Helgarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 2
Af hverju er
himinninn biár?
Ingibjörg Þorbergs
tónskáld
„Hann veröur stundum aö vera blár, því ef hann væri allt-
af grár væri lífið svolítiö dökkt. En ef hann væri ekki grár
væri engin rigning, og þá væri heldur ekkert líf. Það er lög-
málið að skin og skúrir verða að skiptast á."
Hvar er sólin um nætur?
„í Ástralíu."
Því er sykurinn sætur?
„Vegna þess að salt er salt."
Því hafa hundarnir hár?
„Til að halda á sér hita í kulda. Að vísu vorkennir maður
þeim stundum þegar þeir sitja með lafandi tungu þegar
heitt er."
Því eiga ekki hanarnir egg?
„Það fer kannski að snúast við eins og allt annað. Hæn-
urnarfara kannski að gera uppreisn og heimta að hanarnir
fari að verpa, og þær að gala."
Því er eldurinn heitur?
„Vegna þess að ísinn er kaldur."
Því er afi svo feitur?
„Það var ekki komið í tísku þá að fara í megrun."
„Pabbi, af hverju vex á þér skegg?"
„Það sýndi karlmennskuna hjá pabba."
Hvar er heimsendir?
„Hann er vonandi ekki að nálgast."
Hvar er eilífðin?
„Þegar maöur horfir út í stjörnubjartan himingeiminn sér
maður næstum því eilífðina."
Hver skapaði Guð?
„Maðurinn."
Fyrir nokkuð löngu síðan áttu flest börn sér eftirlætislag. Það
voru „Aravísur", Ijóð sem Stefán Jónsson rithöfundur gerði við lag
ingibjargar Þorbergs söngkonu. Nú er komin út plata sem hefur
að geyma 10 lög eftir Ingibjörgu, öll tengd jólum eða áramótum,
og er þetta sjálfsagt í fyrsta skipti — að minnsta kosti hér á landi
— sem kona tekur sig til og semur lög sem eingöngu eru tileinkuð
þessum árstíma. Með Ingibjörgu syngurfjöldi kunnra söngvara á
plötunni, „Hvít er borg og bær", stórskotalið, eins og hún segir
sjálf.
Ari var átta ára trítill sem spurði fremur óþægilegra spurninga,
sem erfitt var að svara. í stað þess að þegja fékk Ari svarið: „Þú
veist það er verðurðu stór." Okkur reiknast til að nú sé Ari orðinn
stór og hafi fengið svar við óllum sínum spurningum. En hver er
Ari? „Ari er í raun allir Arar í heiminum," svaraði Ingibjörg Þor-
bergs, sem féllst á að svara spurningunum. „Ari hefur spurt erfiðra
spurninga!" sagði Ingibjörg, en hún sagðist telja að ofangreind
svör hefði Ari fengið eftir að hann varð stór.
FYRST OG FREMST
LAUGARÁSVEGURINN
hefur löngum þótt eftirsóknar-
verður. Fólk sem leið hefur átt um
veginn nálægt „ríkinu" hefur
undanfarið getað dáðst að stór-
glæsilegu einbýlishúsi sem nú er
að verða fullklárað. Eigandinn er
enginn annar en Gudjón B.
Ólafsson, forstjóri SÍS, og er 9
herbergja fasteignin í heild sinni
654 fermetrar. Reyndar þurfti að
rífa fyrst húsið Laugaholt sem var
fyrir á lóðinni, en óneitanlega er
„spánarstíllinn" íburðarmeiri eins
og sést á meðfylgjandi mynd. Á
henni sést einnig frúarbíll heimil-
isins, Cadillac DeVille, sem Guðjón
fékk á góðum kjörum hjá Bíl-
vangi, bílasölu SÍS. Væntanlegar
höfuðstöðvar SÍS á Kirkjusandi á
Laugarnesinu verða nánast
„handan hornsins" og óneitanlega
læðist að okkur sá grunur að alltaf
hafi verið ætlunin að flytja höfuð-
stöðvarnar nær forstjóranum! En
við óskum Guðjóni og fjölskyldu
til hamingju með nýja heimilið....
AUGLÝSINGASTOFUR og
aðrir aðilar sem taka að sér
hönnun á auglýsingabæklingum
þurfa greinilega margir hverjir að
taka sig á. Á litprentuðu
auglýsingaspjaldi frá diskótekinu
Evrópu er vandlega unninn leiðar-
vísir, svo útlendingar eigi betra
með að átta sig á hvar í borginni
Borgartún er. Til að auðvelda fólki
að finna staðinn eru nokkrir stórir
og þekktir staðir í borginni auð-
kenndir á kortinu, þar á meðal
Hlemmur og Holiday inn-hótelið.
En ekki tókst betur til en svo við
skráningu nafnsins að á spjaldinu
heitir það Hollyday Inn ...
HANDKNATTLEIKS-
samband Islands byrjaði nýlega á
að auglýsa veglegt happdrætti til
styrktar sambandinu og vafalítið
einnig til að styrkja handknatt-
leikslandsliðið á þrautagöngu þess
fram að Ólympíuleikunum næstu.
Þegar myndavélinni hefur verið
beint á „strákana okkar" einhverja
stund er henni beint upp í
áhorfendapallana og þar stendur
maður sem segist styðja strákana,
því þeir séu landi og þjóð til
sóma. Þessi maður er Steingrímur
Hermannsson núverandi utanríkis-
ráðherra. Einhvern tíma hefði þótt
vænlegra að fá til liðs forsætisráð-
herrann og formann stærsta
stjórnmálaflokksins. En hann er
auðvitað bara peð miðað við
Steingrím, það skilja jafnvel sjálf-
stæðismennirnir í íþrótta-
hreyfingunni.
AUGLÝSINGAR sveitar-
stjórans á Höfn í Hornafirdi,
Hallgríms Gudmundssonar, eru
farnar að vekja heldur betur
athygli og um leið góðan árangur.
Fyrir nokkrum vikum var „lýst
eftir" einum 50 gjaldendum á
Höfn, nánast eins og glæpa-
mönnum, og í framhaldi af því
tókst sveitarstjóranum að ná í nær
100% af vangoldnum opinberum
gjöldum.
Nú vill sveitarstjórinn koma
skikki á aðsetursskráningu Hafnar-
búa og hefur af því tilefni birt
meðfylgjandi auglýsingu í Eystra
horni, bæjarblaðinu fyrir austan.
Hvar varstu síðastliðna nótt?
Þjóðskrá Hagstofunnar kærir sig kollótta hvar þú
varst síðastliðna nótt nema þú hafir haldið þar til
lengur en tvo mánuði og látið undir höfuð leggjast að
tilkynna aðsetrið.
Áríðandi er, að tilkynningar um aðseturskipti og
breytingar á lögheimili berist skrifstofu Hafnarhrepps
fyrir 1. desember n.k. Greiðslustaður opinbcrra
gjalda miðast við lögheimili 1. desember ár hvert.
Húsráðendur eru beðnir að ganga úr skugga um að
leigutakar hafi sinnt ofangreindri tilkynningarskyldu
fyrir 1. desember.
Höfn, 25 nóvember 1987,
Sveitarstjóri Hafnarhrepps.
I auglýsingunni spyr sveitar-
stjórinn hvar þú hafir verið sl.
nótt. Spurningunni er beint til
þeirra, sem hafa látið undir höfuð
leggjast að tilkynna aðsetursskipti
hafi þeir haft fast aðsetur á sama
stað í tvo mánuði án þess að til-
kynna það. Víst má telja, að þessi
auglýsing eigi eftir að bera jafn-
góðan árangur og hin fyrri.
t3í, E.&
5Eþi HEL.t'rNW
P1TNPI flflNGB þw.RR
HELGARPÚSTURINN
UMMÆLI VIKUNNAR
Einkunn Þorgeirs
llla þrjótum yfirsást
sem ætla aö merki gorgeirs
sé aö finna í sannleiksást
og sannri hógværö Þorgeirs.
Niöri
,,Þad er ekki réttlátt ad mínu mati að lofa
tannlausum mönnum að keppa í slíkri
andlitsleikfimi á sömu forsendum og
tenntu fólki."
ÓLAFUR M. JÓHANNESSON í MORGUNBLAÐINU
27. NÓV. UM GRETTUKEPPNI í ÞÆTTINUM A TALI
HJÁ HEMMA GUNN
2 HELGARPÓSTURINN