Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 27

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 27
„Þaö sem gerir söguna einstaka meöal annarra þroskasagna er fyrst og fremst persónulýsing Gríms Hermundarsonar. Grímur er andstœöa hinnar „intellektúal“ listamannstýpu sem algengast er aö hitta fyrir í slíkum þroskasögum. Hann er tengdur náttúrunni og ímyndunaraflinu, skynjun hans á umhverfinu og „veruleikanum“ nœr langt undir yfirborö hlutanna, í list hans brjótast fram „dulrœnir“ kraftar og fyrirboöar.“ Sjá: Óður til listarinnar. BÓKMENNTIR Óöur til listarinnar Vigdís Grímsdóttir: Kaldaljós Svart á huítu 1987. í smásagnasafni Vigdísar Gríms- dóttur Eldi og regrti sem kom út 1985 er smásagan: „Og himinhátt fjallið í hvítum klæðum". Þar segir frá dreng/listamanni úr litlu þorpi sem hefur farið burt að nema fiðlu- leik, en er kominn aftur heim til að spila fyrir fólkið sitt. Saman við lýs- ingarnar á fiðluleiknum fléttast minningar listamannsins um hörmulegan atburð; þegar fjallið sem umlykur þorpið braust úr snjó- fjötrum sínum og ruddist miskunn- arlaust yfir hús og menn. Þessi saga er n.k. fyrirboði skáld- sögunnar Kaldaljóss sem Vigdís hef- ur nú sent frá sér. Ytri rammi sög- unnar er sá sami; drengurinn/lista- maðurinn, snjóflóðið, samruni list- arinnar og náttúrunnar/náttúru- hamfaranna, hið hreinsandi/frels- andi eðli listsköpunarinnar. ÍKalda- Ijósi er list drengsins myndlistin en ekki tónlistin og frásögnin er löng og ítarleg, en grundvallarhugmynd- in er sú sama. í víðum skilningi má tala um Kaldaljós sem þroskasögu lista- manns. Frásögnin fylgir aðalpersón- unni, Grími Hermundarsyni, frá barnsaldri fram á fullorðinsaldur, þegar hann hefur numið list sína og, að vissu leyti, náð því takmarki sem honum var mikilvægast. Hinn ytri rammi sögunnar er því rammi hefð- bundinnar þroskasögu listamanns, en þó sker Kaldaljós sig frá slíkum sögum á margvíslegan hátt. Það sem gerir söguna einstaka meðal annarra þroskasagna er fyrst og fremst persónulýsing Gríms Hermundarsonar. Grímur er and- stæða hinnar „intellektúal" lista- mannstýpu sem algengast er að hitta fyrir í slíkum þroskasögum. Hann er tengdur náttúrunni og ímyndunaraflinu, skynjun hans á umhverfinu og „veruleikanum" nær langt undir yfirborð hlutanna, í list hans brjótast fram „dulrænir" kraft- ar og fyrirboðar. Snertitrú finnst honum fátœkleg af því ad hann veit ad á sumu er ekki hœgt ad snerta . . . Misskilning- ur snertitrúarmanna er versti skiln- ingur í heimi. (8—9.) Þessi orð standa í fyrsta kafla bók- arinnar og gefa tóninn fyrir söguna í heild. Saman við frásögnina af lífi og hugsunum Gríms fléttast ýmsir dularfullir og óútskýranlegir hlutir. Veröld Gríms er hinn íslenski „veru- leiki" með öllum þeim „óveruleika" sem hann býr yfir; hjátrú, draum- um, fyrirboðum o.s.frv. Nátengd náttúrueðlinu í persónu Gríms er barnsleg einlægni sem fylgir honum söguna á enda, hann tapar aldrei „barninu" í sjálfum sér nema ef vera skyldi á því tímabili í lífi hans sem frásögnin spannar ekki beinlínis, árin eftir snjóflóðið. Þessir tveir þættir í persónulýsingu Gríms; náttúrueðlið og einlægnin, gefa sög- unni allri óvenjulegt yfirbragð hlýju og væntumþykju, sem skilar sér ennfremur í frábærlega fallegum og Ijóðrænum stíl höfundar. Sagan er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn segir frá barnæsku Gríms og lífi hans í litlu sjávarþorpi. Lýst er innilegu sambandi hans við foreldra sína og systurina; Gottínu, sam- bandi hans við góðu nornina; Alf- rúnu, og ást hans á ungri ófrískri konu; Onnu. Frásögnin snýst þó aðallega um hugsanir hans og til- finningar, upplifun hans á umhverfi og náttúru, þar sem fjallið Tindur er sem upphaf og endir alls, faðmur sem umlykur heim Gríms, mið- punkturinn í öllum teikningum hans, og að lokum óbein orsök hins óhugnanlega harmleiks í lífi Gríms, þegar það svipti hann öllu því fólki sem hann elskaði. Þessi hluti bókar- innar endar í áhrifamiklu risi, snjó- flóðinu, sem þrátt fyrir vandlega undirbyggingu kemur lesanda í opna skjöldu og veldur n.k. „sjokki". Síðari hlutinn hefst þegar tíu ár eru liðin frá snjóflóðinu. Hlutarnir tveir eru tengdir saman með ljóði sem lýsir í fáum, hnitmiðuðum orð- um því ástandi sem Grímur hefur búið við þessi tíu „týndu" ár: Og öskur hans hljóöna verda í hjartanu söknudur nístandi angist hatur og þögn Og þráin að elska andlit lífsins horfin í vatn, fjall og mold uns lifna á ný Ijós, litir og ást. (217.) Eins og síðasta Ijóðlínan segir fyr- ir um lifnar Grímur þó við aftur, Jjað rennur upp fyrir honum ljós. I tíu löng ár hefur hann verið ákveðinn í að hugsa ekki til baka, ,,festast <ekki> í minninganeti tímans og hamast þar einsog hálfdaudur fiskur" (221), heldur lifa í gleymsku og þögn, og hætta að teikna. Þessu tímabili svartnættis er, eins og áður segir, ekki lýst nema í stuttu máli og einstaka svipmyndir frá því skjóta öðru hvoru upp kollinum í hugsun- um Gríms. Seinni hluti sögunnar hefst á þeim tíma þegar Ijósid er að renna upp fyrir Grími, á endurfœöingu hans. Hann segir frá myndlistarnámi Gríms í Reykjavík, sambandi hans við þrjár konur: litla stúlku; Svövu, gamla konu; Huldu, og Bergljótu; ástina hans. Hér má sjá hringbygg- ingu verksins, en sú hugsun að lífið gangi í hring, atburðir endurtaki sig (í lítið breyttri mynd), er gegnum- gangandi í allri sögunni (og raunar er það lífsskilningur sem Álfrún miðlar Grími). Samband Gríms við konurnar þrjár er sem endurómur af liðinni tíð: Álfrún/Hulda, Gott- ína/Svava og Anna/Bergljót. Líf Gríms sjálfs er einnig hringferli; frá sakleysi og gleði æskuáranna, í gegnum svartnætti sorgarinnar, og aftur til ljóssins, sakleysisins og gleð- innar í seinni hlutanum. Þessi hring- hugsun er nátengd þeirri tímahug- mynd sem fram kemur í sögunni, hefðbundnum skilningi á tíma er varpað fyrir róða, tíminn er frekar eitthvað sem býr innra með mann- inum og ekki verður auðveldlega útskýrt eða niðurnjörvað. (Athyglis- vert er að svipaða tímahugmynd er að finna í Gunnladar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur.) Seinni hlutinn endar einnig á áhrifamiklu og vel undirbyggðu risi. í gegnum list sína nær Grímur að endurskapa og endurupplifa fortíð sína og þannig endurheimta fólk sitt, ástina og ljósið. Andstæðurnar gott og illt, ljós og skuggi eru gegnumgangandi í allri frásögninni. Þær birtast í mönnun- um jafnt sem náttúrunni og tengjast fyrrnefndri hringhugsun sögunnar. Eins og hin lífgefandi og deyðandi náttúra sýnir andstætt eðli sitt í rás ÚTVARP SJÓNVARP Dœgurmál og klassík Rögnvaldar Hvítur, miðaldra millistéttarmaður Samkeppni útvarpsstöðvanna um hlustendur hefur svo sem ekki aukið fjölbreytni í útvarpsrekstri umtalsvert. Dægurmáladeild Rík- isútvarpsins, sem svo er nefnd, er hér undantekning. Þetta skilgetna afkvæmi samkeppninnar er fjöl- breyttasti og kraftmesti útvarps- vettvangurinn þessa mánuðina. Eitt dæmi um hvernig Ríkisút- varpið getur brugðist við sam- keppni þegar og ef það vill. Þetta batterí — dægurmáladeild — er vafalaust dýrt í rekstri, en Ríkis- útvarp á líka stundum að vera dýrt. Og það á að selja sig dýrt — í samkeppni. Skemmtilegir pistla- höfundar hafa verið fengnir til liðs við rás 2. Til dæmis Illugi Jökuls- son og Thor Vilhjálmsson. Skemmtilegheitin eru fyrst og fremst í því fólgin að báðir hafa mennirnir skoðanir á samtíman- um og liggja ekki á þeim. Thor fjallaði t.a.m. um kennara og „leiðbeinendur" í einum pistla sinna í liðinni viku með eftirminni- legum hætti. Er óskandi að forvíg- ismenn barnakennara hafi heyrt skoðanir Thors enda orð í tíma töl- uð. Sérstök ástæða er að vekja at- hygli hlustenda á því að atriðum úr dagskránni er ríkisútvarpað fyrir hádegi á sunnudegi og vel þess virði að teygja sig í tækið og skrúfa frá. Þetta er besta útvarps- efnið, þ.e.a.s. pistlarnir. Útúrboru- leg amrísk sveitatónlist og auglýs- ingaviðtöl undanskilin. Annars stendur rás 1 alltaf fyrir sínu. Þar er ástæða til aö benda á þætti Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara. Afbragðsþættir og unun að hlýða á Rögnvald sem lóðsar hlustendur um vegi klass- ískrar tónlistar af mikilli innlifun. Helgi Már Arthursson Á þriðjudagsnótt fékk ég mar- tröð. Mig dreymdi að ég væri hvít- ur, miðaldra karlmaður í millistétt. Sjúkdómurinn alkóhólismi herjaði á mig og það var tímabært að fara í meðferð. Um það leyti sem draumurinn var að snúast til betri vegar birtist Sölvína Konráðs. Hún tjáði mér að alkóhólismi væri ekki sjúkdómur, hann erfðist þar af leiðandi ekki eins og vísindamenn vilja halda fram og að auki væri enginn árangur af starfsemi SÁÁ. Þessir tæplega 8.000 íslendingar sem höfðu farið í meðferð og lifðu nú lífi án áfengis voru engin við- miðun. Sölvína vissi betur. Eina von mín var sú að ég var hvitur, miðaldra karlmaður af millistétt. Fræðslumyndin sem Stöð 2 sýndi á mánudagskvöldið um áhrif áfengis og kókaíns á heila- og líkamsstarfsemina var vel unnin. Jafnvel þótt Sölvína segi að þarna hafi verið á ferð sambland af áróðri og fréttamennsku. Sölvína veit allt best. Það fór ekki framhjá neinum sem horfði á Leiðarann, sem fylgdi á eftir myndinni. Fyrir okkur hin, sem erum ekki alvitur og viljum gjarnan vita meira um skaðann sem þessi vímuefni valda, var hins vegar fræðandi að horfa á myndina. Jón Óttar stóð sig með prýði fram að þeim kapítula sem hann fór yfir strikið og gerðist all- ókurteis við Árna Einarsson hjá áfengisvarnaráði. Stjórnendur þátta eiga ekki að halda ræðu um sínar persónulegu skoðanir. Það- an af síður að beina ásökunum til eins af gestum þáttarins. í heildina var Leiðarinn góður, en hefði ver- ið betri án Sölvínu. Hvers vegna í ósköpunum flytur manneskjan ekki af landi brott? Það hlýtur að vera óþolandi að búa í þjóðfélagi þar sem fólk segir að alkóhólismi sé sjúkdómur sem hægt er að halda í skefjum. Og það með með- ferð. Það fólk hefur enga trú á sál- fræðingi eins og Sölvínu. Anna Kristine Magnúsdóttir frásagnarinnar upplifir Grímur sömu andstæður í sjálfum sér. Tími sorgarinnar var einnig tími vonsku- verka og fólsku. Grímur á til fleiri þætti í skapgerð sinni en barnslega einlægni og góðmennsku. Hin svarta hlið í skapgerð hans er þó á vissan hátt fjarlæg í sögunni og markast það líklega af því að ein- ungis er sagt frá fólskuverkum hans sem liðnum glöpum frömdum í bældri örvæntingu sorgarinnar. Sem andstæðu við dauðann má segja að höfundur stilli upp ástinni. Ástin er lífgefandi og sambönd Gríms við allar konurnar í sögunni einkennast af ást. Og náskyld ást- inni er erótíkin og texti Vigdísar er þrunginn erótík, bæði í lýsingum á samskiptum manna og í náttúrulýs- ingum hennar. Flestöll sambönd Gríms við konur eru erótísk; sam- band hans og Gottínu, hans og Önnu, hans og Álfrúnar ekki síður en samband hans og Bergljótar. (Ég vona að engum detti í hug að texti Vigdísar sé klæminn; því fer víðs- fjarri.) Kaldaljós er óður til listarinnar. Listin leysir úr læðingi krafta í manninum og náttúrunni sem gefa lífinu aukið gildi um leið og hún er lífgefandi í sjálfu sér; bjargar mönn- um úr lífsháska. Þannig frelsar hún Grím undan ofurþunga harmleiks- ins, færir honum aftur gleðina, ljós- ið og ástina, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Þessi skáldsaga Vigdísar er án efa eitt athyglisverðasta skáldverk sem jólabókaflóðið færir okkur í ár. Texti hennar er magnaður og töfrum hlaðinn, sagan er í hæsta máta óvenjuleg, bæði í efni og formi. Vig- dísi tekst á frábæran hátt að galdra fram magnað samband lesanda við verkið; lesturinn kallar fram þessi sjaldgæfu tilfinningaviðbrögð hjá lesandanum sem bera vitni um að hér er ósvikið listaverk á ferðinni. Soffía Auður Birgisdóttir Draumsólir Gyrðir Elíasson. Gangandi íkorni. Mál og menning 1987. Gyrðir Elíasson hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, Gangandi íkorna. Ég beið hennar með nokk- urri eftirvæntingu, myndræn og kraftmikil Ijóð hans hafa nært mig um árabil. Gyrðir er með skemmti- legri stílistum og lifandi frásögn hef- ur frá upphafi verið áberandi í ljóð- um hans. I síðustu ljóðabókinni Blindfugli/Svartflugi er mynda- straumurinn stríður, einmitt í formi frásagnar. Skáldsaga er því eðlileg för fram skáldveg Gyrðis. Gangandi íkorni er tvískipt saga, saga drengs i sveit hjá rosknum hjónum og saga íkorna sem flytur til borgarinnar og sem skjótast þaðan aftur. Þróttmikið imyndunarafl drengsins ógnar sífellt veruleika sveitalífsins, kaupstaðarferðum og daglegu amstri. Drengurinn um- myndar raunveruleikann að vild og hjónin kalla hann sérvitran. Eins og í ljóðum Gyrðis, eru myndir skáldsögunnar mýmargar. Myndirnar skapa þó aldrei sundr- ungu eða taktleysi í stemmningum sögunnar, en viðhalda stöðugt ævintýraheimi sem umlykur dreng- inn. Með hugarfluginu öðlast dreng- urinn ógnvekjandi frelsi, hann máir út mörk tveggja aðskildra heima og hverfur inn í dýraveröld í eigin teiknum, í íkornaliki. Sjónarhorn íkornans er sjónarhorn drengsins þó frásagnarmáti sé annar, þeir eru eitt íkorni og drengur: Ég teikna ekki meira. Þess í stað fceri ég mig yfir ástóra auða svœðið og byrja að skrifa það sem ég sé ger- ast fyrir augunum á mér; íkorninn fer að hreyfast. Ekki útaf blaðinu, heldur inn t dökkan pappírinn. Trén umhverfis kofann bærast. Ég skrifa, og er þegar kominn hálfur inní myndina. Þarna er hlýtt loftslag, fallegt landslag, og mig langarekki til baka. Samt veit ég að ég mun ekki staldra lengi við hjá kofanum. Ég fer lengra, ég stíg skrefið til fulls, ég er orðinn að íkorna. Skáldsagan hverfur inn í hugar- heim drengsins, sjálfstæð og dular- full saga verður tii. íkorninn flytur til borgarinnar. Borgin er óhugguleg og myrk, völundarhús úr stein- HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.