Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 8
LOGFRÆÐINGAR LATA ADRA BORGA FÉLAGSGJÖLDIN Dómsmálaráöuneytid ítrekar mótmœli Mörg undanfarin ár hefur svokallað ,,málagjald“ verið innheimt við þingfestingar mála fyrir dómstólum. Þó ,,málagjaldið“ sé i raun félagsgjald lögmanna hafa lög- menn innheimt þetta gjald af skuldurum. Þetta hefur við- gengist þrátt fyrir að dómsmálaráduneytiö hafi tvívegis gert athugasemdir vegna þessarar „skattheimtu" lög- manna af viðskiptamönnum sínum. EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON í Helgarpóstinum var greint frá þessu „málagjaldi" síðastliðið vor. I’ar kom fram að aðalfundur Lög- mannafélags íslands hækkaði þetta gjald upp í 250 krónur af hverri þingfestingu í mars síðastliðnum. Það má því gera ráð fyrir að Lög- mannafélagið fái um 4,2 milljónir króna vegna þingfestinga fyrir Borgardómi Reykjavíkur einum, ef miðað er við fjölda þingfestinga í fyrra. Tekjur félagsins vegna þing- festinga á landinu öllu gætu því numið um 8 milljónum króna. LÖGMENN SKULI SJALFIR GREIÐA FELAGSGJOLD SÍN Á árinu 1976 sá dómsmálaráðu- neytið ástæðu til þess að senda öll- um dómstólum landsins bréf þar sem kom fram, að alls ekki væri ætl- ast til að dómstólar bættu þessum kostnaði á reikning skuldara. í kjöl- far skrifa Helgarpóstsins um málið síöastliðið vor ítrekaði ráðuneytið þetta erindi. í því bréfi segir meðal annars: „Að mati ráðuneytisins er mála- gjaldið félagsgjaid sem lögmaður greiðir sjálfur af hverju einstöku máli samkvæmt samþykktum fé- lags síns. Málagjaldið er þannig ekki lagt á umbjóðanda lögmannsins. Gjaldið sem slíkt ber því ekki að telja til máiskostnaðar sem útlagðan kostnað heidur ber lögmaðurinn það sjálfur af málflutningslaunum sínum." Túlkun ráðuneytisins er því skýr: Óheimilt er að krefja skuldara um málagjaldið. Lögmaðurinn á sjálfur að standa straum af sínum félags- gjöldum. SKATTA SKAL EKKI LEGGJA Á NEMA MEÐ LÖGUM Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli ráðu- neytisins hefur fjöldi lögmanna inn- heimt þetta gjald af skuldurum í inn- heimtumálum. Þess eru sömuleiðis dæmi að slík krafa hafi farið í gegn- um dómstóla án athugasemda dóm- ara. Auk úrskurðar ráðuneytisins má benda á að samkvæmt stjórnarskrá er óheimilt að leggja á skatta nema með lögum. Aðalfundi Lögmanna- félagsins er slíkt ekki heimilt, jafn- vel þó ákvörðun hans sé háð sam- þykki dómsmálaráðherra. Ekki er hægt að líta á innheimtu þessa gjalds af skuldara nema sem skatt- lagningu, þar sem það er ekki hluti af málflutningslaunum eða gjöldum til votta eða dómstóla. Lögmenn nýta þessa fjármuni á þrennan hátt. Sextíu prósent gjalds- ins renna til félagssjóðs Lögmanna- félagsins. Fimmtungur í námssjóð lögmanna og annar fimmtungur í ábyrgðasjóð Lögmannafélagsins, sem greitt var úr í fyrsta skipti síð- astliðið vor. COLDWATER SPRE ÚR HÖRPUDISKS 'SH og SÍS sitja uppi með hundraða tonna birgðir seljanlegar á hálfvirði m.v. hœsta verð Hörkuleg viðbrögð fjandvinafyrirtækjanna SH og Sambandsins gagnvart leyfisveitingum Jóns Sigurðsson- ar viðskiptaráðherra til handa 6 smáfyrirtækjum til fisk- sölu í Bandaríkjunum vekja furðu og undrun. Ljóst er að þessi aðgerð ráðherrans er fyrst og fremst ,,prinsipp“yfir- lýsing um viðskiptafrelsi, sem ekki mun á næstu árum leiða til neinna stórbreytinga á fisksölu okkar á banda- rískum markaði. Yfirlýsing stjórnar SH, sem birtist í dag- blöðum sl. þriðjudag, um að núverandi fyrirkomulag sé slíkt hámark fullkomnunar að við því megi ekki hrófla, er þó varla marktæk. EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON HP hefur undir höndum plagg frá Coldwater Seafood, sem sýnir að þar á bæ getur mönnum skjöplast og orðið svo á í messunni þrátt fyrir áratuga reynslu sína, að smáfyrir- tæki geta slegið þeim við og selt sér- hæfða vöru mun hraðar og á mun betra verði en risarnir. Um er að ræða sölu á hörpudiski. Á fundi Félags íslenskra stórkaup- manna í fyrradag afhenti Óttar Yngvason hjá Islensku útflutnings- miðstöðinni Steingrími Hermanns- syni utanríkisráðherra ljósrit af kynningarblaði, sem Coldwater Seafood hafði sent 20.000 veitinga- hússeigendum með jólatilboði um verðlækkun og afslátt á hörpudiski og virðist hafa haft þau ein áhrif á markaðinn, að verðið féll á nýjan botn í $2.50—$2.80 úr $5.00 topp- verði, sem litlu keppinautarnir höfðu náð í fyrra, — án þess þó að veruleg hreyfing kæmi á hörpu- disksbirgðir Coldwaters. í samtali við HP sagði Óttar Yngvason, að verðsveiflur á hörpu- diski gætu verið geysilega miklar frá einum tíma til annars. Frumregla í þessum viðskiptum væri því að vera viðbragðssnöggur en fara þó gæti- lega og halda sinni taugaró. Fyrir rúmu ári síðan tók markaðurinn skyndilegan kipp upp á við og náði „AUKINN NIÐURSKURÐUR EÐA AUKINN SKATTUR" Öll stjórnarfrumvörp afgreidd með samkomulagi fyrir jól að sögn Sighvats Björgvinssonar Ein af síðustu uppákomum í stjórnarsamstarfinu voru yfirlýsingar alþýðuflokksmanna í kvótamálinu. Það fylgdi í kjölfar ágreinings stjórnarliða um fjárlög, hús- næðismál, landbúnaðarmál, matarskatt og fleira. Sighvatur Björgvinsson er einn helsti talsmaður Al- þýðuflokksins í kvótamálinu. Hann er einnig formaður fjárveitingarnefndar sem nú er að afgreiða mikinn fjölda af beiðnum um aukin framlög ríkisins. EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON MYND JIM SMART Pú stóðsl manna helst fyrir við- bárum krata vegna kvótafrum- varpsins. Hvert hefur þaö leitt ykkur? Þessi ágreiningur mun verða leystur með samkomulagi. Við leggjum áherslu á að breytingar verði gerðar á kvótakerfinu og að það nái ekki að festast í sessi. Við getum ekki sætt okkur við að þeim útgerðarmönnum sem stunduðu fiskveiðar á árinu 1983 verði úthlut- að þessari auðlind þjóðarinnar út yfir gröf og dauða. En munuð þið samþykkja þau frumdrög, sem lögð hafa verið fram, fyrir jólafrí? Ekki nema með breytingum. Við gerum kröfu um að þau verði sett í endurskoðun á gildistímanum. Á þeim tíma munum við vinna að því að ná fram breytingum á kerfinu. Við munum ekki sætta okkur við að menn geti selt lífsbjörgina frá heilu byggðarlögunum fyrir gull. Eins að ungum mönnum sé haldið frá fiski- miðunum. En getið þið sœtt ykkur við fjög- urra ára gildistíma? Ef samið verður um endurskoðun á tímabilinu. Nú er Jón Sigurðsson viðskipta- 8 HELGARPÓSTURINN ráðherra einn af höfundum kvóta- kerfisins. Er hann ekki „líkið í lest “ Alþýðuflokksins í þessu máli? Það er rétt að Jón vann að hönn- un kvótakerfisins sem embættis- maður og vann að útreikningum fyrir stjórnvöld á sínum tíma. En hann stendur einarðlega með stefnu Alþýðuflokksins í þessu máli í dag. Býstu við að kvótamálið verði af- greitt fyrir jól? Já. Verður líka gengið til samninga um húsnœðismálið? Já, það verður Iíka afgreitt fyrir jól. Félagi þinn fyrir uestan, Karvel Pálmason, hefur lýst þvi yfir að hann styðji ekki þessa stjórn ef hún setur á matarskatt. Mega kratar á Vestfjörðum við því að annar þing- maðurinn sé ístjórn en hinn ístjórn- arandstöðu, eftir langvinnar deilur ykkar? Karvel hefur lýst andstöðu sinni við matarskattinn, en hann hefur jafnframt lýst því yfir að hann sé í þingflokki Alþýðuflokksins. Þing- flokkurinn er aðili að þessari ríkis- stjórn. Karvel er fullgildur meðlim- ur þingflokksins og gegnir trúnað- arstörfum fyrir hann. Þó svo hann hafi fyrirvara til afstöðu til einstakra mála, eins og margir hafa, þá tel ég ekki að við sitjum sitt hvorum meg- in við borðið. ,,Fyrirvara til afstöðu," segir þú. Þingmenn virðast nú hafa sjálfstœð- ari skoðanir á flestum málum en nokkru sinni fyrr. Er þetta ástand komið til að vera? Eg veit ekki hvort þetta er komið til að vera. Þetta á sjálfsagt sína skýringu í því að þingstyrkur stjórn- arinnar er svo mikill, að menn telja sér leyfast meira. Að stjórnin sé ekk- ert í hættu þó þingmaður brjóti sig út úr í einstaka máli. En menn gleyma því að með því firra þeir sig ábyrgð á óvinsælum málum og koma henni yfir á félaga sína og flokksbræður. Það gengur ekki til lengdar. Þú varst nýlega að skammast út í Alexandar Stefánsson fyrir trúnað- arbrot gagnvart störfum fjárveiting- arnefndar. Ég skammaði nú ekki Alexander. A sama vettvangi dróst þú fullyrð- ingar hans um halla á fjárlögum ekki til baka. Það var skýrt frá því hvað samtal- an úr þeim erindum, sem lögð hafa verið fyrir fjárveitingarnefnd, er há. Síðan var Alexander spurður um hvað fjárlög myndu hækka í með- förum Alþingis. Hann vísaði ein- vörðungu til þess hver reynslan væri, eða einhvers staðar á bilinu tvö til þrjú prósent. Þá reiknaði fréttamaðurinn út hvað það væri og hafði það síðan eftir Alexandar að fjárlög ættu eftir að hækka um svo og svo miklar fjárhæðir. Þá er nú auðvelt að draga þá ályktun að hallisé kominn á fjárlög- in ef fjárveitingarnefndarmaður segir að vaninn sé tveggja til þriggja prósenta hœkkun í meðförum þingsins, þegar hann er spurður út í hallann. Við eigum alveg eftir að afgreiða þessi erindi og margar af þessum af- greiðslum verða að vera á ábyrgð ríkisstjórnar. Ert er ekki fullljóst að þið munið afgreiða fjárlögin frá ykkur með halla. Ekki dugar 27milljóna króna tekjuafgangurinn á frumvarpinu langt. Ríkisstjórin hefur ákveðið að fjár- lög skuli vera hallalaus. Það er mjög algengt að fjárlög breytist í meðför- um Alþingis, bæði tekju- og gjalda- megin. Það á eftir að koma ný tekju- spá sem er gerð fyrir afgreiðslu fjár- laga. Menn gleyma því alltaf, þegar þeir tala um að gjaldaliðir fjárlaga hækki í meðförum Alþingis, að tekjuliðurinn hefur alltaf hækkað Iíka. Þið lifið í þeirri von, þegar þið af- greiðið hluta af þúsund erindum sem beint hefur verið til nefndarinn- ar. Ja, við höfum hugmyndir um hvert stefnir í þeirri átt. Eg get sagt það nú, að allt stefnir í að tekjuhlið fjárlaga muni ekki hækka eins mik- ið og oft áður. Þannig að menn þurfa að fara mjög varlega í allar hækkan- ir á gjaldaliðum í þinginu. Ef slíkt gerist verður ríkisstjórnin að skoða það mál sérstaklega. Þá þarf hún að taka afstöðu til þriggja kosta; á að af- greiða fjárlög með halla, á að fara í aukinn niðurskurð eða á að auka skattheimtu? Fjárveitingarnefnd á ekki að taka ákvörðun um þetta, því hér er um stefnu ríkisstjórnarinnar að ræða. Það má því allt eins búast viö því að það ueröi settur á flatur 25 pró- senta söluskattur. Eg hef bara ekki hugmynd um það á þessu stigi. En ef ríkisstjórnin ætlar að standa á þeirri samþykkt sinni að reka ríkissjóð án halla, þá getur rekið til þess að hún þurfi að taka ákvörðun um skattahækkun. Það er varla á skattahœkkanir þessarar stjórnar bœtandi. Hún hef- ur þegar staðið fyrir meiri skatta- hœkkunum á stuttum tíma en nokk- ur stjórn önnur. Ég hef engan samanburð um það. Að sumu leyti er um skattahækkan- ir að ræða og að sumu leyti ekki. Ég reikna til dæmis ekki með því að staðgreiðslukerfið verði til þess að auka skattbyrði fólks. Verulegar breytingar verða á innbyrðis hlut- falli á vöruverði, vegna breytinga á tollum. Þær hækka sumar vörur, en aðrar lækka. Það fer mikið eftir því hvernig fjölskyldan er saman sett hvort um er að ræða hækkun eða lækkun á skattbyrði. Er þetta ekki til að slá ryki í augun á fólki. Eflaust er það gustukaverk að einfalda tollaflokka, en það stendur eftir að þessi ríkisstjórn stefnir að því að auka tekjur ríkis- sjóðs umtalsvert. Þaðgeturekki þýtt annað en auknar greiðslur þegn- anna til ríkisins. Það er alveg rétt að ríkið ætlar sér auknar tekjur á næsta ári. En menn verða að horfa á það að ein megin- forsendan fyrir því hversu verð- bólga hefur verið mikil á íslandi og vextir háir er sú að ríkissjóður hefur verið rekinn með halla. Hann hefur þurft á lánsfé að halda til að rétta sinn halla. Það lánsfé hefur hann annars vegar tekið erlendis og magnað þannig þenslu og verð- bólgu. Hins vegar hefur hann tekið innlend lán í samkeppni við inn- lenda aðila og knúið þannig vextina upp. Besta leiðin til þess að sporna við verðbólgu og lækka vexti er því að ríkissjóður verði rekinn halla- laust. Það er einungis hægt að gera á tvo vegu. Annars vegar með því að skera niður útgjöld og það hefur ríkisstjórnin gert og hins vegar að hækka skatta. Hún hefur gert hvort tveggja i senn. Þú telur þá litlar líkur á því að rík- isstjórnin sendi frá sér fjárlög með halla. Hún hefur mótað þá afstöðu að vinna gegn verðbólgu og vaxta- hækkunum, sem er öflugasta vopn ríkisvaldsins til þess að reka ríkis- sjóð hallalausan. Ég lít á það sem skyldu mína sem formanns fjárveit- ingarnefndar, ef gjaldaliðir frum- varpsins hækka í meðförum nefnd-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.