Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/ÍNNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 Fullttraust Svía til Islendinga ANDERSSON, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, svaraði fyrir- spurn íslenska utanríkisráðu- neytisins á þá leið í gær að sænska ríkisstjórnin bæri fullt traust til íslenskra stjórnvalda til þess að leiða samstarf og sam- skipti EFTA-ríkjanna við EB með fullkomnum árangri. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið í gær ekki vilja tjá sig um svar sænska ut- anríkisráðherrans, þar sem hann biði eftir því að heyra frá utanríki- sviðskiptaráðherra Svía. Regnbog- inn til sölu GUÐMUNDUR B. Ólafsson for- stöðumaður Framkvæmdasjóðs íslands segir að á næstunni verði unnið að þvi að selja húsin núm- er 54 og 56 við Hverfisgötu sem að hluta voru tekin sem greiðsla upp í kaup Jóns Ragnarssonar veitingamanns á Hótel Örk í Hveragerði. Jón Ragnarsson hefur meðal ann- ars rekið í húseignum sínum við Hverfisgötu kvikmyndahúsið Regn- bogann og veitingahúsið Peking. Guðmundur B. Ólafsson sagðist reikna með að reynt yrði að selja húseignina í einu lagi en sagði að- spurður að enn sem komið væri hefðu engir aðilar óskað eftir því við Framkvæmdasjóð að kaupa húsið. Söluverð Hótels Arkar var 265 milljónir króna. Guðmundur B. Ólafsson sagði að ekki væri full- ljóst hvert verðmæti húseignarinnar við Hverfisgötu væri i samningi aðilanna. Hestamark- aðurinngæti eyðilagzt - segir Sigurður Ragnarsson hestaútflytj an.di „ÞAÐ er orðin mikil hætta á að hestamarkaðurinn sem unninn hefiir verið bæði austan hafs og vestan eyðileggist ef við getum ekki komið hestunum til kaup- endanna fyótlega," sagði Sigurð- ur Ragnarsson hestaútflytjandi vegna fréttar um að ekki hafi verið hægt að flytja á annað hundrað hross út vegna verkfalls Dýralæknafélags íslands. * Avegum fyrirtækis Sigurðar, Faxatorgs hf., bíða 70 hross útflutnings til Kanada og Banda- ríkjanna og um 100 hross til Evr- ópu. Sagði Sigurður að kaupendurnir ættu erfitt með að skilja svona uppákomur, enda hefðu þeir lagt í mikinn kostnað við að koma hingað og kaupa þessa hesta og væru í mörgum tilvikum búnir að ráðstafa þeim. Hætta væri á að þeir sneru sér annað í framtíðinni, til dæmis til Þýskalands þar sem mikið væri ræktað af islenskum hestum. Morgunblaðið/Sverrir JÖRÐ var alhvít víða suðvestanlands í gærmorgun eftir næturlanga snjókomu. Vetrarathafnir eins og að skafa snjó af bifreiðum bættust við hefðbundin vorverk, en er á morguninn leið tók snjóinn að mestu upp, enda blautur og farið að rigna í hann. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á bíleiganda í Árbæ sem var að Vetur konungur minnir á sig skafa snjóinn berhentur af bfl sínum; löngu búinn að leggja hönskum og snjósköfu, enda sumar samkvæmt almanakinu. Þeir Sigurbjöm Bárðarson og Snorri Dal voru að undirbúa gæðingana Kórak og Höld fyrir Hvítasunnukappreiðar Fáks sem haldnar em ár hvert á öðrum í hvítasunnu á keppnissvæði Fáks í Víðidal. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Mjög langvinnt verkfall semjist ekki um helgina RÍKISSTJÓRNIN hélt í gærmorgun fiind um stöðuna í kjaramálum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið á hádegi í gær að ef ekki næðust samningar í kjaradeilu BHMR og ríkisins um helgina ætti hann von á því að verkfail Banda- lags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna yrði langvarandi. Menn eru að þreifa sig áfram í þessu máli. Það verða óform- legar viðræður í dag og á morgun milli ýmissa aðila, og menn verða bara að vona hið besta," sagði Steingrímur. „Þessar viðræður verða auðvitað af fullum krafti, en hvort þær skila árangri eða ekki, skal ég ekki segja til um.“ Steingrímur var spurður hvort ríkisstjórnin íhugaði lagasetningu til þess að binda enda á verkfall félaga innan BHMR ef viðræðumar nú um helgina skiluðu ekki ár- angri. „Ef viðræður þessarar helgar skila ekki árangri, þá er líklegast að þetta verði mjög langvinnt verk- fall,“ sagði Steingrímur. Forsætis- ráðherra sagði að ríkisstjómin hug- leiddi ekki lagasetningu eins og mál stæðu nú, en vissulega væm mál komin út í hreina vitleysu. Forsætisráðherra sagðist mundu taka fullan þátt í viðræðunum um helgina og aðspurður um það hvort samningamálin væm nú í hans höndum, en ekki Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra, sagði Steingrímur: „Nei, alls ekki. En það er fullt samkomulag um það innan ríkisstjómarinnar að ég sem forsæt- isráðherra get ekki annað en komið inn í viðræðumar, enda hafa komið fram óskir frá ýmsum aðilum um að ég geri það.“ Steingrímur sagðist með þessu alls ekki vera að segja að hann myndi leysa þessa deilu frekar en aðrir, „en það er stundum hægara um vik, ef einhver nýr kemur inn í málið,“ sagði forsætisráðherra. Atvinnuleysi á haustmánuð- um í kjölfar gjöfiillar vertíðar? AFLINN á vetrarvertíðinni, sem lýkur á morgun, 15. maí, er mörg þúsund tonnum meiri en á þeirri síðustu. Á vertíðarsvæð- inu, frá Höfii vestur um til Breiðafjarðar, fengust nú 85.700 tonn af þorski, sem er meira en helmingur alls þorskaflans og er það 22.100 tonnum meira en í fyrra. Þorskaflinn á vertiðarsvæðinu jókst því um þriðjung milli vertíða. Þórunn Sveinsdóttir VE er aflahæsti báturinn á vertíðinni með 1.917 tonn, sem er íslands- met, en Jóhann Gíslason ÁR er næst hæstur með tæp 1.800 tonn. Gjöful vertíð skilar miklu, en þegar heildaraflinn yfir árið er takmarkaður vaknar ótti um að of mikill hluti aflans hafi verið tekinn á vertíðinni og hætta verði á atvinnuleysi á haustmánuðum. Heimildir til þorskveiða á þessu ári eru tæplega 40.000 tonnum minni á þessu ári en því síðasta. Nú er búið að veiða 10.000 tonn- um meira en á sama tíma í fyrra og því má segja að 50.000 tonnum minna af þorski sé til reiðu nú til ársloka en var 1988. Því velta menn fyrir sér hvort nægilegur fiskur verði til að halda uppi at- vinnu út árið. Það veltur á því hve mikið verður veitt í sumar og hvemig aflinn verður hagnýttur, hve mikið verður flutt utan ísað og í hvemig pakkningar fiskurinn verður unninn. Verzlunarráð hefur spáð um- talsverðu atvinnuleysi á haust- mánuðum vegna þess að fisk skorti þá til vinnslu. Skiptar skoðanir em um það meðal fisk- verkenda, en Baksvió eftir Hjört Gíslason og Þorstein Briem margir þeirra segja að með skyn- samlegri stjómun veiða og vinnslu í dýmstu pakkningarnar, sem jafnframt krefjast mestrar vinnu, verði hægt að halda jafnri atvinnu út árið. Segja má að nú reyni í fyrsta sinn á kvótakerfið sem tæki til takmörkunar á heildar- afla, en líklegt má telja að mikil áherzla verði lögð á aflamiðlun innanlands á vegum hagsmunaað- ila og að stjóm á ísfiskútflutningi verði færð í hendur þeirra, til að tryggja sem skynsamlegasta nýt- ingu þess afla, sem leyfilegt er að veiða út árið. Aflinn í nokkr- um verstöðvum Hjá Kaupfélagi Austur-Skaft- fellinga á Höfn í Homafirði var landað 6.732 tonnum frá áramót- um til 11. maí síðastliðins en 7.925 tonnum á sama tíma í fyrra, að sögn Eiríks Marteinssonar á löndunarvoginni hjá KASK. Hann sagði að tveir bátar, sem lönduðu 700 tonnum hjá KASK fyrstu fjóra mánuðina í fyrra, hefðu landað annars staðar á þessu ári. „Þetta er ekki lélegri vertíð en í fyrra,“ sagði Eiríkur. „Kvót- minni en í fyrra og inn er 10% það eru allir búnir með hann.“ „Það er búinn að vera ágætis reytingur að undanfömu,“ sagði Torfi Haraldsson í vigtarhúsi Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. „Tíðin var svaka- lega leiðinleg fram í febrúar en það er búið að vera Ijómandi veð- ur síðan veðurfræðingarnir fóm í verkfall.“ I Þorlákshöfn var landað 17.419 tonnum fyrstu fjóra mán- uðina í ár en 13.816 tonnum á sama tíma í fyrra, að sögn Kristj- áns Andréssonar á hafnarvigtinni í Þorlákshöfn. Þar var landað 7.570 tonnum í aprfl síðastliðnum og 1.371 tonni fyrstu 12 dagana í maí. í Grindavík var landað 13.819 tonnum fyrstu fjóra mánuði þessa árs en 11.368 tonnum á sama tíma í fyrra. Þar var landað 1.247 tonnum af þorski og 1.436 tonn- um af ufsa í apríl síðastliðnum og samtals 1.554 tonnum fyrstu ll dagana í þessum mánuði. í Sandgerði var afli 13.049 tonn eftir 3.120 róðra fyrstu fjóra mánuði þessa árs en 10.313 tonn eftir 2.546 róðra á sama tíma í fyrra, að sögn Sigurðar Bjama- sonar hafnarstjóra í Sandgerði. „Kropp hefur verið hjá línubátun- um undanfarið og sæmilegt í snurvoð og á færi en lélegt í net- in,“ sagði Sigurður. Á Rifi var landað um 6.200 tonnum frá 1. janúar til 11. maí á þessu ári sem er um 1.800 tonn- um meira en á sama tíma í fyrra, að sögn Leifs Jónssonar hafnar- stjóra á Rifi. „Tíðin hefur verið rysjótt að undanförnu og lélegt fiskirí hjá handfærabátunum,“ sagði Leifur. I Ólafsvík var afli 10.284 tonn frá 1. janúar til 6. maí á þessu ári en um 7.000 tonn á sama tíma í fyrra, að sögn Kristjáns Helga- sonar hafnarvarðar í Ólafsvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.