Helgarpósturinn - 17.12.1987, Qupperneq 32
SPENNANDI
Ajólunum veljum við gjarnan það sem
okkur þykir best á jólaborðið og
auðvitað helst sem þjóðlegast. íslenska
lambakjötið er hráefni sem á fáa sína líka,
svo meyrt og safaríkt ef það er meðhöndlað
rétt. Spennandi lambastórsteik er tromp á
jólaborðið. Hér er uppskrift af einni
ómótstæðilegri.
Hilmar B. Jónsson valdi þessa gimilegu
jólasteik handa okkur með óskum um
gleðilega hátíð.
Látið lambalærið þiðna í kæliskáp í 3-5
daga, helst í loftþéttum umbúðum.
Skerið mjaðmabeinið frá og hreinsið
leggbeinið. Skerið einnig mest af fitunni frá
ef lærið er of feitt. Stingið um 2 sm djúp göt í
lærið með 3-4 sm millibili. Geymið beinin og
kjötið utan af leggbeininu.
Skerið sellerístilkana og blaðlaukinn í
bita. Hitið olíuna á pönnu, setjið grænmetið
á pönnuna og kraumið þar til það fer aðeins
að taka lit. Bætið þá piparnum,
rósmarínkryddinu, sojasósunni,
sítrónusafanum og líkjömum útí og látið
Lambalæri
með Kahlua-sósu
Fyrir6-7.
1 meðalstórt lambaJærí
2 msk matarolía
3 seUerístilkar
'/2 blaðlaukur (púrrulaukur)
1 tsk græn eða hvít piparkom
1 tskrósmarín (sléítfull)
2 di Kahlua-kaBilíkjÖr
2 msk Kikkoman sojasósa
saS úr 1 sítrónu
salt
2 dl Ijóst kjötsoð
dökkur sósujafharí
WBBBBHKMBRKBMSBBBRá
h„ vflt hátöanna*-
'*** MARI<AE)SNEFND
sjóða í 3-5 mín. Kælið blönduna og hellið
henni síðan í sterkan plastpoka. Setjið
lambalærið í pokann og bindið vandlega
fyrir. Látið sem minnst loft vera í pokanum.
Takið utan um legginn á lærinu og sláið
pokanum með lærinu í nokkrum sinnum
þétt niður á borð. Snúið lærinu í hvert sinn.
Þetta er gert til þess að fá safann í pokanum
vel inn í holumar á kjötinu.
Geymið pokann með lærinu á köldum
stað í um einn sólarhring og snúið honum
öðm hvom og nuddið safanum vel inn í
lærið um leið.
Hitið ofninn í 220°C.
Takið lærið úr pokanum og skafið
kryddblönduna utan af með bakkanum á
borðhníf. Geymið blönduna. Kryddið lærið
með salti (og meiri pipar ef þurfa þykir).
Höggvið mjaðmabeinið í 4 eða 5 bita og
skerið hækilkjötið í bita. Leggið þetta í
hæfilega stóra steikarskál eða skúffu og
leggið lambalærið ofan á. Steikið kjötið í
ofninum þar til það er búið að fá á sig
fallegan lit. Minnkið þá hitann á ofninum
niður í 180°C. Eftir um einnar klst. steikingu
er kryddleginum sem eftir var ásamt
kjötsoðinu hellt yfir kjötið og það síðan
steikt í um 15-30 mín. í viðbót.
Færið lærið yfir á fatið sem þið ætlið að
bera það fram á og geymið í heitum og
hálfopnum ofninum á meðan sósan er löguð.
Sigtið soðið úr steikarskálinni yfir í pott
og bragðbætið með salti og pipar eftir
smekk. Látið suðuna koma upp á soðinu og
þykkið það hæfilega með sósujafnara.
Berið kjötið fram með nýju, soðnu
grænmeti og einhverju ljúffengu til þess að
skola því niður.
DAGBÓKIN
HENNAR
DÚLLIf
Kæra dagbók.
Ég er alveg komin í steik með jóla-
gjafirnar. Það er allt svo dýrt, að ég
veit bara ekkert hvað ég get keypt.
Fyrir utan það, að allir eiga auðvitað
allt. Eða bráðvantar a.m.k. ekki
neitt sérstakt.
T.d. hún amma á Einimelnum.
Það er nú ekkert eðlilegt hvað hún
á af drasli, manneskjan. Húshjálpin
hennar er líka alltaf að kvarta yfir
því að þurfa að þurrka af öllu dót-
inu. Gluggakisturnar eru yfirfullar
af brothættum styttum, kertastjök-
um, blómavösum og svoleiðis. Líka
öll borð og allar hillur á heimilinu.
Svo er alveg hellingur af lömpum og
öskubökkum og blómum og ég veit
ekki hvað og hvað.
Amma situr síðan í öllu þessu
drasli — í heilu einbýlishúsi — alein!
Váá, maður. Ef ég væri hún hefði ég
sko selt kofann fyrir löngu og fengið
mér svona litla þjónustuíbúð, eins
og alltaf er verið að tala um.
(Mamma sagði, að þær væru svo
dýrar að amma þyrfti kannski að
borga eitthvað á milli. Þetta sýnir nú
bara hvað hún er klár í reikningi, en
hún sagðist vita dæmi um fólk, sem
lenti í þessu. Ég trúi því aldrei. Klárt
mál. Eins og heilt hús í Vesturbæn-
um sé ekki meira virði en einhver
þjónustuíbúð!) En amma vill ekkert
flytja, af því að afi byggði þetta hús
handa henni í gamla daga og hún
getur ekki hugsað sér að eitthvað
ókunnugt fólk setji húsgögnin sín
inn í hennar hús, rífi veggfóðrið nið-
ur, smíði nýja eldhúsinnréttingu og
máli allt hvítt. Og hún hefði ekki
einu sinni lykil að húsinu! Það finnst
henni hámarkið.
En talandi um jólagjafir, þá er jafn-
vonlaust að gefa henni ömmu föt og
„eitthvað í heimilið". Hún slítur
nefnilega engu lengur. Ekki einu
sinni skónum. Hún kaupir bara nýja,
ef tískan breytist rosalega og hinir
verða hallærislegir. Svo á hún hell-
ing af peysum, treflum, vettlingum,
sloppum, slæðum, náttkjólum og
öllu því, sem bara liggur pent og
samanbrotið inni í skáp og haggast
ekki. Gamlar konur eru alveg rosa-
lega penar með sig. Vonandi kemst
hún bráðum á það stig að hella nið-
ur á sig. Þá myndi kannski eitthvað
eyðileggjast og við gætum gefið
henni annað svoleiðis . ..
Pabbi er annars álíka vandamál
og amma, en bara öðruvísi. Við
krakkarnir erum búin að gefa hon-
um óteljandi slifsi, sokka, vesti, nátt-
föt, skyrtur, inniskó og trefla. Fyrir
utan alla hanskana, sem hann hefur
týnt út um allar trissur. Ég get bara
helst ekki hugsað mér að gefa hon-
um eitthvað af þessu — einn gang-
inn enn.
Hún mamma er miklu auðveldari.
Það er hægt að gefa henni alls kon-
ar pæjudót, því henni finnst hún
ennþá vera svo ung. Hún stelur
meira að segja oft fötum frá Stebbu
systur! Mamma er .líka ógeðslega
móðgunargjörn með gjafir. Hún tal-
aði ekki við ömmu á Éinimelnum í
heilan mánuð eftir að sú gamla gaf
henni kokkabók í afmælisgjöf. Og
það var örugglega lítið gaman að
vera pabbi, þegar hann fann upp á
að gefa mömmu stóra hræri- og
hakkavél í jólagjöf. Honum fannst
þetta alveg meiriháttar hjá sér og lét
meira að segja kæfu-uppskriftina
hennar ömmu fylgja með, skraut-
ritaða. (Það var kannski einum of, af
því að mamma veit hvað hann er
sjúkur í Einimels-kæfuna. En ég
held að grey kallinn hafi bara ætlað
að vera góður við hana...)
Bless, bless. Dúlla.
FISHER
SBsjjjSS REVKJAVÍK SÍMI 622555
SJÓHVARPSBðMH
32 HELGARPÓSTURINN