Helgarpósturinn - 03.12.1987, Page 40

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Page 40
mM ■ ý stjórn hefur verið kosin hjá Félagsútgáfunni hf. sem gefur eins og kunnugt er út tímaritið Þjóðlíf. Stjórnarformaður er nú Svanur Kristjánsson en aðrir í stjórninni eru Björn Jónasson í Svörtu á hvítu, sem er reyndar að- aleigandi útgáfunnar, Jóhann Antonsson og Pétur Reimars- son, framkvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík. Einnig má geta þess að ákveðið hefur verið að annar rit- stjóri verði ráðinn að Þjóðlífi og starfi þar við hlið núverandi rit- stjóra, Auðar Styrkársdóttur. Sá sem ráðinn hefur verið er gamall haukur í fréttamennskunni, Oskar Guðmundsson, sem lengi var á Þjóðviljanum og síðar hér á HP. Hlutafé Félagsútgáfunnar hefur ver- ið tvöfaldað í samræmi við aukin umsvif fyrirtækisins en Þjóðlífi ku hafa vaxið fiskur um hrygg að und- anförnu. . . u m þessar mundir stendur yfir undirbúningur að gerð kvik- myndar eftir bók Halidórs Laxness, Kristnihalds undir Jökli. Það er Kvikmyndafélagið Umbi, sem stendur að þessu verki í samstarfi við vestur-þýska aðila. Leikstjóri verður dóttir nóbels- skáldsins, Guðný Halldórsdóttir, framleiðandi Halldór Þorgeirs- son, tengdasonur Halldórs, Karl Júlíusson gerir leikmynd, en handritið vinnur Englendingur að nafni Gerald Wilson, þrautvanur handritahöfundur þekktra kvik- myndagerðarmanna og einn helsti lærifaðir íslenskra kvikmynda- gerðarmanna, sem sótt hafa menntun sína til Englands. Hann hefur m.a. gert handrit að kvik- myndum Michaels Winner og hann skrifaði handritið að síðustu kvikmyndinni, sem John Huston lék í. Sl. sumar var hafist handa um undirbúning að gerð myndarinnar, leitaðir uppi tökustaðir vestur á Snæfellsnesi og þegar hefur verið ákveðið, að Baldvin Halldórsson leiki Jón prímus, Sigurður Sigurjónsson Umba og Margrét Helga Jóhannsdóttir Uu . . . H H ■ eyrst hefur að menn í iðn- lánasjóði og iðnþróunarsjóði hafi rætt að setja f ulltrúa inn í stjórn- ir fyrirtækja Davíðs Scheving vegna þeirra erfiðleika sem fyrir- tæki hans lentu í vegna dósagossins. Óvíst er taiið hvort af þessu verð- ur.. . Góða helgi! Pú átt þaö skiliö ÞIZZAHISIIJ Grensásvegi 10, 108 R. S: 39933 im B . pru vinnuQds- \áta þét Uða betuf presidenl’s Lui aýia „orUubttann1^^ náttúturf aniheldnt bestu fe gúDesertblotnaU ^ eða auk; ^r'bSu^”otkub sorUu þ ’ öruverslun. i mat anss0N HF ÁSÍÐUSTU dögum Víetnamstríðsins er Björn Guðbrandsson við læknisstörf í Saigon. Skothvellir heyrast í fjarska og herir kommúnista nálgast borgina. Tveimur áratugum áður er Björn staddur í Tokyo á vegum bandaríska hersins. Kóreustríðið geisar og Björn kemst í kynni við mannlegar hörmungar og ógnir styrjalda. Víða liggja leiðir ... Björn barnalæknir hefur séð tímana tvenna og komið víða við. Hann rifjar upp æskuárin í Skagafirði þegar örþreyttir sveitalæknar riðu um héruð og börn hrundu niður úr barnasjúkdómum. Síðan víkur hann að dvöl sinni í Þýskalandi eftir stúdentspróf og lýsir kynnum sínum af forsprökkum nasista árið 1939 þegar Evrópa rambaði á barmi heimsstyrjaldar. ... gieði og raunir ... Á stríðsárunum stundar Björn nám við læknadeild Háskóla íslands og er um leið qðstoðarlæknir á Vífilsstaðahæli. Hann lýsir af hreinskilni baráttuþreki og dauðastríði sjúklinganna, daglegu lífi þeirra, gleði og raunum. Síðan heldur Björn vestur um haf og verður þar einn af fyrstu sérfræðingum íslendinga í barnalækningum. Hann lýsir sérstæðum mönnum og eftirminnilegum atburðum í lífi sínu sem maður og læknir í stríði og friði. ... spilltir kerfismenn - og börn. Eftir Kóreustyrjöldina tekur Björn til starfa við Landakotsspítala í Reykjavík. í sögu sinni bregður hann upp minnisstæðum myndum úr læknisstarfi sínu og spítalalífi, stefnumótum við dauðann, sorgum og sigrum. Hér kemur margvíslegt fólk við sögu - læknar, hjúkrunar- fólk, templarar, náttúruverndarmenn, spilltir kerfismenn - og börn. 0 FORLAGIÐ FRAKKASTÍG 6A SÍMI 91-25188 40 HELGARPÓSTURINN AUK hí. X7.3/SIA

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.