Helgarpósturinn - 10.09.1987, Side 10

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Side 10
HP LEIÐARI HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Halldór Halldórsson Helgi Már Arthursson Ritstjórnarfulltrúar: Egill Helgason Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friörik Pór Guömundsson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Sigriður H, Gunnarsdóttir Prófarkir: Sigriður H. Gunnarsd. Ljósmyndir: Jim Smart Utlit: Jón Óskar Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Skrifstofustjóri: Garðar Jensson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir Dreifing: Garðar Jensson Guðrún Geirsdóttir Afgreiösla: Bryndcs Hilmarsdóttir Sendingar: Ástriður Helga Jónsd. Ritstjórn og auglýsingar eru í Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru í Ármúla 36, sími 68-15-11 Útgefandi: Goögá h/f. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. lila búið að öldruðum Það er aldamótakynslóðin sem er á elli- heimilum landsins. Kynslóðin sem lagði grunninn að því þjóðfélagi allsnægtanna sem hér hefur verið byggt upp á undanförn- um áratugum. Og þrátt fyrir góðan vilja, sem engin ástæða er til að efast um að sé fyrir hendi, hafa næstu kynslóðir á eftir þeirri fyrr- nefndu búið þannig um hnútana að neyðar- ástand er ríkjandi í málefnum aldraðra, eins og þessi mál eru jafnan nefnd í skýrslum sér- fræðinga og fylgiskjölum með lagafrum- vörpum. Neyðarástandið lýsir sér með ýmsum hætti. Sagt hefur verið að kynslóðin sem nú fer með völd í landinu hafi „rænt" sparifé aldamótakynslóðarinnar og bundið „ráns- feng" sinn í steinsteypu. Þetta er að mörgu leyti rétt. Löggjöf hefur verið sett um málefni aldr- aðra og samkvæmt henni eiga að starfa sér- stakirþjónustuhóparaldraðra íöllumsveitar- félögum. Hlutverk þeirra á að vera að sam- ræma störf allra þeirra sem starfa að öldrun- armálum. En þrátt fyrir góðan vilja hafa þessi ákvæði laganna ekki náð fram að ganga. í Reykjavík er t.d. ekki starfandi slíkur þjón- ustuhópur. Einum slíkum var komið á fót fyrir nokkrum árum, en lagðist niður og hefur ekki verið skipað í slíkan hóp síðan. Tveir stórir aðilar starfa að öldrunarmálum fyrir utan ríki og sveitarfélög. Það eru Grund og Hrafnista. Stofnanir þessar fara eftir eigin reglum og eru í raun utan þess almenna sam- ræmda ramma sem gengið er út frá í lögum um málefni aldraðra. Og enda þótt ríkisvaldið telji eðlilegt að það stjórni því í hvað þeir pen- ingar fara sem renna til öldrunarmála hafa stjórnendur Hrafnistu og Grundar neitað þessari skoðun og benda á að enginn þjón- ustuhópur sé starfandi í Reykjavík, en þeir eiga lögum samkvæmt að hafa stjórn á þess- um málum svo sem fyrr segir. Hálfkákið í málefnum aldraðra hefur leitt til þess, m.a., að lítið er um það að vistmenn séu fluttir á milli stofnana. Forsvarsmenn sjálfseignarstofnana segja að ríkið vilji ekki taka vistmenn af viðkomandi stofnunum inn á sjúkradeildir og forsvarsmenn spítala kvarta undan því, að enginn vilji taka við þeim öldruðu sjúklingum sem náð hafa ein- hverjum bata á sjúkradeildum. í úttekt HP um þessi mál kemur fram hjá einum viðmæl- enda blaðsins, að ástand þetta minni einna helst á fangaskipti á milli Austurs og Vesturs. Eini munurinn sé að fangaskipti gangi betur fyrir sig. Þetta er harður dómur. Nú stendur fyrir dyrum í heilbrigðisráðu- neytinu endurskoðun á lögum um málefni aldraðra. Samkvæmt heimildum HP mun ráðuneytið leggja höfuðáherslu á að þvinga sjálfseignar- og einkastofnanir undir sam- ræmda heildarstjórn. Meðal þess sem líklegt er að ráðuneytið beiti sér fyrir er að ráðuneyt- ið hætti að greiða þeim stofnunum daggjöld, sem ekki sætta sig við heildarstjórn. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur styrkt byggingu elliheimila og þjónustuíbúða á þeim sex árum sem hann hefur verið starf- andi. Sjóðurinn hefur hins vegar ekki lagt fé til annarra aðgerða í þágu aldraðra þrátt fyrir heimildarákvæði. Þeir sem vinna að öldrun- armálum telja að þörfum aldraðra mætti mæta með öðrum hætti en með byggingu dvalarheimila svo sem gert hefur verið. I þessu sambandi er bent á öfluga heima- hjúkrun og aðstoð á heimilum. Sem dæmi um skilningsleysi þessa þáttar þjónustu við aldraða má nefna að þjónustan er aðeins veitt á skrifstofutíma. Húsnæðismál ungmenna og öldrunarmál eru málaflokkar sem verða sífellt erfiðari við- fangs. í velferðarþjóðfélagi allsnægtanna er óþolandi hvernig búið er að ungum, en sér- staklega öldruðum. Hér verður að hugsa dæmið upp á nýtt. í velferðarþjóðfélagi verð- ur að veita öldruðum þjónustu sem menn geta verið stoltir af. Það er óþolandi að þeir sem fara með völd skuli sætta sig við að hrúga öldruðum inn á stofnanir eða skutla þeim inn í sjúkrahús. Sölubörn HP í Kaupmannahöfn Sjö hressir krakkar fóru um síðustu helgi í Kaupmannahafnarreisu á vegum Helgarpóstsins. Þetta voru hinir lukkulegu sigurvegarar í Sölu- happdrætti Helgarpóstsins, en þar var dregið milli allra þeirra sölu- barna sem hafa lagt okkur hér á blaðinu lið í sumar. Sigurvegararnir komu hvaðanæva af landinu: Erla Hrönn Randversdóttir úr Garðabæ, Bára Jóna Oddsdóttir úr Mosfells- bæ, Sigþór Sverrisson úr Kópavogi, Sævar Berg Hannesson frá Dafvík og þeir Dagur Agnarsson, Gunnar Gunnarsson og Sindri Sigurgeirsson úr Reykjavík. Sjömenningarnir nutu lystisemda borgarinnar við Sundið í þrjá daga undir leiðsögn starfsmanna Helgar- póstsins; fóru á gamalkunnar slóðir í Tívolí og Dýragarðinum, á vax- myndasafn og í verslunarferð á Strikinu. Ferðin gekk í alla staði eins og best verður á kosið og er ráðgert að framhald verði á slíkum leið- öngrum. A myndinni sést hluti af hópnum með framkvæmdastjóra Helgar- póstsins, Hákoni Hákonarsyni. Tískuverslunin HERA Eiðistorgi Glæsilegir frakkar frá Ciaude Havney París Stærðir 40-50 Opið á laugardögum. LAUSN Á SPILAÞRAUT Vissulega kemur til álita að gefa útspilið heima og spila síðan upp á að vestur eigi laufkóng annan. Ef við ættum ekkert betra; sem er að drepa strax á hjartadrottningu. Taka síðan tvo efstu í tígli og spila... ♦ G5 62 ❖ D985 D10643 ♦ 1063 ♦ K984 G8 P ÁK1093 ❖ 76432 O GIO G95 + K8 ♦ ÁD72 D754 <> ÁK + Á72 .. .hjarta til baka. Austur getur hirt „bókina" en verður síðan að lúta fyrir blindum, sem er nú orðinn þriggja slaga virði. Ef austur á upp- haflega 3 tígla og spilar sig þar út þá eigum við í varasjóði að laufkóngur sé stakur í austur. Ef austur tekur strax tvo efstu í hjarta og heldur áfram í litnum för- um við eins að. Þ að bætast stöðugt við glæst flaggskip á Bókmenntahátíðina sem hefst í Reykjavík um næstu helgi. Nú er orðið uppvíst að í fríðan flokk rithöfunda bætist enski skáld- sagnahöfundurinn Fay Weldon, sem talsverðra vinsælda hefur notið hér á íslandi. En einhverjir hafa þó verið að detta úr skaftinu, eins og gengur á slíkum hátíðum. Þannig er ljóst að Daninn Klaus Rifbjerg kemur ekki, og ekki heldur Sven Delblanc frá Svíþjóð og Herbjörg Vassmo frá Noregi. En maður kem- ur í manns stað: Frá Svíþjóð kemur í stað Deblanc P.C. Jersild, sem þýddur hefur verið á íslensku, og frá Danmörku Peer Hultberg, skáld- sagnahöfundur sem er þekktur fyrir bókina Requiem. .. || niátt leigugjald fyrir fermetr- ana í nýju flugstöðinni á Keflavíkur- flugvelli hefur orðið til þess að flug- félög og önnur fyrirtæki hafa ekki treyst sér til að ieigja af ríkinu það pláss sem þau ella hefðu gert. í við- ræðum við ríkisvaldið hefur lítið komið fram af skýringum um ástæðuna fyrir hinu háa leigugjaldi. Þeir sem ákváðu gjaldið fyrir hönd ríkisins voru þeir Sigurgeir Jónsson, ráðuneytisstjóri í f jármálaráðuneyti, Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri, og Sigurður Haukur Guðjóns- son, þáverandi formaður byggingar- nefndar flugstöðvarinnar . . . l síðasta tbl. Helgarpóstsins birt- um við smáfrétt um miklar manna- breytingar á fréttastofu sjónvarps- ins. Þar sagði, að Sigrún Stefáns- dóttir hefði sagt stöðu sinni lausri og hygði á frekara nám. Hið síðara er rangt. Sigrún hefur lokið námi. Hið fyrrnefnda er rétt, en til viðbót- ar má geta þess, að ástæða uppsagn- ar Sigrúnar er sú, að hún fór fram á hálft starf hjá Sjónvarpinu, en fékk neitun. Þess vegna sagði hún upp... 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.