Helgarpósturinn - 10.03.1988, Page 23
úr upplýsingunum á ákveðinn hátt
og skila niðurstöðum. Þær byggja
annars vegar á þeim upplýsingum
er liggja til grundvallar í kerfinu og
hins vegar því forritakerfi er vinnur
úr upplýsingunum. Sú niðurstaða
verður aldrei betri eða verri en þær
upplýsingar sem liggja fyrir. Hér er
fyrst og fremst verið að búa til kerfi
sem hjálpa fólki með grunnþekk-
ingu á ákveðnum sviðum til að leysa
vandamál sem það væri annars ekki
fært um.“
Nú eru margir sem halda að gerð
vélar, sem sé eins og mannsheilinn
að öllu leyti, sé ekki langt undan.
„Jú, það er til. Þegar um er að
ræða vélmenni sem geta stjanað við
þig ertu með vél sem þú stjórnar
með tölvu. Ef véimennið gengur á
stól er það fyrirfram prógrammerað
til að bakka og reyna nýja leið.
í sambandi við það sem við sjáum
í kvikmyndum, vélmenni sem hafa
mannlega eiginleika, hugsa og hafa
tilfinningar, þá er það langt inni í
framtíðinni, ef það þá kemur nokk-
urn tíma. Sem dæmi hafa menn ver-
ið í stökustu vandræðum með að fá
tölvur til að greina á milli forma. Þú
getur tengt myndbandsvél við
tölvu, en það þarf alveg geysilega
öfluga tölvu til að vinna úr upplýs-
ingunum. Að búa til vélmenni sem
getur skynjað hluti og dregið álykt-
anir er heldur fjarlægt. Annars er
aldrei að vita. Ég útskrifast úr HÍ
1976. Þegar ég var að vinna við
tölvu uppi í háskóla var notast við
Itölvu er heitir IBM 1620 og þá var
iforritað á gataspjöld. Á þeim tíma
voru forritanlegar reiknivélar til
isem voru á stærð við einkatölvu í
dag og til að láta hana framkvæma
einfalda aðgerð, eins og að reikna út
kvaðratrót, þurfti að búa til segul-
spjald, sem var rennt í gegnum
hana. Þarna var nokkur ferill sem
búinn var til. Þau tæki sem við unn-
um á þá höfðu minni afkastagetu en
lítil reiknivél hefur í dag. Það er því
ekki hægt að fullyrða neitt um fram-
tíðarþróunina í þessum efnum. í
nánustu framtíð þurfum við ekki að
hafa áhyggjur af því að verða ýtt til
hliðar."
VATN EÐA EKKI VATN
Þegar þú lítur fram á við í erind-
um þínum um tölvuráðgjöf koma
fyrir atriði eins og lífrœnar tölvur.
Geturðu skýrt það fyrirbœri nánar?
„Það eru ekki margir sem hafa
heyrt um þetta. Við erum eiginlega
komin að mörkum þess sem við get-
um búið til með þeim tækjum og
aðferðum sem við þekkjum í dag.
Við erum komin að mörkum þess
hve mikið er hægt að minnka rásir.
Við getum ekki þjappað meira á
hvern þvermillimetra. Þess í stað
höfum við stækkað plöturnar til að
koma meiru fyrir á þeim. Ástæðan
fyrir þessu er sú, að sú tækni sem
notuð er byggist á Ijóstækni — rönt-
gen- og leysigeislum, sem minnka
þessar rásir og nú er svo komið, að
ekki er hægt að komast neðar í því
sambandi. Því hafa menn velt fyrir
sér 'öðrum leiðum. Ég man þegar
ég var í HÍ 1973 og nefndi hvort
menn myndu ekki enda í því að búa
til rásir með mólikúlum og atómum.
Kennarinn hélt nú ekki og vildi ekki
heyra svona tal. Síðan las ég í blaði
fyrir um 2 árum, að í Bandaríkjun-
um hefðu farið fram rannsóknir á
því hvert eigi að fara til að búa til öfl-
ugri og hraðvirkari tölvur. í því sam-
bandi hafa menn gert tilraunir, sem
eru nokkuð langt komnar, með að
búa til tölvur úr lífrænum efnum. Ég
spyr oft í framhaldi af því, hvort ekki
sé í raun stutt í að við búum til
mannsheila eða ígildi mannsheila.
Menn hafa verið að gera tilraunir
með að búa til vatnstölvur og ljós-
tölvur, þar sem reikningarnir eru
framkvæmdir með vatni eða ljós-
geislum. Fyrir leikmann hljómar
þetta eins og hver annar fíflagangur,
en í raun byggjast tölvur á mjög ein-
faldri hugmynd. Hún er sú, að ann-
aðhvort er kveikt eða slökkt. Ann-
aðhvort er straumur til staðar eða
ekki. Þetta er hið svokallaða bita-
kerfi. Annaðhvort er bitinn 0 eða 1.
Þá má líka segja, sem ekki er nein
vitleysa og menn hafa útfært það:
Annaðhvort er vatn eða ekki vatn.
Annaðhvort er ljós eða ekki ljós. Ef
hægt er að búa til einingar sem eru
nógu litlar og geta skynjað „vatn“
eða „ekki vatn“, þá erum við farin
að tala um allt aðrar stærðir, t.d. ljós-
tölvur. Þær hafa einn stóran kost. Ef
einhvern tíma verður sprengd
kjarnorkusprengja í gufuhvolfi eða
yfir gufuhvolfi jarðar er víst að allar
tölvur munu eyðileggjast, þar sem
svo sterkar rafsegulbylgjur myndu
myndast. Rásirnar í tölvunum
myndu brenna yfir. Ef við aftur á
móti höfum tölvur sem byggja á ljósi
ætti kjarnorkusprengja ekki að hafa
nein áhrif á starf þeirra. Það verður
að játast að flest hátækniþróun
tengist hernaði að einhverju leyti og
þarna er einfaldlega verið að finna
búnað er virkar áfram þó sprengd
sé kjarnorkusprengja. Það er gífur-
lega dýrt að verja þessar tölvur. Þær
þarf t.d. að setja í sérstök blýbúr er
verja þær gegn afleiðingum kjarn-
orkusprengingar."
TENGSL TÖLVU OG
SÍMA
„Hvað varðar tölvusamskipti,
samtengingar tölva og nettenging-
ar, þá er sú þróun helst á því sviði,
að menn hafa verið með sérstök net
fyrir tölvurnar, og svo önnur fyrir
símakerfi, og það í sama húsi. Þann-
ig að í raun eru tvö flutningskerfi
hlið við hlið, með tiltölulega miklum
tilkostnaði. Þróunin hjá símafram-
leiðendum og í samvinnu símafram-
leiðenda og tölvuframleiðenda hef-
ur beinst í þá átt, að notað sé eitt
flutningskerfi og eitt tæki. Þú notar
sama tæki til að hringja fyrir tölv-
una og símann.
Staðreyndin er sú að í öllum fyrir-
tækjum er símakerfi. Af hverju ekki
að nota þessar leiðslur, sem búið er
að leggja um allt hús með ærnum
tilkostnaði, til að flytja tölvuboðin.i
Þetta eru menn farnir að gera í rík-;
ari mæli. Þessi tvö flutningskerfi eru
að renna saman í eitt. Þar má t.d.
nefna hin nýju ISDN-símakerfi, sem
hafa verið að þróast undanfarin ár.
Skjárinn á borðinu hjá þér er í einu
móttökutæki fyrir telex, telefax
(myndsendingar), hann er tölvu-
skjárinn þinn og hann er tækið sem
hringir út. Þú getur hringt með
lyklaborðinu og síðan talað í tól sem
liggur við hliðina á tölvunni. Ymsar
upplýsingar, eins og símaskrá, geta
verið tengdar símakerfi þínu á
skjánum. Það sem er spennandi í
þessu sambandi er að þú getur verið
að tala við mann í síma og sent hon-
um tölvuupplýsingar. Þetta er kerfi
sem fyrst og fremst hefur verið
byggt upp innan fyrirtækja, vegna
þess að símakerfið hjá póst og síma-
málastofnunum er yfirleitt ekki
komið á þetta stig. Það gerist þó
hægt og bítandi, t.d. í Þýskalandi."
TÖLVUR ERU HEIMSKAR
Hvað varðar nýjungar bætti Hall-
dór því við, að sjálfsagt væri fyrir
mörg fyrirtæki að útbúa staðlaða
textapakka, þar sem fjöldi fólks í
fyrirtækjum sæti á sömu stundu og
skrifaði nákvæmlega sama textann.
Þetta væri líka öryggisatriði laga-
lega séð, en staðlaðir textar kæmu
að mestu í veg fyrir mismunandi
túlkun á þeim og þarafleiðandi deil-
ur. Menn væru oft á tíðum að skrifa
sömu hlutina upp aftur og aftur, og
því sjálfsagt að þurfa ekki annað en
að raða saman klausum, sem væru
fyrirfram tilbúnar.
Hann minntist einnig á menntun
I starfsfólks, sem oft væri ábótavant.
Það hefði ósjaldan verið svo að
keyptur væri tölvubúnaður fyrir
fyrirtæki, hann settur inn á gólf og
fólki sagt að fara að vinna. Óánægja
með tölvur í fyrirtækjum stafaði oft-
ast af vanþekkingu, fólk kynni
hreinlega ekki að nota þær. Það
tengdist síðan tölvuhræðslunni,
sem enn væri töluverð, sérstaklega
hjá eldri kynslóðinni, sem oft fynd-
ist sér ógnað. Þá dygðu oft einfaldar
aðferðir eins og að láta fólk taka vél-
arnar í sundur og setja þær saman
aftur, leyfa því virkilega að finna að
þessi hrúga af plasti, málmi og gleri
væri ekki svo frábrugðin stereó-
græjunum heima í stofu.
Fólk sér tölvur oft í hillingum og
miklar fyrir sér getu þeirra og vald.
Orð Halldórs Kristjánssonar, sem og
fleiri hafa haft í frammi, eiga hér
ákaflega vel við og hæfa vel sem
lokaorð þessa spjalls um tölvunýj-
ungar: „Tölvur eru heimskar!"
Microtölvan hf. var stofnuð árið 1981 í
þeim eina tilgangi að selja tölvur, jaðartæki
og skyldan búnað. Einnig að veita alhliða
þjónustu á þessu sviði.
í dag getum við boðið alhliða búnað frá
fremstu fýrirtækjum heims á þessu sviði.
Hér á eftir kynnum við þessi fyrirtæki:
cordata
INOYELL
Þegar margar tölvur eru samankomnar er
oft þörf að geta hafa sameiginlegan aðgang
að gögnum og jaðartækjum. Netbúnaður
frá Novell er alls staðar viðmiðun þegar
netkerfi eru til umræðu, enda er fyrirtækið
leiðandi á þessu sviði. Novell netbúnað má
nota á flestar PC og AT samræmdar tölvur
og svartími er fullkomlega á við svartíma
stærri tölva.
Frá Cordata fáum við PC og AT
samræmdar tölvur á góðu verði. Cordata
tölvur hafa verið fluttar inn til landsins frá
árinu 1983 og hafa reynst afburða vel.
#CITIZEN
Prentararnir frá Citizen voru fyrst fluttir
inn árið 1985. Síðan þá hafa þeir verið með
mest seldu prenturum á íslandi og ekki að
ástæðulausu. Verð þessara prentara er
einstakt, notagildi og fjölhæfni mikil og
veitt er tveggja ára ábyrgð frá verksmiðju
eða helmingi lengri en aðrir veita!
DATAFLEX
DataFlex er fullkomið þróunarkerfi fyrir
hvers kyns hugbúnað sem þarf að halda
utan um mikið magn af gögnum. í
DataFlex er allt sem þarf til að gera sérlega
vinaleg notendakerfi með gluggaskiptum
valmyndum, röðun í íslenska stafrófsröð og
margt fleira.
Priam framleiðir fasta diska fyrir flestar
gerðir tölva. Diskar sem eru hraðvirkir og
einstaklega vel prófaðir frá verksmiðju.
Hægt er að velja um stærðir allt frá 43mb
upp í 233mb.
TOSHIBA
Enginn framleiðir ferðatölvur eins og
Toshiba. Frá þeim fást ferðatölvur
samræmdar PC, AT og nú síðast með
80386 örgjörva sem þýðir að nú fæst
ferðatölva jafn öflug og IBM PS/2 módel
80 í kjöltuna!
SPl
Open Access II frá Software Products
International hefur allt sem flestir
notendur þurfa með fyrstu tölvunni sinni:
ritvinnslu, töflureikni meö grafík, öflugt
forritanlegt gagnasafnskerfi (raðar eftir ísl.
stafrófsröö), samskiptaforrit (fyrir t.d.
telex) og hjálpartæki svo sem reiknivél,
tímabókunarkerfi, klukku með stoppúri,
dagatal, krotblokk og mörgu fleira. Allt
þetta á verði eins forrits! Open Access II er
fyrir skynsaman notanda.
MICROTÖLVAN
Síðumúla 8 - 108 Rcykjavík - sími 688944
HELGARPÓSTURINN 23