Helgarpósturinn - 17.12.1987, Qupperneq 48

Helgarpósturinn - 17.12.1987, Qupperneq 48
ora rá því að byggingarnefnd Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar varð Ijóst að endurhanna þyrfti að stórum hluta ýmsa þætti í fimmta áfanga byggingarinnar, vegna þess að hönnun loftræstikerfis hafði farið úr böndunum, hefur hún íhugað að fara í mál við þann verktaka sem ábyrgð bar á loftræstikerfinu, Fjar- hitun hf. Hönnun kerfisins gekk þannig fyrir sig að bandaríska fyrir- tækið Vansant & Gusler var fengið til að keyra í tölvu allar reiknings- legar forsendur loftræstikerfisins og miðaði þá við teikningar af flugstöð- inni eins og þær voru 1980/81. Síð- an gerðist það að flugstöðin tók miklum breytingum, sem allar voru auðvitað samþykktar af bygingar- nefnd. Fjarhitun hf., sem hafði það verkefni að útfæra útreikninga V&G yfir í vinnuteikningar, breytti því stöðugt loftræstikerfinu eftir því sem breytt herbergjaskipan og ann- að krafðist. Þar kom að svo margar breytingar höfðu verið gerðar áloft- ræstikerfinu að upprunalegu út- reikningarnir sem V&G höfðu gert stóðust ekki. Byggingarnefnd held- ur því fram að Fjarhitun hf. hafi ekki látið þá vita að svo var í pottinn búið fyrr en í nóvember 1985, en Fjarhit- un hf. segist ítrekað hafa gert bygg- ingarnefnd málið ljóst löngu fyrir þann tíma. Það sem mun vefjast fyr- ir byggingarne^id með að taka af skarið og fara í mál við Fjarhitun hf. mun vera tvennt. í fyrsta lagi hversu flókið það muni reynast að sýna fram á hvert fjárhagstjónið sem rekja ætti til Fjarhitunar raunveru- lega er og í öðru lagi mun Fjarhitun ' hf. ekki frekar en önnur fyrirtæki sem nálægt flugstöðinni koma vera Verð frá kr. 12.000. Staðfestið pantanir Heildsala — Smásala KAFFIBOÐ Sf. Garðastræti 17 sími: (91) 621029. Espresso-kaffivélin frá La Pavoni Sígild handsmíðuðgæðavél, fram- leidd frá árinu 1921 í óbreyttri mynd af La Pavoni í Mílanó, sem er elsti framleiðandi kaffivéla á Ítalíu. Þetta er espresso-vélin sem endist i aldarfjórðung. Fersk nÝfting frá ORA! Enn bætír ORA víð úrvalíð — ná eru komnar hvorkí meíra né mínna en sjö tegundír af frystu, ljuffengu grænmetí. Það á vel víð allan mat og er eínkar auðvelt í matreíðslu. Frysta grænmetíð frá ORA fæst ntk á kynníngarverðí 5 «n ahvAMtfYVA#ef tryggð fyrir hugsanlegri málsókn sem kann að hljótast af þeim mis- tökum sem fyrirtækið kann að vera ábyrgt fyrir. . . II t er komin bokin Tökum lagið og er útgefandi Útgáfufélag- ið Bros. Þar mun að finna texta bæði eftir Megas og Bubba sem ef- laust eru hverri bók til prýði. Hins vegar hafði Útgáfufélagið Bros ekki fyrir því að biðja þá félaga leyfis fyr- ir birtingu texta þeirra í bókinni og ætla þeir ekki að taka því brosandi heldur reyna að sækja rétt sinn á grundvelli höfundarréttarlaga. . . á hefur Hitt-leikhúsið runn- ið sitt skeið á enda og lagt upp laup- ana. Eitt af því sem þetta leiklistar- hlutafélag hefur tekið sér fyrir hendur á þriggja ára æviskeiði sínu er að gefa út plötur Megasar, meðal annars jólaplötuna í fyrra og plötu- pakkann nýverið. Fyrir þetta hefur Megas fengið lítið eða ekkert í aðra hönd og undirbýr nú hálfrar milljón- ar króna kröfu í búið. Þetta fjársvelti fyrirtækisins kemur nokkuð á óvart, með tilliti til þess hversu fjár- sterkir aðilar stofnuðu það og áttu. Þeirra á meðal eru Sigurður Pálmi Gíslason í Hagkaup, Sigurjón Sig- hvatsson kvikmyndagerðarmaður, Árni Möller, einn af okkar stönd- ugri svínabændum, og loks skal til- nefndur Páli Baldvin Baldvins- son, innkaupastjóri hjá Stöð 2.. . n ■ okkuð spaugilegt mál kom upp í sambandi við byggingu Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar á dög- unum. í bygginguna þurfti eðlilega nokkurn fjölda eldvarnahurða og teiknaði Húsameistari ríkisins, Garðar Halidórsson, þær og var ætlunin að fyrirtækið Glófaxi smíð- aði. Garðar teiknaði hurðir þannig að það mátti sjá rifu milli stafs og hurðar og taldi víst að þannig yrðu þær framleiddar enda hefur hann í mörg ár skilað sambærilegum teikningum til Glófaxa. Glófaxi hef- ur hins vegar aldrei framleitt hurð- irnar eftir teikningum Garðars, þar sem þeirra hurðarframleiðsla er með yfirfelldu stálbyrði á annarri hlið, sem lokar rifunni milli stafs og hurðar. Það mun hins vegar ekki hafa verið fyrr en við byggingu flug- stöðvarinnar að sannleikurinn um hurðaframleiðsluna rann upp fyrir Garðari og má kannski draga þá ályktun af því að hann fylgist ekki mjög náið með því hvernig teikning- ar hans hafa verið útfærðar í gegn- um árin. Hins vegar voru þessar huröateikningar Garðars algjörlega á rangri hillu, því hvorki tilbrigði hans við Glófaxahurðirnar né hinar raunverulegu Glófaxahurðir voru samþykktar í bygginguna. Amerísk- ir kjarnorkustaðlar töldu þær eld- varnahurðir, sem hér eru í öðru hverju húsi, gagnslausar, og eftir þeim þurfti Hagvirki að sérmíða nýjar hurðir með þremur lásum, uppi, í miðju og neðst, svo tryggt væri að þær verptust ekki í hitan- um þegar eldhafið geisaði. . . adidas idas i . i ■ adidas SNYRTIVORUR SPORTMANNSINS Fást í helstu snyrtivöruverslunum 48 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.