Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 38
EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON IBg * Arsþing Knattspyrnusambandsins um helgina SKILAÐI GOTT SUMAR PENINGUM? A laugardaginn hefst ársþing Knattspyrnusambands Islands meö tilheyrandi umrœöum og naflaskod- un á starfi sambandsins undanfariö ár og reyndar undanfarin ár. Knatt- spyrnusúmband íslands er stœrsta sérsamband innan ÍSÍ og má laus- lega áœtla aö þingid sitji um 200 manns, bœöi kjörnir fulltrúar og aörir áhugamenn um íslenska knattspyrnu. Fyrir þessu þingi liggja mörg veigamikil mál, og einnig minni mál sem stundum veröa meg- inmál á þingi sem þessu, þar sem saman eru komnir fulltrúar ólíkra landshluta og ólíkra liöa meö ólíkar þarfir í sambandi viö störf knatt- spyrnusambandsins. Sennilegast munu koma fram einhverjar gagn- rýnisraddir á störf núverandi stjórn- ar KSÍog er þaö á engan hátt óeöli- legt aö slíkt heyrist á svo stóru þingi, þar sem víst er aö aldrei er hœgt aö reka svo stórt samband án þess aö hagsmunir og hugsanir rekist á. Þaö er œtlun mín aö rita góöan pistil eft- ir aö þinginu lýkur en þá munu vœntanlega liggja fyrir gleggri upp- lýsingar um störf stjórnar og fram- kvœmdastjóra KSI á þessu starfsári og einnig er vist aö einhverjar merkilegar fréttir veröa af þinginu sjálfu og störfum þess. Þegar litið er yfir það ár sem nú er að líða, með tilliti til starfa Knatt- spyrnusambandsins, verður það sennilega minnisstæðast fyrir ágæt- an árangur landsliðsins, þ.e. A-lands- liðsins, í leikjum ársins. Aðeins stóri skellurinn 0-6 gegn A-Þjóðverjum setur Ijótan svip á sumarið, sem að öðru leyti verður að teljast með afbrigðum gott. Það hafa margir orðið til þess að gagnrýna KSÍ fyrir það hvernig staðið er að málefnum landsliðsins og þá sérstaklega með tiliiti til vals landsliðsþjálfara. Þessar raddir hafa þó heldur hjaðnað eftir góðan árangur landsliðanna í haust en víst er að það verður eflaust deilt á þá ákvörðun KSI að ráða landsliðs- þjálfara, sem dvelur mestan hluta ársins eriendis, á komandi þingi. Annað mál sem eflaust verður tekið fyrir er sú ákvörðun KSÍ að halda þeim lottó-peningum, sem sambandið fær, inni í framkvæmda- geira þess en dreifa peningunum ekki til féiaganna. Á hitt ber að lita að KSÍ er skylt að halda uppi sam- eiginlegri starfsemi fyrir öll knatt- spyrnufélög og til þess að það bless- ist þarf sambandið mikla peninga auk þess sem þau fjölmörgu landslið sem haldið er úti af KSÍ krefjast óhemjufjármagns. Þá fá félögin lottó-peninga eftir öðrum leiðum. Annars eru það lottóið og þeir pen- ingar sem renna til íþróttahreyfing- arinnar í gegnum það sem virðast vera helsta umræðuefnið meðal þeirra er sjá um starfsemi íþrótta- félaga og annarra þeirra er láta sig íþróttir varða. I allri þeirri umræðu kemur gjarnan upp sú vangavelta hvað verði um Öryrkjabandalag ís- iands eftir svo sem fimm ár. Banda- lagið fær nú sennilega um 100 millj- ónir á ári í lottó-hagnað og hver veit nema það safni seðlum eftir örfá ár?!! Af þeim tillögum sem vitað er að verða lagðar fyrir þingið um helg- ina má nefna athyglisverða tillögu frá félögum í neðri deildunum þess efnis að stofnuð verði ein 10 liða 3. deild og 4. deild verði með svipuðu fyrirkomulagi og 3. deiidin er nú. Þá verði sérstök 5. deild sem verði svæðaskipt. Ástæða þessarar tillögu er sennilega sú trú margra smærri liða á suðvesturhorninu að þau séu í heild mun betri en lið annars stað- ar af landinu og að óeðlilegt sé að aðeins eitt lið frá þessum landshluta komist upp í 2. deild. Það má hins vegar benda á það að nú eru fjögur norðanlið í 1. deild og fæstir áttu von á því að tvö þeirra yrðu nokk- urn tíma 1. deildar lið. Þá er erfitt að segja tii um það hvort lið af þessum stærðargráðum hefðu efni á því að sendast um allt land til að keppa í einni 3. deild. Til stuðnings tillögu af þessu tagi má þó benda á fjölda liða í 3. og 4. deild og það að í einni deild kæmi styrkleiki liðanna betur í Ijós en í tveimur aðskildum riðlum, sem vissulega eru sterk meðmæli fyrir einni 3. deild. Sá þáttur í starfsemi KSÍ sem farið hefur vaxandi á undanförnum árum eins og reyndar hjá öðrum sérsam- böndum og félögum er þátttaka fyr- irtækja í fjárhagslegri uppbyggingu sambandsins. Þessarar þróunar hef- ur gætt hvað mest hjá Handknatt- leikssambandi íslands á allra síð- ustu misserum, en víst er að KSÍ stendur ekki langt að baki hvað varðar stuðning frá fyrirtækjum. Hvort sambandið hefur verið nógu duglegt við að auglýsa sig út á við eins og HSÍ verður sennilega til um- ræðu á þinginu en mörgum þykir sem sambandið falli nokkuð í skuggann af HSÍ hvað þetta varðar. Það má þó benda á að þessi sam- bönd starfa mest á ólíkum árstímum og núna er það handknattieikurinn sem á hug fjölmiðla en í sumar verð- ur ekki annað sagt en að knatt- spyrnan hafi fengið frábæra umfjöll- un. Hvort sú umfjöllun hefur skilað sér í peningum til KSÍ eða félaganna er hins vegar spurning sem margir vilja svara neitandi. Ekki meira um KSÍ að sinni, en væntanlega verður hægt að kafa nánar í starfsemi sambandsins í næstu viku þegar krónur og aurar eftir ársþing sambandsins liggja á borðinu. NBA-körfuknattleikurinn að byrja á Stöð 2 LA LAKERS MEISTARAR? Á laugardaginn byrjar Stöð 2 að sýna frá NBA-atvinnumannadeild- inni í körfuknattleik, sem á síðasta vetri sást reglulega þar á skjánum undir skemmtilegri stjórn Einars Bollasonar og Heimis Karlssonar. Víst er að margir aðdáendur körfu- knattleiks munu fagna komu körf- unnar á skjáinn enda ekki mikið um skemmtilega eða spennandi körfu- knattleiki hér á landi í vetur. Úrvalsdeildin í körfu hefur farið af stað í nánast kyrrþey enda spenn- ingur landsmanna fyrir handknatt- leik orðinn yfirþyrmandi og halda fjölmiðlar ekki vatni yfir atburðum úr þeirri íþróttagrein. Það sem er ekki síður athyglisvert er hversu góð skil fjölmiðlar hér á landi gera NBA-deildinni. Öll dagblöðin birta úrslit leikja og koma með pistla um deildina. DV sýnir skemmtilegasta fordæmið með því að fá Pétur Guð- mundsson, eina íslendinginn sem leikur í NBA-deildinni, til að skrifa um NBA einu sinni í viku — til ham- ingju DV. Þannig fær atvinnu- mannadeildin í Bandaríkjunum nánast svipaða umfjöllun og úrvals- deildin á Islandi. Þetta er ekki góðs viti fyrir körfuknattleikinn á land- inu og víst er að forráðamenn körfu- knattleiksliðanna hér á landi hugsa margir með söknuði til þess tíma er erlendir leikmenn spiluðu með ís- lensku liðunum og fullt var á hvern leikinn á fætur öðrum og karfan á allra vörum. Hvort sýningar Stöðv- ar 2 á leikjum frá NBA-deildinni verða til þess að menn fúlsa alger- lega við íslenskum körfuknattleik er ekki gott að segja, en víst er að munurinn á þessum deildum er óheyrilegur. Á meðan áhangendur NBA-körfu- knattleiksins kætast yfir komu hans á skjáinn kætist sá er þetta skrif- ar yfir þeirri velgengni sem amer- íski fótboltinn hefur notið meðal áhorfenda Stöðvar 2. í nýlegri könn- un sem gerð var á meðal áskrifenda kom í ljós að vel yfir 20% horfði að staðaldri á leikina sem sýndir eru á sunnudögum, en það er mjög hátt hlutfall þegar íþróttir eru annars vegar. Þessar vinsældir styðja einn- ig þá skoðun mína að engir séu Ameríkönum fremri í að matreiða íþróttaefni ofan í sjónvarpsglápara. Að lokum ætla ég að birta hér spá hins virta íþróttablaðs Sports lllu- strated um lokastöðuna í NBA-deild- inni eftir þetta keppnistímabil, en sérfræðingar blaðsins komast að þeirri niðurstöðu að LA Lakers vinni annað árið í röð og spili til úrslita við Detroit en ekki Boston. 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.