Helgarpósturinn - 28.01.1988, Page 7
HERFLUTNINGAR CIA
UM KEFLAVÍKURVÖLL
HP leitar upplýsinga um viökomu herflutningavélar CIA, en þaö reyndist
þrautinni þyngra aö fá botn í þetta einfalda mál.
Þriðjudaginn 12. janúar óskaði vélin SJN 522 leyfis til
að mega nauðlenda á Keflavíkurflugvelli og fá viðgerð
vegna bilunar í hjólabúnaði. Vélin, Hercules C-130 frá
bandaríska flugfélaginu Southern Air Transport, lenti kl.
15.37.
EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON
Flugleiðir, sem sjá um alla þjón-
ustu við vélar sem um Völlinn fara,
fengu viðgerðaaðstöðu hjá hernum,
þar sem ekki var pláss í þeirra eigin
húsum, að sögn.
Þar sem bilunin var í hjólabúnaði
þurfti að tæma vélina til að hægt
væri að lyfta henni upp og kom þá
í Ijós að farmurinn var skriðdreki.
Ljósmyndari DV kom þarna aðvíf-
andi og skv. frétt Dagblaðsins 15.
jan. var hann snarlega umkringdur
7 herlögreglumönnum og tilkynnt
að hann yrði skotinn ef hann tæki
mynd.
Sveinn Þormóðsson, ljósmyndari
DV, staðfesti í samtali við HP, að
málsatvik hefðu verið með þessum
hætti, nánar tiltekið hefðu þetta
verið tveir hermenn og fimm her-
lögreglumenn. Síðan var íslenska
lögreglan kvödd til og hann færður
út af vellinum í fylgd beggja lög-
regiuliða.
HP hafði samband við ritstjóra
Dagblaðsins og spurðist fyrir um,
hvort blaðið hefði eitthvað aðhafst í
þessu máli, er fréttamaður þess
væri svona gróflega hindraður í
starfi við fréttaöflun. Honum var
vísað til Jónasar Haraidssonar
fréttastjóra. Hann sagði: „DV hefur
ekki enn tekið afstöðu til þessa
máls.“
LÝGUR BLAÐA-
FULLTRÚINN?
Southern Air Transport er aiþekkt
sem huldufyrirtæki CIA, leyniþjón-
ustu Bandaríkjanna, og kom tals-
vert við sögu íranshneykslisins sem
flutningaaðili með vopn til kontr-
anna í Níkaragva. Það mun vera
eina almenna flutningafélagið í
heiminum, sem á og rekur Herc-
ules-vélar, sem annars eru eingöngu
notaðar sem herflutningavélar.
HP fýsti að vita, hvernig vopna-
flutningar sem þessir væru með-
höndlaðir af íslenskum yfirvöldum.
Við höfðum fyrst samband við
Friðþór Eydal, blaðafulltrúa Varnar-
liðsins. Hann kvað af og frá að Varn-
arliðið hefði nokkurn skapaðan hlut
haft með flugvél þessa að gera.
Flugleiðir sæju um alla þjónustu við
almennar (civil) flugvélar. Flugleiðir
hefðu aðgang að einum bás í sama
flugskýli og Awacs-flugvélar varnar-
liðsins og Flugbjörgunarsveitin
(Hangar 885) og vegna plássleysis
annars staðar hefði vélin verið færð
þangað. Þegar falibyssan (aðrir
segja skriðdrekinn) hefði verið tekin
út úr vélinni hefðu tveir hermenn
og liðsforingi breitt yfir hana og tek-
ið sér varðstöðu við hana. Aðspurð-
ur um, hver hefði óskað eftir þessari
varðstöðu, kvað hann mennina
hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér.
Þarna hefði verið óvarið hernaðar-
tæki, sem einhver hefði getað farið
að fikta við, ef þess væri ekki gætt.
Mennirnir þrír hefðu verið óvopn-
aðir og af og frá, að þeir hefðu liótað
að skjóta nokkurn. Hermenn hefðu
um það ströng fyrirmæli að hafa
ekki í hótunum. Hann kvað liðsfor-
ingjann hafa bent Sveini Þormóðs-
syni á, að hann yrði að fá leyfi Frið-
þórs til ijósmyndunar. Hefði til slíks
komið hefði hann vísað honum til
Flugleiða þar sem vélin hefði verið
á þeirra vegum. Ekki hefði á þetta
reynt þar sem ljósmyndarinn hefði
snúið frá.
FLUGSTJÓRN f
REYKJAVÍK VISSI
EKKERT
Hjá Flugleiðum fengum við upp-
lýst, að C-130 Hercules-vél frá South-
ern Air Transport, skráningarnúm-
er N522SJ, hefði lent á áður til-
greindum tíma undir kallnúmerinu
SJN-522 frá Shannon á írlandi,
áfangastaður Goose Bay í Kanada,
farið héðan fimmtudag 14. janúar
kl. 19.30. Þessar upplýsingar voru
staðfestar af Flugturni í Keflavík.
Þegar haft var samband við Flug-
málastjórn í Reykjavík brá hins veg-
ar svo við, að enginn stafur fannst
fyrir umferð þessarar vélar um ís-
lenska flugstjórnarsvæðið á um-
ræddum tíma. Skýringin hlyti að
vera sú, að hún hefði komið inn
undir herkallmerki, en herflugvélar,
sem flygju um flugstjórnarsvæðið,
væru ekki sundurgreindar með sér-
stöku kallmerki, hver fyrir sig. Hins
vegar höfðu fimm C-130 Hercules-
vélar verið á ferðinni daginn eftir,
14. janúar, þar af ein RSAF 847, sem
farið hefði héðan kl. 13.21, áfanga-
staður Goose Bay, og hefði tilkynnt
að hún væri með „hot cargo". Hot
cargo á alþjóðamáli flugsins er not-
að um hergögn hvers konar og
sprengiefni.
Ásgeir Einarsson, varaflugvallar-
stjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði
flugvallarstjórn þar ekki hafa önnur
afskipti af almennu flugi en að inn-
heimta lendingargjöld. Ef vélar, sem
eitthvað þyrftu að stoppa hér, til-
kynntu „hot cargo" væri þeim
vísað á svonefndan „hot spot“, af-
vikinn stað. Aðspurður sagði hann
að flugvélar frá Southern Air TVans-
port hefðu komið öðru hvoru gegn-
um tfðina. Einnig að alltaf öðru
hvoru tilkynntu vélar „hot cargo";
væru það mikið sænskar vélar er
flyttu hergögn til Kanada. SJN 522
hefði ekki tilkynnt „hot cargo".
Hjá tollgæslunni sagði Einar Birg-
ir, að farþegar hefðu komið í land og
dvalið tvo sólarhringa í Reykjavik.
Hann taldi víst að farangur þeirra
hefði verið tollskoðaður, en listar yf-
ir farþega væru ekki sérgreindir eft-
ir flugi. Þorbjörn Kjærbo hjá toll-
gæslunni á hlaði sagði, að þeir ættu
að tollskoða allar vélar, sem ein-
hverja viðdvöl hefðu. Þeir hefðu
ekki verið látnir vita um þessa vél.
Ekki hefði verið tilkynnt „hot
cargo". Þetta væri óvanalegt tilfelli.
Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu-
stjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði að
íslenska lögreglan hefði verið
kvödd á staðinn vegna Sveins Þor-
móðssonar ljósmyndara og hefði
hann þá farið inn í flugskýlið og séð
eitt stykki skriðdreka. Vélin hefði
komið inn skv. neyðarrétti og verið
flutt inn á svæði Varnarliðsins, sem
væri bannsvæði fyrir almenning.
Samkvæmt Varnarsamningnum
hefðu her og herlögregla leyfi til að
bera vopn á varnarsvæðum. Hann
taldi að atvik þessi hefðu ekki verið
sett á skýrslu en ættu að vera bókuð
i dagbók.
Birgir Guðjónsson, samgöngu-
ráðuneytinu, kvað það ekkert hafa
með mál á Keflavíkurvelli að gera.
Um árabil hefði verið talað um að
skilja að hernaðarumsvif og borg-
aralegt flug og héldi ráðuneytið
málinu vakandi með því að skrifa
utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis
árlega.
Þorsteinn Ingólfsson, skrifstofu-
stjóri Varnarmálaskrifstofunnar,
hafði ekki heyrt um málið, þegar við
fyrst höfðum samband við hann, en
i gær sagði hann, að hann hefði falið
lögreglustjóra á Keflavíkurvelli að
afla skýrslna um málið, en vissi ekki
hvenær þeirra gæti verið að vænta.
HP hafði samband við flugvirkja
Flugleiða, sem á vakt voru þennan
dag. Þeir sögðu, að þeirra menn
hefðu aðstoðað við að lyfta vélinni,
en að öðru leyti hefðu menn úr
áhöfn vélarinnar séð sjálfir um við-
gerðina. Meðan flugvélin beið við-
gerðar stóð hún um nóttina við
vegg hinnar nýju Fiugstöðvar Leifs
heppna.
HELGARPÓSTURINN 7