Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 38

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 38
i kynorku þó þeir hefðu fáum limum að flíka — og sóru sig í ætt við tein- rétt suðræn frjósemisgoð. Fyrrum nágranni Sæmundar, Samúel Jóns- son í Selárdal í Arnarfirði, var myndhöggvari í orði sem á borði. Það var samt engin tilviljun að stytt- urnar hans líktust guðamyndum frá Miðjarðarhafinu. Til þess eru jú póstkortin að á þau sé horft. Af ein- hverjum ástæðum líktust Al- hambraljón Samúels þó meira sel- um en sjálfum sér. Samúel byggði líka höll einsog Ferdinand Cheval, en höllinni í Selárdal var ætlað að vera kirkja utanum altirstöflu sem sóknarnefndin hafði úthýst. Það væri vissulega athugandi fyrir Þjóð- minjasafnið að friðlýsa „listasafnið" í Selárdal — nú þegar þjóðminja- vörður hefur lýst því yfir að safnið stefni að verndun sem flestra nú- tímaminja. Sæmundur Valdimars- son getur þó varla talist minjagripa- framleiðandi. Hann er afturámóti sjálfmenntaður í listinni og á sama hátt og þeir kumpánar Ferdinand og Samúel byrjaði hann ekki á svo- leiðis fikti fyrr en seint og um síðir. Ólíkt þeim hefur hann ekki slegið um sig skjaldborg úti í náttúrunni, heldur leggur til atlögu við malar- listina. Sæmundur er þó vissulega náttúrulýríker. Hann færir Frey í nærbuxur úr ýsuroði og límir lauf- blaðaþyrpingu á kvið Evu. Aðrar stúlkur eru í þangpitsum og engin þeirra hefur eins geirvörtur, vel að merkja. Einnig notast Sæmundur við glóðarlampa, sag og fleiri áferð- armeðul. Hann er alls óhræddur við að nota það sem hendi er næst og kemst því oft að öðrum og óvæntari niðurstöðum en teoríugaurarnir. Naglasúpa listalífsins virðist sem betur fer ekki hafa nein áhrif á Sæmund Valdimarsson. Við ná- grannar hans skulum bara vona að hann fari ekki að rífa af okkur bolla- stellin. Ólafur Engilbertsson TÓNLIST David Lee Roth — Skyscraper Fyrsta alvörusólóplata Davids Lee Roth kom út árið 1986. Eat ’Em and Smile heitir platan sú og á henni var að finna kraftmikla, fremur hráa rokktónlist í þyngri kantinum. Gítar- leikarinn Stevie Vai fór þar á kostum og sannaði að hann er svo sannar- lega í hópi liprustu gítarleikara heims. Síðan Eat ’Em and Smile kom út hafa Bon Jovi selt nokkrar milljónir platna, Europe hafa slegið í gegn og Def Leppard hafa selt u.þ.b. þrjár milljónir eintaka af plötunni Hyster- ia í Bandaríkjunum einum. Með öðr- um orðum; melódískt, fremur poppað þungarokk hefur notið óhemjuvinsælda síðustu misserin. Það er kannski vegna þessa sem David Lee Roth hefur mildað tónlist sína á Skyscraper frá því sem var á Eat ’Em. Lækkað hefur verið all- rækilega í Stevie Vai og í stað þess að hann fylli upp í hverja holu með kröftugum leik sínum hefur hljóm- borðum verið gefið aukið rými. Árangurinn er mýkri áferð á tónlist- inni og þar af leiðandi meiri mögu- leikar á spilun í útvarpsstöðvum vestanhafs. Þetta þýðir þó ekki að Skyscraper sé ómöguleg plata, síður en svo. Þetta er hressileg skífa sem hefði bara getað orðið enn hressilegri ef Vai hefði fengið að leika ögn lausari hala. Því hann er jú virkilega góður spilari. Um söng Roths þarf svo sem ekki að fara mörgum orðum. Hann er karlmannlegur og laus við alla tóna sem eru svo háir að bara hundar heyra eins og svo algengt er með bandaríska þungarokkssöngvara. Lagið Just Like Paradise hefur þegar náð nokkrum vinsældum og það er allt eins líklegt að Stand Up og Perfect Timing fylgi í kjölfarið. Þessi lög eru öll samin af hljóm- borðsleikaranum 'Bett Tuggle. Þetta eru popplög plötunnar. Vai hefur samið sex af tíu lögum og eru þau flest harðari en lög Tuggs. Á heildina litið verður Scyscraper að teljast hin þokkalegasta plata sem velflestir þungarokksaðdáend- ur ættu að geta stytt sér stundir við að hlusta á. 38 HELGARPÓSTURINN \ Kristján Ragnarsson er formaður LÍÚ og stjórnarmaður í Fiskyeiðasjóði íslands. Hann er jafnframt fulltrúi Fiskveiðasjóðs í bankaráði Útvegsbanka íslands hf. Hann kom í veg fyrir kaup Sambandsins á Útvegsbanka (slands hf. með því að fá til liðs við sig viðskiptajöfra úr Sjálfstæðisflokki undir samheitinu „hagsmunaaðiljar í sjávarútvegi". Upphlaup Kristjáns og félaga á síðasta ári hafði afar slæm áhrif á stöðu viðskiptaráðherra, Jóns Sigurðssonar. Bankarádsmaöur Fiskveiðasjóös SKIPT ÚT? Mistókst ap sameina útvegsmenn og geröi bankamálaráöherra erfitt fyrir • Baráttan um yfirráö í Útvegsbankamálinu hf. liggur m.a. í gegnum Fiskveiöasjóö Islands • Sjálfstœöis- flokkur rœöur „ríkisbankanum,,! KRISTJANI Kristján Ragnarsson, formaöur LIU, er fulltrúi Fiskveiöasjóös í bankaráöi Útvegsbanka íslands hf. Kristján var jafnframt höfuöpaur- inn íþeim hópi,,30 hagsmunaaöilja í sjávarútvegi", sem svo voru nefndir á síöasta ári, sem komu í veg fyrir aö Samband íslenskra samvinnufé- laga fengi keypt Útvegsbankann. Menn spyrja hvort bankaráösstaöa formanns LÍÚ og sú þekking sem hann hefur á málefnum bankans samrýmist þeirri stööu hans aö vera í forsvari fyrir hugsanlega kaupend- ur. Þegar skipað verður í nýtt banka- ráð Utvegsbanka íslands hf. um það leyti sem fyrsti ársfundur „einka- bankans” fer fram, 12. apríl nk., er víst að viðskiptaráðherra muni reyna að skipta út úr bankaráðinu einhverjum þeim sem þar sitja nú. Er gert ráð fyrir að Jón Sigurðsson vilji t.d. ráða formanni bankaráðs- ins, sem fyrrum bankamálaráð- herra, Matthías Bjarnason, skipaði á sínum tíma. Alþýðuflokkurinn á einn fulltrúa í bankaráði Útvegs- bankans hf., Jón Dýrfjörð frá Siglu- firði, og velta menn því fyrir sér hvort viðskiptaráðherra skiptir Jóni út fyrir formann, eyrnamerktan Alþýðuflokki, eða hvort hann skip- ar annan krata í bankaráðið. Þetta gæti þýtt að Sjálfstæðisflokkur, sem nú er með hreinan meirihluta í bankaráði Útvegsbankans hf., missti meirihluta sinn og að framsóknar- og alþýðuflokksmenn mynduðu saman meirihluta í bankaráðinu. Ekki er ólíklegt að sá hluti stjórn- ar Fiskveiðasjóðs, sem skipar einn bankaráðsmann í bankaráð Útvegs- bankans hf. og er óhress með sam- setningu bankaráðsins, muni vilja skipta út sínum fulltrúa, Kristjáni Ragnarssyni, LÍÚ, m.a. vegna þess að honum mistókst að safna saman einkaaðilum í sjávarútvegi og kaupa bankann. Sérstaklega vegna þess að Kristján þykir hafa dregið taum sjálfstæðismanna í viðskiptalífinu, eins og einn heimildarmaður HP orðaði það í samtali við blaðið. Þá þykir ekki ólíklegt að viðskiptaráð- herra hafi áhuga á að losna við Kristján úr bankaráðinu eða minnka völd hans þar, einkum fyrir þær sakir að hafa lagt þyrna í leið hins „unga ráðherra” með upp- hlaupinu sem varð þegar svokallað- ir „sjávarútvegsmenn" stöðvuðu kaup Sambandsins á Útvegsbank- anum, með hötun Þorsteins Páls- sonar um stjórnarslit fengi Sam- bandið bankann. Kristján átti, sem fulltrúi Fisk- veiðasjóðs, að gæta hagsmuna sjóðsins í bankaráði, en ekki hags- muna „viðskiptaaðilja í Sjáifstæðis- flokki”, eins og heimildarmaður HP í stjórn Fiskveiðasjóðs orðaði það í samtali við HP. í bankakerfinu og í röðum útgerð- armanna eru margir sem telja það í hæsta máta óeðlilegt, að Kristján Ragnarsson skuli sitja sem fulltrúi Fiskveiðasjóðs í bankaráði Útvegs- bankans hf. Telja þeir hinir sömu, að eðlilegra væri að forstjóri sjóðsins eða aðstoðarforstjóri, Már Elísson eða Svavar Ármannsson, tækju sæti Kristjáns í sjóðnum þar sem þeir séu ábyrgir fyrir sjóðnum. Sjóðsstjórn var á sínum tíma ekki á sama máli. Bent er á í þessu sambandi, að hagsmunir LIÚ séu hreint ekki þeir sömu og hagsmunir Fiskveiðasjóðs og að hagsmunir LÍÚ geti stangast á við almenna hagsmuni bankans. í stjórn Fiskveiðasjóðs sitja nú Björgvin Vilmundarson, Lands- banka íslands, Guðmundur Hauks- son, Útvegsbanka íslands, Geir Hall- grímsson, Seðlabanka íslands, Árni Benediktsson, Friðrik Pál.sson; SH, Kristján Ragnarsson, LÍÚ, og Oskar Vigfússon, Sjómannasambandi ís- lands. Af stjórnarmönnum sést, að Sjálf- stæðisflokkur á a.m.k. þrjá fulltrúa, e.t.v. fjóra, og því líklegast að sjálfstæðismenn ráði bankaráðs- manni Fiskveiðasjóðs. Hins vegar hefur heyrst að í ráðherraliði Fram- sóknarflokksins sé áhugi á því að gera breytingu hér og víst að flokk- urinn leggur áherslu á að koma sín- um manni að, t.d. Árna Benedikts- syni, m.a. vegna hagsmuna og áhuga Sambands ísl. samvinnufé- laga á hlutabréfakaupum í Útvegs- bankanum hf.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.