Helgarpósturinn - 10.09.1987, Side 8

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Side 8
Nú eru liöin fimm ár síðan B-álma Borgarspít- alans var steypt upp. Enn þann dag í dag standa fjórar hœðir í þessari byggingu auðar. Ástœðan er skortur á fjármagni. Byggingin var reist til að sinna brýnni þörf fyrir sjúkrarými fyrir aldraða. Teknar hafa verið ínotkun tvœr hæðir með rúm- um fyrir tœplega sextíu sjúklinga. Það er þriðj- ungur af þeim sjúklingum sem hœgt vœri að sinna í húsinu. Þessi bygging kostar í dag um 700 milljónir króna. Af þeirri upphœð hefur Framkvæmda- sjóður aldraðra lagt fram rúmlega 200 milljónir. Þessi fjárfesting stendur að mestu ónotuð vegna þess að fé fæst ekki til þess að innrétta fjórar hœðir í byggingunni. A sama tíma vex enn þörfin fyrir sjúkrarými fyrir aldraða. VERÐUR B-ÁLMAN TEKIN UNDIR HAND- LÆKNINGAR? Samkvæmt lögum er F:am- kvæmdasjóði aldraðra heimilt að veita 30 prósentum af fjármagni sínu til byggingar sjúkrarýmis fyrir aldraða á vegum sveitarfélaganna. Borgarspitalinn hefur fengið öll þessi 30 prósent frá því úthlutanir úr HELMINGUR NÝRRA ÍSLENDINGA ELDRI EN SEXTIU OG FIMM íslenska þjóðin er að eldast. Þróunin hér er sú sama og er- lendis. Með fækkandi barneign- um, auknu heilbrigði og hærri líf- aldri fjölgar öldruðum í hlutfalli við aðra aldurshópa. „Barnasprenging" varð hér um 1960. Víðast í nágrannalöndum okkar varð samskonar sprenging um áratug fyrr. Þróunin hér er því um áratug á eftir þróuninni í þess- um löndum. Þeir sem eru eldri en 65 ára eru nú rúm 10% af þjóðinni. Um alda- mótin er gert ráð fyrir því að þessi aldurshópur verði um 11,6% af þjóðinni. Þetta þýðir að um fjórð- ungur af fjölgun þjóðarinnar verð- ur í þessum aldurshópi. Þegar áhrifa „barnasprenging- arinnar" fer að gæta að fullu á fyrsta fjórðungi tuttugustu aldar- innar er gert ráð fyrir því að aldr aðir verði um 18% af þjóðinni. Þá er reiknað með að Islendingar verði orðnir fleiri en 300 þúsund. Um helmingur af þessari fjölgun verður i aldurshópum yfir 65 ára aldri. Aldraðir verða þá orðnir helmingi fleiri en þeir eru í dag. Það er því auðséð að mörg verk- efni eru framundan í málefnum aldraðra. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.