Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 12
DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU
Kæra dagbók.
Mamma er alltaf að röfla um hvað
það sé vonlaust að treysta stjórn-
málamönnum, en ég er sko búin að
finna stétt sem er trilljón sinnum
verri. Það eru kallarnir, sem semja
um launin fyrir fátæka fólkið. Þeir
eru nefnilega ekkert betri — a.m.k.
ekki þessir sem voru að semja um
daginn. (Að vísu er hellingur af
þeim líka í pólitík, svo þetta er
kannski ekkert skrýtið.)
Fyrir soldið löngu síðan sá ég við-
tal við einn af þessum kölium í sjón-
varpinu og hann var svo grimmur
að mig langaði mest til að skríða
undir borð. Og guð hvað ég vor-
kenndi þeim, sem áttu að fara að
semja við þennan tryllta mann...
Hann var alveg trítilóður og hótaði
öllu illu, ef fátæka fólkið fengi ekki
ROSALEGA kauphækkun. Sjón-
varpstækið okkar titraði hreinlega
af æsingnum. Svo var náttúrulega
farið að semja í þessu Garðastræti.
Samningafólkið vakti og vakti,
drakk fleirihundruð og fjörutíu
kaffibolla og hristi hausinn þegar
blaðamenn spurðu hvað væri að
gerast. Sem sagt: allt á útopnuðu.
Ég hef aldrei áður fylgst neitt með
svona samningaveseni, en út af
þessu með brjálaða kallinn varð ég
óvart alveg ógeðslega spennt. Það
virtist líka eitthvað meiriháttar vera
á ferðinni. Kannski uppreisn eða
Þvottheldni og stvrkleiki
í hámarki
í fjórum gljástigum
• Kópal Innimálningin fæst nú í fjórum gljástigum.
• Nú velur þú þann gijáa sem hentar þér best og
málningin er tllbúin beint úr cfóslnnl.
• Nú heyrlr það fortíölnni tll aö þurfa að blanda
málnlnguna meö herði og öðrum gljáefnum.
VELDU KÓPAL í FJÓRUM GUÁSTIGUM:
12 HELGARPÓSTURINN
bylting eða eitthvað svoleiðis, þar
sem fátæka fólkið fengi loksins
nógu mikið af peningum til að þurfa
bara að vinna á einum stað. En glæt-
an... Þegar þessir kallar voru orðnir
þreyttir á að vaka og kjafta hver við
annan yfir kaffibollum — líklega
búnir að fara í þrígang yfir allar
kjaftasögurnar í bænum — þá komu
þeir bara í sjónvarpið og montuðu
sig af því að fólk gæti núna fengið
eitthvað um 30 þúsund kall á mán-
uði. Vááá, maður. Mamma fer sko
með meira en það bara í mat handa
okkur! Auðvitað var kallinn soldið
skömmustulegur og það voru ekki
aldeilis sömu lætin í honum þegar
hann var að segja frá þessu og þegar
hann sagðist ætla að mala ríka fólk-
ið, sem ætti nóg að seðlum. Hann
var alveg eins og hálfsofandi rola —
svipað og ég var á spítalanum í hitt-
eðfyrra, þegar hjúkkan var búin að
gefa mér kæruleysissprautuna.
Kannski er maðurinn með svona
veiki eins og konan í gömlu mynd-
inni í sjónvarpinu um daginn. Hún
var þrjár mismunandi konur í ein-
um líkama og það var alveg sann-
sögulegt!
Það vissu allir hérna á heimilinu
hvað ég var spennt út af þessum
samningum, svo þau gerðu auðvit-
að ferlegt grín að mér. En ég er ekk-
ert voða spæld yfir að hafa pælt í
þessum málum. Ég ætla nefnilega
bara að passa mig betur næst og
trúa ekki svona köllum. Það virðist
ekki vera neitt að marka það þótt
þeir segist ætla að hjálpa fátæka
fólkinu, sem vinnur í fiski alla daga
— ef það er ekki í rúminu með
vöðvabólgu og æðahnúta. Mamma
var æðislega glöð, þegar ég sagði
þetta við hana. Hún sagði, að þessi
reynsla hefði greinilega verið mjög
þroskandi fyrir mig og að nú sæi ég
að hvað heimurinn er oft óréttlátur.
Mér finnst þetta að vísu ekki koma
heiminum mikið við. Það eru þessir
kallar, sem eru óréttlátir. Svo sagði
pabbi mér, að samningakallarnir
fengju ekkert sjálfir þessir laun. Þeir
væru með miklu hærra kaup. Glæt-
an, maður... Ég skil ekki af hverju
það er ekki búið aö gera eitthvað í
þessu fyrir löngu. T.d. með almenni-
legri uppreisn. En mamma segir að
verkafólk vinni svo mikið að það sé
of þreytt til að standa í byltingum,
þegar það á frí. Þá er sem sagt alveg
pottþétt að það verður alltaf samið
um svona ömurleg laun, því verka-
lýðskallarnir taka örugglega aldrei
sénsinn á að fólkið geti keypt sér
örbylgjuofna, uppþvottavélar, og
sólarlandaferðir og haft heilsu og
frítíma til að gera uppreisn. En það
þyrfti kannski heldur ekki að bylta
neinu, ef allir hefðu efni á alls konar
heimilistækjum og ferðalögum?
Váá, hvað þetta líf er flókið! Best að
skreppa heim til Bellu og poppa í
örbylgjuofninum, sem mamma
hennar var að fá sér.
Bless, Dúlla.
Skelltu hvorki
skuld á hálku
eða myrkur.
Þaö ert þú sem situr viö stýrið.
yUMFERÐAR
RÁÐ
Vantar þig
varahluti í bílinn?
Kúplingsdiska og pressur
í allar algengar geröir fólksbila, jeppa og vörubíla.
Gabriel höggdeyfa
ótal útfærslur i miklu úrvali.
Háspennukefli, kveikjuhluti og
kertaþræði
eins og það verður best.
Alternatora og startara
verksmiðjuuppgeröa eða nýja, fyrir japanska,
evrópska og ameriska bila.
Spennustilla
landsins fjölbreyttasta úrval.
Kannaðu verðið.
Við ábyrgjumst gæðin.
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88