Helgarpósturinn - 10.09.1987, Síða 26

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Síða 26
MATKRAKAN Bölvaður ófögnuður eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Jæææja! Eg flyt yður mikinn ófögnuð: þær tvær fæðutegundir sem hafa verið táknrænar fyr- ir hollustu og heilbrigt mataræði á undan- förnum árum, gróft brauð og ostur, eru að ýmsu leyti hinir mestu skaðræðisvaldar. OSTUR OG SALTPETUR Byrjum á ostinum. Það skýtur skökku við að á sama tíma og Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur hefur bannað að saltpétur sé notaður sem rotvarnarefni í saltkjöt er hann notaður í sama tilgangi í alla brauðosta landsins. Er- lendis er saltpétursnotkun víða bönnuð við matvælaframleiðslu. Saltpétur (natrít) er eitt þessara náttúru- legu eiturefna sem verða skaðleg ef neyslan fer yfir visst mark. Fyrir nokkrum árum fæddust að hausti börn á Akureyri með syk- ursýki. Sjúkdómurinn var rakinn til salt- pétursmettaðs hangikjöts sem foreldrar þeirra höfðu snætt um jólin, um það leyti seirftjörnin voru getin. Auk þess getur saltpétur valdið magabólg- um og lágum magasýrum sem svo aftur geta leitt til krabbameins í maga, en tíðni þess er mjög há hérlendis sem og t.d. í Japan og Finnlandi. Þá geta menn orðið náttúrulausir af salt- pétursneyslu, enda var hann markvisst not- aður í seinni heimsstyrjöldinni til að kyn- deyfa hermenn þegar mikið lá við. Það er náttúrulega ekki nóg að ostur sé mannskepnunni hollur sem kalk- og víta- míngjafi, ef samtímis er úðað í hann stór- hættulegum saltpétri. Hvers vegna? Ég reikna með að ástæðan sé fjallmyndandi til- hneiging íslenskra matvæla: nauðsynlegt þykir að rotverja ostfjallið svo það verði stinnt og geti staðið um aldur og ævi sem óbrotgjarn minnisvarði um vitlausa land- búnaðarpólitík. Skítt með þær hættur sem það býður heim fyrir neytendurna! Mér reiknast til ad tiltölulega minnst sé af saltpétri í Gouda-osti og Búra meöal svokall- aðra brauðosta. Gerjunarostarnir camem- bert óg dalayrja innihalda lítinn sem engan saltpétur og gráöosturinn er hreinn. Núorðið er matvælaframleiðendum skylt að merkja vörur sínar með sundurliðuðu hráefnisinnihaldi þeirra. Og vissulega má lesa orðið saltpétur á merkimiðum ostanna. Eigi að síður er magnið ekki gefið upp og hvað veit hinn almenni neytandi svo sem um það hversu mikið hann þolir af hinu og þessu efninu? Hér á landi er allt gert til að fyrirbyggja sjúkdóma hjá búfé, og þess vandlega gætt hvað skepnurnar láta ofan í sig. Utan ífóður- pokum er innihaldið nákvæmlega efna- greint og nákvæmar fóðurrannsóknir liggja til grundvallar því hvernig hægt sé að halda búfé hraustu. En við, mannskepnurnar, leit- um einungis til sérfræðinga þegar eitthvað hefur bilað hjá okkur. Heilbrigðisyfirvöld þyrftu að taka sig til og gefa út leiðbeiningar um hvað sé hollt fyrir okkur og hvað óhollt. Það er margt óhollara en reykingar! EITRAÐ KORN OG HÆTTULEGAR TREFJAR En víkjum þá að heilhveitinu. Undanfarin ár hefur mjög verið hamrað á hollustu korn- brauðs hvers konar, bæði sökum þess að í kornhýðinu sé mikið af nœringarefnum sem fari forgörðum sé hveitið fínmalað og hvitt- að, og eins sökum þess að kornhýði innihaldi trefjar sem séu nauðsynlegar til viðhalds góðri meltingu. Nú hefur komið á daginn að þessar ágætu korntrefjar sjúga í sig ýmis næringarefni úr meltingarveginum sem ganga með þeim niður af líkamanum. Avaxtatrefjar ku vera frábrugðnar að þessu leyti og benda nú bandarískir næringarfræðingar fólki á að verða sér úti um trefjar úr nýjum ávöxtum eða þurrkuðum til að örva meltinguna, sam- anber gamla húsráðiö sveskjur á morgnana og rúsínur á kvöldin. í öðru lagi taka þau eiturefni sem korn er úðað með á framleiðsluferlinu út yfir allan þjófabálk. í nýútkominni enskri bók, Chemi- cal Children, eftir læknana Peter Mansfield og Jean Munro, er gerð nákvæm grein fyrir þessum eitrunum og skaðlegum aukaverk- unum þeirra. Eftirfarandi kornúðanir eiga sér stað yfir uppskeruárið víðast hvar þar sem það er ræktað: Mars: Dicamba eða Dichloroprop til að eyða illgresi. Apríl: Chlormequat og Carbendazym til að tempra vöxt og hamla gegn sveppasýk- ingum. Maí: Flamprop-Isopropyl til að hafa hemil á villtum höfrum. Júní: Pyrethroid til að útrýma skordýrum. Ágúst: Glyphosate nokkrum dögum eftir uppskeru til að drepa húsapunt í korn- hánni; Organo-phosphorus í korngeymsl- unni til að koma í veg fyrir skordýraskaða í uppskerunni. September: Paraquat í jarðveginn til að drepa illgresi áður en korninu er sáð; Tria- dimercol og Fuberidazole á útsæðið til að vernda það gegn jarðvegssýkingum. Október: Chlortoluron þegar korninu hef- ur verið sáð t jarðveginn, til að drepa ill- gresi áður en kornið fer að spretta; Pery- throid til að koma í veg fyrir veirusjúkdóma sem skordýr bera með sér. ROMM FREMUR EN VISKf OG VODKA Ekki er laust við að manni verði bumbult við þennan lestur. Samkvæmt þessu á því hvíta hveitið sem allir hafa talað um af mikilli fyrirlitningu undanfarin ár að vera illskárra en heilhveitið af því að hveitihýðið, sem mesta eitrið er í, hefur verið malað frá. Franskbrauð með sultu er því ekki svo óhollt þegar allt kemur til alls! En margt hangir a þessari sömu spýtu. Fjölmörg vín eru sem vitað er brugguð úr korni, svo sem vodka og viskí. Ekki þarf því að hafa mörg orð um óhollustu þeirra: við neyslu þeirra fer úðunareitrið beint út í blóð- ið! Aftur á móti er sykurreyr mun betur með- höndlaður en korn á framleiðsluferlinu og romm því mun „hollara" en framangreindar víntegundir (kostar t.d. mun færri timbur- menn). Að endingu vil ég benda þeim sem vilja fylgjast betur með því sem þeir og börn þeirra láta ofan í sig á tvær mjög upplýsandi bækur um þessi efni, þótt vísast séu þær engin skemmtilesning; Chemical Children sem áður var á minnst, útg. af Century Paperbacks 1987, og Shoppping for Health eftir Janette Marshall, útg. af Penguin 1987. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? LAUFEY JENSDÓTTIR VERSLUNARSTJÓRI í LJÖSAVERSLUNINNI LÚMEX: Á laugardaginn verð ég að vinna til hádeg- is en stefni að því að fara í réttir á œskuslóð- irnar, vestur í Dali. Heimsóknir þangað hafa farið minnkandi með árunum, en áður fyrr fór ég þangað oft. Um helgar horfi ég mikið á sjónvarp, reyndar fullmikið. Ég var alfarið á móti því að afruglari kœmi inn á heimilið en húsfélagið fékk afruglara og maðurinn minn samþykkti. . .! Ég skipti fljótt um skoð- un og nú horfi ég meira á Stöð 2 en hann! Út- varpið hefég gjarnan í gangi meðan ég geri húsverkin þóttþað fari ekki mikið fyrirhlust- un. STJÖRNUSPÁ HELGIN 11.-13. SEPTEMBER nnmiiJL'iJinn— Þú þarft á allri þinni athyglisgáfu að halda viljirðu ná fjármálunum í samt lag. Varastu að eyða um efni fram, allra síst varðandi eitthvað sem viðkemur starfi þínu. Stöðuhækkun eða annað sem þú hefur sóst eftir verður að veruleika innan tíðar ef þú heldur rétt á spilunum. Heimsókn á sunnudaginn leiðir gott af sér. Óvæntar breytingar verða á högum þinum á næstu vikum. Þú verður óvenjulega strekktur á taug- um næstu dagana en ættir að leggja vel við hlustir þegar einhver gefur þér holl ráð. Að sjálfsögðu áttu að fara eftir þeim, jafnvel þótt þér finnist ótrúlegt að einmitt þessi persóna skuli sýna þér slíkan áhuga. Breytingamar verða óhjákvæmilegar og þess vegna gott að vera við öllu búinn. TVIBURARNIR (22/5-21/6] Reyndu ekki að flýta framgangi ákveðinna mála. Þú getur ekki bæði átt kökuna og borðað hana, mundu það. Kynntu þér öll mál vel og vandlega áður en þú tekur ákvörðun og varastu að skrifa undir skjöl nema að vel íhuguðu máli. Það er ekki allt sem sýnist. Láttu engan hafa áhrif á þig að gera annað en það sem þú sjálfur vilt. QzmmansiznHH Reyndu að halda tilfinningunum i jafnvægi þótt ýmislegt gangi á. Vinir þinir reynast þér hjálplegir og ný sambönd verða þér til happs. Einhver flækja kemst á ástamálin en þér reynist auðvelt að leysa hana. Njóttu lífsins og reyndu að hvíla þig áður en helgin er á enda. Þín bíða óleyst verkefni í næstu viku sem æskilegt er að þú takist á við af þrautseigju. Nú er orðið tímabært fyrir þig að horfast í augu við ákveðin vandamál sem dregið hafa úr þér þrótt. Not- aðu bjartsýni þina þótt þér virðist ákveðnar hindranir óyfirstíganlegar. Óvænt útgjöld verða til þess að þér finnst þú vera að missa móðinn. Mundu að öll él birt- ir upp um síðir og það er engin ástæða til að ör- vænta. rmni Vinur þinn veldur þér vonbrigðum þar sem hann efnir ekki gefið loforð. Það kemur sér illa fyrir þig þessa stundina og setur þig úr jafnvægi. Haltu þig frá fólki sem þú hefur umgengist helst til of mikið upp á síðkastið og reyndu heldur að hafa samband við gamla vini sem þér finnst tengslin hafa rofnað við. Þeir munu reynast þér betur en þeir nýju. i i »im— Þin biður óvenjulega góð helgi. Rómantikin blómstrar og allir í kringum þig virðast boðnir og búnir að veita þér það sem þú óskar eftir. Hafirðu ef- ast um ást maka þíns eða ástvinar hverfur öll óvissa út í veður og vind þessa dagana. Ættingi þinn færir þérfréttirsem sannfæra þig um að þú ert að gera rétt í ákvörðunum varðandi framtíð þína. SPORÐPREKINN (23/10- 22/11 Fram að þessu hefur þú fórnað þínum óskum til að uppfylla kröfur maka þíns. Einhverjir erfiðleikar risa vegna þessa og þú ættir að leita ráðlegginga hjá sameiginlegum vinum ykkar til að koma reglu á hlut- ina. Þú hefur haft áhyggjur af einhverju sem þú þorir ekki að ræða um. Ef þú ræðir þau mál við einhvern sem þú treystir sérðu hlutina í öðru Ijósi. BOGMAÐURINN (23/11—21/12] Aðstæður valda því að þú neyðist til að standa við loforð sem þú gafst af óskiljanlegum ástæðum. Þú hefur engin tök á að breyta lífi annarra og skalt því ekki eyða tímanum i röksemdafærslur sem enginn hlustar á. Gerðu það sem þarf til að létta vini þínum lífið. Þótt lok vinnuvikunnarveröi meðerfiðum hætti er ekki þar með sagt að helgin verði á sömu nótum. Brostu framan i tilveruna. STEINGEITIN (22/12-21/1 Föstudagurinn mun reynast þér einkar góður til framkvæmda. Þótt það kosti þig að þú verðir af skemmtun um helgina skaltu ekki hika við að nota daginn til þess sem hugur þinn stefnir til. Þér fellur eitthvert happ i skaut á laugardaginn sem kemur þér verulega á óvart. Helgin verður þér notadrjúg varð- andi vinnu þína. VATNSBERINN (22/1-19/2) Láttu engan telja þér trú um að þú verðskuldir ekki eitthvað sem þér verður boðið þessa dagana. Þú hvorki vilt né getur breytt skoðunum þínum á mál- efni sem ergir vinafólk þitt. Haltu skoðunum þínum eins mikið fyrir sjálfan þig og þér er unnt. Það gerir engum gagn að skipta sér of mikið af annarra mál- um. mssmsmBsmmmm Þú hefur gert þér grein fyrir því lengi aö samstarfs- félagi þinn meinar ekkert með því sem hann segir eða gerir. Stígðu nú skrefið til fulls og segðu álit þitt á honum. Þú geturfarið aðgera ráðstafanirvarðandi framtíðina af meiri ákveðni en þig óraði fyrir að þú byggir yfir. Eyðilegðu ekki góða vináttu vegna pen- ingamála. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.