Helgarpósturinn - 10.09.1987, Side 30
verður Gylfi Gröndal með þátt,
„Leikskáld á tímamótum", um Agnar
Þórðarson rithöfund, sem um þessar
mundir stendur á sjötugu. Þar verð-
ur fjallað um verk ha ns og fluttir kafl-
ar úr nokkrum útvarpsleikjum.
Ahugamenn um leikstörf ættu ekki
að láta þennan þátt fram hjá sérfara.
Rás 2 er á sínum stað með tónlist
og annað léttmeti. Lokaspretti fyrstu
deildar íslandsmótsins verða gerð
skil á laugardaginn. Þarmun Samúel
Örn sennilega æsa sig upp í lýsingu
sinni og verður sjálfsagt kvefaður að
vanda. Ekki fyrir þá sem eru slappir
á taugum.
BYLGJAN,
Fyrir okkur morgunhanana sem
fylgst hafa með morgunþáttum út-
varpsins er fagnaðarefni að heyra á
ný í Stefáni Jökulssyni, en hann mun
sjá um morgunþætti Bylgjunnar
virka daga vikunnar frá kl. 07—09.
Hallgrímur Thorsteinsson mun líta
yfir fréttirnar og spjalla við hlustend-
ur i Reykjavík síðdegis og verður
þátturinn sendur út frá kl. 17—19.
Sterkir þættir að vanda. Það er alltaf
gaman að heyra um prakkarastrik og
meinlausar hrakfarir annarra, en Jó-
hanna Harðardóttir mun kynna okk-
ur þessi mál í kvöld, fimmtudag, og
fær nokkur hrekkjusvín í heimsókn,
milli kl. 21 og 24.
FIVI 102,2
Léttmetið í fyrirrúmi og mikið af
tónlist. Fyrirfréttaþyrsta má benda á
þátt Arnar Petersen í kvöld, fimmtu-
dag kl. 22, en þar verður tekið á mál-
um líðandi stundar og þau rædd
með aðstoð gesta og hlustenda.
DAGSKRARMEÐMÆLI
Föstudaginn 11. sept. kl. 22.40
fer fyrrum íþróttahetjan Amos Kirk
Douglas að leika spæjara á elliheim-
ili. Hann grunar yfirhjúkrunarfræð-
inginn um að myrða félaga sína á
elliheimilinu. Lofar góðu.
Laugardaginn 12. sept. kl. 22.20
fáum við að sjá félagana Donald
Sutherland og Clint Eastwood í
myndinni Hetjur Kellys. Þeir standa
sig vel að vanda og ættu allir nema
börnin að geta setið fyrir framan
skjáinn þetta kvöld.
Mánudaginn 14. sept. kl. 20.40
verður góði dátinn Sveik á dagskrá.
Þetta er annar þáttur af þrettán.
Túlkun Fritz Muliar er alveg frábær,
gott ef honum tekst ekki bara betur
upp en höfundi sögunnar, Jaroslav
Hasek, að skapa úr þessum einfeldn-
ingi eftirminnilega persónu. Alveg
óborganlegur leikur, bráðsmellnir
þættir sem enginn má missa af.
Strax á eftir Sveik verður dönsk
spennumynd frá árinu 1986, Þumal-
skrúfan (Tommelskruen). Hér segir
frá viðbrögðum lögreglu og fjöl-
miðla við sprengjuhótunum áður
óþekktra samtaka. Eftir fyrstu
sprenginguna fara hjólin að rúlla af
stað og...
STODTVO
Sunnudagur 13. sept. kl. 20.00
Þá er sýnd dagskrá frá opnunar-
hátið Ólympíuleika fyrir þroskahefta
1987. Athyglisvert framtak hjá stöð-
inni, en hér koma fram margir frægir
leikarar og skemmtikraftar og má
þar nefna bæjarstjórann í Carmel,
Clint Eastwood, og fleira gott fólk.
Tónlist af léttara taginu hefur
verið uppistaða dagskrárinnar á
Stjörnunni, líkt og hjá öðrum
nýjum útvarpsstöðvum. En nú
verður dálítil breyting þar á, því
nýr þáttur, Stjörnuklassík, mun
hefja göngu sína sunnudaginn
13. september.
Þátturinn verður í umsjón
Randvers Þorlákssonar leikara,
sem er mikill áhugamaður um
þessa tegund tónlistar. Stjörnu-
klassík verður á dagskrá einu
sinni í viku, á sunnudagskvöld-
um kl. 21.00-22.00.
Þessir þættir verða með öðru
sniði en á Ríkisútvarpinu, þar
sem Randver mun fá gesti í
heimsókn til að spjalla um tónlist
og velja lög.
,,Eg mun velja þá tónlist sem
mér finnst skemmtileg og reyni
með þessu aðeins að slá á síbylj-
una sem glymur daginn út og
daginn inn. i öðrum þættinum
fæ ég Kristján Jóhannsson í
heimsókn. Annars mun ég að
mestu verða einn og röfla eitt-
hvað, en kannski ekki mjög
greindarlega. Ég er enginn sér-
fræðingur."
Með þessu framtaki vill Stjarn-
an verða við óskum hlustenda
og spila fjölbreytta tónlist.
Skrautlegir félagar, Donald Sutherland og Clint Eastwood, í laugardagsmynd sjónvarpsins. En þeir eru bara tveir af
hetjum Kellys...
Kl. 22.55
hefst síðan myndin Ég, Natalie (Me,
Natalie). Þar er fjallað um tánings-
stúlku sem heldur á vit stórborg-
anna. Þreytt efni en kannski Al
Pacino hressi upp á myndina.
Mánudaginn 14. sept. kl. 20.25
verður sýndur áhugaverður þáttur
fyrir þá sem sáu Vitnið. í þessum
þætti verður fjallað um samfélag
Amish-safnaðarins og lífshætti
meðlima. Skömmu eftir miðnætti
verður síðan sýnd enn ein myndin
um afleiðingar Víetnamstríðsins, -
Vinnubrögð Cutters (Cutter's Way).
Þeir sem hafa fylgst með þess konar
kvikmyndagerð ættu ekki að láta
þetta innlegg fram hjá sér fara. Jeff
Bridges er hér í aðalhlutverki og
stendur sig alveg bærilega.
©
Fimmtudagskvöldið 10. sept. kl.
22.20
verður þáttur um bók Isabel Allende,
Hús andanna, í umsjón Guðmundar
Andra Thorssonar. Þátturinn nefnist
„Konan með græna hárið", vafalaust
fróðlegur þáttur.
ÚTVARP
eftir Önnu Kristine Magnusdóttur
Talaö ofan í tónlist
SJÓNVARP
Af ofnotkun
eftir Kristján Kristjánsson
og nýju blóði
Fyrir réttri viku var ég viðstödd þegar út-
varpsviðtal var tekið við „opnuviðtalið"
okkar, Kid Jensen. Það viðtal var tekið af
Þorgeiri Ástvaldssyni og Gunnlaugi Helga-
syni á Stjörnunni og mest lítið kom fram í
viðtalinu sem þó tók nokkrar mínútur í
flutningi. Það kom sér að sjálfsögðu vel fyr-
ir Helgarpóstinn en hins vegar skaut sú
spurning upp kollinum enn á ný hvers
vegna verið er að taka vidtöl í þáttum sem
eru byggðir upp á tónlist. Reglurnar segja
til um að viðtal sem fer fram á erlendu
tungumáii skuli þýtt jafnharðan yfir á ís-
lensku. Þetta olli því að mestur tíminn fór
í að þýöa það sem Kid sagði með þeim af-
leiðingum að viðtalið fór fyrir ofan garð og
neðan hjá þeim sem á hlýddu. En það er
ekki aðeins í þessum morgunþætti sem
fólk verður vart við gjörsamlega mislukk-
uð viðtöl. Það er nefnilega kolröng stefna
að blanda saman tónlistarþáttum og við-
talsþáttum, einfaldlega vegna þess að þeir
dagskrárgerðarmenn sem helga sig tónlist-
arþáttum eru fæstir til þess fallnir að taka
viðtöl. Þessum skeytum er ekki beint gegn
Þorgeiri og Gunnlaugi, sem þrátt fyrir allt
eru ágætis strákar og gaman að vakna með
þeim á morgnana. Rás 2, Bylgjan og Stjarn-
an gera allar sömu mistökin. Þær ráða til
sín fólk til að stjórna viötalsþáttum sem eru
svo ekkert annað en tónlist. „Nú skulum
við setja þetta lag undir nálina," hljómar
alltof oft. Ríkisútvarpiö hefur hins vegar á
sínum snærum fólk sem er ad taka viötöl,
ekki að spjalla um innantóma hluti milli
laga. Áður hefur verið vikið að þætti Pálma
Matthíassonar á Akureyri i þessum pistli.
Þar er á ferðinni hinn fæddi spyrjandi,
maðurinn sem kann að láta viðmæland-
ann njóta sín án þess að grípa stöðugt fram
í fyrir honum með setningum eins og ,,Þú
komst með plötur með þér. Hvaða lag eig-
um við að spila næst?“ Ég minnist þess
ekki að hafa hlustað á virkilega góðan við-
talsþátt á neinni annarri ,,stöð“ en ríkisút-
varpinu. Og fátt fer eins í taugarnar á
manni þegar sest er við útvarpstækið til að
hlusta á viðtal við áhugaverða persónu en
þegar tónlistin fer að glymja í hvert einasta
skipti og viðmælandinn er að ná sér á strik.
Fyrir nú utan það að það er hreinasta
móðgun við þann sem er verið að „tala
við“ að þykja lögin undir nálinni betri en
það sem gesturinn ætlar að segja. Að auki
er þetta fliss í dagskrárgerðarmönnum í
hvert sinn sem þeir ljúka við setningu al-
veg út í hött. Útvarpsstöðvar eiga að gera
greinarmun á viötalsþáttum og tónlistar-
þáttum. Alvöru umræðuefni og popptón-
list passa ekki saman.
Einhverju sinni í sumar tók ég eftir því í
íslenska ríkissjónvarpinu að tiltekinn
fréttamaður var helst til oft á skjánum.
Þessi maður er Omar Ragnarsson. Hann
sinnti sínu hlutverki í fréttatímanum (sem
mér finnst reyndar vera fremur léttvægt;
furðufréttir og fíflaskapur í bland plús til-
raunir til fyndni). Þegar fréttatímanum
lauk tók við spurningaþáttur sem fyrr-
nefndur Ómar stýrði og þegar honum lauk
hófst skemmtiþáttur í umsjón Ragga
Bjarna (þar sem höfðu verið tínd til nokkur
atriði úr skemmtun Sumargleðinnar með-
fram einhverju öðru efni sem áttu það eitt
sameiginlegt að kastað hafði verið til hönd-
um við vinnslu þeirra). Fyrsti gestur þáttar-
ins var auðvitað Ómar Ragnarsson, nema
hver.
Sigrún Stefánsdóttir, líka fréttamaður hjá
sjónvarpinu, hefur nú að undanförnu fetað
dyggilega þessa sömu slóð. Ekki hefur ver-
ið viðtal við nokkurn mann í sjónvarpinu
undanfarið öðruvísi en fyrrnefnd Sigrún
væri þar mætt. Gildir þá einu hvort viðtalið
er við Bjarna barka, Sigrúnu Eðvaldsdóttur
fiðluleikara eða þættir um merkt afmæli
Akureyrar. Að auki sér sama kona um
þætti sem heita Maður vikunnar og það
hefur yfirleitt passað svo smekklega sam-
an að þessi viðtöl hafa verið hvert á eftir
öðru í dagskránni. Þess utan er hún líka í al-
mennum fréttum sem endranær. Ekki dreg
ég í efa að sjónvarpið er undirmannað og
ekki heldur að það sé erfitt að finna dag-
skrárgerðarfólk sem getur gert þætti
þokkalega úr garði. Það eru þó tæplega
rök fyrir slíkri ofnotkun á dagskrárgerðar-
fólki sem er engan veginn af hinu góða,
kemur reyndar engum vel, ekki áhorfend-
um, viðkomandi manneskju og það sem
verst er, heldur ekki efninu. Framsetning
öll og áherslur verða leiðinlega keimlík frá
þætti til þáttar og þar af leiðandi fer efnið,
sem getur verið athyglisvert, framhjá þeim
sem á horfir.
Það er ekki endilega víst að þáttagerð sé
alltaf best komin í höndum innanbúðar-
manna sjónvarpsins, reyndar sannaðist
það greinilega fyrir einhverjum fáum vik-
um þegar ungir menn tóku sig til og gerðu
afspyrnuskemmtilegan og fróðlegan þátt
um viðhorf og lífsstíl ungs fólks nú á dög-
um. Ég ætla að nota tækifærið og óska Frey
Þormóðssyni, jafnvel þó hann sé bæði
skólabróðir minn og kunningi, og félögum
hans til hamingju með þáttinn. Kannski
það væri líka réttast að „gamla liðið" á
sjónvarpinu skoðaði þennan þátt með tilliti
til vals á viðmælendum, framsetningar á
spurningum og grundvallarhugsunar (öm-
urlegt orð) á bak við þáttagerð. Og líka að
yfirmennirnir athuguðu að það má örugg-
lega finna fólk sem getur gert vel, jafnvel
þó það hafi ekki unnið á annan áratug í
sjónvarpi.
30 HELGARPÓSTURINN