Helgarpósturinn - 10.09.1987, Qupperneq 32
llEins og fram hefur komið í
fréttum voru aukafjárveitingar á
þessu kosningaári óvenjumiklar,
eða um 600 milljónir króna. Þessum
fjárveitingum verður bætt aftan við
fjárlögin fyrir árið 1988 og lagðar
fyrir Álþingi til samþykktar. Þannig
hefur verið staðið að þessu frá örófi
alda og alltaf gengið hávaðalaust
fyrir sig. Nú eru hins vegar uppi
hugmyndir innan Borgaraflokks-
ins um að leggja fram tillögu við af-
greiðslu fjárlaga um að þingið sam-
þykki ekki þessa óráðsíu fram-
kvæmdavaldsins. Ef tii vill kann
ýmsum að þykja þetta koma úr
hörðustu átt, þar sem Albert Guð-
mundsson var í fjármálaráðherra-
tíð sinni óspar á fé til þeirra málefna
er hann bar fyrir brjósti og taldi sig
þá ekki þurfa að styðjast við lög frá
Alþingi. En þar sem þessar 600
milljónir króna eru á ábyrgð Þor-
steins Pálssonar horfir málið
kannski öðruvísi við. Ef þessi tillaga
næði fram að ganga með stuðningi
einhverra í Alþýðuflokknum og
Framsóknarflokknum kæmi upp
einkennileg staða. Jón Baldvin
Hannibalsson, fjármálaráðherra,
þyrfti þá líklega að innheimta þess-
ar milljónir af þeim sem fengu. En ef
til vill færi best á því að Þorsteinn
sæi sjálfur um innheimtuna þar sem
ekki lá fyrir ríkisstjórnarsamþykkt
fyrir öllum þessum fjárveitingum.
Þorsteinn ber því einn og óstuddur
ábyrgðina á þessu, eins og svo
mörgu öðru. Og þar sem flestir
þeirra sem fengu fjárveitingar frá
honum hafa þegar eytt peningunum
þyrfti Þorsteinn sjálfsagt að punga
út sjálfur megninu af þessu. Þeir
sem eitthvað þekkja til íslenskra
Góða
helgi!
Þú átt
■ þaö skilið
pizzahiLsið
Grensásvegi 10, 108 R.
S: 39933
stjórnmála vita að svona mun þetta
ekki ganga fyrir sig. En þarna er
kannski komin lausnin á því hvernig
eigi að tryggja að ríkisstjórnir og
ráðherrar þeirra fari eftir lögum
sem Alþingi setur...
■að er skammt stórra högga á
milli í formannsmálum Alþýðu-
bandalagsins. Nú lýsir hælbitinn
Steingrímur Sigfússon því yfir að
hann ætli ekki í framboð, en Olafur
Ragnar Grímsson ætlar, þótt hann
se ekki búinn að kunngera sitt fram-
boð. Enn þarf að finna mótfram-
bjóðanda gegn honum, „einhvern
litlausan einstakling", sem ekki get-
ur ógnað veldi „gömlu klíkunnar" í
flokkskerfinu, líkt og Staksteinar
Morgunblaðsins orða það. Og hver
mætti það nú vera? Það er náttúr-
lega ekki um auðugan garð að
gresja í Alþýðubandalaginu, en æ
oftar heyrist Sigríður Stefónsdótt-
ir, bæjarfulltrúi á Akureyri, nefnd á
nafn. Sigríður tók fálega í framboð í
fyrstu, en hefur síðan verið að
volgna, einkum ef tir að Steingrímur
dró sig í hlé. Annars heldur Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík fund 15.
september og þá er ekki ólíklegt að
dragi til tíðinda. . .
|k|
H ú gefa allir út fréttabréf og
tíðindisem vettlingi geta valdið, líka
íslensk getspá eða Lottóið vin-
sæla, sem í vikunni gaf út fyrsta
tölublað Lottófrétta. í fréttabréf
þetta, sem liggur frammi í öllum
sjoppum sem hafa umboð fyrir
lottómiða, skrifar meðal annars
Þórður Þorkelsson, stjórnarfor-
maður Islenskrar getspár, alvarlega
hugvekju undir fyrirsögninni „Ver-
um á verði". Og gagnvart hverjum á
Lottóið að vera á verði — jú, gagn-
vart öllum þeim sem vilja næla í bita
af lottókökunni. Það þykir nefnilega
ljóst að Lottóið hefur skilað mun
meiri hagnaði en búist var við, þann-
ig að stjórnarmenn í Oryrkja-
bandalaginu segjast „vaða í pen-
ingum". Aðrir aðilar þykjast náttúru-
lega bera skarðan hlut frá borði í
baráttunni um happdrættisfé lands-
manna og hugsa sér gott til glóðar-
innar að komast í lottógróðann,
nefnum DAS, SÍBS og SÁA. Einnig
eru uppi raddir í ríkisstjórninni um
að happdrættisfé skuli renna í ríkis-
sjóð sem síðan sjái um að skammta
það til þeirra sem eru álitnir þurf-
andi. En af grein Þórðar Þorkels-
sonar má ráða að íþróttasamband
íslands, Öryrkjabandalagið og
Ungmennafélag íslands ætli ekki
að láta lottópeninga af hendi þegj-
andi og hljóðalaust. ..
H
■ Hins vegar hefur nýr blaða-
maður hafið störf hjá Frjálsu fram-
taki, Unnur Úlfarsdóttir, sem var
áður á Vikunni. U nnur var lengi vel
orðuð sem nýr ritstjóri tímaritsins
Húss og Garðs sem Fjölnir hóf út-
gáfu á nú í vor. Hins vegar hefur sú
ákvörðun verið tekin að leggja það
blað niður sem og tímaritið Gróður
og Garða sem FF gaf út í nokkur
ár. . .
I
■ siðustu kosningabarattu gaf
Flokkur mannsins sig út fyrir að
vera málsvari manneskjulegra lífs, í
jafnvægi við náttúruna, með frið í
brjósti. Nú skýtur dálítið skökku við
þegar Flokkur mannsins hefur
klofnað og hópur manna gengið út
vegna of lítillar áherslu flokksins
á umhverfis-, friðar- og jafnréttis-
mál. . .
;
Það er ekki að ástæðulausu sem LADA SAMARA er með
athyglisverðustu framdrifsbílum sem í boði eru. Það sem
meðal annars gerir bílinn svo eftirsóttan er hin einstaka
fjöðrun sem á öllum vegum gerir bílinn svo léttan og lipr-
an íakstri. LADA SAMARA er öruggur fjölskyldubíll, búinn
öryggisbeltum fyrir alla farþega, léttur í stýri og umfram
allt sparneytinn. Og til þess að kóróna sparnaðinn er LADA
SAMARA á undraverði og ekki spilla vinsælu greiðslukjör-
in.
Komið, skoðið og reynsluakið sparbílnum frá Lada.
0PIÐ LAUGARDAGA FRÁ 10-16 0G ALLA VIRKA DAGA
FRÁ 9-18.
Beinn sími söludeildar er 31236.
Verið veikomin.
LADA SAMARA 5 GÍRA 283.000
LADA SAMARA 4 GÍRA 265.000
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR
Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur
32 HELGARPÓSTURINN