Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 48

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 48
Þ að hefur ekki farið fram hjá neinum að heilmikið hefur gengið á í SÍS að undanförnu. Eftir því sem næst verður komist hljóta að verða töluverð uppskipti í æðstu stöðum hjá félaginu innan tíðar, enda er það alkunna að Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins, muni taka við stöðu bankastjóra Landsbankans þegar fram líða stundir. En það losna fleiri stöður þegar Valur hættir innan Samvinnu- hreyfingarinnar því hann er sömu- leiðis kaupfélagsstjóri KEA. Nú þeg- ar hafa heyrst raddir um væntan- lega eftirmenn hans hjá Kaupfélag- inu og eru þar nefndir m.a. Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri Sam- bandsins og Akureyringur, — sem ekki spillir fyrir. Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss, Magnús Gauti Gautason, sem verið hefur yfir Hagdeild KEIA, líka Akureyringur, og að lokum Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, en hann hefur rekið kaupfélagið þar með miklum glæsibrag. Enn þykir enginn öðrum líklegri í þessu sam- bandi en benda má á að á sínum tíma var Axei stillt upp sem líkleg- um kandídat í forstjórastól Sam- bandsins gegn Guðjóni B. Ólafs- syni og samkomulag þeirra ekki verið alltof gott síðan. Af þeim sök- um þykir ekki ólíklegt að slegnar verði tvær flugur í einu höggi, Axel fundin staða sem hann getur sætt sig við um leið og Guðjón fær sér samstarfsmann sem stendur honum nær... v Wf æntanlegt Ráðhús Reykja- víkur hefur verið mjög í deiglunni. Borgin er sökuð um að hafa ekki far- ið að lögum varðandi kynningu á 48 HELGARPÓSTURINN húsinu og nýjustu fréttir herma að húsið sé orðið allmiklu stærra en það átti að vera og stækkun þessi hafi ekki farið rétta leið innan kerfis- ins. í þessu sambandi ber að minna á að nýlega féll dómur í máli þar sem borgin var dæmd fyrir að hafa ekki farið að lögum varðandi veit- ingu byggingarleyfis á lóðinni Berg- staðastræti 15. Þar var bygging- arnefnd dæmd fyrir að hafa farið út fyrir valdsvið sitt og fyrir að fara ekki að lögum um nýtingarhlutfall, hæð hússins og stærð þess miðað við stærð lóðar. Það kom í ljós að þrátt fyrir bókun á fundi nefndar- innar, um að nýtingarhlutfall húss- ins væri of hátt, hefði nefndin sam- þykkt leyfið og það síðan verið stað- fest í borgarstjórn. Af þessum sök- um var nefndin dæmd fyrir gáleysi í starfi, enda varð ekki annað séð en hún hefði veitt leyfið þrátt fyrir að vita að hún væri að brjóta lög. Það er svo athyglivert að borgarstjórn samþykkir leyfið og meðal þeirra sem samþykktu var formaður bygg- ingarnefndarinna r, borgarstjórnar- meðlimurinn Hilmar Guðlaugs- son... iLínur eru farnar að skýrast varðandi poppdagskrá Listahátíð- ar í sumar. Nú er ákveðið að hljóm- sveitirnar Blow Monkies og Christians komi. Þær eru báðar velþekktar og sú síðari hefur setið sem fastast á breskum vinsældalist- um upp á síðkastið. Síðan eru þreif- ingar í gangi með tvær aðrar sveitir; þær Whitesnake og Jethro Tuli fyrir gömlu hippana. Það væri upp- lifelsi að sjá lan Anderson miðalda- klæddan á annarri löpp í Laugar- dalshöll sumarið 1988.. . W ið sögðum frá því í síðasta blaði að leikrit Guðmundar Kamban Marmari verður frumsýnt í tilefni af listahátíð í sumar undir leikstjórn Helgu Bachmann. Þá flaug saga af dularfullu hvarfi leikaralista af veggjum Þjóðleikhúss sem í reynd hafði aldrei verið hengdur upp. Marmari gerist á fyrstu áratugum aldarinnar og fjallar í stuttu máli um baráttu dómara nokkurs fyrir mannréttindum skjólstæðinga sinna og hvernig hann fer halloka frammi fyrir réttarkerfinu. Helga Bachmann hefur nú tilkynnt leik- araval sitt og með helstu hlutverk fara valinkunnir leikarar: Helgi Skúlason, Rúrik Haraldsson, Róbert Arnfinnsson, Gísli Hall- dórsson, Erlingur Gíslason og Arnór Benónýsson ... Aðalvinningur á hverju mánudagskvöldi er VOLVO 740 GL frá VELTI að verðmæti kr. 1.100.000.- Nú hafa 9 slíkir bflar fengið nýja eigendur og áfram heldur þessi skemmtilegi fjölskylduleikur. Aukavinningar eru 10 talsins: hljómflutningstæki frá HLJÓMBÆ, PIONEER XZl, hvert að verðmæti kr. 50.000.- Heildarverðmæti vinninga í hverri viku er því: SEINNI UMFERÐ: Spilaðar eru 3§láréttar línur (eitt spjalc um bflinn. Þú þarft ekki lykil að Stöð 2 því dagskráin er send út ótrufl- uð. Allt sem þú þarft er BINGÓSPJALD, og það færð þú keypt á aðeins 250 krónur í söluturnum víðsvegar um land. 'JONVARPS ALLTAF Á MÁNUDÖGUM KL. 20.30 f ÓTRUFLAÐRI DAGSKRÁ Á STÖD 2. bingóspjalda er takmarkað, AÐEINS 20.000 SPJÖLD INNA^ ---i

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.