Helgarpósturinn - 10.09.1987, Page 31

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Page 31
FRÉTTAPÓSTUR Klofinn verkalýður Á formannafundi Verkamannasamt)andsins sl. sunnu- dag gengu fulltrúar ellefu félaga út af fundi, þar sem þeir gátu ekki sætt sig við þá aðferð sem var viðhöfð við atkvæöa- greiðslu um kröfugerð i komandi samningum. Ellefumenn- ingarnir vildu að hvert félag hefði eitt atkvæði, en ekki að farið væri eftir fjölda félagsmanna í hverju félagi. Guðmund- ur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, sagði að hann teldi hrottgönguna af fundinum veikja stöðuna í væntanlegum samningaviðræðum við atvinnurekendur. Einn þeirra sem gengu af fundinum var Hrafnkell A. Jónsson formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði. ,,Ég óttast að þetta séu lok Verkamannasambandsins í núverandi mynd,“ segir Hrafnkell og munu þessir atburðir ýta undir kröfur um stofnun sambands fiskvinnslufólks. Verkamannasam- bandið gengur nú tvístrað til samninga og mun það vissu- lega veikja stöðuna fyrir sambandið í hagsmunabaráttu verkafólks. Fréttapunktar • Steingrímur Hermannsson utanrikisráðherra hittir full- trúa Bandaríkjanna að máli á næstu dögum, þar sem hval- veiðimálið verður rætt. • Sinfóníuhljómsveit íslands er nú á tónleikaferð um Græn- land í tilefni af vígslu norrænnar menningarmiðstöðvar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sinfóníuhljómsveit spilar á Grænlandi. • Um síðustu helgi samþykkti Landssamband íslenskra samvinnufélaga ályktun þar sem fagnað er frumkvæði sam- vinnuhreyfingarinnar varðandi kaup á hlutabréfum Útvegsbankans. • Viðskiptaráðherra hefur skilað Sambandinu og forsvars- mönnum 33 aðila í sjávarútvegi þvi fé sem þeir lögðu fram til staðfestingar á tilboðum sínum í hlutafé ríkisins í Útvegs- bankanum. • Tilraunavinnsla á beitukóngi hefur staðið yfir í Keflavík og Vogum undanfarið hálft ár og lofar árangurinn góðu. Ný aðferð er notuð við að ná fiskinum úr kuðungi án þess að sjóða hann. • Stuðningur við veru varnarliðsins hér á land hefur- minnkað verulega skv. nýrri skoðanakönnun. • Árni Sigfússon var kjörinn formaður Sambands ungra. sjálfstæðismanna á þingi SUS um síðustu helgi. Hann hafði 25 atkvæðum betur en keppinautur hans, Sigurbjörn Magn- ússon. • Pappírsseðlarnir eru farnir að missa gildi sitt. Ný 50 króna mynt er komin í umferð og þyngist þá að nýju í pyngj- um landsmanna. Menn spyrja bara hvenær þeir fái milljón króna seðilinn. • Að viku liðinni hefur nýr fréttaþáttur göngu sína á Stöð 2. Hann hefur fengið nafnið 19.19 og verður klukkutíma lang- ur. Enn á ný eykst samkeppni sjónvarpsstöðvanna um áhorfendur fréttaefnis. • Áhugamenn um sögu verkalýðshreyfingarinnar geta glaðst þessa dagana. Merk skjöl komu nýverið fram sem varpa nýju og skýrara ljósi á upphafsár íslenskrar verka- lýðshreyfingar. • Byggingar nefnd nýju flugstöðvarinnar á Keflavikurflug- velli er komin í þagnarbindindi og stendur það yfir þar til Ríkisendurskoðun er búin að fara yfir mál flugstöðvar- innar. • Vigdis Finnbogadóttir forseti gerir víðreist þessa dagana. Nýlokið er heimsókn hennar til Færeyja, þar sem hún fékk mjög góðar viðtökur. Ferðinni er síðan heitið til Japans vegna norrænnar menningarkynningar sem þar hefst í þessum mánuði. • Vinnutími íslendinga hefur lengst um tæplega hálfa klukkustund að meðaltali frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. • Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar gagnrýnir rík- isstjórnina og telur efnahagsaðgerðir hennar ekki koma í veg fyrir frekari skuldasöfnun rikissjóðs. Ennfremur telur flokkurinn að þær dragi ekki úr þeirri þenslu efnahagslífs- ins sem verið hefur að undanförnu. • Gott verð fæst nú fyrir islenskan eldislax á erlendum markaði. • Nýjasta gosið á islenskum markaði, Sól-kóla, stóð stutt við. Það þótti ekki nógu gott og var miklum birgðum af því hent á haugana. Nú er búið að finna uppskrift að betra kóla sem tekur við af því gamla. • Mikil leit stendur nú yfir að nýjum sorphaugum af hálfu sveitarfélaganna á Reykjavíkursvæðinu. Haugarnir á Gufu- nesi eru taldir verða mettaðir eftir örfá ár. íþróttir • íslendingar unnu glæsilegan sigur á ólympiuliði Austur- Þjóðverja i forkeppni Ólympiuleikanna í siðustu viku. Hefndinni lauk með tveimur mörkum íslendinga gegn engu marki A-Þjóðverja. • Valsmenn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu með sigri á KR-ingum um siðustu helgi. Þótt ein um- ferð sé enn eftir af mótinu getur ekkert annað lið náð þeim aðstigum. • íþróttafélagið Fylkir setti nýtt 3.-deildarmet er það nái 50 stigum út úr keppni deldarinnar í sumar. Tökum hunda ígœslu til lengri eða skemmri dvalar Hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags fslands Arnarstöðum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030 international 5PECTOR5 Laugavegi 45 - Sími 11388 Hvað gerist á Laugaveginum á laugardaginn? HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.