Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 20
„Ég held ég haf i hvorki œtlad eða ekki œtlad að verða leikari. Hins vegar man ég vel eftir því þegar ég átti að leika í leikriti á foreldradegi í skólanum. Ég gerði mér upp veik- indi, kleip mig í framan til að verða flekkóttur og laug því að ég væri veikur. Ég var alveg óskaplega feim- inn. Einhvern tíma var tekið viðtal við foreldra mína í Vikuna og þar birtist mynd af þeim með annarri systurinni. Ég var hins vegar í felum uppi á stigagangi! — En það var móðir mín sem hvatti mig til að fara á leiklistarnámskeið hjá Helga Skúlasyni og þaðan hélt ég í Leik- listarskólann. Ég man ekki hvers vegna mamma fór allt í einu að hvetja mig, en kannski má rekja það til þess að ég hafði ort vísur og skrif- að leikrit frá því ég var krakki. Um daginn fann ég meira að segja tilbú- inn sjónvarpsþátt sem ég hafði sam- ið á þeim tíma sem Dave Allen var hvað vinsælastur. Þessu handriti og öðrum hafði ég pakkað niður um fermingu... Hins vegar gerði ég mik- ið af því um tíma að standa fyrir framan spegil, gretta mig og geifla og þar fæddust margar fígúrur. Þetta gerði ég þó eingöngu í ein- rúmi og það fór aldrei lengra. Mér þótti því gaman að heyra það að Pálmi Gestsson, vinur minn og starfsbróðir, hafði átt við sama „vandamál" að stríða þegar hann var strákur! Nú erum við hættir að geifla okkur fyrir framan spegla og gerum það bara framan í fólk!“ STERKT ÞRÍEYKI Hann segist telja að góður grínari geti sjaldnast skrifað gott grín al- einn: „Það er langt bilið milli rithöf- undar og grínara," segir hann. „Rit- höfundur getur skrifað góða bók án hjálpar. Það er hins vegar staðreynd að kvikmyndahandritshöfundar skrifa sjaldnast einir handrit. Við í Spaugstofunni erum með heilsárs- spaug, skrifum handrit að öllu og ritskoðum hver annan jafnóðum. Við erum núna með leikrit á Bylgj- unni sem heitir „Með öðrum morð- um“ og það er skrifað af okkur þremur, mér, Karli Ágústi Úlfssyni og Sigurði Sigurjónssyni. Við erum sterkt þríeyki. Karl hefur unnið hug- myndirnar út á handrit enda er hann ritfærastur af okkur og vanast- ur á tölvuna. Karl hefur mikinn og góðan frásagnarmáta." REYNI AÐ FESTAST EKKI f HLUTVERKI GRÍNARANS Grœdid þiö mikiö á aö vera í grín- inu — þaö mikiö aö ykkur finnist ekki borga sig aö veröa alvörugefnir leikarar? „Nei — alis ekki. Ég reyni allt hvað af tekur að festast ekki í hlutverki grínleikarans. Ég vil meina að ég sé mjög góður dramatískur leikari. Ennþá hef ég ekki haft tækifæri til að sýna það — en það kemur að því.“ Hann segir að auðvitað séu þeir misjafnlega fyrirkallaðir til að skrifa spaug, vera fyndnir: „En við reyn- um að leiða það hjá okkur. Stillum okkar strengi saman og ýtum leiðin- legum hugsunum á burt. Það þurfa allir að setja upp vissa grímu í vinn- unni. Maður fer í vinnuformið og fólk á auðvitað ekki að taka vinn- una með sér heim. Því miður gera alltof margir slíkt og stundum stend ég sjálfan mig að því að vera að grína á fullu heima hjá mér — er þá farinn að pæla í einhverju." Hann segist eiga auðvelt með að umgangast fólk og feimnin, sem háði honum í æsku, sé ekki lengur til staðar: „Mér gengur vel að lynda við fólk. Það skiptir mig engu hvort ég umgengst háa eða lága. Fyrir mér eru allir eins — og ég tel mig dómvægan mann. Kannski einum of, því margir reikna með að ég kunni ekki að segja nei. Ætli ég sé ekki bara geðprýðismaður!" Hann bætir við að hann hafi aldrei verið vinmargur: „Var jafnvel „loner" , “ segir hann. „Bjó mér meira að segja til leiki og ef ég reyni að sjá æsku mína í já- kvæðu ljósi, þá lék ég mér oft einn og bjó mér til leiki. Einhverju sinni bjó ég til fjársjóðsleik. Þá faldi ég einhvern hlut, bjó svo til kort og stikaði út frá „fjársjóðnum". Fór svo að leita og varð mjög hissa þegar ég fann hlutinn! Mér leið oft betur að vera einn. Ennþá finnst mér gott að vera einn. Núna á ég fjölskyldu og auðvitað finnst mér best að vera með henni. Þegar maður hefur val- ið sér manneskju til að eyða ævinni með þá skiptir auðvitað ekki máli hvort maður er með fjölskyldu sinni eða aleinn, því fjölskyldan er jú maður sjálfur. Samt koma þau augnablik að ég vil vera alveg einn og þau augnablik nýti ég gjarnan á nóttunni. Horfi á myndband eða tek mér blað og blýant í hönd og teikna. Því miður hef ég misst niður áhug- ann á að hlusta á klassíska tónlist af þeirri einföldu ástæðu að hljóm- flutningstækin mín eru léleg. Nú bíð ég eftir að komast í verulegar álnir svo ég geti keypt mér geislaspilara. Ég naut þess að hlusta á „þungan róður" eins og tónverk Beethovens og teikna jafnvel um leið." Örn segist meira að segja hafa fært sig upp á skaftið eftir aö hann kynntist konunni sinni, Jóhönnu Kristínu Óskarsdóttur, fyrir sex ár- um, tekið sig til og búið til myndir til sölu: „Allt gert til að komast í álnir," segir hann og glottir. „Menn eru alltaf í þessum sama leik, að komast í álnir, að verða rík- ir.“ Helduröu virkilega aö menn veröi hamingjusamari afþvt aö eiga nóg af peningum? „Já, það hugsa ég,“ svarar hann hiklaust. Segist sammála mér um að margir „millarnir" séu nú ekki bein- línis hamingjusamir og virðist sífellt vilja meira: „Kannski líður þeim ríku illa af því þeir vilja meira og meira. Hinum blönku líður bara líka illa vegna þess að þá vantar pen- inga. Eg held að manni sem segir „ég vil verða ríkur“ hljóti að líða vel ef hann nær markinu. Þá getur maður a.m.k. keypt sér geislaspil- ara. Hins vegar tel ég mig vera mjög efnaðan mann. Eignaðist fyrst 36 fermetra íbúð á Frakkastígnum og leigði meðan ég byggði íbúð í Ártúnsholtinu. Neyddi skyldu- sparnaðinn út úr konunni," segir hann og skellihlær. Bætir svo við alvarlegur á svip að það sé þó ekk- ert grín að koma þaki yfir höfuðið, enda sé „geðveik vinna" á sér. „Enda er kjörorð mitt: „Ég vinn og vinn og vinn og ekkert kemur inn!“ Lýsir því á lifandi hátt hvernig hann sjái peningana koma fljúgandi til sín — og framhjá! „Við leggjum líka allt í sölurnar til að skulda engum neitt," segir hann. „Ég held það sé nokkuð sjaidgæft í dag að ungt fólk varist að skulda. Sjálfur þekki ég mann sem geymir reikn- inga sína í skókassa og ef einhver dirfist að rukka hann, stingur hann þeim reikningi neðst! Þessi árátta mín, að skuida engum neitt, er bara eitthvað í genunum, komið frá pabba sem aldrei vill skulda, sem er góður siður. Hins vegar hef ég greinilega mun meira af kæruleysis- genum en hann!“ Þú talaöir um aö þú heföir slapp- aö af viö aö teikna. Ertu þeirrar skoöunar aö þaö sé hollt aö teikna? „Já, það er eins og maður upp- götvi eitthvað við að teikna. Ég hef gaman af að teikna strik og kannski einhver form. Hendur voru eftir- lætismótíf mitt um tíma. Auðvitað er ég enginn „artist" en áður fyrr hafði ég óskaplega gaman af að teikna og gerði meira að segja olíu- verk einu sinni. Seldi frænda mín- um eitt slíkt á 400 krónur þegar ég var tólf ára. Man að ég var ógurlega montinn af Jjví!" En nú er Örn hættur að teikna og æskuárin liðin. Er orðinn eftirlæti þeirra yngstu á landinu, einkum og sér í lagi sem „Afi gamli" í þáttum sem sýndir eru á Stöð 2 á laugar- dagsmorgnum. „Það er nokkuð sem ég og börnin eigum saman og fultorðnir þekkja varla,“ segir hann. „Ég er eins og Harpic. „Láttu Harpic vinna verkið meðan þú sefur," segir auglýsingin, en ég segi: „Láttu Afa gamla sjá um börnin meðan þú sefur!““ Og Örn gerir fleira en leika Afa gamla. Hann stjórnar þáttum á Bylgjunni, leikur og semur „Með öðrum morðum" og leikur í Ves- alingunum í Þjóðleikhúsinu. ítrekar einkunnarorö sín: „Ég vinn og vinn og vinn en ekkert kemur inn." „Þetta þýðir auðvitað að margir eru orðnir leiðir á mér. Sumir segja að ég sé alls staðar, það megi hvorki kveikja á útvarpi né sjónvarpi þá sé ég þar. En það verður bara að hafa það þótt einhverjir séu leiðir á mér. Ég er að ná mér í ákveðna reynslu, vinna að einhverju sem ég ætla að nýta mér síðar meir. En hvert er takmarkiö — þaö aö veröa ríkur dramaleikari? „Ég ætla að verða heimsfrægur eins og ég sagði alltaf þegar ég var lítill. Veit ekkert á hvaða sviði. Þótt ég sé ekki gjarn á að öfunda fólk þá hef ég alltaf öfundað þá sem eru heimsfrægir. Veit ekkert af hverju. Svo les maður í blöðunum að þetta fólk lendir á hæli, fer í meðferð eða á við offitu vandam ál að stríða. Samt þykir mér gaman að halda í þetta bernskuloforð. Núna er ég að læra söng hjá Sigurði Demetz Franzsyni, sem er mjög gaman og vonandi á það eftir að skila sér. Kannski verð ég óperusöngvari, kannski fer ég að vinna aftur hjá Sambandinu, hver veit. Lífið er svo fjölbreytt, um að gera að prófa allt.“ mm •í;.W: ■■ M: ■-•' ■ f ■ * ■/./A ■ __ TREX SPONPARKET ÓDÝRT, STERKT OG AUÐVELT AÐ LEGGJA * ■ ■■*■•■ V '■■■ ■ 4 1 Tré-x Spónparket hefur alla þá eiginleika sem góöu gólfefni sæmir. Það er endingargott, fáanlegt á góðu verði og fram- leitt á Islandi. Tré-x Spónparket má nota á eldhús, svefnherbergi, stofur, skrifstofur og verslunarhúsnæði. Tré-x Spónparket er framleitt hjá Trésmiðju Þorvaldar Olafssonar hf en þar fara saman reynsla, þekking og tækni. Tré-x Spónparket er nýtískulegt.fallegt og auðvelt að leggja sjálfur. ....., ________ Hafðu samband við sölumcnn okkar í síma 92-14700. * /4 KYNNINGAK'1 :Rl) Kr. - TRESMIÐJA ÞORVALDAR OLAFSSONAR IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK, SÍMAR: 92-13320 OG 92-14700 m 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.