Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 31

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 31
Einhversstaðar, einhverntíma þegar allt er kyrrt Síðastliðinn föstudag frumsýndi þriðji bekkur Leiklist- arskóla íslands barnaleikritið „Með álfum og tröllum" eftir sænska brúðuleikhúsmanninn Staffan Westerberg. Leikstjóri verksins, Kári Halldór, segir Westerberg kunn- an að því að leika í eigin verkum af djúpstæðri tilfinn- ingu. Hann ku m.a. hafa sett á svið barnaútgáfu af Draumleik Strindbergs og hlotið lof fyrir. „Með álfum og tröllum" er að sjálfsögðu ævintýraleikur og fjallar um kynni stráksins Jóakims af allskyns furðuverkum. Kári Halldór er maður upptekinn, því auk þess að leikstýra þriðjubekkingum Leiklistarskólans, þá vinnur hann að uppsetningú „Endatafls" eftir Beckett fyrir utan kennslu í Leiklistarskólanum. Það hefur gengið á ýmsu við upp- færslu þessara tveggja verka. Einn leikenda í barnaleik- ritinu fótbrotnaði og leikari í Endatafli hætti fyrirvara- laust. Frumsýningum varð að fresta æ ofaní æ, en nú virðist bjartara framundan því önnur frumsýningin er af- staðin slysalaust og Kári Halldór hefur ráðið sig sem leik- ara í Endatafli. Við spurðum hann hvernig honum þætti að vera að fara að leika eftir margra ára starf sem leik- stjóri. EFTIR ÓLAF ENGILBERTSSON MYND JIM SMART „Mér líst bara mjög vel á það. Ég er búinn að vinna sem ieikstjóri eiginlega alveg síðan ég útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1972. Það er á margan hátt auð- veldara að þróa hugmyndir sínar og vinnuaðferðir sem leikstjóri heldur en sem leikari. Leikarinn er alltaf svo háður bæði leikstjóranum og samleikurum sínum. Þó hef ég nú- orðið áhuga á því að byrja aftur að leika. Fyrir 10—15 árum vann ég mikið á Norðurlöndunum, í Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi, bæði sem leikari og leikstjóri. í Finnlandi vann ég fyrst og fremst sem leikari, og tengslin við Finna hafa haidist hvað best. Það er eitthvað í hugsun- armáta þeirra og vinnubrögðum sem hefur haft sterk áhrif á mig og opnað mér leiðir." GRÁNUFJELAGIÐ Sídan vard tiltraunaleikhópurinn Gránufjelagid til eftir aö þú komst heim. Hvernig œxlaöist þaö? „Gránufjelagið varð upphaflega til úr hópi leikara sem vann með mér norður á Akureyri ’82 að upp- færslu á þrem systrum Tsékovs. Þær vinnuaðferðir sem ég lagði fram og gengið var útfrá voru hafðar til grundvallar og samstarfið byggðist á því að hópurinn hafði áhuga á að þróa þessar aðferðir. Við fengum til liðs við okkur aðra leikstjóra og fólk sem gat leiðbeint og þjálfað á ýms- um sviðum. Þetta átti fyrst og fremst að vera leiksmiðja en ekki bara leik- félag sem setti upp sýningar. Slíkt hefur gengið erfiðlega því þetta er jú meira og minna hugsjónastarf og ekki hægt að reiða sig á það pen- ingalega. Fáir leyfa sér þann lúxus að taka þátt í leiksmiðjustarfi þar- sem öll vinna er í flestum tilfellum gefin. Laun leikara hafa líka verið það lág að þeir hafa sjaldnast hætt sér út í slíkt. Þetta hefur kannski heldur skánað nú á síðustu mánuð- um og fólk er aðeins bjartsýnna núna. LEIKHÓPARNIR Nú er frumsýning hjá frjálsum leik- hópi nánast í hverri viku. Skilar þetta mikla framboö sér í minni aö- sókn? Ég held að fjöldi sýninga skipti ekki máli. Það er kannski helst í sambandi við fjölmiðla; ef margar frumsýningar eru í gangi í einu þá vill þetta oft renna saman í umfjöli- un. Fólk tekur þá ekki eins mikið eft- ir hverju einstöku verki. Annars held ég að það sé mun betra að standa í þessu eftir því sem leikhóp- arnir eru fleiri. Ef hóparnir geta skapað sér vinnuaðstöðu eða vinnu- grundvöll og skýrt að einhverju leyti myndina af því sem þeir leita að — ég tala ekki um ef þeim tekst að ná til áhorfenda — þá held ég að allt leikáhugafólk vilji sem mest af frjálsum leikhópum. Það er oft talað um leikhópana einsog þeir séu ein- hver meinsemd í íslensku leikhús- lífi, en ég tel að allir hagnist í raun á tilvist þeirra. Leikhóprnir eru þýð- ingarmikill hluti af leikhúslifinu en engin viðbót við það. Þeir eiga sér orðið merka sögu sem má telja frá stofnun Grímu, Litla leikfélagsins eða Alþýðuleikhússins, eftir því hvernig litið er á málin. Innan leik- hópanna ríkja önnur lögmál en í stofnanaleikhúsunum, þar sem það eru oftast nær einhverjir yfirboðar- ar sem velja verkin og hóa síðan í leikara og leikstjóra eftir hendingu. Leikarar hafa líka bent á það, að um leið og þeir komast á samning í leik- húsi þá vita þeir mest lítið hver framvindan verður. Ef þeir eru hins- vegar „sjálfstæðir verktakar” er það þeirra að velja og hafna. Fastráðnir leikarar sjá yfirleitt bara einhverja tilkynningu uppi á töflu um að mæta á samlestur. Svona hefur þetta verið í mörg ár og leikurum gefst afar sjaldan ráðrúm tii að bera fram tillögur eða óskir. Þeir eru bara ráðnir til að „rækja" sitt hlutverk og búið mál. Val á leikstjórum er líka upp og ofan. Ég held að við virkjum og nýtum sköpunarmátt leikstjóra okkar mjög illa. Ef við tökum t.d. Andrés Sigurvinsson, þá valdi hann sjálfur það verk sem hann setti upp, Heimkomuna eftir Pinter. Það var enginn sem kom til hans og bauð honum að færa verkið upp. Þegar hann velur þetta tiltekna verk til uppfærslu, þá hefur hann sem listamaður einhverja ætlan með því. Sama má segja um Ingu Bjarnason hjá Alþýðuleikhúsinu. Leikritavals- nefnd Þjóðleikhússins fær t.a.m. oft góðar hugmyndir frá leikstjórum eða leikurum, en hún fundar ekkert sérstaklega með þeim um verk- efnavalið. Þótt þú hafir kannski sem leikstjóri tvö eða þrjú leikrit í deigl- unni sem þú vilt færa upp, þá er ekki þar með sagt að þau verk þyki passa inn í stefnu leikhússins. Því held ég að það skipti miklu máli að frjálsu leikhóparnir fái tækifæri til að þró- ast sem hluti af leikhúslífinu. Það fer mikil orka til spillist hjá leikhópunum, einsog nú er ástatt, í það að útvega þó ekki sé nema hús- næði. Það yrði miklu arðbærara fyr- ir þjóðfélagið ef fjársterk fyrirtæki og einstaklingar sameinuðust um leið til að virkja þá orku sem er til staðar í leikhópunum. Það er bara slæmur ávani að hugsjónir og betl skuli svo oft vera látin fylgjast að í þjóðféiaginu. Mér finnst líka að leik- listin, hvað verkefnaval snertir, sé sett á annan bás en aðrar listir. Það dettur t.d. engum i hug að lesandi skáldsögu geti valið frásagnarefni handa skáldinu.” HÚSNÆÐI Varöandi húsnœöisskortinn þá hafa veriö uppiö bollaleggingar um framtíö gamla lönós eftir aö Leikfé- lagiö flytur uppí Borgarleikhús. Helduröu að þaö hús gœti eitthvaö nýst leikhópunum? Leigan á Iðnó er svo há að hún stendur jafnvel Leikfélaginu fyrir þrifum. En Iðnó gæti komið til með að þjóna hlutverki sýningarstaðar fyrir ákveðnar sýningar, en það kemur aldrei til með að geta þjónað hlutverki æfingamiðstöðvar. Húsið er gamalt og þarfnast mikilla lag- færinga, en að sjálfsögðu er mottóið alltaf: „Betra er hús en ekki”. Sumir hafa fariö þá leiö aö setja verk sín upp íyfirgefnum verksmiðj- um eöa ööru atvinnuhúsnœöi; Leik- félag Hverageröis t.d. í saumastofu. „Já, hér í Reykjavík er eitthvað af siíku húsnæði. En samt er búið að kemba Reykjavíkursvæðið ansi vel — og það er eiginlega ótrúlegt hvað húsnæði er vel nýtt hér. Ef við tölum um frystihús t.d. þá eru þetta mikið til óeinangruð hús og slíkt er erfitt að eiga við. Yfirleitt er það einkum tvennt sem gerir margt verksmiðju- húsnæði á Islandi óhentugt; of lítil lofthæð og súlur. Það er ekki svo auðvelt að finna stóran „hreinan" gólfflöt í dag á viðráðanlegu verði. í borgum erlendis er þetta víðast hvar ólíkt; þar standa heilu brugg- húsin og skipasmíðastöðvarnar auðar. Hús Isbjarnarins úti á Sel- tjarnarnesi hefði verið kjörið. Stóri skálinn, sem Pétur Snæland hf. keypti, var um 1.600 fermetrar, eng- in einasta súla og 5—7 metrar til lofts. En það fyrsta sem Pétur Snæ- land hf.gerði var að setja milligólf í húsið og þar með var það ekki leng- ur nýtanlegt. Okkur vantar slíkt hús- næði; einangraða skemmu með „hreinan" gólfflöt og hátt til lofts. í sambandi við Saumastofuna í Hveragerði, þá er sú uppfærsla al- ger undantekning. Þar er um að ræða ákveðið umhverfi í verkinu og þá tilvalið að setja það upp í sauma- stofu — og mjög spennandi. Önnur verk eru þannig að þú getur ekki farið inní hvaða húsnæði sem er; þú þarft að búa til ákveðið umhverfi, ákveðinn heim. Leikhúsið þarf að hafa slíkan fastapunkt þar sem hægt er að breyta aðstæðum. Stofnana- leikhúsin eru t.d. mjög formföst og útiloka stundum þann möguleika að koma með ný sjónarhorn og rýmis- tilfinningu inn í leikhúsið. Sem dæmi þá gæti Þjóðleikhúsið hæg- lega tekið gangsýningu sína á Bíla- verkstœöi Badda og leigt sér bíla- verkstæði uppi á Artúnshöfða og sýnt þar. Þjóðleikhúsið er með miðasölukerfi sem gerir slíka til- færslu á sýningum auðvelda. Það var heldur ekkert mál fyrir Leikfé- lag Reykjavíkur að taka Leik- skemmuna í gagnið. Leikfélagið er rótgróið og þekkt og því ekkert stórt mál fyrir það. Það er miklu meira mál fyrir íeikhópana að vera stöð- ugt að kynna nýtt og nýtt húsnæði. Númer eitt er einskonar miðstöð undir æfingar. Þaðan væri svo hægt að gera út sýningar á tilfallandi staði." ENDATAFL En nú hefur Grdnufjelagið fengið húsnceöi undir sýningar á Endatafli og hyggst frumsýna í nœstu viku. Hefur þaö staðiö lengi til hjá þér aö fœra þetta verk upp? „Já, það má segja að þetta hafi verið að brjótast í mér allar götur frá því ég var í leiklistarskóla. Þetta verk hefur eiginlega snert mig mest af verkum Becketts. Ég hef verið að skoða það síðustu þrjú árin. Ég frétti að til stæði að gefa út bók með þýð- ingum á verkum Becketts, þá setti ég migstrax í samband viðþýðand- ann, Árna Ibsen, og spurði hann hvort Endatafl væri með í bókinni. Það kom í ljós að s vo var ekki. Ég fór Kári Halldór í viötali um Endatafl og fleira því á stúfana og innti útgefendurna eftir hvort þeim þætti ekki góður leikur að hafa þýðingu á Endatafli í bókinni þarsem til stæði að setja verkið á fjalirnar. Jú það var drifið í að þýða verkið og það var dálítið skemmtilegt að þýðandinn sagði mér að Endatafl hefði aldrei verið meðal sinna uppáhalds Beckett- verka, en við að þýða verkið hefði hann séð á því marga nýja fleti. Sjálfur geri ég mér ekki svo glögga grein fyrir því hvað upphaf- lega kveikti áhuga minn á þessu verki. Ég geri mér hinsvegar betri grein fyrir því núna þegar ég er að vinna að uppfærslunni hvað það er sem ég leita að í verkinu." Um hvaö fjallar Endatafl? „Það er alltaf erfitt að útskýra slíkt í fáum orðum. Það má kannski finna vissan kjarna, en hann er samt bundinn upplifun og reynsiu hvers og eins, þeirri tilfinningu sem þú hefur á hverjum tíma. Breski leik- stjórinn Peter Brook fjallar dálítið um verkið í bók sinni „The Empty Space". Það má eiginlega segja að Endatafl sé verk sem fjalli um von- ina; manneskju sem hefur verið rænd öllu og á aðeins sjálfa sig eftir. Slíkar aðstæður kalla óhjákvæmi- lega á uppgjör manneskjunnar við sjálfa sig — hún gengur í gegnum einhverskonar hreinsun. Verkið fjallar um fjórar manneskjur sem búa í húsi einhversstaðar, einhvern- tíma, þegar allt er kyrrt. Það ríkir alger kyrrstaða og tímaleysi í verk- inu og lífshreyfingin ekki sú sem við upplifum dagsdaglega. Það má segja að þetta sé ferðalag áþekkt því sem við upplifum í draumi. Verkið leiðir hugann að því hvernig maður myndi sjálfur breytast ef allar for- sendur lífsins tækju stakkaskiptum. Sennilega myndum við fyllast ótta og streitast á móti öllum breyting- um. Beckett fer þá leið að setja persónur sínar í slíkar uppgjörsað- stæður og þær verða síðan að leita leiða útúr sjálfskaparvíti eigin hug- myndaheims. Sem betur fer reynir hann ekkert að útskýra kringum- stæður, en maður finnur fyrir ákveðnu samskiptamunstri á milli persónanna. Hver og ein sýnir við- brögð og sér sjálfa sig í ólíku sam- hengi við þessar augnablikskring- umstæður. Leikendur i sýningunni auk mín eru þau Hjálmar Hjálmars- son, Rósa Guðný Þórsdóttir og Barði Guðmundsson. Auk okkar hefur svo Eggert Ketilsson séð um fram- kvæmdahlið verksins. Fyrir mér hefur þetta verk verið að þróast út í að verða skemmtilegt ferðalag og fyrst og fremst er þetta verk auðvit- að grafalvarlegur gamanleikur og ég vona að okkur muni takast að koma því til skila og smita áhorfend- ur af lífsreynslu þar sem eru mikil átök og sársauki. Slíkt held ég að sé tvímælalaust af hinu góða. Aðeins áhætta og sálarháski geta komið því til leiðar að við vöknum kannski aðrar manneskjur einn daginn og segjum „Ég hef lifað; það er eitt- hvað að gerast í mínu lífi; það er skemmtilegt, það er spennandi — þó það sé sárt!" Þetta finnst mér vanta í okkar umræðu — mér finnst það ekki vanta inn í okkar upplifun." HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.