Helgarpósturinn - 03.12.1987, Page 10
VETTVANGUR
HELGARPÖSTURINN
Ritstjórar: Halldór Halldórsson, Helgi Már Arthursson
Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friörik Þór Guðmundsson,
Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján
Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Hannesson.
Prófarkir: Sigríöur H. Gunnarsdóttir
Ljósmyndir: Jim Smart
Útlit: Jón Óskar
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Augiýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir
Dreifing: Guörún Geirsdóttir
Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir
Sendingar: Ingimar F. Jóhannsson
Ritstjórn og auglýsingar eru í Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiösla og
skrifstofa eru í Ármúla 36, sími 68-15-11
Útgefandi: Goögá hf.
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Hrunadans framundan?
Áhugamenn um stjórnmál hafa lengi haft á orði, að
upplausn fylgdi í kjölfar átaka í Sjálfstæðisflokki. Ekki að-
eins í stjórnmálalífinu heldur þjóðlífinu öllu. Því hvernig
svo sem menn líta á Sjálfstæðisflokkinn, eða hverja skoðun
menn hafa á sjálfstæðisstefnunni, þá verður aldrei horft
framhjá því að stöðugt fylgi flokksins í áratugi hefur ver-
ið kjölfesta í stjórnmálum í landinu. Þess vegna er það
sem margir óttast nú afleiðingar áframhaldandi upp-
lausnar í Sjálfstæðisflokknum. Vegna mikilvægis Sjálf-
stæðisflokksins fyrir stöðugleika í stjórnmálum hafa þeir
sem aðhyllast hægfara framsókn sagt, að formennska í
Sjálfstæðisflokknum krefjist af mönnum sem gegna því
embætti yfirburða sem fátíðir séu.
Um þessar mundir veit þessi stóri flokkur ekki í hvorn
fótinn hann á að stíga. Og það sem verra er, og farið er
að hafa veruleg áhrif í stjórnmálum, þetta ástand virðist
ætla að verða viðvarandi.
I kvótamálinu er flokkurinn tvískiptur. Og eftirlætur
Alþýðuflokknum að bera fram hugmyndir, sem samhent-
ur Sjálfstæðisflokkur hefði löngu átt að vera búinn að,
þ.e.a.s. að leggja áherslu á sölu veiðileyfa. Morgunblaðið
hefur haldið fram þessari stefnu fyrir daufum eyrum
sjálfstæðismanna.
í landbúnaðarmálum er flokkurinn framsóknarmegin
við sjálfa Framsókn og það undarlega gerist að Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur ná samstöðu um áherslur
í landbúnaðarmálum.
í húsnæðismálum hafa sjálfstæðismenn haldið þannig
á málum að þeir eru við það að dæma sig úr leik í opin-
berri umræðu. Þeir hafa þverskallast við að viðurkenna
gallana á því húsnæðiskerfi sem Alþýðusamband íslands
og Vinnuveitendasambandið lögðu fyrir og létu Alþingi
samþykkja. Þeir hafa neitað að horfast í augu við að ein-
mitt þetta kerfi gengur af sjálfseignarstefnunni í hús-
næðismálum dauðri, enda þótt einmitt þessi stefna sé
einn af hornsteinum þess sem flestir vilja að sjálfstæðis-
stefna sé.
I viðskiptamálum stíga áhrifamiklir sjálfstæðismenn á
stokk og ráðast gegn viðskiptaráðherra, sem er krati,
vegna þess að hann boðar frjálsræði í útflutningi og
heimilar fleiri fyrirtækjum að flytja út frystan fisk á
Bandaríkjamarkað.
Og í því „fjölmiðlafrelsi", sem flokkurinn hreykti sér
svo mjög af í auglýsingum fyrir kosningar í vor, kemur
hann fram sem margir flokkar, en ekki einn. Þegar frétta-
menn leita eftir áliti sjálfstæðisþingmanna er það undir
hælinn lagt hvað kemur út úr pokanum. Þingflokkur
sjálfstæðismanna virðist hafa á takteinum jafnmargar
skoðanir og þingmennirnir eru margir í málum sem
þingflokkur ætti að hafa ákveðna stefnu í.
Formaður Sjálfstæðisflokksins var fyrir stuttu spurður
um það í viðtali í Helgarpóstinum hvort hann ætlaði ekki
að fara að stjórna þingflokknum. Hann játaði því, og
sagðist myndu ætla að beita þingflokkinn aga. Síðan hef-
ur lausungin aukist. Blikur eru á Iofti í stjórnarsamstarf-
inu. Verðbólga og vextir æða upp á vid. Og eftir nokk-
urra vikna umræður um fjárlög eru markmiðin frá í októ-
ber fokin út í veður og vind.
Og hvað gerist? í skoðanakönnun aukast sífellt vin-
sældir „gamla forsætisráðherrans", Steingríms Her-
mannssonar. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki ætla að
ná sér á strik í þessum könnunum. Og er greinilega lent-
ur í vítahring óvissu.
Það er t.a.m. ótrúlegt að ástandið skuli vera þannig í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins, að menn skuli þar ekki
geta komið sér saman um fulltrúa í stjórn Byggðastofn-
unar. Eða er þessi stóri flokkur — kjölfesta í stjórnmálum
í áratugi — orðinn svo smár, að mál eins og hér er nefnt
að ofan lami flokkinn?
10 HELGARPÓSTURINN
Væntingaheftir sameinist!
Þaö er fleira á kreiki í þessum
heimi en það, sem sýnilegt er með
berum augum. Þar á meðal eru ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins.
Þingmenn flokksins reyna að
bæta þessa ávöntun upp með því að
vera prýðilega heyranlegir. Sá kór
er hins vegar svo margradda og mis-
kliðaður, að engin leið er að greina,
hvort hann hljómar að ofan eða
neðan, austan eða vestan, utan eða
sunnan. Hönd rís gegn hendi, fótur
þvælist fyrir fæti, allir tala tungum
— tveimur að minnsta kosti í senn.
Hvergi kemur þetta jafnátakanlega í
ljós og í kosningu í stjórn Byggða-
stofnunar, sem um nokkurra vikna
skeið hefur virst vera flokknum of-
viða að leysa. Sjálfstæðismenn áttu
þar þrjá menn undir fráfarandi
stjórn, en urðu nú að láta einn af
hendi til krata. Eigi skal víkja sögðu
allir í senn: Eggert Haukdcil, Halldór
Blöndal og Olafur G. Einarsson og
þá buðust Pálmi Jónsson og Matt-
hías Bjarnason til að leysa málið
með því að skipt yrði um alla og þeir
tækju sætin tvö í staðinn. Þá fyrst
varð hnúturinn óieysanlegur.
Leiðari Morgunblaðsins í gær var
eitthvert átakanlegasta sýnishorn
þeirrar bókmenntagreinar, sem hér
hefur sést lengi. Það draup sorg og
það draup hryggð af hverju orði, um
Íeið og Júngmenn voru föðurlega
minntir á, að þeir hefðu verið kjörn-
ir á þing fyrir vissan stjórnmála-
flokk, sem hefði tekið á sig ábyrgð á
stjórn landsins, en ekki til að standa
í stanslausu egó-flippi og sjálfsupp-
hafningu í ráð og nefndir og virðing-
arstöður. Hvað er á seyði, hugsuð-
um við óbreyttir lesendur Morgun-
blaðsins um leið og hryggðin og
kvíðinn hrísluðust inn í sálir okkar
og líkama. Er veröldin komin á síð-
asta snúning? Lifum við á hinum síð-
ustu dögum? Er dagur dómsins í
nánd?
Það er, eins og allir vita, tilgangs-
laust að leita til fjölmiðla um skýr-
ingar á hinum hversdagslegustu fyr-
irbrigðum, hvað þá yfirskilvitlegum
atburðum, sem þessum. Við leituð-
um því véfrétta á æðri stöðum og
spurðum orsaka til þeirra firna og
óskapa, sem dyndu yfir veröldina,
og fengum skýrt og skorinort svar,
en þó órætt, svo sem tilheyrir vé-
fréttum — og raunar öðrum fréttum
alveg eins: FRÚSTRASJÓN.
Við flettum þessu náttúrlega upp
í orðabók og fengum þá skýringu að
orðið táknaði óþol þess, sem hald-
inn er óstjórnlegri löngun, en fær
ekki það, sem hann vill. Lýsingar-
orðið „frústreraður" mætti þá út-
leggja „ væntingaheftur" og er óljós
og erfiður sjúkdómur, sem fá lækn-
isráð þekkjast við.
Véfréttaskýrendur buðust til að
útlista þetta nokkru nánar fyrir okk-
ur: Við höfum væntingaheft fyrr-
verandi ráðherragengi, Ragnheiði,
Sverri og Matthías, sem sjá engan
ljósan punkt í núverandi formanns-
kjörsgengi ráðherranna þriggja.
Hér er þó huggun harmi gegn, að
Sverrir er með munnherkju meðan
hann hefur væntingar í bankastjór-
ann. Við höfum væntingaheft til-
vonandi ráðherragengi, Halldór
Blöndal og Eykon, sem harma þá
glæstu framtíð er beið þeirra — og
bíður þeirra enn. Matthías A. er
væntingaheftur vegna þess að hann
nær ekki stjórnmálasambandi við
meðráðherra sína og samgöngur
við Hafnarfjörð eru ótryggar.
Bændagengið er væntingaheft
vegna yfirgangs Reykjanesgengis-
ins. Landsbyggðargengið þolir ekki
þéttbýlisgengið og svipaðar marka-
línur eru dregnar milli ríkiskapítal-
istagengisins og frjálshyggjugengis-
ins. Þorvaldur Garðar er væntinga-
heftur forseti, því að hann hafði
vænst þess að vera kjörinn einróma.
Ragnhildur og Salóme eru vænt-
ingaheftar, vegna þess að flokkur-
inn þekkti ekki sinn vitjunartíma og
kaus konu forseta sameinaðs þings.
Byggðastofnun var svo það vænt-
ingahaft, sem mest reyndi á þrekið
og þolrif Flokksins. Lausnin mun
framkalla ný og óþægileg vanda-
mál. Væntingaheftir í flokknum öll-
um munu um síðir sameinast í vit-
und þess að þeir hafa engu að týna
nema væntingahöftunum. Þá munu
dagar Þorsteins formanns taldir og
Anarkistaflokkur Islands mun rísa á
rústum Sjálfstæðisflokksins og
sameinast um að sundra þjóðinni út
í hafsauga eða sextugt djúp, eins og
skáldið sagði eða þannig.
Það verður mikil blessuð tíð.
Ólafur Hannibalsson
Athugasemd
Á baksíðu blaðs yðar þann 26.
nóvember sl. er í tvígang glefsað í
Hrafn Gunnlaugsson, stjórnarmann
í Kvikmyndasjóði, og einnig er vikið
að afstöðu Kvikmyndasjóðs til
kaupa á kvikmyndatökuvél Vil-
hjálms Knudsen. (HP notar „kvik-
myndagerðarvér. Það mun vera ný-
yrði í málinu.)
Hrafn mun fullfær um að halda
uppi vörnum fyrir sig, ef honum
þurfa þykir, en þar sem í glefsunum
er látið að því liggja að skoðun
Hrafns á umræddri vél hafi ein vald-
ið því að Kvikmyndasjóður tók ekki
strax afstöðu til boðs Vilhjálms þyk-
ir rétt að eftirfarandi komi fram:
Hvorki er í lögum né reglugerðum
um Kvikmyndasjóð kveðið á um að
sjóðurinn skuli eignast og reka
framleiðslutæki til kvikmyndagerð-
ar og verða þannig, a.m.k. óbeint,
framleiðandi. Stjórn sjóðsins var
ekki reiðubúin til að taka slíka
grundvallarákvörðun innan þess
nauma tíma, sem Vilhjálmur setti
henni. Þó svo að stjórn FK væri
kaupunum fylgjandi var það álit
þess kvikmyndatökumanns er gerst
til þekkir að linsur vélarinnar væru
orðnar vart nothæfar, en þær áttu
að fylgja með í kaupunum.
Þar sem flas er sjaldnast til fagn-
aðar ákvað stjórnin að láta kanna
betur hvort kaup á vél þessari væru
hagkvæmur kostur. Þetta tjáði ég
Vilhjálmi samdægurs, en hann
sagðist ekki hafa tíma til að bíða eft-
ir slíku og hef ég ekki heyrt frá hon-
um síðan.
Staðhæft er í Helgarpóstinum, að
nú muni engin kvikmyndatökuvél
vera til í landinu. Hið rétta mun
vera, að þær eru til nokkrar.
Reykjavík, 27. 11. 1987
Virðingarfyllst,
Guðbrandur Gíslason,
framkvæmdastj. Kvikmyndasjóðs.
í smáfrétt HP var hvergi
minnst á að Kvikmyndasjóði
bæri skylda tii að kaupa um-
rædda vél. Hvað viðvíkur síð-
ustu fullyrðingu í bréfi yðar, að
staðhæfing HP um að engin
kvikmyndatökuvél sé nú til sé
röng, vill Helgarpósturinn taka
fram að við höfðum samband við
nokkra kvikmyndagerðarmenn.
Þeir fullyrða að engin vél eins og
sú sem var í eigu Vilhjálms
Knudsen sé til á landinu. Eins og
yður er kunnugt er verið að
ræða um 35 mm kvikmynda-
tökuvél, sem tekur jafnframt
upp tal, „en slíkar vélar nota
menn venjulega til að taka upp
kvikmyndir" eins og einn við-
mælenda okkar komst að orði.
Ritstj.