Helgarpósturinn - 10.09.1987, Side 25
Ólympíuleikarnir í Seoul á næsta ári:
VIÐ VINNUM VERÐLAUN!
íþróttaþættir sjónvarpsstöðvanna:
Langt og stutt
Nú geta allir áhangendur
skemmtilegra íþrótta glaðst
óstjórnlega svo fremi þeir hafi að-
gang að Stöð 2. Stöðin hefur nefni-
lega boðað að í vetur verði sýnt
reglulega frá NFL eða National
Football League í Ameríku. NFL
stendur fyrir það sem á góðri ís-
lensku er kallað amerískur fót-
bolti en á slæmri íslensku rúbbí.
Rúbbí (Rugby) og amerískur fót-
bolti eru þá alls ekki hið sama þó
skyldleiki sé á milli.
Hingað til hefur landinn séð lítið
af þessari hörðu en skemmtilegu
íþrótt. Stöðin var með nokkrar
glefsur í vetur en þær gáfu þó til
kynna hverslags skemmtun er í
vændum. Þeir þættir sem rúlla
munu á skjánum á sunnudögum í
vetur hafa þegar gert þessa íþrótt
að einhverju vinsælasta sjónvarps-
efni í Bretlandi og reyndar víðar í
Evrópu. Önnur Evrópukeppnin í
amerískum fótbolta var haldin í
sumar í Finnlandi og þar báru ítal-
ir sigur úr býtum.
Fyrst talað er um íþróttir á Stöð-
inni er ekki úr vegi að hyggja örlít-
ið að íþróttum í sjónvarpi almennt.
Það sem skilur að sjónvarpsstöðv-
arnar tvær í þessu efni eru orðin
LANGT og STUTT. Sjónvarpið er
langt en Stöð 2 er stutt. Nánari
skilgreiningu væri hægt að orða
svona: Sjónvarpið ætlar að sýna
frá Evrópumeistaramótinu í frjáls-
um íþróttum þangað til heims-
meistaramótið í skautadansi fer
fram í Brönby-höllinni en það
verður síðan sýnt fram á næsta
vor. Sjónvarpið er með langan
íþróttaþátt á laugardögum með
löngu efni en endursýnir síðan
helstu atriði hans á mánudögum í
stuttum þætti. Stöð 2 er með lang-
an íþróttaþátt með stuttu efni,
skornu og aðgengilegu, á sunnu-
dögum. Stöðin er með umfjöllun
um Islandsmótið í knattspyrnu
tvisvar í viku í sérstökum þáttum
sem verið hafa til mikillar fyrir-
myndar. Þar eru leikir ekki sýndir
í heilu lagi. Stöðin er með golf-
þætti á laugardögum þar sem sér-
fræðingur um íþróttina er umsjón-
armanni til aðstoðar — þetta hefur
einnig átt við ýmsar aðrar íþrótta-
greinar sem Stöðin hefur sýnt frá.
Stöðin er með þátt um veiðar og
útiverusport á sunnudögum sem
gerðir eru af vandvirkni hjá Kan-
anum. Þá fer ekkert eins mikið í
taugarnar á mér og lagið um
„Bjútífúl, bjútífúl Kópenhagen" og
endalausar „Júróvisíónsiaufur
með lúðrablæstri" sem taka hálf-
an íþróttaþátt sjónvarpsins og
gera hann ennþá lengri. Stöðin
hefur verið óhrædd við að sýna
íþróttir sem ekki eru þekktar hér
á landi og víkka þannig sjónarsvið
„sportídjóta". Sjónvarpið sýnir
knattspyrnuleiki í heilu lagi viku
síðar.
Það er næsta víst að ekki eru all-
ir sammála mér í þessu efni en
mér er svo sem sama um það. Þeg-
ar ameríski fótboltinn byrjar þyk-
ist ég handviss um að margir setji
á sig axlapúðana og hjálminn og
hrópi síðan áfram Chicago Bears,
San Francisco 49ers, New York
Giants, Dallas Cowboys . . .
Þó enn sé heilt ár þangað til Ól-
ympíuleikarnir verða haldnir í
Seoul í S-Kóreu eru þjóðir heims
þegar farnar að undirbúa sig fyrir
þessa mestu hátíð íþróttanna. Við
Islendingar erum engir eftirbátar
annarra þjóða hvað þetta varðar
nema hvað við höfum alla jafna úr
litlu fé og fáum iþróttamönnum að
spila. Sé hinsvegar notuð sú vin-
sæla viðmiðun höfðatala skörum
við fram úr eins og á öllum öðrum
sviðum. Við höfum þegar tryggt
okkur veglegan sess á OL í Seoul
með handknattleiksliði okkar og
víst er að þeir frjálsíþróttamenn
og sundmaður sem þegar hafa
náð fyrsta áfanga að þátttöku á ÓL
koma til með að verða landi til
sóma.
PÓLITÍK
Það virðist ætla að verða með
þessa leika eins og alla aðra að
póliltík og álíka vitleysa virðist
ætla að setja svip sinn á leikana.
Síðan Afríkubúar neituðu að
mæta á ÓL í Montreal og Banda-
ríkjamenn og þeirra fylgiþjóðir
hættu við Moskvu og Brésnef
svaraði í sömu mynt þegar kom að
LA hafa Ólympíuleikar misst spón
úr aski sinum. Því miður er það
svo að það verður næsta sama
hvar ÓL verða haldnir, alltaf fá
einhverjir útrás fyrir pólitískt rugl
gráhærðra antísportista sem kall-
ast pólitíkusar. Það sama er upp á
teningnum núna.
Óvissan um þátttöku sterkra
þjóða virðist ekki ætla að koma í
veg fyrir að borgir og þjóðir heims
keppist um að fá að halda þessa
leika. Nú er svo komið að ekki
duga milljónir dollara heldur þarf
hundruð milljónir dollara til að
vinna alþjóðaólympíunefndina á
sitt band og fá að halda leikana.
Alþjóðaólympíunefndin, sem er
sennilega ríkasta „apparatið" af
öllum íþróttahreyfingum í heimin-
um, ætti nú að taka sér fyrir hend-
ur að ráðskast við Bandaríkja-
menn og Rússa um stað fyrir
næstu leika og leyfa þessum „lög-
reglum heimsins" að skipta út-
nefningunni sín á milli annað
hvert ár. Þannig fengju Rússar að
ráða næst þar sem Seoul er í „kap-
ítalistá-ríki og síðan koll af kolli —
skítt með allar smáþjóðir, þær
skipta hvort eð er engu á skák-
borði stórveldanna.
OKKAR MENN Á ÓL
Nú þegar er ljóst að við íslend-
ingar munum eiga nokkra verð-
uga fulltrúa á meðal þeirra þjóða
sem „fá" að mæta til Seoul á næsta
ári. Handknattleiksliðið sem svo
skemmtilega lék í Sviss verður á
staðnum og þegar hafa Einar Vil-
hjálmsson, Vésteinn Hafsteinsson,
Ragnheiður Ólafsdóttir, Eggert
Bogason, Helga Halldórsdóttir og
Eðvarð Þór Eðvarðsson nánast
tryggt sér sæti í ÓL-liði íslands.
Þegar ég segi nánast þá á ég við að
þó íþróttamenn nái lágmarki því
er alþjóðaólympíunefndin setur
verða þeir að standa sig verulega
vel síðustu mánuðina fyrir leikana
til þess að réttlætanlegt sé að
senda þá til keppni.
Þegar þetta er skrifað er enn
langt í ieikana og nánast allt getur
gerst í millitíðinni. Það sem fullvíst
er á þessari stundu er að mestar
vonir eru bundnar við handknatt-
leikslandslið okkar. Liðið varð i
sjötta sæti á HM í Sviss fyrir einu
og hálfu ári en síðan þá hefur liðið
heldur styrkst en hitt. Úrslit leikja
á Júgóslavíumótinu sem fram fór í
sumar staðfestu það. Islendingar
hafa alltaf gert kröfur til íþrótta-
manna sinna þó stundum hafi þær
verið í hæsta lagi óraunhæfar. Nú
eru vonir bundnar við þetta hand-
knattleikslið og horft til ólympíu-
meistaratitils. Hvers vegna ekki?
Landslið okkar verður eflaust
það leikreyndasta á ÓL. Leikmenn
liðsins hafa æft sem atvinnumenn
í þrjú eða fjögur ár. Þó nokkrir
leikmenn leika sem atvinnumenn
og þekkja því „bransann" vel. Hin-
ir eru engu síðri enda höfum við
lagt að velli öll sterkustu landslið
heims á undanförnum árum. Sá
hópur sem Bogdan hefur undir
höndum er agaður og reyndur og
að baki þeim er stjórn HSÍ sem
unnið hefur ómetanlegt starf und-
ir stjórn Jóns Hjaltalín. Já, ólymp-
íumeistaratitill er raunhæft mark-
mið og því munum við íslendingar
ná.
Af öðrum þátttakendum íslands
á ÓL eru vonir bundnar við Einar
Vilhjálmsson svo og Véstein Haf-
steinsson. Þessir piltar áttu að
leika stórt hlutverk á ÓL í LA en
brugðist báðir. Einar hafnaði
reyndar í sjötta sæti og þrátt fyrir
að það væri gott var búist við
meiru og úrslitin því hálfgerð von-
brigði. Vésteinn vill eflaust gleyma
LA og koma sterkur til leiks í
Seoul. Það hefur háð báðum þess-
um köppum hversu daufir þeir
hafa verið á verulegum stórmót-
um að undanförnu. Einar setti þó
Norðurlandamet á Húsavík en var
síðan ekki svipur hjá sjón á HM í
Róm. Vésteinn hefur átt mjög góð-
ar kastseríur að undanförnu en
gekk illa á HM í Róm. Þessir piltar
eiga það þó sameiginlegt að undir-
búa sig mjög markvisst og hver
veit nema lærdómur þeirra og ná-
kvæmni eigi eftir að skila okkur
peningi á OL.
Þegar þetta er skrifað er enn
ekki Ijóst hvort júdó- eða siglinga-
menn verða meðal þátttakenda á
ÓL eins og í LA en þá vann Bjarni
Friðriksson það afrek að hampa
peningi við heimkomuna. Júdó-
íþróttin hefur verið í lægð síðast-
liðið ár og ekki mikið um kappa
sem eiga erindi á ÓL.
Það er því fyrir þessa leika eins-
og þá síðustu að við Islendingar
búumst við afrekum. Eg þykist
sjálfur fullviss um að einhver pen-
ingur verði til sýnis þegar heim
kemur, þó hugsanlega verði hann
ekki úr gulli.
HELGARPÓSTURINN 25