Helgarpósturinn - 17.12.1987, Page 27

Helgarpósturinn - 17.12.1987, Page 27
VETTVANGUR Viðskiptí Tolvufræðslunnar við Helgarpóstínn Tilefni þessarar greinar er skrif Helgarpóstsins í síðustu viku um Tölvufræðsluna, en sú stofnun rekur umfangs- mikla starfsemi á sviði menntunar í nútímatækni, eink- um tölvutækni fyrir viðskiptalífið. Sami stíll er á fréttaflutningi HP um þessa starfsemi og á öðrum svið- um sem HP kýs að taka fyrir: Vægur æsingastíll með raunhæfu ívafi í tölu-töfluformi, til að gefa skrifun- um alvörublæ. Astæða skrifa blaðsins er, sam- kvæmt yfirskrift greinarinnar, óstjórnlegt skipulagsleysi, allt í kaos og allir að gefast upp, að nemendur séu lokkaðir á námskeið hjá Tölvu- fræðslunni á fölskum forsendum, o.s.frv. Sem annar stofnenda Tölvu- fræðslunnar og fyrrverandi skóla- stjóri hennar hlýt ég að þurfa að svara þessu, enda bæri ég ábyrgð á því ástandi sem HP lýsir við skól- ann, en til allrar hamingju er það langt frá veruleikanum. I sjálfu sér eru svona skrif ekki verð svars, en í ljósi þess að HP hef- ur náð umtalsverðri útbreiðslu er ekki stætt á því að þessi niðurrifs- starfsemi blaðsins í garð Tölvu- fræðslunnar fái að standa án at- hugasemda. Tölvufræðslan skuldar Helgar- póstinum 18 þúsund krónur, og dett- ur mér helst í hug að þetta sé nýstár- leg aðferð hjá blaðinu til að inn- heimta reikninga, en meir um það síðar. SKRIFSTOFUTÆKNINÁM HP tekur sérstaklega fyrir þriggja mánaða nám hjá Tölvufræðslunni sem hlotið hefur heitið skrifstofu- tækninám. Nám þetta kostar nem- andann 80 þúsund krónur, og ein- mitt þessi upphæð „fúttið" sem HP sér í spilinu. Að vanda fóru HP- menn af stað og náðu í nokkra óánægða nemendur, og eru þeir aðalpersónurnar í skrifunum. Skrifstofubákn, eins og það hefur þekkst í aldaraðir, hefur alltaf vakið furðu. Það er útbreidd skoðun, bæði hérlendis og annars staðar, að „hvít- flibbarnir", sem vinna við pappírs- vinnu, bókhald, ritvélar og nú síðast tölvur, séu afætur, og að samanbor- ið við fiskvinnslu, vegagerð og iðn- aðarstörf sé ekki hægt að kalla skrif- stofustarfsemi vinnu. Ég neita því ekki, að sjálfum hefur mér fundist verkamannavinnan líkj- ast meira „alvöruvinnu" en sú starfsemi sem á sér stað í hreinu og vingjarnlegu umhverfi nútímaskrif- stofu. Allir virðast brosa þar og eng- inn er stressaður. Þannig skulu ein- mitt skrifstofur vera, sem skrifstofu- tæknum er kennt að skipuleggja. Afi minn vann í banka í Reykjavík. Hann vann við að leggja saman töl- ur. Hann var tölva þeirra daga og menntun hafði hann fengið við nám í Verzlunarskóla íslands. Ekki var erfitt að vinna í bankanum, en stundum um mánaðamót, þegar stemma þurfti bækurnar, þurfti hann að vinna mikla yfirvinnu við að leggja saman tölur í stórum bók- haldsbókum, ýmist með samlagn- ingarvél eðaíhuganum,enþaðátti betur við hann og var fljótlegra. Ég bar mikla virðingu fyrir þessum starfa hans. í dag leysa tölvur afa minn af hólmi, og eflaust hefði hann þurft á skrifstofutækninámi að halda, ef hann væri enn við störf. Skrifstofu- tæknin hefur breyst á byltingar- kenndan hátt með tilkomu tölv- anna. Fidel Castro, einræðisherra Kúbu, rak einu sinni allt skrifstofufólk úr borgunum út á akra til að vinna við sykuruppskeru, og frestaði jólum fram í janúar til að fá sem mest út úr mannskapnum. Uppskeran minnk- aði ár frá ári á þessum tíma, og grunar mig að meðal annars hafi það verið vantraust á skrifstofu- starfsemi sem hafði þessi áhrif á framleiðniminnkunina hjá honum. Sem betur fer er meiri skilningur í dag á mikilvægi skrifstofuvinnu en Castro hafði. I byrjun áttunda áratugarins varð ljóst að mikið átak þyrfti til að end- urmennta fólk á skrifstofum, eða öllu heldur að mennta fólk í nýjum aðferðum við skrifstofuvinnu. Jafn- framt gerðu menn sér grein fyrir því, að á skrifstofu á sér stað upplýs- ingastreymi sem er lífsnauðsynlegt fyrir starfsemi fyrirtækisins, hvort sem það er banki, iðnaðarfyrirtæki, verðbréfamarkaður, bílaverkstæði eða heilt þjóðfélag. Árið 1979 var Tölvuskólinn stofn- aður af Reyni Hugasyni, en þá var vitundin að vakna um þá stórkost- legu hagræðingu sem tölvur hafa í för með sér. Stjórnunarfélag Islands setti á laggirnar tölvufræðslu 1982 og í kjölfar fylgdu aðrir einkaskólar sem allir eru hættir starfsemi nú. Tölvufræðslan var stofnuð 1984, og er það eingöngu fyrir mikla at- orku og framsýni Elierts Ólafssonar, forstjóra Tölvufræðslunnar, sem hún er enn á lífi og hefur ekki farið sömu leið og allir hinir einkaskól- arnir. Tölvufræðslan byrjaði með hendurnar tómar. Stjórnunarfélag íslands, sem hafði góðvild og bakhjarl til að standast erfiðieikana í rekstri nýrrar starf- semi, rekur enn tölvukennslu, og er það einnig dæmi um þrautseigju og trú á framtíðina. INNTÖKUKRÖFURNAR HP hefur það eftir „óánægðum nemendum" að engar kröfur séu gerðar til þátttakenda í skrifstofu- tæknináminu. Það er ekki rétt, en þarfnast nánari skýringar. Skrifstofutækninámið er fyrsta nám sinnar tegundar hérlendis og þótt víðar væri leitað. Tilgangur námsins er að kenna skrifstofufólki nýjungar í skrifstofutækni, en nýj- ungarnar koma í röðum þessa dag- ana. Nú eru til dæmis FAX og tölvu- net að verða algeng á skrifstofum, en það var ekki fyrir tveimur eða þremur árum. í skrifstofutæknináminu er þáttur, sem allir skólar hafa vanrækt fram að þessu, en það er að sýna fram á mikilvægi skrifstofustarfsemi í fyrir- tækjaheildinni og leitast við að skrifstofutæknirinn „sjái skóginn fyrir trjánum". Það er alltof algengt að fólk stundi „rútínustörf" á skrif- stofu, án þess að gera sér grein fyrir heildarstarfseminni, hvorki tilgangi fyrirtækisins né heildarskipulagi skrifstofunnar sjálfrar. Margir nemendur telja einmitt þennan þátt hafa verið mikilvægast- an, aukið sjálfstraust þeirra og ör- yggi. Hver hefur ekki fundið fyrir vanmætti gagnvart kerfi eða bákni sem það skilur ekki? í skrifstofu nútímans er mikilvæg- ara að þekkja heildargang málanna en að vera sérfræðingur á afmörk- uðu sviði. Þetta stafar af því, að margar sérfræðigreinar sem áður þurftu menn eins og afa minn, með hæfileikann að geta lagt saman hundrað sex stafa tölur í huganum, hafa tölvuvæðst. Heildarskipulag er aftur á móti enn í höndum mann- anna og verður það svo lengi sem menn stjórna vélum en ekki öfugt. Dæmi um tölvuvæðingu sérfræði- greina er tölvubókhald, sjálfvirk leiðrétting á stafsetningu, toll- skýrslugerð á tölvu, svo eitthvað sé nefnt. Það að hafa ekki áralanga reynslu af útfyllingu tollskýrslna kemur ekki að sök í dag, en var talið nauðsynleg þekking fyrir örfáum árum til að sinna þeim störfum. Nú leyfist mönnum einnig að skrifa bréf og ritgerðir án þess að verða sér til skammar út af stafsetn- ingunni, þótt enn sé nauðsynlegt að innihaldið sé skynsamlegt. Tölvan hefur innbyggða orðabók og fer yfir textann. 1 Ijósi þessa er eðlilegt að kröfurn- ar sem gerðar eru til fólks sem vill stunda skrifstofutækninámið séu nokkuð aðrar en við inntöku í aðra skóla. Krafist er skynsemi og áhuga frekar en sérþekkingar. Það er ekki rétt að hver sem er geti stundað nám í skrifstofutækni án þekkingar, en það viil svo til, þótt HP-menn hafi ekki tekið eftir því, að á íslandi er almenningsmenntun á hæsta stigi. Langflestir ljúka gagn- fræðaskólanámi og langflestir eru vel af guði gerðir, skynsamt og ró- legt fólk. Nýleg rannsókn á ungu fólki í ís- lenskum framhaldsskólum, um ósk þess á framtíðarvinnu, leiddi í ljós að flestir vilja vera í ábyrgðarstörf- um, en fæstir vilja vinnu án ábyrgð- ar. Þeir sem leita í skrifstofutækni- nám hafa einmitt áhuga á að losna úr rútínustarfi, og stunda námið af miklum áhuga, en áhugi er mikil- vægasti þátturinn til að ná árangri í náminu. Haustið 1986, þegar skrifstofu- tækninámið hófst, var haldið inn- tökupróf. Það reyndist vel, en tak- markaði aðsóknina. Af 150 manns sem fengu send sýnishorn af inn- tökuprófi, mættu aðeins 35 til prófs. Það var því tekið til þess ráðs síðast- liðið vor að takmarka ekki inntöku, en stóla frekar á áfangapróf, til að meta árangur námsins. Reynslan hefur þegar sýnt að þetta fyrir- komulag er vel viðunandi. N YJUNGAR í MENNTUN Á ÍSLANDI Tölvufræðslan hefur átt í vök að verjast í viðskiptum við hið opin- bera menntakerfi. Hún er litin horn- auga af þeim aðilum sem lifa af opinberu fé. Þetta er að vissu leyti skiljanlegt. Margir skólamenn inn- an opinbera kerfisins horfa eflaust öfundaraugum á einkastarfsemina, sem hefur frelsi til þess að ráða inni- haldi menntunarinnar án afskipta frá opinberum nefndum, sem oft næra meðalmennskuna af miklu kappi. Opinberir skólar kvarta sí- fellt um fjársvelti, jafnvel þótt kostn- aður per nemanda, sem hið opin- bera verður að greiða, sé miklu hærri en hjá einkaskólum. í þessu umhverfi er ekki að undra þótt einkaskólar komi með nýjung- ar. Tölvufræðslan setti skrifstofu- námið á laggirnar án nokkurs sam- ráðs við háskólann eða mennta- málaráðuneytið og er það vel. HP ætti að athuga hvað hver nemandi í háskólanum kostar hið opinbera. Telja má þessi hlutverkaskipti milli einkaaðila í kennslu og hins opinbera eðlileg. Hið opinbera á að kenna hefðbundnar greinar, undir- stöðuatriði. Það hefur ekki sveigj- anleika eða ráð á því að eltast við allar nýjungarnar, t.d. nýtt rit- vinnslukerfi, nýja aðferð við skjala- vörslu, o.s.frv. Það er ljóst að hið opinbera menntakerfi mun taka upp svipað nám og skrifstofutækninámið í framtíðinni, þegar þörfin eykst. Það er skylda hins opinbera að veita þegnunum nauðsynlega menntun. Við í einkageiranum fögnum því, enda er nóg af nýjungum sem við viljum frekar takast á við í framtíð- inni. GLOGG-PARTIIÐ Ellert Ólafsson, forstjóri Tölvu- fræðslunnar, hringdi í mig fyrir tveimur vikum og bauð mér í glögg. Tilefnið var að kalla saman fyrsta skrifstofutæknahópinn, sem útskrif- aðist fyrir ári, til að samgleðjast eina kvöldstund og bera saman bæk- urnar um árangur úti í lífinu. Ég frétti fyrst af grein Helgar- póstsins þegar ég mætti til leiks sl. föstudag. „Konan", sem HP hafði viðtal við og sem mest gagnrýndi Tölvufræðsluna, var þar mætt ásamt skólasystkinum sínum, og fór vel á með okkur öllum. Ekki var þá útreiðin verri en svo, að hún sá sér fært að mæta og þiggja veitingar og fá að gjöf nýjustu bækurnar sem Tölvufræðslan gaf út á þessu ári. Ég verð því að taka undir orð nú- verandi skólastjóra Tölvufræðsl- unnar, Óskars B. Haukssonar, að það sé alltaf einhver óánægður í hverjum hópi. Hitt er svo maka- iaust, hvernig Helgarpóstinum tekst að kreista það versta úr öllum við- mælendum sínum. HELGARPÓSTURINN 27 Gagnrýnin rétt í septembermánuöi sl. birtist í Helgarpóstinum grein um fullorð- insfrcedslu. Var þar m.a. minnst á 80 þúsund króna skrifstofutœkni- námskeið ogsagt, að fólki í vinnu- miðlun þœtti nemendum gefin þar of fögur fyrirheit miðað við starfs- möguleika þeirra að námi loknu. Ekki var minnst einu orði á nafn fyrirtœkisins og hefði að öllum lík- indum aldrei komið til frekari skrifa um þetta mál efEllert Ólafs- son, forstjóri Tölvufrœðslunnar í Reykjavík, hefði ekki fengið birta eftir sig grein um tölvunámskeiðin í Morgunblaðinu þann 25. sept- ember. Eftir birtingu hennar hringdu nefnilega á ritstjórn HP bæði fyrrverandi nemendur og kennarar fyrirtækisins, ásamt nemendum sem þá voru á skrif- stofutækninámskeiðinu. Sú fullyrðing Kristjáns Ingvars- sonar, fyrrverandi skólastjóra Tölvufræðslunnar, að HP-menn hafi „farið af stað“ og „náð í“ óánægða nemendur vegna ein- hverrar 18 þúsund króna auglýs- ingaskuldar er því auðvitað fárán- leg. Blaðamönnum HP er auðvit- að ýmislegt til lista lagt, en þeir hafa ekki aðgang að þátttökulist- um skóla úti í bæ. Hvað þá að þeir finni það á sér, ef fólk er óánægt vmeð námskeið sem það hefur tek- ið þátt í. Og varðandi þá aðdrótt- un, að Helgarpósturinn sé með greinarskrifum sínum að hegna Tölvufræðslunni fyrir að neita að auglýsa í blaðinu, má geta þess, að ekki er lengra síðan en í sept- ember að fyrirtækið birti auglýs- ingu í HP með uppáskrift Ellerts Ólafssonar forstjóra. í grein okkar í síðustu viku var rætt við fimm af þeim aðilum, sem samband höfðu við okkur í kjölfar Morgunblaðs- greinar forstjórans. Þetta voru þrír nemendur, sem voru að Ijúka námi, einn af fyrsta skrifstofu- tækninámskeiðinu og kennari, sem fékk apríllaun sín frá Tölvu- fræðslunni greidd í september eft- ir að lögfræðingur hans hafði stefnt fyrirtækinu. Á síðustu dög- um höfum við þar að auki heyrt af fleiri aðilum, sem kvartað hafa undan skipulagsleysi á skrifstofu- tækninámskeiðunum. Það skal hins vegar skýrt tekið fram — rétt eins og í greininni í síðasta tölu- blaði — að gagnrýni nemendanna takmarkast að sjálfsögðu við kennslu þess bekkjar, sem við- komandi sátu í. Á síðustu önn voru t.d. fjórir bekkir og voru við- mælendur okkar þrír úr sama hópnum. Sömu sögu var að segja um nemandann af fyrsta nám- skeiðinu, en eftirfarandi var m.a. haft eftir honum í greininni: „Ég heyrði hins vegar frá nemanda á kvöldnámskeiði, sem var mjög ánægður. Það virtust t.d. vera miklu fleiri kennarar á kvöldin." Það er síðan ekki rétt hjá for- svarsmönnum Tölvufræðslunnar að viðmælendur okkar þrír hafi verið þeir einu óánægðu í bekkn- um. Við höfum t.d. frétt af nem- anda, sem fékk styrk úr námssjóði til að koma á námskeiðið og gaf sjóðstjórninni síðan afar nei- kvæða skýrslu um reynslu sína. Var umkvörtunarefnið aðallega tengt mikiu skipulagsleysi, eins og hjá viðmælendum Helgarpóstsins í síðustu viku. Þarna er um að ræða fjölmenna bankastofnun og hefur umræddur sjóður þegar fengið nokkrar styrkumsóknir til viðbótar vegna fyrirhugaðs náms hjá Tölvufræðslunni. Eftir umsögn starfsmannsins hefur stjórnin hins vegar farið á stúfana og er að kynna sér það, sem í boði er hjá öðrum fyrirtækjum. Að sögn eins stjórnarmeðlimsins vilja þeir að vonum ekki gefa fólki þriggja mánaða frí á fullum launum og greiða þar að auki 80 þúsund krónur í þátttökugjald, þegar í um- sögn styrkþega er talað um skipu- lagsleysi, lélegan undirbúning kennara og annað í þeim dúr. Það skal þó tekið fram, að annar styrk- þegi sömu stofnunar var á sams konar námskeiði en á öðrum tíma dags og var hann alveg sáttur við námið. Að lokum má geta þess, að Lúðvík Friðriksson, framkvæmda- stjóri Rafreiknis, tekur undir þá gagnrýni að skrifstofutækninám- skeiðin einkennist af yfirgengi- legu skipulagsleysi. Fyrirtæki hans hefur útvegað Tölvufræðsl- unni kennara í sumum kennslu- greinum og segist Lúðvík ekki lengur láta bjóða starfsfólki sínu þá framkomu, sem það hefur mátt þola af forsvarsmönnum skólans. „Mitt fólk kemur ekki framar þarna inn fyrir dyr,“ sagði Lúðvík Friðriksson í samtali við HP. „Kennurum er skipað að mæta, en þeir ekki beðnir eða spurðir. Og stundum hef ur fyrirvarinn ver- ið nánast enginn. Síðan kemst maður að því að tvö námskeið hafa verið sett á sama tímann — með sama kennaranum! Og ann- að er eftir því. T.d. hafa mínir kennarar þurft að búa sjálfir til námsgögnin, því þess hefur ekki verið gætt að hafa þau tiltæk, þeg- ar á þarf að halda. Þarna er líka blandað saman fólki með afar mis- munandi bakgrunn, sem er mjög óheppilegt. ;Það verður helst að flokka nemendur niður og hafa fólk saman, sem er á svipuðu stigi. Annars gengur kennslan aldrei nógu vel.“ JL

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.