Helgarpósturinn - 03.12.1987, Page 16

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Page 16
Pétur Kristjánsson Sigrún Magnúsdóttir EFTIRLÆTISFLÍKIN í FATASKÁPNUM Það er örugglega ekki tiluiljun sem rœöur þuí að sumir elska jogg- inggallann sinn meira en aðra flík í fataskápnum. Það er heldur örugg- lega ekki tiluiljun að fólk notar uiss- ar flíkur oftar og meira en aðrar. Flestir eiga sín „uppáhaldsföt", föt sem þeim líður uel í. Sumir uilja meira að segja ganga suo langt að fullyrða að fari þeir í ákueðnum föt- um út að skemmta sér bregðist ekki að það uerður gaman. Aðrir þekkja dœmi þess að uerða'stjörnuuitlausir I ákueðnum fötunum og kenna helu... fötunum um huernig ball- ferðin fór! Suo eru þeir sem starfs síns uegna eru hálfpartinn neyddir til að klœðast ákueðnum fatnaði og skiptir þá ekki máli þótt fólki líði hreint og beint illa í þeim fötum. HP hafði samband uið fjóra aðila og lagði fyrir þá hina ofureinföldu spurningu: Huer eru eftirlœtisfötin þín og huers uegna? Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn og uersl- unareigandi: „Dags daglega er ég bara í þægi- legum fötum, enda vinn ég í versl- unum mínum til skiptis á daginn. Þá er ég yfirleitt í gallabuxum og peysu, það finnst mér þægilegast þegar ég er að vinna svona vinnu. Það passar varla í því starfi að vera í pilsi, en annars hugsa ég að það sem klæði mig best sé þröngt pils og peysa. í þannig fatnað fer ég ef ég vil vera frekar fín til fara. Það skiptir ekki máli hvort peysurnar sem ég nota dags daglega eru úr ull eða „háskólabolir" en þessa stundina er ég nokkuð dæmigert klædd í vinn- unni, í gallabuxum og háskólabol. Annars fer ég ekki eftir neinni línu og hef til dæmis ekki farið í litgrein- ingu eins og margir hafa gert. Ég kaupi mér ekki föt eftir ákveðinni tísku og legg meiri áherslu á að vera í þægilegum fatnaði. Kannski finnst mér meira gaman að klæða mig upp þar sem mér gefst ekki kostur á því í vinnunni. En auðvitað eru það for- réttindi að fá að vera á náttsloppn- um!“ Guðmundur Blöndal, eigandi herrauerslunarinnar P & Ó: „Náttfötin mín! Er það nokkuð of gróft svar? Nú, á ég að vera í þeim á mynd?! Nei, þá segi ég nú frekar trimmgallinn minn . . . Hann er í al- vöru eftirlætis flíkin mín — þótt ég klæðist honum auðvitað ekki í vinn- unni. Þar er ég í jakka, skyrtu og með bindi, sem passar engan veg- inn þegar heim er komið. Gamli og góði trimmgallinn minn er grænn, orðinn snjáður og með lýsisblettum á. Ég held að þetta sé Schiesser- galli, keyptur í heildsölu og virki- lega góður galli. Um leið og ég kem inn úr dyrunum heima fer ég í jogg- inggallann. Þá tekur við heimavinn- an, fjölskyldan og litlu börnin. Þá þarf maður að baða og þá þýðir lítið að vera í skyrtu og með bindi!“ Pétur Kristjánsson, sönguari og starfsmaður hjá Steinum hf: „Uppáhaldsflíkin mín er sloppur- inn minn, enda er hann gamall og góður, úr frotté-efni og mjög þægi- legur.“ Suerrir stormsker, hljómlistar- maður: „Uppáhaldsfötin mín eru bómull- artuskur og satíndruslur. Þessi mjúku, léttu föt. í þannig fötum geng ég allt að því dags daglega nema það sé þvingað upp á mig ein- hverjum terelynbrókum í veislum í foreldrahúsum. í þannig buxum líð- ur mér alltaf eins og ég sé að ferm- ast í annað sinn. Það er algjör pína. Ég legg mikla áherslu á að vera í þægilegum fötum. Það er vellíðun- arlögmálið í praxís. Þess vegna á ég fimm eða sex pör af fötum í þessum stíl til að eiga alltaf til skiptanna. En þó það komi ekki málinu við finnst mér best að ganga í skórn." Guðmundur Blöndal Sverrir stormsker Einn af eigendum Serínu, Hulda Sigurðardóttir, finnur ilminn af nýja ilm- vatninu. Það var Ólafia Arinbjarnardóttir sem var nýbúin að sprauta því á sig. Fyrir mánuði voru afhent Ósk- arsverðlaun í París. Reyndar ekki þau Óskarsverðlaun sem við þekkjum af frásögnum, heldur var þarna verið að veita fyrstu Óskarsverðlaunin af fimm, sem veitt eru árlega til ilmvatnsfram- leiðenda. Þessi fyrstu verðlaun voru veitt fyrir umbúðir ilmvatns og féllu þau í hlut franska fyrir- tækinu Gilles Cantuel fyrir um- búðir utan um ilmvatnið Créat- ure. Þetta ilmvatn er eingöngu selt í einni verslun í París, Tramps, ásamt einni verslun í Reykjavík, Serínu í Kringlunni. (Reyndar sjálfsagt einnig í ein- hverjum öðrum borgum heims- insl). í síðustu viku var haldin kynn- ing á Créature-ilmvatninu þar sem m.a. starfsfólk franska sendiráðsins í Reykjavík lyfti kampavínsglösum og fagnaði Óskarsverðlaunaafhendingunni. Þá var þeim vegfarendum sem leið áttu um Kringluna þetta kvöld boðið inn í Serínu gefin prufa af ilmvatninu jafnframt því sem þeir gengu út úr versluninni angandi af hinum nýja ilmi. Hér er franski verslunarfulltrúinn Francois Zilliox að hlusta á kynn- ingu á ilmvatninu, sem framleitt er i heimalandi hans. Frú Kristín Ólafsdóttir kunni vel að meta að vera boðið inn í kokkteil- inn. Hér kannar hún nýja ilminn. Créature fékk Óskarsverðlaun fyrir umbúðahönnun. Sýningarstandurinn er tíka óvenjulegur og fyrir framan hann standa Fabienne Zilliox, eiginkona franska verslunarfulltrúans, Bjarndis Harðardóttir, Kolbrún Thomas og Honique Arribet, aðstoðarverslunarfulltrúi í franska sendiráðinu. Hjónin Rósa Þorvaldsdóttir og Sturla Pétursson, eigendur Serínu. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.