Helgarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 7
fer fram á vegum útvarpsréttarnefndar
Árni Gunnarsson alþingismaður á sæti í útvarpsréttar-
nefnd. Hann telur að tími sé kominn til að grípa til harð-
ari aðgerða gegn þeim útvarps- og sjónvarpsstöðvum
sem ekki fylgja settum reglum. Formaður nefndarinnar,
Kjartan Gunnarsson, telur hins vegar að eftirlitshlutverk
nefndarinnar sé ákaflega óskilgreint og hann segist t.d.
alls ekki viss um að það sé hlutverk nefndarinnar að
fylgjast með að reglugerð um auglýsingar í útvarpi sé
fyigt.
EFTIR PÁL H. HANNESSON
Útvarpsréttarnefnd hefur það
hlutverk samkvæmt lögum að veita
leyfi til útvarpsrekstrar og síðan að
fylgjast með að laga- og reglugerð-
arákvæðum um útvarpsrekstur sé
fylgt.
Útvarpsréttarnefnd hefur alls
haldið 18 fundi frá upphafi og á
þeim hafa verið teknar ákvarðanir
um að útvarpsrekstrarleyfi skuli
veitt 59 aðilum. Er hér um að ræða
leyfi til sjónvarpsrekstrar sem og
leyfi til rekstrar útvarpsstöðva til
lengri eða skemmri tíma. í reglu-
gerð um útvarp samkvæmt tíma-
bundnum leyfum segir í 2. gr.: „Út-
varpsréttarnefnd veitir leyfi til út-
varps í samræmi við ákvæði reglu-
gerðar þessarar og fylgist með því
að laga- og reglugerðarákvæðum
um útvarpsrekstur samkvæmt tíma-
bundnum leyfum og skilmálum
slíkra leyfa sé fylgt.'1
EFTIRLITSHLUTVERK
ÚTVARPSRÉTTAR-
NEFNDAR
Það er samkvæmt þessu hlutverk
nefndarinnar að hafa eftirlit með að
fjölda ákvæða sé fylgt, svo sem að
auglýsingar skuli skýrt afmarkaðar
frá öðru dagskrárefni, að efni sé flutt
á góðri íslensku, að aðilar sem á sér
telja brotið í fjölmiðlum fái að koma
á framfæri leiðréttingum o.s.frv.
Formaður útvarpsréttarnefndar,
Kjartan Gunnarsson, telur hins veg-
ar aðalhlutverk nefndarinnar vera
leyfisveitingar og síðan að vera áfrýj-
unardómstóll, en segir jafnframt að á
síðara hlutverkið hafi aldrei reynt hing-
að til. Hann sagði í viðtali við HP að
engin skipuleg eftirlitsvinna væri
framkvæmd á vegum nefndarinnar,
t.d. varðandi það hvort ákvæði um
auglýsingar væru brotin eða ekki.
Ábyrgðin á að reglugerðum væri
hlýtt væri fyrst og fremst á herðum
leyfishafa og það væri vaxandi
skoðun í þjóðfélaginu að ljósvaka-
miðla bæri að meta á sömu mæli-
stiku og prentmiðla. Formaður út-
varpsréttarnefndar sækir því túlkun
rína á lögum og reglum til óskil-
greinds almenningálits, en ekki
hugmyndanna sem felldar eru i lög
og reglur, svo sem eðlilegt þætti uns
lögum og reglum væri breytt.
ATHUGASEMDIR
SJALDGÆFAR
Aðspurður hversu oft nefndin
hefði gert athugasemdir við auglýs-
ingar þeirra stöðva sem þeir hefðu
veitt leyfi sagði Kjartan að það hefði
sjaldan verið gert. Aðallega hefði
verið haft samband við 5/öð 2 og
Bylgjuna þegar þessar stöðvar voru
að hefja rekstur, og þessar stöðvar
hefðu síðan orðið fyrirmynd ann-
arra stöðva. Þegar HP hafði sam-
band við Einar Sigurdsson, útvarps-
stjóra á Bylgjunni, sagði hann að
stöðin hefði aldrei fengið senda at-
hugasemd frá útvarpsréttarnefnd
vegna auglýsinga. Aðeins hefði
Bylgjunni borist eitt bréf frá nefnd-
inni út af öðru og svar við því hefði
verið talið fullnægjandL
KJARTAN OG ÁRNI
ÓSAMMÁLA
Sagði Kjartan að þá sjaldan at-
hugasemdir hefðu verið gerðar við
auglýsingar „þá hefur því verið
óskaplega vel tekið af viðkomandi
ogjafnóðum sinnt".
Árni Gunnarsson er hins vegar
ekki á sama máli. „Það er alveg
klárt og ég fullyrði það að sumar
stöðvarnar hafa ekki farið að þeim
óskum sem til þeirra hefur verið
beint." Tók Árni sem dæmi að at-
hugasemd hefði verð gerð við
klukku þá sem Stöð 2 birtir á skján-
um og skartar ákveðnu vörumerki.
Hefði klukkan verið tekin úr umferð
en önnur sett í staðinn með sama
vörumerki. „Við gerðum harða hríð
í þessu máli fyrir u.þ.b. hálfu ári, en
með þessum árangri. Þetta er mál
sem verður að ræða og taka upp á
nýjan leik," sagði Árni. Þegar HP
bar þetta dæmi undir Kjartan Gunn-
arsson bar hins vegar svo við, að
hann staðhæfði að athugasemd
þessa efnis við Stöð 2 hefði aldrei
verið gerð á vegum nefndarinnar.
„Það getur verið að Árni sjálfur hafi
gert athugasemdir við þetta, nefnd-
in sjálf hefur aldrei gert athuga-
semdir þar að lútandi. Ég get alls
ekki séð að klukka Stöðvar 2 brjóti
á neinn hátt í bága við útvarpslög-
in,“ sagði Kjartan. Hann bætti því
við varðandi þær almennu kröfur
sem gera ætti til útvarps- og sjón-
varpsstöðva „að ég tel að í þessu
sambandi skuli það meginsjónar-
mið gilda, að þessir aðilar megi
ávallt ganga a.m.k. jafnlangt og Rík-
isútvarpið gerir í auglýsingabirtingu
og öðrum slíkum málum."
TÍMI AÐLÖGUNAR
LIÐINN
Árni Gunnarsson sagði það sína
skoðun að það væri galli á störfum
útvarpsréttarnefndar að hún hefði
ekki gengið nægilega hart fram í
eftirlitshlutverki sínu. „Hins vegar
kemur ekki til greina að við horfum
lengi upp á það að menn fari ekki
eftir þeim áminningum sem til
þeirra hefur verið beint. Það hlýtur
að leiða til þess að sá frestur sem
mönnum var gefinn til þess að að-
lagast reglunum fari að líða og
verði ekki lát á þessu, að þá muni
menn grípa til tiltækra ráða svo far-
ið verði að settum lögum. Fari
stöðvarnar ekki að settum lögum
höfum við heimild til að svipta þær
rekstrarleyfi, það er alveg á hreinu."
Sagði Árni að nefndin hefði haft það
að meginverkefni að leyfa þróun-
inni að fara af stað, sjá hverju fram
yndi en að vera ekki dragbítar. „En
hins vegar kann það að vera tíma-
bært að taka á þessu auglýsinga-
fargani og þá sérstaklega nú fyrir
jólin."
Um það hvort Kjartan liti svo á að
aðlögunartími stöðvanna væri lið-
inn og tími til kominn að grípa til
harðari aðgerða vegna brota á lög-
um og reglugerðum sagði hann að
veitt útvarpsleyfi giltu til ársloka
1988 og það væri tíminn sem væri
hugsaður til aðlögunar. Um það
hvort þá yrði reynt að fylgja eftirliti
Kjartan Gunnarsson, formaður útvarpsréttarnefndar.
Formaðurinn túlkar lög og reglur í samræmi við „skoðanir
í samfélaginu".
Árni Gunnarsson alþingismaður í útvarpsréttarnefnd.
Fullyrðir að sumar stöðvanna hafi ekki farið eftir óskum
nefndarinnar.
betur eftir hafði hann engin orð.
Þeir Árni og Kjartan voru hins
vegar sammála um að eftirlit væri
erfitt og mætti deila um hvað væri
auglýsing og hvað ekki. Eins voru
þeir báðir sammála um það að mik-
ið þyrfti að ganga á áður en „gripið
yrði til þeirra örþrifaráða að svipta
útvarpsstöðvar rekstrarleyfi", eins
og Kjartan sagði. Aðspurður sagði
Árni Gunnarsson að það þyrfti að
koma til mjög grófra brota áður en
stöðvar yrðu sviptar rekstrarleyfi,
enda „eru menn í flestum tilvikum
með allar eignir sínar undir í þess-
um rekstri".
Kjartan og Árni voru sammála um
að samstarf innan útvarpsréttar-
nefndar hefði verið einstaklega
gott.
A ONDVERÐUM MEIÐI
Mörgum hefur komið á óvart að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokki skuli hafa
brugðist illa við þeirri ákvörðun viðskiptaráðherra, að veita fleiri fyrirtækjum
en SÍS og SH leyfi til útflutnings á frystum fiski til Bandaríkjanna. Guömund-
ur H. Garðarsson er áhrifamaður innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
og Ingimundur Sigfússon er einn eigenda Stef nis hf., sem fékk úthlutað leyfi
til útflutnings á þennan markaö. Báðir eru áhrifamiklir í Sjálfstæöisflokknum.
INGIMUNDUR
SIGFÚSSON
— Ertu hrœddur vid frjálsan
fiskútflutning?
„Nei.“
— Hvaö vinnst med fleiri útflytj-
endum?
„Ég held að ýmislegt geti unnist
með því, eins og t.d. að oft geti
smærri aðilar sinnt verkefnum,
sem stærri aðilar eiga í erfiðleik-
um með að sinna. Það held ég sé
mjög æskilegt.
— Er þessi afstada þín í sam-
rœmi viö stefnu Sjálfstœdisflokks-
ins?
„Það tel ég vera. Hún er tví-
mælalaust í samræmi við stefnu-
skrá flokksins."
GUÐMUNDUR H.
GARÐARSSON
— Ertu hrœddur vid frjálsan
fiskútflutning?
„Mér finnst að menn verði að
gera sér grein fyrir um hvaða
hagsmuni er verið að tala í sam-
bandi við útflutning. Ég hef verið
þeirrar skoðunar að hagsmunir ís-
lendinga í sölu sjávarafurða yrðu
best tryggðir ef sterk fyrirtæki, og
þá skiptir ekki máli hvort þau eru
eitt, tvö, þrjú eða fjögur, — ef sterk
fyrirtæki í eigu íslendinga sjálfra
önnuðust ákveðna þætti í sölu ís-
lenskra sjávarafurða. Þessi skoðun
byggist á því að úti í hinum stóra
heimi erum við að berjast við að fá
sem best verð fyrir afurðir okkar
og ég tel að með því að standa
saman í þessu náum við sem best
til neytenda og eigum þ.a.l. meiri
möguleika á að ná í stærri hluta af
kökunni."
— Hvad vinnst med fleiri útflytj-
endum?
„Það sem gæti unnist með fleiri
útflytjendum væri það að ef fá stór
fyrirtæki stöðnuðu hlyti það að
vera hvati að aðrir kæmu þar til
skjalanna, það er eini ávinningur-
inn sem ég sé á þessu stigi í sam-
bandi við útflutning, því erlendis
erum við fyrst og fremst að keppa
við erlenda aðila en ekki sjálfa
okkur."
— Er þessi afstaöa þín í sam-
rœmi viö stefnu SjálfstœÖisflokks-
ins?
„Ég held að það hljóti að vera
stefna Sjálfstæðisflokksins að há-
marka arðsemina af útfluttum
sjávarafurðum þannig að íslend-
ingar fái sem mest í sinn hlut. Og
ég veit ekki betur en Sjálfstæðis-
flokkur hafi tekið afstöðu með
þessu fyrirkomulagi í gegnum ár-
in og það hefur engin grundvailar-
breyting orðið á stefnu flokksins í
þeim efnum."
HELGARPÓSTURINN 7