Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 2
Ú tsýnisstaðurinn Perlan í Öskjuhlíð verður auglýstur til sölu á næstu vikum eða mánuðum, að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsinga- fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, eig- anda hússins. Hitaveita Reykjavíkur, fyrirrennari Orkuveitu Reykjavíkur, byggði húsið upphaflega árið 1991. Orkuveitan mun hins vegar halda eftir hitaveitutönkunum fimm sem Perlan er byggð á enda eru þeir not- aðir í starfsemi Orkuveitunnar. „Við þurfum ekki að eiga þetta veitinga- og safnarými til að sinna grunn- þjónustu fyrirtækisins. Þarna koma hins vegar um 500 þúsund manns á ári þannig að það er kannski ein- hver þarna úti sem sér betri rekstr- argrundvöll en Orkuveita Reykjavík- ur hefur fundið á þessu húsi. Þetta er auðvitað einn vinsælasti ferða- mannastaður borgarinnar,“ segir Eiríkur. Salan á Perlunni er liður í þeim aðgerðum Orkuveitunnar að selja eignir fyrir um 10 milljarða króna til að reyna að rétta af taprekstur stofn- unarinnar. Stuðst er við þá megin- hugmynd við eignasöluna að selja eignir sem ekki eru hluti af kjarna- starfsemi fyrirtækisins. Húsið verðmetið á rúma 2 milljarða Perlan er samkomuhús upp á rúm- lega 4.000 fermetra sem er í óbeinni eigu Reykvíkinga í gegnum Orku- veitu Reykjavíkur. Húsið er fyrst og fremst þekkt sem útsýnisstaður sem hýst hefur veitingahús á efstu hæð frá opnun árið 1991. Bygging húss- ins vakti talsverðar deilur á sínum tíma en ákveðið var að byggja það í borgarstjóratíð Davíðs Oddsson- ar, sem síðar varð forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Eitt af síðustu embættisverkum Davíðs sem borg- arstjóra um vorið 1991 var að leggja hornstein að Perlunni. Eitt af sérkennum hússins er að efsta hæð þess snýst löturhægt þannig að veitingahúsagestir fá fjöl- breytt útsýni yfir Reykjavík meðan þeir dvelja á staðnum. Veitingahúsið hefur hins vegar aldrei staðið undir væntingum hvað varðar gæði og vin- sældir. Neðri hæð hússins hefur svo verið nýtt undir alls kyns starfsemi á liðnum árum, sýningar, útsölumark- aði og fleira í þeim dúr, en þessi notk- un á húsinu var ekki ráðgerð þegar það var byggt á sínum tíma. Verðmat hússins er tæplega 2,1 milljarður króna samkvæmt fast- eignamati fyrir árið 2012. Orkuveitan ætti því að fá eitthvað upp í þá fjár- muni sem lagðir hafa verið í húsið, bæði byggingu og rekstur þess á síð- astliðnum tuttugu árum, þegar það verður selt. Tekjur duga ekki fyrir 40 milljóna gjöldum Eiríkur segir að staðan sé sú að tekj- urnar sem Orkuveitan fær af Perl- unni dugi ekki fyrir fasteignagjöld- um sem fyrirtækið þurfi að greiða af húsinu. Perlan er atvinnuhúsnæði og þarf Orkuveita Reykjavíkur því að greiða af því fasteignaskatt sem nem- ur 1,65 prósentum af fasteignamati hússins og lóðarinnar. Húsið er met- ið á tæplega 2,1 milljarð og lóðin er metin á tæplega 207 milljónir króna. Fasteignaskatturinn sem Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða af húsinu er því tæplega 38 milljónir króna á ári. Ofan á þetta bætist lóðarleiga til Reykjavíkurborgar sem nemur 1 pró- senti af fasteignamati lóðar, sem gera rúmlega 2 milljónir króna. Samtals nema þessi útgjöld Orkuveitunnar vegna fasteignagjaldanna því rúm- lega 40 milljónum króna á ári. Orku- veita Reykjavíkur tapar því pening- um á hverju ári á Perlunni. Þessi rekstrarkostnaður hússins bætist ofan á heildarkostnaðinn við byggingu Perlunnar sem nam tæp- lega 1,3 milljörðum króna á sín- um tíma, samkvæmt frétt í Morgunblaðinu árið 1991. Sé þessi upp- hæð framreiknuð miðað við vísi- tölu neyslu- verðs í janúar 2011 kemur fram að byggingarkostn- aðurinn nemur um 3,2 milljörðum króna á núverandi verðlagi. Bygg- ingarkostnaðurinn framreiknaður er því rúmum milljarði króna hærri en fasteignamat Perlunnar. Til að koma út á sléttu þarf Orkuveita Reykjavík- ur því að fá þessa upphæð fyrir húsið plús þá fjármuni sem stofnunin hef- ur lagt í rekstur þess á síðastliðnum 20 árum. Upphæðin liggur ekki fyrir Erfitt er að segja hversu há sú upp- hæð er sem Orkuveitan þarf að fá fyr- ir Perluna til að koma út á sléttu. Þeg- ar Eiríkur er spurður um þetta atriði segir hann að ekki hafi verið tekið saman hversu mikla fjármuni Orku- veita Reykjavíkur hafi lagt í Perluna á liðnum árum. Ekki liggi fyrir hversu lengi tekjur Orkuveitunnar af Perl- unni hafi ekki einu sinni dugað fyrir fasteignagjöldum af eigninni. Eiríkur bendir á þau rök á móti þessum fjárhagslegu rökum að líklega hafi ekki verið hreinar viðskiptalegar forsendur að baki þeirri ákvörðun að byggja húsið á sínum tíma. „Ég held að það hafi aldrei verið meiningin að græða á þessu. Byggingin hefur heilmikið að- dráttarafl og er hluti af ímynd borgar- innar. Hún á því hugsanlega sinn þátt í því að trekkja að ferðamenn til borg- arinnar,“ segir hann. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórn- armaður í Orkuveitu Reykjavíkur, tekur í svipaðan streng þegar hann segir að Perlan hafi gegnt því hlut- verki sem hún átti að gegna þegar hún var byggð á sínum tíma og því hafi ekki verið glapræði að reisa hús- ið. „Ég held að menn hafi náð þeim markmiðum sem þeir stefndu að með byggingunni á sínum tíma. Eitt- hvað sem gæti orðið kennimark fyrir borgina og myndi nýtast ferðaþjón- ustunni. Ég held að Perlan hafi gegnt þessu hlutverki sínu ágætlega. Hitaveitan, sem byggði Perluna á sínum tíma, gerði það líka fyrir handbært 2 | Fréttir 24. ágúst 2011 MIðvikudagur Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Úttekt Milljarða króna tap n Perlan kostaði rúma 3 milljarða króna á gengi dagsins í dag n Húsið hefur verið rekið með tapi um margra ára skeið n Sala hússins mun skilja eftir milljarða króna tap hjá Orkuveitu Reykjavíkur 1930 Jóhannes Kjarval kemur fram með fyrstu hugmyndir um glæsihús á Öskjuhlíð. 1938 Efnt til samkeppni um fyrir- komulag hitaveitugeyma sem reisa átti á Öskjuhlíð. 1939 Fyrsti hitaveitugeymirinn reistur. 1985 Umræður hefjast um útsýnis- hús í Öskjuhlíð. 1986 Fyrstu hugmyndir um hönnun Perlunnar komu fram. 5. maí 1988 Borgarstjórn samþykkir að hefja byggingu Perlunnar. 1989 Bygging Perlunnar komin vel á veg og húsið orðið fokhelt. 1990 Fólk farið að kalla húsið Perluna sín á milli. 11. maí 1991 Davíð Oddsson leggur hornstein að Perlunni sem er eitt af síðustu embættis- verkum hans sem borgarstjóri. Á sama tíma leggur Davíð til að húsið fái nafnið Perlan. 21. júní 1991 Perlan tekin formlega í notkun með vígslu Davíðs Oddssonar, þáverandi for- sætisráðherra og fyrrverandi borgarstjóra. Heildarkostnaður við húsið metinn á 1.290 millj- ónir króna. 1993 Perlan fær Golden ear-verðlaun- in fyrir hljóðtæknilega hönnun. 17. janúar 1998 Davíð Odds- son, þáverandi forsætisráð- herra, hélt upp á 50 ára afmæli sitt í Perlunni. 24. janúar 1998 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgar- stjóri, vígir manngerðan goshver við hlið Perlunnar. Perlan opnuð Davíð Oddsson, sem þá var nýtekinn við sem forsætisráðherra, vígði Perluna í júlí 1991. Hann hafði beitt sér fyrir byggingu hússins þegar hann var borgarstjóri á árunum þar á undan. Hann sést hér halda ræðu við vígslu Perlunnar. Starfsemi og viðburðir í Perlunni Töluverð starfsemi hefur verið í Perlunni allt frá opnun hennar. Starfsemin hefur spannað ansi breitt svið en meðal þess má nefna rekstur veitingahúss og kaffiteríu til lagermarkaða og góðgerðauppboða. Safn er rekið í einum af hitaveitutönkunum en vinna við safnið hófst árið 2000 þegar einn tankanna var tæmdur. Þá hefur veitinga- staður verið rekinn allt frá opnun hússins árið 1991 á efstu hæð. Veitingastaðurinn er staðsettur inni í risaglerhjúpnum sem myndar þak hússins. Þá er kaffitería sem opin er gestum og gangandi á daginn í húsinu. Jólamarkaður er einnig opinn allt árið um kring í húsinu. Starfsemi sem verið hefur í Perlunni: n Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda n Tónlistarmarkaður Músík og mynda n Fatamarkaður og skómarkaður n Uppboð til styrktar skólamála í Jemen n Jólaland sem rekið er allt árið um kring n Veitingarekstur á tveimur hæðum hússins n Hjólahátíð á vegum Fjallahjólaklúbbsins og HFR „Þetta hefur verið eins og tóm skel Kostaði 3,2 milljarða Bygging Perlunnar kostaði um 3,2 milljarða króna í byggingu árið 1991. Húsið hefur verið rekið með tapi æ síðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.