Helgarpósturinn - 10.09.1987, Side 9

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Side 9
IARRÍKINU" • ALDRAÐIR ÚTUNDAN í „VELFERÐARRÍKINU" • ALDRAÐIR ÚT FJÓRAR HÆÐIR MARG- FRÆGRAR B-ÁLMU BORGARSPÍTALA STANDA AUÐAR FIMM ÁRUM EFTIRAÐ BYGGINGIN VAR REIST - Á SAMA TÍMA ER BRÝN ÞÖRF FYRIR ÞETTA SJÚKRARÝMI - ERFIÐIR VISTMENN „ÓVINSÆLIR" HJÁ STOFNUNUM - RÓLFÆRIR VELKOMNIR - HÁTT í 700 SJÚKLINGAR MEÐ ELLIGLÖP SITJA Á HAKANUM sjóðnum hófust árið 1981. Árangur- inn af því er rúm fyrir tæplega sex- tíu sjúklinga. Fjórar hæðir í bygging- unni, með rými fyrir um 120 sjúkl- inga, standa enn auðar. Vegna þess hversu seint gengur að innrétta B-álmuna sem sjúkra- deildir fyrir aldraða hefur þeirri skoðun vaxið fylgi að rétt sé að taka hana undir aðra starfsemi spítalans. I læknaráði Borgarspítalans hefur verið rætt um að taka hana undir bæklunardeild eða jafnvel hand- lækningadeild. Fyrri öldrunardeildin í B-álmunni var tekin í notkun árið 1984. Hin stuttu síðar. Á þeim tíma sem liðinn er hefur komið í ljós að spítalanum hefur reynst erfitt að útskrifa sjúkl- inga sína, þrátt fyrir að þeir þurfi ekki lengur að liggja á sjúkradeild. Ástæðan er sú, að þeir fá ekki þá að- stoð heima hjá sér sem þeir þurfa. Sjúklingarnir hafa heldur ekki getað snúið sér til vistheimila aldraðra eða hjúkrunardeilda þeirra. Vistheimil- in hafa flest eigin reglur og aðferðir um inntöku vistmanna. Þær aðferð- ir og þörf Borgarspítalans til að rýma sjúkrahúsrúm fyrir þá sem frekar jjurfa aðstoð haldast ekki í hendur. Þetta á ekki bara við um Borgar- spítalann, heldur einnig Landakot, Landspítalann og sjúkrahús úti á landi. Þar liggja í sjúkrahúsum aldr- aðir, sem frekar ættu heima á hjúkr- unarheimilum. Það er því ekki nóg með að ein- ungis þriðjungur B-álmu Borgarspít- alans hafi verið tekinn í notkun. Sá hluti hennar sem kominn er í gagn- ið nýtist ekki nægjanlega sem sjúkradeild. HVER HÖNDIN UPP Á MÓTI ANNARRI Samkvæmt lögum um málefni aldraðra eiga svokallaðir þjónustu- hópar aldraðra að starfa í öllum sveitarfélögum. Hlutverk þeirra er að samræma störf allra þeirra aðila er starfa að öldrunarmálum. Þetta ákvæði laganna hefur ekki náð fram að ganga nema að litlu leyti. Þjónustuhópar eru einkum starf- andi í litlum sveitarfélögum þar sem fyrir voru stjórnir heilsugæslu- stöðva sem gengu inn í þetta hlut- verk. 1 Reykjavík er hins vegar enginn þjónustuhópur. Einn slíkur var sett- ur á laggirnar fyrir nokkrum árum, en hann sagði af sér og enginn hefur verið skipaður í hans stað. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú, að þeir aðilar sem reka sjálfseignarstofnan- ir og einkastofnanir hafa neitað því að beygja sig undir ákvarðanir hópsins. Hrafnista og Grund eru stærstu aðilarnir sem starfa að öldrunar- málum fyrir utan ríki og sveitarfé- lag. Þessar stofnanir fara eftir sínum eigin reglum þegar þær taka inn vistmenn. Það hefur hins vegar ver- ið skoðun ráðuneytisins, að nauð- syn væri á samræmdum aðgerðum. Meta þyrfti vistunarþörf viðkom- andi einstaklinga og úthluta þeim síðan vistun í Ijósi þessarar þarfar. Heilbrigdisráðuneytid hefur rök- stutt þessa skoðun sína með því að benda á að í raun er það ríkið sem greiðir allan kostnað af dvöl hinna öldruðu á vistheimilinum. Þau eru rekin á daggjöldum frá ríkinu. Ráðu- neytið telur því eðlilegt að ríkið hafi stjórn á því í hvað fjármunir þess fara. Stjórnendur Hrafnistu og Grundar hafa hins vegar neitað þessu. Þeir benda á það að í lögum um málefni aldraðra komi ekki annað fram en þessar stofnanir eigi að leita álits þjónustuhópsins. Þar komi ekki fram að þeim beri skilyrðislaust að hlíta því. Auk þess sé enginn þjón- ustuhópur starfandi í Reykjavík, eins og áður sagði. Að baki Hrafnistu og Grund stend- ur áratuga langt uppbyggingarstarf einstaklinga. Þessir einstaklingar hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að leggja þessa uppbyggingu í hend- urnar á einhverjum sérfræðingum hjá ríkinu. 300—700 SJÚKLINGAR Á VERGANGI Þetta ástand hefur leitt til þess að lítið er um að vistmenn séu fluttir á milli stofnana. Stjórnendur sjálfs- eignarstofnana segja að ríkið vilji ekki taka vistmenn af þessum stofn- unum inn á sjúkradeildir. Forsvars- menn spítalanna kvarta hins vegar yfir því að enginn vilji taka við þeim sjúklingum sem náð hafa einhverj- um bata inni á sjúkradeildunum og þurfi ekki lengur sjúkrahúsaðhlynn- ingar með. Einn viðmælenda Helgarpóstsins bar þetta ástand saman við fanga- skipti austurs og vesturs. Þau gengju hins vegar betur fyrir sig. Milli ein- stakra stofnana í öldrunarþjónustu væri allt í járnum. Þetta ástand bitnar náttúrulega fyrst og fremst á hinum öldruðu. Tal- ið er að um 30 prósent af sjúklingum öldrunardeilda sjúkrahúsanna eigi betur heima á hjúkrunardeildum, vistheimilum eða geti jafnvel snúið heim ef þau fengju þar aðstoð. Það liggur í augum uppi að sjúkrahús er ekki vistlegt heimili fyrir þann sem þarf ekki nauðsynlega að vera þar. Hin hliðin snýr að þeim sem þurfa á sjúkrahúsrými að halda, en fá þar ekki inni. Svo dæmi sé nefnt þá er talið að um 300—700 einstaklingar á íslandi þjáist af elliglöpum. í Hátúni er ein sjúkradeild og á Flókagötu er starf- rækt sambýli fyrir þessa sjúklinga. Þar með er upptalin sú aðstaða sem er fyrir hendi til handa þessum stóra hópi. Hin fullnægir einungis brota- broti af þörfinni. Einstaklingar með elliglöp þurfa ekki allir á sjúkrahúsrými að halda, heldur hjúkrunardeildum. Slíkar deildir eru starfræktar við flest dval- arheimilin. Fæstar af þeim eru þó sérhannaðar sem slíkar. Þær hafa flestar orðið til með þeim hætti að vistmenn heimilanna hafa elst og þurft á aukinni umönnun að halda. Þá hefur verið gripið til þess ráðs að breyta vistdeildum í hjúkrunardeild- ir, vegna þess að engar hjúkrunar- deildir hafa verið til á landinu til að taka við þessu fólki. BRÝNASTA ÞÖRFIN SETT ÁHAKANN En hvers vegna hafa svo mörg vistheimili og þjónustuíbúðir verið reistar, en fá hjúkrunarheimili? Einn viðmælandi Helgarpóstsins svaraði á þann veg, að þeir sem stæðu fyrir framkvæmdum á þessu sviði kysu heldur að annast um fólk sem væri vel rólfært en þá sem þyrfti að aðstoða við að þrífa sig og jafnvel matast. Framkvæmdir í öldr- unarþjónustunni hefðu þannig mið- ast meira við þarfir þeirra sem stæðu fyrir þeim en hinna sem þyrftu á aðstoð að halda. Tökum dæmi þessu til stuðnings. Við hlið Hrafnistu í Reykjavík hef- ur verið reist hjúkrunarheimilið Skjól á vegum Hrafnistu, Öldrunar- ráðs íslands og fleiri aðila. Skjól fékk meðal annars framlag úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra. Nú er risin upp deila milli heil- brigðisráðuneytisins og forsvars- manna Skjóls um hver hjúkrunar- þyngd stofnunarinnar skuli verða. Það er, hversu mikla þjónustu eigi að veita vistmönnunum og þar af leiðandi hversu sjúkt fólk á að taka inn á stofnunina. Heilbrigðisráðu- neytið hefur sett fram kröfu um mikla hjúkrunarþyngd, meiri en for- svarsmennirnir vilja fallast á. Ráðu- neytið styður kröfu sína með því að hvort sem er muni það standa straum af kostnaðinum og auk þess sé heimilið að hluta til reist fyrir fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Því eigi það rétt á að ákvarða um þá starfsemi sem þar fer fram og beina henni inn á þá braut þar sem þörfin er mest. Niðurstaða hefur ekki fengist í þessari deilu. Hún er að mörgu leyti prófsteinn á það hver hefur forræði yfir þeim eignum sem ríkið leggur til fé að hluta og kostar síðan rekstur á. Og hún er jafnframt prófsteinn á hvort hér verði komið á samræm- ingu með tilheyrandi yfirstjórn í öldrunarþjónustunni án lagabreyt- inga. FRAMKVÆMDAFÉ BEINT Á RANGA STAÐI Eins og fram kemur hér á opnunni er nú hafin endurskoðun á lögum um málefni aldraðra hjá heilbrigðis- ráðuneytinu. Ráðuneytið mun leggja á það kapp að neyða sjálfs- eignar- og einkastofnanir til að hlíta einhvers konar yfirstjórn varðandi inntöku á vistmönnum og hvers konar þjónustu þessar stofnanir veita. Meðal þeirra aðgerða sem nefndar hafa verið er að ráðuneytið hætti að greiða þessum stofnunum daggjöld ef þær hlíta ekki yfirstjórn sem sér um að samræma aðgerðir. Það má telja víst að stjórnendur sjálfseignarstofnana í Reykjavík reki upp ramakvein ef þeir verða á þann hátt neyddir til þess að dansa eftir óskum „sérfræðingá'. Annað sem verður endurskoðað jafnhliða lögunum er Fram- kvæmdasjóður aldraðra. Það er mat flestra að þegar sé til í landinu vist- unarrými á elliheimilium og í þjón- ustuíbúðum sem uppfyllir þarfir Is- lendinga fram yfir aldamót. Framkvæmdasjóðurinn hefur styrkt byggingu slíkra stofnana víðs vegar um landið á þeim sex árum sem hann hefur verið starfræktur. Hins vegar sjóðurinn ekkert fé lagt til annars konar úrræða í málefnum aldraðra, þrátt fyrir heimildar- ákvæði. Sú skoðun er nú orðin almennt viðurkennd að eftirsókn eftir vistun í þjónustuíbúðum og á vistheimilum er að stórum hluta fölsk. Á biðlistum eftir slíku húsnæði í Reykjavík einni eru nú um 1500 manns. Þeir sem vinna að öldrunarþjónustu telja að með því að auka ýmiss konar heim- ilisþjónustu væri hægt að búa svo að stórum hluta þessa fólks, að það gæti dvalið heima hjá sér mikiu lengur. Heimaþjónustan er hins veg- ar víðast í molum. Sem dæmi má taka, að hún er ein ungis veitt á skrif- stofutíma. Þeir hinna öldruðu sem þurfa aðstoð við að hátta sig á kvöldin eiga því fyrir þær sakir ein- ar einskis annars úrkosta en að sækja um vist á dvalarheimili. Það er því spurning hvort fjármagn Framkvæmdasjóðsins nýttist ekki betur til þess að auka þessa þjón- ustu en að styrkja byggingu dvalar- heimila. Annað sem þyrfti endurskoðunar við varðandi sjóðinn er ákvæðið um að 30 prósent af ráðstöfunarfénu megi fara til sjúkradeilda á vegum sveitarfélaganna. Af reynslunni að dæma virðast aðrir ekki hafa áhuga á því að byggja upp slíkar deildir. Ef farið yrði yfir þessi mörk gæti Fram- kvæmdasjóðurinn til dæmis lokið við þær fjórar hæðir í B-álmu Borg- arspítalans sem nú standa auðar. LÖGIN K0MINIENDURSK0ÐUN A mánudaginn hófst endurskoð- un laga um málefni aldraðra í heil- brigðisráðuneytinu. Pessi lög tóku gildi árið 1983 og hafa uerið í gildi hátt á fimmta ár. Þau áttu að renna út um nœstu áramót, en gildistími þeirra var framlengdur um eitt ár. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra stefnir að því að endurskoðun laganna verði lokið áður en sá freslur er útrunn- inn. Endurskoðuð lög verða því að öllum líkindum lögð fram á Al- þingi á seinni Iduta þess þings sem kemursaman í haust, eða í byrjun þess nœsta. Nokkur andstaða var gegn lög- unum þegar þau voru samþykkt á þingi. Meðal annars snerist sú and- staöa gegn lagasetningu um ein- staka þætti félagslegrar þjónustu. Að stofni til eru lög um félagslega þjónustu á íslandi frá því um og eftir síðasta stríð. Rætur þeirra ná síðan enn lengra aftur. Eins og gef- ur að skilja hefur það legið ljóst fyrir lengi að þessi lög þyrftu end- urskoðunar við. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Þess í stað hafa verið sett lög um einstaka þætti félagslegrar þjónustu, til dæmis lög um málefni fatlaðra og aldraðra. Lög um málefni aldraðra voru einnig gagnrýnd fyrir að gert var ráð fyrir að þessi málaflokkur heyrði undir heilbrigðisráðuneyt- ið, en ekki félagsmálaráðuneytið. Ástæðan fyrir því liggur ekki síst í því að engin heildstæð löggjöf er til um félagslega þjónustu. Hins vegar er til staðar vel uppbyggt kerfi í heilbrigðisþjónustunni. Lögin um málefni aldraðra hvíla á þessu kerfi. Grunnþættir þeirra eru reistir á stjórnum heilsugæslu- stöðva. Á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá gildistöku laganna hefur ýmislegt áunnist í öldrunar- málum. Með fé frá Framkvœmda- sjóði aldraðra hafa margar stofn- anir verið reistar. Hins vegar er enn langt í land að öllum ákvæð- um laganna sé framfylgt. Heima- þjónustu er enn ábótavant og enn hafa þjónustuhópar aldraðra ekki verið stofnaðir í öllum sveit- arfélögum. Hlutverk þjónustuhóp- anna er að samræma aðgerðir í héraði. I Reykjavík sagði þjónustu- hópurinn af sér fyrir nokkrum ár- um og enginn slíkur hefur verið stofnaður síðan. Ástæða þess hversu illa hefur gengið að koma upp þjónustuhóp- um er sú, að þeir sem reka stofn- anir á þessu sviði hafa litið svo á þeir takmörkuðu völd sín. Það má því búast við því að við endur- skoðun laganna verði sett inn ákvæði er þvingi sjálfseignarstofn- anir og einkaaðila til að taka tillit til ákvarðana þjónustuhópanna. Einnig má búast við því að reynt verði að beina fjármagni Fram- kvæmdasjóðs aldraðra í þjónustu frekar en í steinsteypu eins og verið hefur. En það má búast við andstöðu við hvaða breytingar sem gerðar verða á lögunum. Mikill skoðana- munur er á milli ríkis, sveitarfé- laga, sjálfseignarstofnana og einkaaðila sem starfa að öldrunar- málum. Þessi ágreiningur hefur valdið því að lög um málefni aldr- aðra hafa ekki náð fram að ganga á öllum sviðum. Einn viðmælenda Helgarpóstsins líkti ástandinu við erjur smákónga. Þessar erjur hafa staðið í veginum fyrir að samræm- ing kæmist á í öldrunarþjónustu. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.