Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.09.1987, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Qupperneq 24
SKÁK Nýlegir viðburðir ehir Guðmund Arnlaugsson I skákþætti sem þessum er kem- ur á hálfs mánaðar fresti og hefur takmarkað rúm er engin leið að gera skákfréttum skil, enda er vel að þeim hlúð í öðrum fjölmiðlum. Það er helst að maður staldri við stöku viðburð eftir dúk og disk, minnisverð úrslit, sérkennilega skák eða því um líkt. Sagt hefur verið frá skákmótinu í Brússel í vor, þar sem Kasparov og Ljubojevic urðu jafnir efstir. Kasparov náði Ljubojevic í síðustu umferð með því að vinna Tal, en reyndar var Ljubo dæmdur sigur- inn á stigum og hann fékk tvenn aukaverðlaun fyrir bestu skákina — önnur frá keppendum, hin frá blaðamönnum. Eftir mótið var haldið hraðskák- mót þar sem 12 keppendur tefldu tvívegis hver við annan. Þar vann Kasparov góðan sigur: 1. Kasparov 15 v. (úr 22 skákum) 2. Timman 15 v. 3. -4. Karpovog Ljubojevic 12,5 v. 5. Húbner 12 v. 6. -7. Kortsnoj og Short 11 v. 8. Tal 10,5 v. Aðrir keppendur voru Bent Lar- sen, Sosonko, van der Wiel og Torre. Hér kemur sú skák Ljubojevic er keppendur völdu til verðlauna: 33 d4! ed4 35 f4 Bd6 37 Dxe8+ Bf8 34 Hfel Be5 36 He8+ Hxe8 38 f5! Df3 liðs, hvíti kóngurinn verður að hjálpa til og hann leggur nú upp í langa ferð. Ljubojevic — Kortsnoj Italskur leikur 01 e4 e5 03 Bc4 Bc5 05 b4 Bb6 07 a4 a5 09 Rbd2 Rg6 11 Bb3 d5 13 ed5 Rxd5 02 Rf3 Rc6 04 c3 Rf6 06 d3 d6 08 b5 Re7 10 0-0 0-0 12 Ba3 He8 14 Re4 Rdf4 Hann stenst ekki freistinguna og teygir sig aðeins of langt. Betra var h6 eða Ba7 segir heimildarmaður minn. 15 Rfg5 Be6 17 g3 Kh8 19 h4! Rgf8 21 Hfel Had8 23 Dh5 Rh7 25 Hfl Bb8 27 Bxc5 b6 29 bc6 Dxc6 16 Rxe6 Rxe6 18 Df3 f6 20 Hadl Dd7 22 Bc4 h6 24 Kh2 Ba7 26 Rc5 Rxc5 28 Ba3 c5 30 Bb5 Dxc3 Svartur hefur hálfhrakist í þessa skiptamunarfórn, biskuparnir voru svo óþægilegir. Kortsnoj von- ast til að losa sig og fá þannig bæt- ur fyrir hrókinn. 31 Bxe8 Dxa3 32 Bb5 Bd6 39 De6!! Falleg vinningsleið, með þessu móti vinnur hvítur drottninguna fyrir hrók og biskup, á annan hátt kemst svartur ekki hjá máti. 39 ... Dxdl 40 Bc4 Dc2 + 41 Kh3 Dxc4 42 Dxc4 Bc5 43 Kg4 Rf8 44 Dd5 Kh7 Hvítur hefur meira lið og svarti kóngurinn og riddarinn eru kró- aðir inni. Engu að síður er ekki hlaupið að því að vinna. Drottn- ingin kemst ekkert áleiðis ein síns 45 Kf3 Kh8 46 Ke4 Kh7 47 Kd3 Kh8 48 Kc4 Kh7 49 Kb5 Kh8 50 Kc6 Kh7 51 Kc7 h5 Áætlun hvíts er að koma kóng- inum til f7 og sprengja síðan peða- borgina með g3-g4-g5. Því grípur svartur til örþrifaráða. 52 Kd8 Kh6 53 Ke8 og svartur gafst upp, hann kemst í leikþröng. (53 ... Kh7 54 Kf7 Kh6 55 Kg8!). Kóngsvörnin er allsérstæð. En það er líka fróðlegt að skoða hvernig Kasparov vinnur Tal í síð- ustu umferðinni: Kasparov — Tal Nimzoindversk vörn 01 d4 Rf6 03 Rc3 Bb4 05 Bd3 d5 07 Re2 c5 02 c4 e6 04 e3 0-0 06 cd5 ed5 08 0-0 Rc6 09 a3 cd4 10 ed4 Bxc3 11 bc3 Re7 12 Dc2 Bd7 13 Bg5 Rg6 14 f4 h6 15 Bxf6 Dxf6 16 f5 Re7 17 Rg3 Rc8 18 Hf4 Rd6 19 Df2 Hfe8 20 Rh5 Dd8 21 Rxg7! 21 ... Re4 23 f6 Kh7 25 Df4 Bc6 27 c4 Dxa3 29 He3 Bd7 31 Dxf5 + 22 Bxe4 Hxe4 24 Hxe4 de4 26 Hel Df8 28 Rf5 Df8 30 Hg3 Bxf5 og svartur gafst upp. Það var ótrú- legt að sjá hve máttlaus svartur var gegn framsókn f-peðsins. LAUSN Á MYNDGÁTU SPILAÞRAUT Eftir opnun austurs, 1-hjarta, verður suður sagnhafi í 3-grönd- um. Vestur spilar út hjartagosa: ♦ G5 62 <0 D985 + D10643 ♦ ÁD72 O D754 ♦ ÁK + Á72 Austur lætur lágt hjarta. Hver er besta spilaáætlunin, miðað við þá vitneskju sem þú þegar hefur. Rétt, opnun austurs lofar 5-lit. Spilið kom fyrir í barómeter BR fyrir nokkrum árum. 3 grönd voru algengasti lokasamningur en hvergi fannst vinningsleið. Byrjunin er þó sjálfgefin... og þá er eftirleikurinn auðveldur. Lausn á bls. 10. Dregið hefur verið úr réttum lausnum á verðlaunamyndgátu HP sem birtist á þessum stað í blaðinu fyrir tveimur vikum. Lausnin sem leitað var eftir er Ólafsvíkingar halda hátíð og fagna 200 ára afmæli Leyfisbúðar. Vinningshafinn er að þessu sinni Hanna Jónsdóttir Hólmgarði 54 Reykjavík. Fær hún senda bókina Þjóð bjarnarins eftir Jean M. Auel, sem Fríða Á. Sigurðardóttir sneri á síðasta ári og gefin er út af forlaginu Vöku/Helgafelli. Frestur til að skila inn lausnum gátunnar hér að neðan er að venju samkvæmt til annars mánudags frá útkomu þessa tölublaðs. Merkið lausnina Myndgáta. Og verðlaunin verða smásagnasafn Ólafs Jóhanns Ólafssonar Niu lyklar, sem Vaka/Helgafell gaf út fyrir síðustu jól. Góða skemmtun. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.