Helgarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 19
VIÐTAL OG MYND: FINNBOGI HERMANNSSON
Jóna Valgerdur Kristjánsdóttir
frambjóðandi Pjóðarflokksins á Vestfjörðum
í HP-viðtali
Flokkar eiga ekki
lengur atkvæði
F»að er ef til vill táknrænt fyrir málstaðinn, að Jóna Valgerður Kristjáns-
dóttir, frambjóðandi Þjóðarflokksins á Vestfjörðum, skuli vera fædd í
Grunnavíkurhreppi en þar ólst hún upp til sex ára aldurs. í stríðsbyrjun
brestur flótti í byggðirnar nyrst í Norður-ísafjarðarsýslu og fjölskylda Jónu
Valgerðar er með þeim fyrstu sem flytja.
„Þá bjuggu foreldrar mínir á þriðjungi jarðar-
innar Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi og við
fluttum þaðan á Hornbjargsvita og síðan til ísa-
fjarðar 1942. Á þessum tíma er upplausnin að
byrja á Hornströndum og foreldrar mínir eru
með þeim fyrstu sem flytja á brott. Ekki í raun
og veru vegna þess að þau haf i viljað flytja, held-
ur vegna þess, hve enn var þétt búið og þau
höfðu ekki lífvænlega afkomu. Mér þykir mjög
vænt um fæðingarstað minn og kem þangað,
hvenær sem ég fæ tækifæri til, nú síðast í sumar.
Landslagið á Hornströndum heillar mig mjög og
mér finnst að ég eigi þar rætur og finnst ég kom-
in heim, enda þótt ég hafi ekki átt þar heima
nema til sjö ára aldurs. Þegar ég gekk þarna um
í sumar leitaði ég að ýmsu sem ég mundi frá því
ég var lítil. Hvar ég hafði verið að leika mér,
hvar foreldrar mínir höfðu verið að vinna og
hvar afi minn hafði heyjað á engjum. Og ég gekk
fram og aftur um fjörðinn og skoðaði þetta allt
saman. Þarna lærði ég líka að synda. I Reykjar-
firði er sundlaug, sem verður fimmtíu ára á
næsta ári og hún hefur nýlega verið gerð upp, en
upphaflega var hún gerð af nokkrum félögum í
ungmennafélaginu."
Jóna Valgerður naut almennrar skólamennt-
unar á ísafirði og lýkur gagnfræðaprófi úr verk-
námsdeild.
„Ég fór í verknámsdeild, hélt það mundi duga
mér best þegar út í lífsbaráttuna væri komið.
Þeir sem ætluðu í menntaskóla urðu að fara í
annan landsfjórðung, til Reykjavikur eða Akur-
eyrar, og foreldrar mínir voru ekki það vel stæð-
ir, að um slíkt væri að ræða. Barnahópurinn hjá
þeim orðinn stór og ekki við því að búast að
elsta barnið gæti lagt út í langskólanám. Mér
gekk vel að læra, en það fór afskaplega lítið fyrir
mér í skóla og ég var mjög óframfærin. Ég vann
með skólanum á sumrin við sólþurrkun á fiski
hjá ingvari heitnum Péturssyni, en þegar skóla
lauk fór ég að vinna í apótekinu á ísafirði, hjá
Svane, dönskum manni, sem þá var apótekari á
ísafirði. Ég vann þar samfleytt í sjö ár, en eignað-
ist þó mitt fyrsta barn á þessum tíma. Þá hafði
ég kynnst manninum mínum, Guðmundi Ing-
ólfssyni, og bjuggum við fyrst hjá foreldrum
mínum á ísafirði, en byggðum síðan í Hnífsdal,
þar sem við búum enn. Þá voru þetta tvö sveitar-
félög ísafjöröur og Eyrarhreppur og þótti nokk-
uð langt á milli og þótti til tíðinda að fara á dans-
leik í Hnífsdal. Ég held ég hafi kynnst mannin-
um mínum þar.“
TRULOFUÐ Á HUSMÆÐRASKOLA
Það er ekkert óskaplega langt síðan stúlkur í
festum gengu einn vetur á húsmæðraskóla til
þess að undirbúa sig undir húsmóðurhlutverkið
og þykir rammasta forneskja á jafnréttistímum,
enda heyra húsmæðraskólar fortíðinni til. Jóna
Valgerður gekk á húsmæðraskólann Ósk á ísa-
firði, en hann er einn af fáum, sem enn eru við
lýði í landinu. Hún axlar hið hefðbundna hlut-
verk íslenskrar húsmóður á sjötta áratugnum og
eignast fimm börn. Vinnur þó alltaf utan heimil-
is þegar því verður við komið. Lengi hlutastarf
í apótekinu á Isafirði og hjólar á milli þessa fimm
kílómetra leið meðfram Eyrarhlið á óbundnu
slitlagi, svo notuð sé viðmiðun nútímaíslend-
inga. Þá starfaði hún nokkra vetur sem kennari
bæði á ísafirði og í Hnífsdal, og það er á þessum
árum, sem afskipti hennar af félagsmálum hefj-
ast.
,,Ég byrjaði að starfa með kvenfélaginu í
Hnífsdal 1958 og varð fljótlega mjög virk þar og
fór inn í stjórn nokkuð fljótt og varð seinna for-
maður. Reyndar uppgötvaði ég þessa félags-
málaþörf hjá mér í húsmæðraskólanum, en
hafði fram til þess tíma ekki látið til mín taka í
þeim efnum, var reyndar mjög feimin og ófram-
færin."
I þessum punkti; það eru ekki nema um þrjá-
tíu ár síðan konur á íslandi sáu ekki fram á ann-
að lífshlaup en hjónaband og forsjá heimilis og
vinnu utan þess til að afla því tekna, en ekki til
þess að hefja sjálfstæðan feril, karríer upp á nú-
tímaíslensku.
„Á þessum tíma reiknuðu konur allar með því
að giftast og eiga börn og að þeirra starf væri
heimilishaldið. Það var aðeins að byrja að konur
ynnu með heimili, en það þótti ekki nein sérstök
fyrirmynd. Þær áttu að sinna sínum börnum,
heimili og eiginmanni. Það var gert ráð fyrir að
þetta væri fullt starf hjá konum og mjög sjald-
gæft að þær kepptu að einhverju öðru. Eg man
ekki eftir neinni skólasystur minni sem fór í neitt
slíkt, það var bara ekki hugsað á þeim nótum."
Það er svo ekki fyrr en börnin í Holti í Hnífsdal
eru komin á legg, að móðir þeirra sleppir fram
af sér beislinu þegar langt er liðið á níunda ára-
tuginn. Og hún er skyndilega komin á bólakaf í
pólitík í þá mund sem fjölskyldufaðirinn, Guð-
mundur Helgi Irigólfsson, er að ljúka pólitískum
ferli sínum sem sveitarstjórnarmaður í Eyrar-
hreppi og á Isafirði. A.m.k. um sinn, svo sleginn
sé varnagli. Um hann gustaði æði oft og ekki
óeðlilegt að álykta að heimilið væri orðið satt líf-
daga í þeim efnum.
EKKI SAMMÁLA ÞVÍ AÐ
STOFNA FLOKK
„Sú reynsla sem ég fékk gegnum afskipti
mannsins míns af pólitík var kannski ekkert
uppörvandi, hann var oft umdeildur eins og títt
er um sterka persónuleika og ég reyndi alltaf að
halda mér sem mest utan við pólitík meðan
hann var í þessu, var þó í nokkrum nefndum fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn. Ég taldi að hugsanlega
gæti ég látið eitthvað gott af mér leiða í þeim
málum, sem ég hefði reynslu og þekkingu til, en
ekki fyrir það, að ég væri að vinna að þeim
pólitískt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Og ég held ég
geti fullyrt, að ég fór ekki á sömu forsendurn út
í pólitíkina og þeim sem við höfum talað um. Ég
hafði áhuga á því starfi sem unnið var af Sam-
tökunum um jafnrétti milli landshluta. Þau voru
stofnuð sem óflokkspólitísk hreyfing. Hún barð-
ist fyrir jafnrétti þegnanna, ekki bara milli
kynja, heldur jafnrétti fólksins í landinu, sama
hvar það býr. Ég var reyndar á kafi í allra hand-
anna öðrum félagsmálum þegar þessi samtök
voru stofnuð og fór ekki að starfa með þeim. En
ég las allt sem frá þeim kom. Síðan gerist það, að
frammámenn hreyfingarinnar telja sig ekki ná
sínum markmiðum nema með því að stofna
stjórnmálaflokk og þjóðarflokkurinn varð til.
Menn töldu sig sjá það, að málunum yrði ekki
þokað nema með því að stofna stjórnmáiaflokk,
öðru vísi næði stefna samtakanna ekki inn í
þjóðmálaumræðuna, hvort sem það var mönn-
um ljúft eða leitt. Ég var ekki sammála því að
stofna flokk, ég vildi satt að segja ekki trúa öðru
en hægt væri að vinna að þessum jafnréttismál-
um innan annarra flokka. Eg skoðaði síðan mál-
ið vel og lengi, þegar til stóð að stofna flokk og
bjóða fram. Ég hafði ekki ætlað að gefa mig að
neinu flokkspólitísku starfi, en lét þó sannfærast
um það, að rétt væri að gera þessa tilraun."
— En fyrst biðlar Kvennalistinn til þín?
„Jú, þá er Kvennalistinn að færa út anga sína
svo hann geti boðið fram í öllum kjördæmum,
og því er ekki að leyna að þær töluðu við mig.
Ég var framsögumaður með þeim á fyrsta fundi,
þar sem sú spurning var rædd, hvort ætti að
bjóða fram. Ég tók enga afstöðu til þess, en sagði
þeim, að mér þætti vænt um að konur væru
framgjarnar og ákveðnar í því að hafa áhrif í
þjóðfélaginu sem raun bar vitni. Ég tel hins veg-
ar, að við eigum að vera með karlmönnum, ef
við ætlum að fara út í stjórnmál. Kvennalista-
konur vitna gjarnan til þess, að við séum orðnar
svo langt á eftir, að við verðum að hafa einhver
forréttindi til þess að ná karlmönnunum, ég er
ekki sammála því. Ég vil ekki forréttindi, ég vil
bara jafnrétti. En það er auðvitað alveg rétt, að
við höfum ekki náð til jafns við karla, en það er
líka okkur sjálfum að kenna. Og það er líka
þeirri þjóðfélagsskipan og þjóðfélagsuppbygg-
ingu að kenna sem við erum aldar upp við, kon-
ur á mínum aldri. Þær hafa ekki verið aldar upp
við það, að þær ættu að vera að vasast í stjórn-
kerfinu. Það er hins vegar orðið svo í dag og
mun breytast með þessari kynslóð, sem nú er að
taka við áhrifastöðum."
VESTFIRÐIR Á EFTIR?
— Nú fékk Kvennalistinn minni hljómgrunn á
Vestfjörðum en í öðrum kjördæmum, segir það
ef til vill sína sögu um þjóðfélagsþróunina þar;
eru Vestfirðingar, karlar og konur, ekki reiðu-
búnir að veita konum hlutdeild í að móta samfé-
lagið og taka við ábyrgðarstöðum?
„Við erum auðvitað dálítið afskekkt frá öðrum
landshlutum, þess vegna getur það leitt af sjálfu
sér að við séum á eftir í þjóðfélagsuppbygging-
unni eins og landið okkar er dálítið á eftir sé
miðað við Norðurlöndin. Svo held ég að lífsbar-
áttan á Vestfjörðum skipti máli, fólkið vinnur
svo mikið hlið við hlið. Konur í fiskvinnslunni
hafa oft og tíðum betri iaun en karlar, a.m.k.
meðan bónusinn var upp á sitt besta. Kannski
hafði það líka sitt að segja með laklega útkomu
Kvennalistans, að það var kona í efsta sæti á öðr-
um lista og ég neita því ekki, að ég á persónuleg
ítök út um fjórðunginn. Ég er þekkt nokkuð sem
formaður Sambands vestfirskra kvenna, og það
voru margir sem hringdu til mín og vildu þrýsta
á, að ég yrði fyrst á lista Þjóðarflokksins, — ekki
síður karlar en konur."