Helgarpósturinn - 28.01.1988, Page 9

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Page 9
EERLEND YFIRSYN TARÉTTI inu. Og það er í samræmi við þessar kenningar um pólitískar stöðuveit- ingar að í haust tók Hrafn Bragason við í Hæstarétti af Halldóri Þor- björnssyni — nú situr nefnilega al- þýðuflokksmaður í ráðuneytinu og Hrafn er talinn fylgismaður krata. Önnur líkleg skýring á frekar slakri útkomu Hæstaréttar er sú um- ræða er upphófst í kjölfar bókar Jóns Steinars Gunnlaugssonar ný- verið, þar sem Jón gagnrýndi Hæsta- rétt meðal annars fyrir að vera of hlynntur „kerfinu“ gagnvart ein- staklingunum — tæki ekki nægjan- legt tillit til mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar. Að öðru leyti er það mjög fátítt að starfandi hæsta- réttarlögmenn gagnrýni réttinn opinberlega. Og það er nánast regla að leyndar- og þagnarhjúpur skapi tortryggni. Hœstiréttur fslands Klofnar oft í meirihluta og minnihluta. Með sératkvæðum tjá dómarar í minni- hluta aðra túlkun sína á laganna bókstaf. GREINARGERÐ SKÁÍSS Treystir þú Hæstarétti? Fjöldi í % af Staðal- % af þeim úrtaki frávik sem tóku afstöðu Vel eöa mjög vel 321 41,4% 1S% 56,5% Sæmilega 141 18,2% 1,4% 24,8% llla eöa mjög illa 106 13,7% 1,2% 18,7% Óákveðnir 86 11,1% 1,1% Hugsa ekki út í þaö 116 14,9% 1,3% Svara ekki 6 0,8% 0,3% Alls 776 100,0% Þar af tóku afstööu 568 73,2% 100,0% Þessi skoðanakönnun var gerð fyr- ir Helgarpóstinn föstudag og laugar- dag 8. og 9. janúar 1988. Hringt var í símanúmer eftir handahófsúrtaki, samkvæmt tölvuskrá Landsímans yfir virk einkanúmer fyrir allt landið. Töivuskráin var unnin af Skýrsluvél- um ríkisins og Reykjavíkurborgar með heimild tölvunefndar. Spurn- ingum var beint til þeirra sem svör- uðu og voru 18 ára eða eldri og var haft samband við ails 776 einstakl- inga. Niðurstöðurnar voru leiðréttar eft- ir kyni, aldri og búsetu. Spurt var: Berð þú fullt traust til Hæstaréttar? Barefli í stað byssuskota frá sundurþykkri Israelsstjórn Israelsk dagblöð skýrðu frá því á fimmtudag í fyrri viku, að herstjórn ísraels hefði boðið út sálfræðingum til að huga að geðheilsu hermanna, sem sendir hafa verið til að bæla niður mótþróa Palestínumanna á her- námssvæðunum Gaza og Vesturbakkanum. Þetta gerðist nokkru eftir að Yitzhak Rabin landvarnaráð- herra breytti um baráttuaðferð og fól hermönnum sín- um að gera Palestínumenn óvíga með barsmíðum frekar en að skjóta þá. EFTIR MAGNÚS TORFA ÓLAFSSON Fréttamaður New York Times í Israel, John Kifner, lýsir svo aðför- um misþyrmingasveita Rabins: „f þessari ofbeldishrinu hefur herinn barið Palestínumenn, karla, konur og börn, hundruðum saman með kylfum, hnefum og byssuskeftum síðustu daga, samkvæmt nýrri, yfirlýstri stefnu stjórnvalda . . . Hermenn hafa farið hús úr húsi og barið heimilisfólk á herluktu flóttamannasvæðunum Rafa, KhanYunis, Nusseit og Jabaliya á Gaza-ræmunni. . . Fregnir hafa borist af að fjölmargir Palestínu- menn hafi sætt barsmíðum í ná- grenni Nablus og Ramallah á Vest- urbakkanum." Misþyrmingarnar fóru fram eftir að Rabin hafði sett útgöngubann í flóttamannabúðunum í því skyni að svelta íbúana. Hermenn ísraels voru látnir snúa á brott bílalestum hjálparstofnana með matvæli og lyf til fólksins í herkvínni og eyði- leggja þann mat sem einstaklingar komu með að búðahliðunum. Skothríð ísraelshers á óvopnaða Palestínumenn hafði staðið á ann- an mánuð, þegar Rabin þótti hent- ara að láta menn sína beita frum- stæðari aðferðum til líkamsmeið- inga. En þeirra gætti reyndar frá upphafi, samfara skothríðinni. Þegar 15. desember skýrðu frétta- menn frá árás ísraelsks herflokks á Shifa-sjúkrahúsið í Gaza-borg, þar sem hermenn lumbruðu á lækn- um, hjúkrunarliði og sjúklingum, mörgum sárum af ísraelskum byssuskotum. En þegar fallnir Palestínumenn, flestir börn og unglingar, voru komnir á fimmta tuginn, aö sögn ísraelskra yfirvalda sjálfra, þótti herstjórninni ekki lengur ráðlegt að reiða sig einkum á skothríð móti grjótkasti. Palestínumenn segja reyndar tölu fallinna úr sín- um hópi nálgast hundraðið. Uppreisn Palestínumanna á her- námssvæðunum, einkum yngstu kynslóðarinnar, hefur bersýnilega komið Israelsstjórn á óvart. Ráða- menn í Jerúsalem hafa leitast við að telja sér og umheiminum trú um að allri andspyrnu sé fjarstýrt að utan frá útlægri forustu Frelsis- samtaka Palestínu. Atburðir síð- ustu vikna hafa sýnt fram á að þetta er fjarstæða. Þar að auki kom á daginn að Palestínumenn í ísrael sjálfu, 717.000 talsins, standa með þeim á hernumdu svæðunum. Þetta sýndi sig í alls- herjarverkfalli og fjöldagöngum í borgum eins og Nasaret. Hernám Israels hefur staðið frá því í sex daga stríðinu 1967. Smátt og smátt hefur hernámið verið notað til að hrekja Palestínumenn af lendum sínum og koma þar fyr- ir víggirtum byggðum ísraels- manna. Nú er svo komið að 800.000 Palestínumenn á Vestur- bakkanum hafa verið sviptir 53 hundraðshlutum svæðisins og það landflæmi afhent 50.000 ísraelsk- um landræningjum. A Gaza- ræmunni hafa 1.300 ísraelsmenn hrifsað þriðjung svæðisins en 650.000 Palestínumenn verða að láta sér nægja afganginn, svo þar er nú ein þéttsetnasta byggð á jarðríki og eymdin eftir því. Þar á ofan torvelda hernámsyfirvöld því hana mynda tveir meginflokk- ar með andstæða stefnu. Við- brögð verða því öll hernaðarleg, byssan og kylfan, og sálfræðingar til að fylgjast með sálarflækjunum sem unga menn hrjá, þegar þeim er skipað að gerast böðlar. Mc- Dermott, framkvæmdastjóri mannréttindasamtaka lögfræð- inga, er nýkominn úr vikudvöl i ísrael. Hann sagði í breska útvarp- inu BBC í gær, að á tveim stöðum einungis á hernumdu svæðunum hefðu 500 manns, á öllum aldri og af báðum kynjum, leitað lækninga Israelskir hermenn handtaka Palestínumann í Khan Yunis á Gazaræmunni í upphafi átakanna. Nágrannar sögðu síðan fréttamönnum, að hann hefði fundist rotaður i húsasundi. Palestínumönnum með ýmsum ráðum að erja landið sem þeim er eftir skilið, i því skyni að þeir verði að gerast ódýrt vinnuafl á ísraelsk- um búgörðum til að sjá sér og sin- um farborða. Likud-bandalagið, sem setið hef- ur við stjórn í Israel á annan ára- tug, stefnir opinskátt að því að inn- lima hernámssvæðin í ísrael. Verkamannaflokkurinn, sem setið hefur í stjórn með Likud frá því eft- ir sjálfheldukosningarnar 1984, kveðst hins vegar vilja semja við aðliggjandi arabaríki, sér í lagi Jórdan, um varanlegan frið í stað- inn fyrir að skila einhverju af her- teknu landi. Hvorugur flokkur vill vita af nokkrum samskiptum við Frelsis- samtök Palestínumanna, en það eru þau sem náð hafa yfirgnæf- andi fylgi meðal Palestínumanna með kröfu sinni um sjálfsákvörð- unarrétt þeim til handa, þar á meðal rétt til að stofna eigið ríki. Af þessum sökum rak hernáms- stjórn ísraels frá störfum þorra borgar- og sveitarstjórna, sem Palestínumenn kjöru sér á valda- tíma Verkamannaflokksins. Þeim var gefið að sök að halda fram málstað PLO. ísraelskir hermdarverkamenn lemstruðu tvo vinsæla borgar- stjóra í tveim fjölmennustu borg- um á Vesturbakkanum með bíl- sprengjum. Tilræðismenn náðust seint og um síðir en fengu mála- myndadóma. ísraelsmenn geta því engum um kennt nema sjálfum sér, að heil kynslóð Palestínumanna hefur al- ist upp í vonleysi og réttleysi undir hernámsstjórn þeirra. Afleiðingin er uppreisn, þar sem menn horfa ekki í að fórna lífi og limum til að fá tjáð hatrið á hernámsveldinu. Þetta gerist þegar ísraelsstjórn er ófær um pólitískt frumkvæði gagnvart Palestínumönnum, af vegna beinbrota og annarra áverka af völdum barefladólga ísraelshers. Ekki bætir úr ráðleysinu í ísra- elsstjórn, að þingkosningar eiga að fara fram ekki síðar en í nóv- ember. Shimon Peres utanríkisráð- herra, foringi Verkamannaflokks- ins, hefur upp á síðkastið leitast við að koma saman þingmeiri- hluta um þingrof í vetur og kosn- ingar um tillögu sína um alþjóð- lega ráðstefnu til að koma á friði og aflétta hernáminu. Rabin land- varnaráðherra, gamall keppinaut- ur Peres um formennsku Verka- mannaflokksins, notar ofbeldis- stefnu sína meðal annars til þess að ónýta þessi áform. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra og formaður Likud, hefur því í raun gert bandalag við Rabin siðustu vikur. Hann sér leik á borði að hrekja frá Verkamanna- flokknum í komandi kosningum atkvæði Palestínumanna með ísraelskan borgararétt. í síðustu kosningum greiddi fjórðungur þeirra Verkamannaflokknum at- kvæði. Þeim fækkar því meir sem Rabin fær lengur að láta herinn misþyrma Palestínumönnum á hernámssvæðunum. Á fjöldafund- inum í Nasaret í síðustu viku sagði palestínskur þingmaður á ísraels- þingi skilið við Verkamannaflokk- inn. Vestur-Evrópuríki, Sovétríkin, Egyptaland og fleiri hafa enn á ný hvatt til að alþjóðleg ráðstefna um mál Palestínumanna komi saman á vegum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjastjórn stendur sem fyrr í veginum. Reagan forseti hefur gert Bandaríkin að aftaníoss- Likud, og er ekki líklegur til að bregða út af því á kosningaári í Bandaríkjunum, þótt nokkur hundruð Palestínumenn láti líf og limi. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.