Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 21
TÖLVUR OG HUGBÚNAÐUR VINNA VIÐ TÖLVUSETN- INGARKERFI KREFST ÞEKKINGAR Tölvusetningarkerfi (Desk top publishing) geta veitt notendum þeirra innblástur í daglegu starfi og verið auk þess mjög áhrifaríkt verkfæri. En þá þurfa réttar forsend- ur ad vera til staðar hjá notandanum. Tölvusetning er ein þeirra tölvu- nýjunga sem komið hafa fram á síð- ustu árum. Margir þekkja nú þegar þetta fyrirbæri, en fleiri eru þeir sem hvorki þekkja haus né sporð á því. Tölvusetning gefur manni ein- faldlega möguleika á að gefa út rit sjálfur, sem áður þurfti að láta aðila úti í bæ sjá um. Tæknilega séð er um að ræða sameiningu tækja er gerir kleift að sameina ljósprentun, rit- vinnslu, grafísk kerfi og tækniteikni- kerfi, í stuttu máli að hreinteikna og útbúa blaðagrein með myndum. A skrifstofunni þarf ekki annað en einkatölvu sem tengd er „scanner" og geislaprentara. Tækjabúnaður af lítiili stærð getur framleitt um 5 þúsund síður árlega. Stærri tæki með möguleikum á meiri og mun vandaðri framleiðslu kosta margfalt meira en þau smærri. Hinar smærri tækjasamsetningar komu fyrst á markað 1985 og hafa þær átt mestri útbreiðslu að fagna — og um leið valdið mestum von- brigðum. Menn eru ekki á eitt sáttir um gæði tölvusetningarkerfa þegar um notagildi er að ræða. Ávinningurinn við að útvega sér tölvusetningar- kerfi er ekki eins augljós og margir virðast halda. Til samanburðar má ígeta þess að fólk verður ekki betri píanóleikarar við kaup á stórum konsertflygli, ef það hefur átt venju- legt píanó áður. Svipað má segja um tölvusetningu. | Hæfni fólks í prenttækni eða Ihönnun eykst ekki þó fjárfest hafi tverið í tölvusetningarkerfi. Bent Petersen, framkvæmdastjóri jdanska tölvufyrirtækisins Formula iMicro a/s, segist vera viss um að fjárhæðir þær sem varið hefur verið til auglýsinga á tölvusetningarkerf- um séu mun hærri en þær fjárhæð- ir er fengist hafa við sölu þeirra. Sé ailtof mikið um viðskiptavini sem séu óánægðir og hábölvi margir þeim degi þegar tugum þúsunda var eytt í tölvusetningarkerfi. Hann seg- ir ennfremur að framleiðendum og seljendum hafi legið of mikið á við að koma tölvusetningartækjum sín- um á markað. Hinir fyrrnefndu hafi hreinlega verið óáreiðanlegir í markaðssetningunni. Það þýði lítið að telja einkatölvueigendum trú um að nú geti þeir fyrirhafnarlítið hafið tölvusetningu. í fyrsta lagi vinna einkatölvur of hægt og í öðru lagi er minni þeirra ekki nægilega stórt. Síðan segir Bent Petersen það sem oft er kjarni málsins, þegar um sölu tölvunýj- unga er að ræða: „Ég geri mér fylliiega ljóst að framleiðendur þurfa að selja fram- leiðslu sína, en við seljendur erum ábyrgir fyrir því að kaupandinn fái rétta samsetningu á tækjum og hug- búnaði. Ef ekki, orsakar það óánægju hjá öllum aðilum og þá er betur heima setið en af stað farið." Annað vandamál tengt tölvusetn- ingu er menntun starfsfólks, sem nota á tölvusetningarkerfin. Annars vegar hafa fyrirtæki á sínum snær- um hæfa teiknara og prenttækni- fólk og hins vegar góða tæknimenn. Til að fá sem mest út úr tölvusetn- ingarkerfi verður sami einstakling- urinn að vera mjög hæfur í fyrr- nefndu greinunum og þekkja tölu- vert til hinnar síðasttöldu, eða öfugt. „Ekki er óalgengt að yfirmenn fyrirtækja komi tölvusetningarút- búnaði fyrir hjá ritara sínum og ætl- ist síðan til að hann eða hún geti séð um alla útgáfustarfsemi fyirtækisins með annarri hendi. Ritarinn hefur sjaldnast nauðsynlega kunnáttu til að geta það. Til þess eru möguleikar tölvusetningar of margir. Möguleik- ar hvað varðar leturgerð, dálk- breidd og uppsetningu eru fjölmarg- ir, svo ekki sé minnst á meðferð ljós- mynda." Samkvæmt Bent Petersen klúðr- aði fyrirtæki hans hönnun bæklinga algerlega í byrjun. Of margar þum- alfingursreglur voru brotnar, reglur, sem fagfólki í prentiðnaði eru sjálf- sagður hlutur. Vonast Petersen til að fullkomnari tæki komi fram, þar sem tölvusetning verður aðgengi- legri fyrir leikmenn. Verði kerfin þá útbúin í pakka, pakka fyrir eyðu- blöð, bækur, bæklinga og svo fram- vegis. Þrátt fyrir byrjunarörðugleika er víst að tölvusetning á eftir að vinna mikið á í nánustu framtíð. Tölvu- setning getur veitt mörgum inn- blástur, sparað tíma og ekki síst peninga. En þá verða forsendurnar — rétt tækjasamsetning og ekki síst menntun starfsfóiksins — að vera til staðar. « nú fáanleg með byltíngar- kenndrí nýjung! VictorVPC III er nýjasta einmenningstölvan í Victor fjölskyldunni. Hún er AT samhæfð og hentar því vel fyrirtækjum og stofnun- um. VPC III er með byltingarkenndri nýjung sem felur í sér möguleika á 30 mb færanlegum viðbótardiski, svokölluðum ADD-PACK, sem smellt er f tölvuna með einu handtaki. Sér- lega hagkvæmt við afritatöku og þegar færa þarf upplýsingar á milli tölva, s.s. fyrir endurskoðendur o.þ.h. Einnig fáanleg með 60 mb hörðum diski (samtals 90 mb með ADD-PACK). Victor tölvurnar eru nú í notkun í öll- um greinum atvinnulífsins og reynast einstaklega vel við erfiðar aðstæður. Helstu ástæður vinsældanna eru án efa afkastageta, stærra vinnslu- og geymsiuminni, falleg hönnun, hag- stætt verð og síðast en ekki síst góð þjónusta. Bilanatíðnin er einhver sú lægsta sem þekkist, þrátt fyrir að Victor hafi rutt brautina með fjölmarg- ar nýjungar. Og nú fylgir MS-Windows Write & Paint forritið öllum Victor tölvum sem eru með harðan disk. Þrjár gerðir Victor einmenningstölva eru nú fáanlegar: Victor VPC Ile, Victor V 286 og Victor VPCIII. Victor þjónar stofnunum og fyrirtækj- um í iðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði, verslun, þjónustu sem og mennta- stofnunum, námsmönnum og ein- staklingum. Victor getur örugglega orðið þér að liði líka. Athugaðu málið og kynntu þér Victor örlítið betur - þú verður ekki svikinn af því! VICT EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.