Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 25

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 25
BEINLÍNU- VÆÐING BANKANNA OKKAR STÆRSTA VERKEFNI Fyrirtækið Einar J. Skúlason er mörgum er starfað hafa við skrifstofustörf að góðu kunnt. Það var stofnað af Einari J. Skúlasyni árið 1939 og lagði frá upphafi áherslu á innflutning og sölu á alls kyns vélum til skrifstofuvinnu. Var fyrirtækið í fölskyldueign allt fram til ársins 1984, er því var breytt í hlutafélag. I júní 1985 keyptu fjórir ein- staklingar fyrirtækið. Það voru þeir Olgeir Kristjánsson, Kristján Auðunsson, Helgi Þór Guðmundsson og Bjarni Ásgeirsson. HP heimsótti fyrirtækið á dög- unum til að heyra nánar frá starf- semi þess, en það er nokkuð at- kvæðamikið á tölvu- og hugbúnað- armarkaðinum í dag. Olgeir Kristjánsson sagði að þeg- ar árið 1965 hefði fyrirtækið fengið umboð fyrir Kienzle-vörur. Þar á meðal hafi verið reikni- og bók- haldsvélar og þótti enginn endur- skoðandi vera maður með mönnum á þeim tíma ef slíkar vélar stóðu ekki á skrifborði hans. Gekk mjög vel með þessar vélar, en það er ekki fyrr en 1981, þegar bankarnir fara af stað með útboð um beinlínuaf- greiðslutæki, að hjólin fara virki- lega að snúast hjá fyrirtækinu. Ein- ar J. Skúlason býður í verkið með sínar Kienzle-vélar. Þetta var fyrir tíma samkeppninnar hjá bönkun- um, þannig að um sameiginlegt út- boð allra banka og sparisjóða á Is- landi var um að ræða í þessu tilfelli. Árið 1983 var ákveðið að taka Kienzle-afgreiðslutæki inn í alla banka og sparisjóði á landinu. Iðn- aðarbankinn hafði þó sérstöðu að því leyti að hann hafði þegar komið sér upp IBM-kerfi. Síðan þá hefur fyrirtækið unnið stöðugt að þessu verkefni, að beinlínuvæða bank- ana. Samvinnubankinn fór reyndar út úr þessu samstarfi og keypti IBM- vélar. „Kienzle-kerfið er gagnmerkt kerfi sem hefur fengið frekar litla opinbera umfjöllun. Reyndar breytt- ist nafnið 1981, þegar Mannesmann keypti Kienzle-fyrirtækið, svo nú heita vélarnar Mannesman Kienzle. Fyrsti beinlínubankinn fór í gang í nóvember 1985, þ.e. eftir okkar kerfi. Síðan þá eru um það bil 100 stjórnstöðvar komnar út. Um 400 gjaldkerar víðs vegar um landið eru beinlínutengdir í dag. Þar við bæt- ast um 800 bakstöðvar. Stjórnstöðv- arnar eru 100 talsins. í flestum úti- búum er ein stjórnstöð, en í þeim stærstu hér í Reykjavík eru þær tvær. Við erum enn að setja upp kerfið, en senn líður að lokum upp- setningarinnar. Er beinlínuvæðingu bankanna áætlað að ljúka 21. júlí á þessu ári.“ Þessum þuœlingi milli sparisjóds- deildar og gjaldkera er því lokiö fyr- ir þá er vilja taka peninga út af bók?" r „Já. í dag getur þú gengið beint að hvaða gjaldkera sem er og fengið þína afgreiðslu. Reyndar gat verið misbrestur á því í upphafi, þar sem umbylta þurfti skipulaginu í af- greiðslu bankanna þegar hið nýja beinlínukerfi var að komast í notkun." Einhver hefur haldid því fram aö vinnusparnaöurinn afnotkun þessa beinlínukerfis hafi ekki ordid sem skyldi. „Jú, það hefur orðið nokkur vinnusparnaður, en það hefur tekið sinn tíma að hefja notkun á kerfinu. Samkvæmt heimildum frá bönkun- um hefur ekki orðið fjölgun mann- afla í sumum bönkum árið 1987, þrátt fyrir fjölgun útibúa. Vinnan í bankanum hefur breyst á þann hátt að gjaldkerum hefur fjölgað en bak- fólki fækkað. Gjaldkerinn gerir mun meira í dag vegna tilkomu þessara tækja. Reyndar fara íslendingar mjög hratt inn í þessa þróun í af- greiðslumálum banka. Fram að til- komu beinlínukerfisins voru bankar hér vægast sagt nokkuð frumstæðir, en svo verður þessi þróun í mjög stórum skrefum. Til samanburðar má geta þess að þessi þróun hefur tekið áratugi." Nú hefur sjálfsafgreidsluvélum fjölgad mikid og er farid ad tala um ad gjaldkerinn veröi óþarfur innan fárra ára. „Jú. Stefnan erlendis beinist æ meir í átt að sjálfvirkni og þar er stefnt að því að fækka fólki. Erlendis eru sjálfsafgreiðslutækin mun meira notuð en hér. íslendingar eru mjög sérstakir að því leyti, að við notum ávísanir mjög mikið, og það þarf gjaldkera ef leysa á út eða greiða með ávísun í banka. Ég held að hér á landi sé ávísananotkun sú mesta í heirni." Erlendis eru bankakort mikiö not- uö, a.m.k. íDanmörku. Þá á fœrsla sér staö um leiö og kortiö er notaö, en ekki um sex vikna greiöslufrest aö rœöa. Hvaöa trú hefur þú á aö notkun bankakorta veröi almenn hér? Er fólk ekki rígbundiö á klafa lánakortanna? „Bankarnir hér hafa gefið út bankakort, sem gerir fólki kleift að taka peninga út úr sjálfsafgreiðslu- tækjum. Hér á landi er fólk hrein- lega ekki ýkja hrif ið af að staðgreiða með beinhörðum peningum. Hin ráðandi greiðslukort hér veita fólki allt að sex vikna greiðslufrest og ávísanir gefa manni a.m.k. eins dags greiðslufrest. Erlendis getur maður farið í stórverslanir og greitt með bankakorti og á færslan sér þá um leið stað í bankanum. íslend- ingar eru ekki hrifnir af þvi að fá engan greiðslufest, við kunnum ekki að lifa þannig. En hvað varðar bankana þá er þróunin erlendis a.m.k. í þá átt að gera viðskiptavin- inn sjálfbjarga. Hér á landi vilja bankarnir gjarnan fara sömu leið, en það er spurning hvort þeir fá fólkið með. Reynslan af sjálfsaf- greiðslutækjum hér á landi er held- ur ekki góð, hér eru þau mun minna notuð en erlendis. Hér eru greiðslu- kortin notuð." En hvaö meö aöra þœtti í starf- semi fyrirtœkis ykkar? Við ákváðum mjög fljótt að ein- skorða okkur ekki einvörðungu við bankatölvur. Við ákváðum að taka Hugsaðu málið Ef þú ert í bilahugleiðingum,ættir þú aö lesa þessa auglýsingu tvisvar. Ræddu við sölumenn okkar um kosti LADA bilanna og vinsælu greiðslukjörin. Afgreiðslu- tíminnn er 2-4 dagar. Við eigum einnig úrval notaðra LADA bíla. Beinir símar: Nýir bílar sími: 31236 Notaðir bílar sími: 84060 Opið laugardaga trá 10-16 ÓBREYTT VERÐÁ MEB AN BIRGÐIR ENDAST BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur HELGARPÓSTURINN 25 haunmm USKARSSON BSL

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.