Helgarpósturinn - 17.12.1987, Page 47
FRETTAPOSTUR
Mótmælaaðgerðir á Alþingi
Fundir Alþingis töfðust á fimmtudag í síðustu viku vegna
mótmælaaðgerða stjórnarandstöðuflokkanna. Þingmenn
þeirra gengu úr salnum þegar Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra mælti fyrir frumvörpum í efri deild. Fyrr
um daginn hafði Albert Guðmundsson hótað að stöðva af-
greiðslu allra frumvarpa með málþófi. Fundi í efri deild var
frestað þar sem þingmenn Borgaraflokks voru ekki við-
staddir, en hann hófst síðdegis. Þá bar það til tíðinda að full-
trúar stjórnarandstöðunnar kröfðust fundarhlés þegar
komið var að fjármálaráðherra að mæla fyrir frumvörpum
ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um söluskatt,
vörugjald og tolla. Að loknu hléi krafðist Svavar Gestsson
þess fyrir hönd stjórnarandstöðu að rætt yrði um frumvörp-
in, hvert fyrir sig. Fjármálaráðherra hélt ræðu sinni áfram
og gengu þá þingmenn stjórnarandstöðunnar út meðan á
henni stóð. Fundi var síðan frestað fram á kvöld, en þá
ræddu stjórnarandstæðingar hvert frumvarp fyrir sig.
• Á fimmtudag í síðustu viku bar það einnig til tíðinda að
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sat ekki ríkis-
stjórnarfund, sem haldinn var að morgni dags. Sagðist hún
standa og falla með því að húsnæðisfrumvarpið yrði afgreitt
fyrir jólaleyf i og segir það ljóst að það mál ráði úrslitum um
hvort hún sitji áfram í ríkisstjórninni. Frumvarpið var síð-
an tekið fyrir á dagskrá kvöldfundar Alþingis á fimmtu-
dagskvöld og var síðan samþykkt á kvöldfundi á laugar-
dagskvöldið. Frumvarpinu hefur verið vísað til efri deildar.
• Staða fiskvinnslunnar í landinu er afar erfið um þessar
mundir og af þeim sökum hefur Samband fiskvinnslu-
stöðva óskað eftir fundi með forsætisráðherra, fjármálaráð-
herra og sjávarútvegsráðherra. Þar mun fiskvinnslan óska
eftir að hætt verði við að leggja 1% launaskatt á fiskvinnsl-
una og að ekki verði hætt við að greiða henni uppsafnaðan
söluskatt, en hvort tveggja er áformað. í október reiknaðist
til að fiskvinnslan væri rekin með 3%-4% tapi, en síðan þá
hefur sigið enn meira á ógæfuhliðina.
• Meira en hálfum milljarði króna verður varið á fjárlögum
til að niðurgreiða aukalega íslenskar landbúnaðarafurðir,
aðallega kindakjöt, fyrir útlendinga á næsta ári. Uppbætur
á útfluttar landbúnaðarafurðir verða 63 milljónum króna
hærri en ráðgert hafði verið í haust.
• Til tíðinda dró á fundi sjávarútvegsnefndar neðri deildar
Alþingis á fimmtudaginn var, þar sem kvótafrumvarpið var
til umræðu. Nefndin kallaði fyrir sig fulltrúa frá hags-
munaaðilum og kom í ljós að þeir höfðu fengið í hendur drög
að reglugerð um framkvæmd frumvarpsins frá sjávarút-
vegsráðherra, en nefndarþingmenn höfðu ekki séð reglu-
gerðina. Ekki var gert ráð fyrir að frumvarpið kæmi til ann-
arrar umræðu fyrr en seint í þessari viku.
• Stærsti vinningurinn í sögu Getrauna, 5 milljónir króna,
kom í hlut einnar f jölskyldu um síðustu helgi. Það voru f jór-
ir herrar, sem allir starfa hjá Almennum tryggingum, sem
notuðu stærsta kerfisseðilinn í þetta skiptið með fyrr-
greindum „afleiðingum"!
• Davíð Oddsson borgarstjóri boðaði til skyndifundar með
þingmönnum höfuðborgarinnar þegar ljóst varð að Reykja-
víkurborg hafði verið skilin eftir við f járveitingar til sveitar-
félaga. Fundurinn með þingmönnunum varð til þess að
unnt var bjarga f jármagni svo bygging tveggja heilsugæslu-
stöðva í borginni stöðvast ekki.
• Fíkniefnalögreglan handtók í síðustu viku þrítugan
mann sem stundað hafði framleiðslu á amfetamíni í íbúð
sinni í vesturbænum. Annar maður var handtekinn á föstu-
dag, grunaður um að eiga aðild að framleiðslunni. Þetta er
í fyrsta skipti sem upp kemst um framleiðslu amfetamíns
hér á landi, en til framleiðslunnar þarf að nota flókinn
tækjabúnað. Hluti framleiðslunnar var tilbúinn til neyslu.
Efnin til framleiðslunnar voru keypt hjá Lyf javerslun ríkis-
ins, en mennirnir notuðu nafn fyrirtækis til kaupanna.
• Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra hefur
lagt fram gagntilboð i deilu sinni við Jón Baldvin Hannibals-
son fjármálaráðherra varðandi framlög til Þjóðarbókhlöðu.
Birgir ísleifur leggur til að um 80 milljónir króna, sem inn-
heimst hafa af sérstökum eignarskattsauka vegna Þjóðar-
bókhlöðunnar, renni tU hennar á næsta ári, að viðbættum
þeim 50 mUljónum sem ráð var gert fyrir í fjárlagafrum-
varpinu.
• Seðlabankinn hefur reiknað út fyrir ríkisstjórnina að
rekstarstaða útflutningsatvinnuveganna sé H% verri nú en
árið 1979. Að öllu óbreyttu þyrfti að fella gengið um þá upp-
hæð ef staðan á að vera sú sama og 1979, en Bjarni Bragi
Jónsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, segir þetta
einungis samanburð á rekstarstöðunni þá og nú, en ekki sé
verið að segja að tUefni sé til 11 prósenta gengisfellingar.
Rekstrarstaða sjávarútvegsins á fjórða ársfjórðungi er nei-
kvæð um 6% og samkeppnisiðnaðarins um 7%.
• Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlaga-
frumvarp ríkisstjórnarinnar voru allar felldar í atkvæða-
greiðslu á Alþingi í fyrradag. Hins vegar voru breytingatil-
lögur fjárveitingarnefndar allar samþykktar. Atkvæða-
greiðsla um fjárlagafrumvarpið tók fj'órar klukkustundir
eftir aðra umræðu í sameinuðu þingi. Útgjaldahlið fjárlaga-
frumvarpsins hækkaði við breytingarnar um 1.062 milljón-
ir króna. Mest af hækkuninni rennur til landbúnaðarmála,
eða 304 milljónir. Fjármálafrumvarpið er nú í lokaskoðun
hjá ríkisstjórninni og fjárveitinganefnd.
Andlát:
Látinn er i Reykjavík Guðmundur Guðmundsson, fyrrver-
andi forstjóri Trésmiðjunnar Viðis. Guðmundur varð 77 ára
gamall.
Tryggvi Jónsson, forstjóri Niðursuðuverksmiðjunnar ORA,
lést í Reykjavik H. desember. Hann var 73 ára að aldri.
VÖRU
LOFHÐ
SKIPHOLTI 33
ÞEGAR TÉKKHEFTIÐ ER TEKIÐ AÐ TITRA
OG PLASTID AÐ BRÁÐNA ER BETRA AD
FARA VEL MED ÞESSAR FÁU KRÖNUR SEM
EFTIR ERU.
ÞAÐ GÆTI
BORGAÐ SIG
AÐ LÍTA INN
VÖRULOFTIÐ SKIPHOLTI 33
SÍMI 689440
HELGARPÓSTURINN 47