Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 33
Hver er efinn? Hamlet Danaprins í Iönó meö hœkkandi sól Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir með vorinu eitt af stórvirkjum leikbókmenntanna, HAMLET DANAPRINS eftir William Shakespeare. Þá verða um 25 ár síðan verk- ið var sýnt í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson og Þröstur Leó Gunnarsson fer með hið eftir- sótta hlutverk Hamlets. íslenskum leikhúsunnendum er mikill fengur í að fá eitt af stórvirkjum meistara Shake- speares á íslenskar fjalir. Shakespeare ætti að vera reglu- legur gestur alls staðar þar sem eitthvað er fitlað við Ieik- bókmenntir. Það er auðvelt að hafa mörg orð um þetta. Og óþarft. Hitt er sýnu erfiðara, að segja eitt- hvað af viti um verkið og innihald þess. Það er búið að skrifa svo mikið um Hamlet Danaprins að uppslátt- urinn einn myndi fylla símaskrá Varsjárborgar tvisvar, eins og Jan Kott Iýsir því. Þetta setur okkur í þónokkurn vanda. Það er búið að skrifa og segja allt sem hægt er og margfaldlega svo, hverju er við að bæta? Hér er á ferð merkingar- kreppa nútímamanna frammi fyrir endurtekningunni. í fljótasta bragði má segja um verkið að það fjalli um þrjá piltunga og unga snót. Piltarnir heita Hamlet, Laertes og Fortinbras, snótin heitir Ófelía. Þau eru flækt á undarlegan máta í pólitískt fjöl- skyldudrama þar sem þrjú þeirra hljóta að falla. Sá sem eftir lifir mun að öllum iíkindum verða konungur Danmerkur. Hamlet hefur verið færður upp með ólíkustu áherslur í huga, frá dýpsta sálfræðidrama til pólitísk- asta áróðursleikhúss. Verkið rúmar allt þetta og miklu meir. Texti verks- ins er svo auðugur að sérhver upp- færsla verður alltaf fátækari en frá- gangur Shakespeares býður uppá. Verkið tekur nærri því sex klukku- stundir í flutningi í fullri lengd. Allir leikstjórar Hamlets verða þess vegna að skera textann að tölu- verðu leyti niður og geta með því valið áherslur fyrir sína uppfærslu. Einmitt þetta gerir Hamlet sérlega spennandi. Menn geta haft enda- lausar skoðanir á verkinu, verið ósammála um grundvallaratriði jafnt sem smáatriði, líkt og skrifin sanna. Ekki síst vegna þessa er Hamlet Shakespeares sígilt verk, með skírskotanir á mannlegt eðli og samfélag óháð tíma. Við niður- skurðinn geta síðan færustu leik- stjórar auðgað verkið í Ijósi eigin samtíma og gert það enn kraftmeira fyrir bragðið. Sá Hamlet sem bráð- lega birtist á fjölum leikfélagsins verður því spennandi sköpun um leið og hann er forvitnileg túlkun á Shakespeare og auðvitað langt frá þeirri einu réttu sem ekki er til. Það verður athyglivert að sjá hvers kon- ar fjölskyldudrama Kjartan Ragn- arsson les úr verkinu. Mér varð strax hugsað til þess leikara sem segja þyrfti kannski stærstu orð leikhúsbókmenntanna: ,,Að vera eða ekki að vera...“ Ég bæði samgleðst honum og vor- kenni. Sérstaklega vegna endur- tekningarinnar sem ég nefndi áðan. Þessi orð hafa heyrst svo oft að þau hljóma stundum í mínum eyrum líkt og „hver er tilgangur lífsins". Stund- um hafa þau merkingu. Það er spurning um líf og dauða að Hamlet-túlkanda takist að blása lífi í þessi orð. Einungis í því ljósi eru þau eilíf. Annars breytast þau í hverja aðra klisju og tapast. Merking þessara frægu orða fjallar einmitt um þessa togstreitu lífs og dauða. Shakespeare er ekkert kex. Þröstur Leó Gunnarsson útskrif- aðist úr Leiklistarskóla fslands árið 1985 og hefur leikið í kvikmyndinni Eins og skepnan deyr og sjónvarps- leikritinu Stalín er ekki hér. Hann hefur leikið í leikritunum Landi míns íödur, Svartfugli, Óánœgju- kórnum, Njálssögu og Degi vonar. Nú er það Hamlet Danaprins. Þröstur Leó Gunnarsson: ,,Ég losna ekkert við að vera smeykur við þetta hlutverk. Það er svo margt í þessu sem maður þarf að hugsa um. Hamlet breytist svo mikið í verkinu, hann sveiflast á milli allra mögulegra geðbrigða. Svo er hann stundum hreinlega að leika." Þetta er eitt afstœrstu hlutverkum leikbókmenntanna, finnst þér þú nœgilega undirbúinn undir þaö? „Veit maður það nokkurn tíma? Ég hef ekki velt því mikið fyrir mér. Þetta er ekki hlutverkið sem ég beið eftir, ekki neitt draumahlutverk í mínum augum. Ég tek því sem hverju öðru verkefni. En ég hef mikla samúð með Hamlet. Hann er í skóla þegar faðir hans deyr og kemur heim í jarðarförina. Þá er móðir hans tekin saman við föður- bróðirinn. Þetta þóttu grófustu sifja- spell, þú gast ekki lagst lægra. Allt þetta togast á í Hamlet þegar við bætist að vofa föður hans birtist honum og tilkynnir að hann hafi verið drepinn. Hamlet er að reyna að skilja þetta og gera eitthvað í málum. Þannig verður hann leik- soppur atburða." Sumir segja aö norski prinsinn Fortinbras eigi stœrri hlut í gangi mála en oft hefur verid sýnt. „Fortinbras er líkur Hamlet að því leyti að hann þvælist mikið í hugs- unum sínum en kemur sér ekki að verki. En svo má líka sjá hann sem fullkomna andstæðu Hamlets. Fortinbras er þessi ákafi hermaður, sem Hamlet er alls ekki. í okkar út- færslu er hann hins vegar að nokkru leyti tekinn út. Þetta er svo flókið og margrætt verk, en það gerir Hamlet einmitt svo skemmtilegan." Þaö hefur lengi veriö misjafn skilningur í gangi á því hvort Hamlet haldi á hauskúpu eöa bók. Hvaöa bók er þaö í þínum augum sem Hamlet gœti veriö aö lesa? „Það eru til þrjár upprunalegar útgáfur af Hamlet. í einni þeirra heldur hann á bók, í annarri stendur hann einn með sjálfum sér hugsi og við leikum okkur með þessa óvissu. Á þessum stað í verkinu er hann að hugleiða sjálfsmorð. Hann veltir því fyrir sér hvað tekur við eftir dauð- ann. Um þetta ríkir fullkomin óvissa og því er dauðinn engin lausn. Hann er kannski að lesa sig eitthvað til um þetta..." Bergman setti Hamlet í leöur- jakka fyrir tveimur árum í Stokk- hólmi. Hvernig klæddur kemur hann til dyranna á Islandi nú? „Hamlet á mikið erindi á öllum tímum og þá ekki síður í dag. Verkið er svo margrætt að það má lesa það á alia mögulega vegu, jafnt sem dramatíska ástarsögu og pólitíska valdabaráttu. Þarna eru líka smáir einstaklingar á valdi mikilla at- burða. Við spilurn hins vegar á tíma- leysi verksins, viljum ekki fastsetja það í einhverjum ákveðnum tíma, hvorki nútíð né fortíð. Þannig höld- um við túlkunarmöguleikum opn- um fyrir áhorfendur, tímaleysið undirstrikar einmitt hið sígilda í Hamlet." Hefuröu prófaö aö segja stóru setninguna fyrir framan spegil? „Nei... Þetta vinnst hægt og bít- andi á sviðinu. Ég ligg heima í text- anum og sé svo til hvað gerist þegar ég er kominn á sviðið." Jan Kott ræðir heilmikið um það í bók sinni „Shakespeare samtíma- maður okkar" (Shakespeare Our Contemporary) hvernig týpa Hamlet skyldi vera. Hann þarf að sýna geðbrigði frá auðmjúkustu móðurblíðu til grimmustu geðveiki. Hann hefur gjarna verið leikinn af eldri leikara en verkið gefur beint til kynna. Jan Kott myndi vilja sjá Hamlet lausan við blekkingar, ástríðufullan og grófan. Ástríður hans mega vera barnalegar. Hamlet skyldi vera ungmenni með svipað aðdráttarafl og James Dean. FÞ Strákurinn meö bókina. Þröstur Leó Gunnarsson leikur Hamlet. TÍMANNA TÁKN Gerist aldrei neitt Margt að gerast, fullt í gangi, heilmikið að ske, nóg að gera, allt á fullu, alveg á hundrað. Stemmning, fjör, allt brjálað, allt geðveikt. Skítapláss, ekkert að ske, dauft, alveg steindautt. Drep- leiðinlegt krummaskuð. Erlendir blaðamenn hafa oft spurt mig hvort mér leiðist ekki á íslandi. Sérstaklega á veturna? Mér gengur alltaf illa að útskýra fyrir þeim að hér gerist miklu meira á veturna en á sumrin og ég veit að'þeirtrúa mér tæplega þegarég segi þeim að hérsé allt- af eitthvað að ske. Á hinn bóginn flytja margir ís- lendingar tímabundið til út- landa, í leit að ró, „til að njóta þess að vera til". Líf þeirra hér heima er of hlaðið. Ég þekki nokkra sem sögðu þegar þeir fóru héðan að hér væri allt steindautt. Þeir lentu í borg af svipaðri stærð og Reykjavík, dvöldu þar eitt ár eða tvö og sneru síðan aftur til ís- lands. Heimkomnir sögðu þeir að í raun og væri Reykjavík miklu líflegri á menningarsviðinu. Það kom þó ekki í veg fyrir að eftir sex mánuði byrjuðu þeir sama sönginn aftur: „Hér gerist aldrei neitt." Það þýðir ekki að þeir hafi verið sjálfum sér ósamkvæmir, allt er þetta tilfinningamál. At- buröur er ekki atburður nema hann komi manni við. Laugar- dagskvöld getur ýmist verið allt- of langt eða alltof stutt, hvort heldur maður er á Hofsósi eða í Hollywood. Margt að gerast... ekkert að ske... Við ruglum reyndar saman ólíkum hugtökum. Þegar við segjum að ekkert gerist meinum við þá atburðaleysi eða við- burðaleysi, athafnaleysi eða að- gerðaleysi? Eða einfaldlega það að það sé engin stemmning og vanti allt fjörið? Eitt er víst, að ísland skortir til- finnanlega morð. Sjónvarps- áhorfendur verða sjálfsagt vitni að tíu sinnum fleiri morðum á viku hverri en framin eru á ís- landi á tíu árum. Stjórnmálalífið er heldur ekki mjög viðburðaríkt. Árum saman les maður í blöðunum að ríkis- stjórnin sé að syngja sitt síðasta. Því miður eru þær margar hverj- ar alltof langlífar. Það eru til hjón sem halda saman barnanna vegna en hvers vegna gera sam- steypustjórnir það? íslenskir stjórnmálamenn eru þekktir ein- staklingar en ekki andlitslaus tákn valdsins. Þannig verður minnsta atvik hér jafnspennandi og pólitísk átök erlendis. Óstöðugt efnahagslíf kemur í stað atburða. ímyndum okkur ís- land án verðbólgu: Allir dræpust úr leiðindum. Þriggja vikna verk- falli í Svíþjóð lauk nýlega með 1% verðhækkun. Vinnudeilur eru litríkari á íslandi og óútreikn- anlegri, sem sagt meira spenn- andi. Jöfnun gerir það að verkum að lífið er ósköp álíka skemmti- legt alls staðar... eða þolandi. Þar sem veðráttan eða landshættir hamla ferðafrelsi fólksins er fé- lagslífið í blóma. Þar sem menn- ingar- og afþreyingartilboð eru mjög fjölbreytt er félagslífið fá- breytt. Skortur á atburðum skapar þörf fyrir afþreyingu. Skortur á afþreyingu skapar hins vegar þörf fyrir félagslíf. Þannig að það er alltaf þó nokkuð að gerast. Gérard Lemarquis HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.