Helgarpósturinn - 28.01.1988, Síða 31
Lausn á vanda lífeyrissjóðanna
AUKINN SKATTUR
Þad sem kallað hefur verið „fortíðarvandi lífeyrissjóð-
anna“ hefur verið flestum ljóst um nokkurra ára skeið. Að
margra dómi er þessi vandi þesslegur að sjóðirnir eigi
ekki fyrir nema um helmingi af þeim lífeyri sem þeir eru
búnir að Iofa. Samt var það ekki fyrr en nú stuttu eftir
áramótin að þeir sem stjórna sjóðunum tóku að fjalla um
hann opinberlega.
Þær lausnir sem rætt er um á vandanum eru aukin
iðgjöld til sjóðanna, aukin skattheimta á almenning,
skertur ellilífeyrir eða sú lausn, sem ef til vill er ekki hægt
að kalla lausn, að vonast til þess að háir vextir viðhaldist
og lífeyrissjóðunum takist þannig að rétta sig við af sjálfs-
dáðum.
EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON
Frumvarpsdrög sem nefnd á veg-
um ríkisvaldsins og aðila vinnu-
markaðarins skilaði af sér síðastlið-
ið vor fjölluðu einungis um framtíð-
arskipulag lífeyrissjóðanna. í drög-
unum voru engar tillögur um hvern-
ig tekið skyldi á þeim vanda, að því
færi fjarri að sjóðirnir gætu greitt út
þann lífeyri sem þeir hefðu þó lofað
sínum félagsmönnum. Nefndin tók
ekki heldur fyrir á hvaða hátt ellilíf-
eyrisgreiðslum ríkisins yrði háttað í
framtíðinni.
Eina tillaga nefndarinnar sem '
snerti svokallaðan fortíðarvanda
var sú, að við gildistöku laganna
skyldi sjóðunum skipt upp; það er
þeim iðgjöldum, sem kæmu í sjóð-
ina eftir að lögin tækju gildi, yrði
ekki blandað saman við þá eign sem
sjóðirnir ættu þá fyrir. Þessi tillaga
hefur sjálfsagt verið lögð fram til að
tryggja að auðveldara yrði að glíma
við vanda fortíðarinnar þegar í það
yrði ráðist.
SJÓÐIRNIR LOFUÐU
UPP í ERMINA
Þessi fortíðarvandi er annars veg-
ar sprottinn af því að á tímabili nei-
kvæðra vaxta rann fé úr lífeyrissjóð-
unum og hins vegar var mun meira
á sjóðina lagt en þeir hefðu nokkurn
tímann getað staðið undir.
Þó ætla mætti að lífeyrissjóða-
kerfið hefði verið þannig byggt upp,
að þeir sem greiddu til þeirra iðgjöld
væru í raun að safna með því fé til
elliáranna, var sú ekki raunin. Frá
1970 hefur lífeyrissjóðunum verið
gert að greiða fimm prósent af ráð-
stöfunarfé sinu til Umsjónarnefndar
ellilífeyris. Það var gert til þess að
þeim, sem ekki höfðu greitt í lífeyr-
issjóð, annaðhvort vegna þess að
þeir höfðu ekki aðstöðu til þess eða
einfaldlega komust undan því, yrði
tryggður lágmarkslífeyrir. Þrátt fyr-
ir þessa ráðstöfun voru sjóðunum
ekki tryggðar tekjur til að standa
straum af þessum fjárútlátum. Féð
sem rann til umsjónarnefndarinnar
skildi því eftir sig gat í sjóðunum.
Síðar voru þessar kvaðir á lífeyris-
sjóðina auknar. Þeim var gert að
greiða verðbætur á þennan lífeyri,
svo margir sjóðir þurftu að greiða
um og yfir tíu prósent af ráðstöfun-
arfé sínu til annarra en eiginlegra
sjóðfélaga; það er þeirra sem höfðu
greitt til þeirra iðgjöld.
Ofan á þetta bætist siðan að þær
mannfjölgunarspár, sem flestir líf-
eyrissjóðanna byggja á, eru fyrir
löngu orðnar úreltar. Mannsævin
hefur lengst og því þyngjast byrðar
sjóðanna af lífeyrisgreiðslum.
FÉLAGSMENN HÖGN-
UÐUST ER SJÓÐIRNIR
TÖPUÐU
Af þessu má sjá að lífeyrissjóða-
kerfið var í raun skakkt strax í upp-
hafi. Sjóðirnir gátu með engu móti
staðið við loforð sín. í þessu sam-
bandi skiptir litlu þó að í reglugerð-
um sjóðanna segi ekki að þeir skuli
greiða út verðbættan lífeyri. Vænt-
ingar félagsmanna og framfærslu-
þörf þegar kemur á lífeyrisaldur
vega þyngra.
En vandi sjóðanna óx enn þegar
hér geisaði óðaverðbólga á sama
tíma og rekin var lágvaxtastefna,
með þeim afleiðingum að vextir
voru oft á tíðum neikvæðir svo
skipti tugum prósenta. Um þetta
hefur verið fjallað hér í Helgarpóst-
inum áður. Nægir að nefna að allar
iðgjaldagreiðslur til Lífeyrissjóds
uerslunarmanna á áttunda áratugn-
um fóru í að fylla þau skörð sem
verðbólgutapið skildi eftir sig. Eign-
ir sjóðsins stóðu í stað allan þann
áratug á sama tíma og skuldbind-
ingar hans uxu jafnt og þétt.
Það er önnur hlið á þessu máli.
Hún er sú, að það voru í flestum til-
fellum félagsmenn sjálfir sem nutu
góðs af verðbólgutapi lífeyrissjóð-
anna. Þeir fengu lán hjá sjóðunum á
neikvæðum vöxtum og högnuðust
vel á þeim lántökum.
Það hafa fáir þorað að áætla
hversu stór skörð þetta tvennt, verð-
bólgutap og of miklar byrðar á sjóð-
unum, hefur skilið eftir sig.
Benedikt Dauíösson, varaformaður
stjórnar Sambands almennra lífeyr-
issjóda, hefur látið hafa það eftir sér
að í sjóðina vanti á bilinu tíu til sex-
tíu milljarða króna. Til samanburð-
ar má geta þess að nýsamþykkt fjár-
lög hljóðuðu upp á rúmlega sextíu
milljarða.
NÝIR SKATTAR UPP Á
SEXTÍU MILLJARÐA
En Benedikt hefur einnig látið
uppi skoðun sína um hvernig hann
vildi að staðið yrði að lausn þessa
vanda — með almennri skatt-
heimtu. í umræðu á málþingi Sam-
bands almennra lífeyrissjóða og
Landssambands lífeyrissjóda um
þennan vanda kom fram að fleiri
voru þessarar skoðunar, til dæmis
lýsti Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuueitendasam-
bandsins, sig fylgjandi henni.
í samtali við Helgarpóstinn rök-
studdi Benedikt skoðun sína á
tvennan hátt. Annars vegar væri
hér um að ræða byrðar sem lagðar
voru á sjóðina og þeir gátu aldrei
staðið undir og því um almennan
vanda að ræða. Hins vegar væri
óframkvæmanlegt að skerða lífeyri
eftir því hversu mikinn ágóða fé-
lagsmenn hefðu fengið út úr verð-
bólgulánunum, en tillögur þar um
hafa komið fram í Lífeyrissjódi uerk-
frœdinga. Benedikt taldi það æði
vafasamt að slík skerðing stæðist
gagnvart lögum, þar sem menn
hefðu tekið þessi lán með ákveðn-
um skilmálum. Það væri óeðlilegt ef
það ætti að rífa upp þá samninga nú
og senda mönnum bakreikning í
hausinn í formi skerts lífeyris.
Þó tillögur verkfræðinganna um
að láta þá sem fengu verðbólgulán-
in greiða fyrir þau njóti ekki umtals-
verðs stuðnings eru margir af stjórn-
endum lífeyrissjóðanna á því, að
ekki verði komist hjá því að skerða
þann lífeyri sem sjóðirnir hafa þegar
lofað. Samkvæmt frumvarpsdrög-
um lífeyrisnefndarinnar var gert ráð
fyrir að sjóðirnir aðgreindu eldri
eign sína og nýjar iðgjaldagreiðslur,
sem kæmu inn í hinu nýja kerfi.
Nýja kerfið gefur félögum sjóðanna
um tuttugu prósentum minni rétt-
indi þrátt fyrir að iðgjöld þeirra séu
þau sömu. Margir eru þeirrar skoð-
unar að eðlilegt sé að skerða þær
bætur sem menn unnu sér inn i
gamla kerfinu til samræmis við regl-
ur nýja kerfisins.
FIMM KOSTIR BÍÐA
ÁKVÖRÐUNAR
Aðrir möguleikar, til lausnar
vandanum, sem nefndir hafa verið
eru sérstök iðgjöld, eins konar neyð-
ariðgjöld sem innheimt yrðu af
launþegum og atvinnurekendum
þar til tekist hefði að stoppa í gatið.
Þá horfa sumir með hlýhug til hinna
háu vaxta sem nú eru í gildi og von-
ast til að ef þeir haldast geti sjóðirnir
rétt sig af. Komið hafa fram tillögur
um að sjóðirnir leggi til hliðar þá
ávöxtun sem þeir fá umfram til
dæmis þrjú prósent. Þá er einnig til
í dæminu að þessi vandi verði leyst-
ur með nokkrum eða öllum þessum
aðferðum; fundin verði leið sem
sameinar sitthvað úr hverri þeirra.
Það má því segja að í framtíðinni
megi landsmenn búast við að einn
af þessum fimm kostum verði far-
inn.
• Ríkissjóður taki að sér að inn-
heimta skatta að upphæð ailt að
sextíu milljörðum króna. Þessi
skattlagning mun dreifast á langt
tímabii; alit að fjörutíu árum.
• Atvinnurekendur og launþegar
semji um það í sínum samningum
að auka hlut iðgjalda í heildarlaun-
um. Erfitt er að gera sér grein fyrir
hversu stór þessi hlutur þyrfti að
vera, en óliklegt er að hann yrði
minni en á bilinu tuttugu til fjörutiu
prósent á næstu árum.
• Lífeyrisgreiðslur yrðu skertar.
Þetta er í raun skammgóður vermir
þar sem ríkissjóður hefur tekið á sig
greiðslu á lágmarkslífeyri og því
leiddi þetta til aukinnar skatt-
heimtu.
• Til engra ráðstafana yrði gripið
en treyst á að háir vextir stoppuðu í
gatið.
• Þessum fjórum kostum yrði
hrært saman.
Lausn á þessum vanda er pólitísk.
Það er hins vegar jafnkostulegt og
að stjórnendur sjóðanna skuli nú
fyrst vera farnir að ræða þennan
vanda, að enginn stjórnmálaflokk-
anna hefur enn sem komið er tekið
afstöðu til þeirra kosta sem í boði
eru til lausnar honum.
HVÍTFLIBBARNIR ÞEIR SÖMU
OG ÁÐUR VORU Í MUSSU
„Fíkniefni sem nú ganga kaupum og sölum hér voru
varla til hérlendis fyrr en um 1970. Margt af því fólki, sem
neytti þessara efna þá, flutti inn og seldi, hefur verið við-
loðandi þennan heim síðan. Þeir sem voru þá um tvítugt
eru nú komnir hátt á fertugsaldur. Þetta fólk er sumt
komið í betri stöður og með aldrinum og breyttum tíðar-
anda klæðir það sig öðruvísi. Þó hefur kannski ekki orð-
ið nein stórvægileg breyting á umgengni þessa fólks um
fíkniefnin. Þetta eru þeir hvítflibbar sem við verðum
mest varir við í störfum okkar.“
EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON MYND JIM SMART
Það er Arnar Jensson, fulltrúi hjá
fíkniefnadeild Lögreglunnar í
Reykjavík, sem svarar svo spurning-
unni um hvort sú þróun eigi sér stað
hér að sterkir peningamenn spili æ
stærra hlutverk í fíkniefnaviðskipt-
um.
Astæðan fyrir þessari spurningu
er sú, að á síðasta ári voru nokkur
stór fíkniefnamál mikið í fréttum.
Meðal annars var lagt hald á mikið
magn af hassi, sem flutt hafði verið
inn í málningardósum. Inn í það mál
blönduðust tvö fyrirtæki; annað var
notað til þess að afla gjaldeyris, hitt
var skálkaskjól fyrir innflutninginn.
Þeir aðilar sem stóðu að þessum
innflutningi hafa viðurkennt að
hafa stundað hann lengi og flutt inn
umtalsvert magn, sem aðrir aðilar
síðan dreifðu.
„Helsta breytingin á því hvernig
staðið er að innflutningi þessara
efna og dreifingu hefur einmitt ver-
ið sú að nú er meiri verkaskipting
en áður,“ segir Arnar Jensson.
„Einn aðili flytur efnið inn, annar
dreifir því á nokkra staði, þar taka
síðan aðrir við og síðan koll af kolli
þar til efnið er komið í hendurnar á
neytandanum."
A borð fíkniefnadeildarinnar hef-
ur komið eitt mál þar sem fyrirtæki
var notað til þess að fela ágóða af
fíkniefnasölu. í nokkrum öðrum til-
fellum hefur gjaldeyris verið aflað í
gegnum rekstur fyrirtækja. Þá eru
nokkur dæmi þess að fíkniefni hafi
verið flutt til landsins sem aðföng til
atvinnurekstrar.
Fíkniefnadeildin hefur notið að-
stoðar skattrannsóknadeildar Ríkis-
skattstjóra við rannsóknir sumra
þessara mála. Arnar Jensson vildi
hins vegar ekki greina frá hvers eðl-
is sú aðstoð væri.
„Þrátt fyrir þessi mál er það trú
okkar að mestur hluti fíkniefnanna
sem eru hér sé fluttur inn af venju-
legum afbrotamönnum. Við fáum
óteljandi upphringingar þar sem
fólk er með ábendingar um hin og
þessi fyrirtæki, sem það segir að
geti ekki gengið eins vel og raun ber
vitni nema til komi ágóði af fíkni-
efnasölu. Oftar en ekki reynist ekki
vera fótur fyrir því. Hvítflibbinn er
mun umfangsmeiri í huga almenn-
ings en í þeim fíkniefnaheimi sem
við störfum í.“
Það magn sem fíkniefnadeild lög-
reglunnar leggur hald á á hverju ári
hefur ekki vaxið ýkja mikið á síð-
ustu árum. Að sögn Arnars hefur
hassið vaxið lítillega. Viðbótin er
hins vegar sterkari efni; amfetamín
og nú síðast kókaín. Þessi viðbót er
hins vegar ekki meiri en svo að enn
er hass það efni sem langmest er til
af á markaðinum.
I nágrannalöndum okkar hefur
heildarneysla fíkniefna verið áætl-
uð út frá því magni sem lögreglan
leggur hald á. Ef þeirri reikniaðferð
er beitt hér má ætla að veltan á
fíkniefnamarkaðinum sé um hálfur
milljarður króna og er þá miðað við
endanlegt markaðsverð.
„Almenningur ofmetur ágóðann
sem menn fá af því að smygla fíkni-
efnum," sagði Arnar. „í'blöðum er
oft tilgreint heildarverð þess efnis
sem lagt er hald á. Það er hins vegar
alltaf miðað við hæsta verð til neyt-
enda. Kostnaðurinn við utanlands-
ferðir er hins vegar mikill. Síðan fer
efnið um hendur margra aðila og
hver og einn neytir einhvers hluta
sjálfur. Það sem menn hafa upp úr
Arnar Jensson, fulltrúi hjá fíkniefna-
lögreglunni.
„Hvítflibbinn er mun umfangsmeiri i
huga almennings en í þeim fíkniefna-
heimi sem við störfum í."
krafsinu er á endanum ekki mikið"
Samkvæmt ummælum Arnars
hafa litlar breytingar orðið í fíkni-
efnaheiminum á undanförnum ár-
um. Þeir sem neytt hafa þessara
efna eldast; sumir hætta en aðrir
halda áfram að neyta efnanna. Síðan
verður jöfn endurnýjun á neytenda-
hópnum í yngri aldurflokkunum.
Það skýrir kannski litla, en þó jafna,
aukningu á þessum efnum. Eins og
áður eru viðskiptin mest á kunn-
ingjastiginu, eins og kom fram í út-
tekt Ómars H. Kristmundssonar á
fíkniefnaheiminum í byrjun níunda
áratugarins sem dómsmálaráðu-
neytið gaf út fyrir fáeinum árum.
En hvaða breytingar hefur aukið
magn af sterkari efnum, eins og
amfetamíni og kókaíni, í för með
sér?
„Við urðum fyrst varir við aukn-
ingu á amfetamíni upp úr 1980. Á
síðasta ári höfðum við afskipti af 35
einstaklingum sem voru á spraut-
um. Þá á ég ekki við þá sem ein-
hvern tímann höfðu notað sprautur.
Eingöngu þá sem sprautuðu sig þeg-
ar þeir komu til okkar,“ sagði Arnar.
Arnar vildi ekki gera mikið úr
auknu ofbeldi í fíkniefnaheiminum
samhliða sterku efnunum. Hann
sagði þá sem neyttu þessara efna oft
haldna ofsóknarhugmyndum og
þær brytust stundum út í því að
þessu fólki fyndist það öruggara ef
það bæri einhvers konar vopn; hníf
eða barefli. Hins vegar væri hér
ekki um að ræða aukið ofbeldi sam-
hliða verslun með þessi efni. Eigin
siðalögmál og hefndaraðgerðir
vegna svika væru enn lítt þekkt.
Ofbeldið væri frekar framlenging á
venjulegum slagsmálum sem oft
væru fylgifiskur óreglu.
„Það fólk sem við höfum oftast af-
skipti af er fólk sem er í óreglu. Þetta
er fólk sem er tuttugu og fimm ára
og eldra en það. Öfugt við það sem
má ætla af lestri blaða eru unglingar
ekki stærsti neytendahópurinn.
Hins vegar eru þau tilfelli oft sorg-
legust.“
Þrátt fyrir stór fíkniefnamál á síð-
asta ári eru tilfelli einstaklinga sem
fara illa á notkun þessara efna stór-
vægilegasti vandinn. Hér virðist
ekki vera um jafnyfirgripsmikið
þjóðfélagslegt vandamál og víðast
hvar annars staðar að ræða. í
Bandaríkjunum tala menn um millj-
arða tapaðra vinnustunda og tug-
prósentum slælegri afköst í atvinnu-
lífinu. Svarta hagkerfið, sem tengist
þessum viðskiptum, er hér svo lítið
að það hefur nánast engin áhrif.
HELGARPÓSTURINN 31