könnuðust bara ekkert við
þetta mál og að ekkert erindi hefði
borist þar inn um málið. Það kæmi
því ekki SÍS við. Af þessu má ráða
það eitt að SÍS er ekki lengur nein
samvinnuhreyfing og kemur ekki
við þó einhverjir félagsmenn þess
verði fyrir skakkaföllum vegna fyr-
irtækja innan samvinnuhreyfingar-
innar. Samvinnuhugsjónin virðist
því vera týnd og tröllum gefin, rifjuð
upp á hátíðisdögum eins og ljóð
þjóðskáldanna á 17da júní.
HELGARPÓSTURINN 7
tapað öllu sínu sparifé á þessum við-
skiptum.
Greinilegt er að mikil kergja er
ríkjandi hjá því fólki sem þarna átti
inni fé. Því finnst það hafa verið
svipt peningum sem það sannan-
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
lega átti og hafði aðeins lánað KSÞ.
Fólkið skilur ekki af hverju hægt er
að ganga fram hjá því þegar þrota-
búið er gert upp og þær kröfur
greiddar sem fyrirtæki og lánastofn-
anir hafa sett fram. Greinilegt er að
menn hafa búist við því að sam-
vinnuhreyfingin, eðli síns vegna,
kæmi á einhvern hátt tif móts við
það fólk sem þarna tapaði umtals-
verðum fjárhæðum. Einn viðmæl-
enda HP orðaði það svo að KSÞ
Samvinnubankinn, dótturfyrirtæki SÍS, keypti Kaupfélag Svalbarðseyrar fyrir lítið. Um leið tapaði fjöldi fólks
innstæðum sínum í Kaupfélaginu.