Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 1
96 SIÐUR 237. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Búnaðurinn yar norður- kóreskur - segja Suður-Kóreumenn um sprenginguna í Rangoon Kangoon, Burma, 15. október. AP. (ITSENDARAR Norður-Kóreu- manna notuðu tvær öflugar sprengj- ur hlaðnar hundruðum kúlna og íkveikjusprengju í tilræðinu við suður-kóresku sendinefndina í Rangoon sl. sunnudag, en 21 maður Genscher Gromyko Genscher og Gromyko hittast Vínarborg, 15. október. AP. Utanríkisráðherrar Sovétríkjanna og Vestur-Þýzkalands, Andrei Grom- yko og Hans Dietrich Genscher, komu til Vínarborgar í morgun til viðræðna um fyrirhugaða uppsetn- ingu nýrra meðaldrægra eldflauga Atlantshafsbandalagsins f Vestur- Evrópu og hugsanleg viðbrögð Sov- étmanna við því. Genscher sagði nýverið að flaugarnar nýju yrðu settar upp ef árangur næðist ekki í Genfarvið- ræðunum um fækkun kjarnorku- kvopna. Hann ræddi í gær við Paul Nitze, aðalsamningamann Bandaríkjanna í viðræðunum. Gromyko kom til Vínar frá fundi Varsjárbandalagsríkjanna í Búlgaríu þar sem Rússar buðust til að halda Genfarviðræðunum áfram eftir áramót ef NATO hætti við uppsetningu eldflaug- anna, sem fyrirhuguð er í desem- ber. lést í sprengingunni og 46 slösuðust. Kemur þetta fram í skýrslu suður- kóreskrar rannsóknarnefndar. í skýrslunni segir, að enginn vafi leiki á um að Norður-Kóreu- menn hafi staðið að baki grimmd- arverkinu. Sprengiefnið og annar búnaður sé sams konar og sá, sem fundist hafi í fórum norður-kór- eskra hryðjuverkamanna í Suð- ur-Kóreu, og sé ljósasta dæmið um það rafhlöður, byssukúlur og senditækið, sem notað var til að koma sprengingunni af stað. Þrír menn féllu í hendur burmísku lögreglunni eftir sprenginguna og segja yfirvöld, að þeir séu Kóreu- menn en vilja ekki kveða nánar á um uppruna þeirra. Suður-kór- esku rannsóknarnefndinni hefur enn ekki verið leyft að yfirheyra mennina. Chun Doo-Hwan, forseti Suð- ur-Kóreu, sagði í dag á fundi með æðstu yfirmönnum hersins, að sprengingin í Rangoon hefði verið liður í „þrautskipulögðum aðgerð- um“ Norður-Kóreumanna og und- anfari frekari árása þeirra á Suður-Kóreumenn. Yfirmaður bandaríska herliðsins í Suður- Kóreu hefur frestað fyrirhugaðri för sinni til Washington vegna þessa máls. Smalað í Álsey Morgunblaðið/Sigurgeir Smölun I Vestmannaeyjum er allt í senn, bátsferð, bjargferð og smalaferð. Sjá bl.s 22—23. Bylting í Grenada SL Georze’s, 15. október. AP. RÁÐHERRA í stjórn Maurice Bish- ops forsætisráðherra f eyríkinu Grenada í Karíbahafi, tilkynnti aö Bishop heföi verið vikið frá og varaforsætisráðherra, Bernard Coard, tekið við af honum í valdabyltingu I landinu. Þremur stundum eftir tilkynn- inguna sagði útvarp Grenada hins vegar að Coard hefði sagt af sér til að kveða niður orðróm um að hann ætti aðild að samsæri um að ráða Bishop af dögum. Óljósar fregnir herma að Bishop og þrír ráðherrar úr stjórn hans sitji í stofufangelsi. Einnig að ekki sé allt með kyrrum kjörum í Gren- ada og ekki sé fyrir endann séð á hvað þar sé að gerast. Þótt Bishop hafi verið settur af er ekki búist við miklum breyting- um á stefnu stjórnarinnar. Bishop náði völdum í Grenada í byltingu 13. marz 1979 og hefur ríkinu ekki verið sett stjórnarskrá í millitíð- Rykhring- ur um sólu Tókýó, U. október. AP. HÓPUR japanskra vísindamanna til- kynnti í gær, að hann hefði gert merka uppgötvun. Sagði talsmaður hópsins, að hann hefði sannanir fyrir tilvist griðarlega mikils rykhrings sem umlyki sólina. Vísindamennirnir sendu mynd- segulbönd á loft I loftbelg er sól- myrkvi varð í Indónesíu í júní síð- astliðnum. Er myndbandið var skoðað með aðstoð fullkomins tölvubúnaðar kom hringurinn í Ijós. Útreikningar vísindamannanna benda til að hringurinn sé milljón kílómetrar á breidd og sé í 1,5 millj- ón kílómetra fjarlægð frá sólu. Gæzluliðar særast í vopnaskaki í Líbanon Beirút, 15. október. AP. TVEIR franskir hermenn í friðar- gæzluliðinu í Líbanon særðust í árás á bílalest gæzluliða norður af Sídon í morgun og leyniskyttur héldu uppi skothríð á stöðvar bandarískra gæzluliða á flugvellin- um í Beirút, sem svarað var, að sögn talsmanns gæzluliðsins. Auk sprengjuárásar á bflalest- ina var skotið öðru hverju á bíl- ana er þeir óku í átt til Beirút. Atvikið átti sér stað aðeins tveimur stundum fyrir fund fjög- urra manna öryggisnefndar, sem fylgist með framgangi vopnahlés- Sakharov-réttarhöldin: Þrælabúðirnar 2.500 talsins LÍNsabon, 15. október. AP. SOVÉSKIR andófsmenn halda þvf fram, að meira en 5 milljónir manna séu í nauðungar- vinnu í Sovétríkjunum og að þræiabúðirnar séu um 2500 talsins. Kom þetta fram í Sakharov- réttarhöldunum, sem nú fara fram í fjórða sinn í Lissabon í I’ortúgal. Georgij Dawydow, 43 ára gamall jarð- fræðingur, sem var í sjö ár í sovéskum nauð- ungarvinnubúðum áður en hann fékk að fara til Vestur-Þýskalands, sagði í vitna- leiðslunum, að í þrælabúðunum væri hungri og kulda vísvitandi beitt til að hafa stjórn á föngunum. Sagði hann, að flestir ynnu fang- arnir við skógarhögg, landbúnað, málm- bræðslu, fata- og 3kóframleiðslu og að að- stæðurnar í búðunum væru svo hörmulegar, að oft „limlesta fangarnir sjálfa sig til að losna við ömurleikann þó ekki sé nema f lítinn tíma“. „Sumir gleypa nálar, hitamæla eða eitthvað annað og aðrir beinbrjóta sig,“ sagði Dawydow. Sakharov-réttarhöldin eru kennd við sov- éska eðlisfræðinginn og nóbelsverðlauna- hafann Andrei Sakharov, sem sendur var í útlegð til borgarinnar Gorki í janúár árið 1980. Þau hafa áður verið haldin í Kaup- mannahöfn, Róm og Washington. Við rétt- arhöldin í dag flutti Mario Soares, forsæt- isráðherra Portúgals, lokaræðuna og sagði að frelsi og mannréttindi væru óaðskiljan- leg og skoraði hann á sovésk stjórnvöid að hætta ofsóknum sfnum gegn Sakharov. ins f Libanon. 1 nefndinni sitja fulltrúar strfðandi fylkinga f Lfb- Einnig brutust út átök milli drúsa og kristinna hægrimanna í hæðunum á Kharroub-svæðinu, suður af Chouf-fjöllum, and- spænis varnarlfnu Israela suð- austur af Jiyeh. Var eldflaugum m.a. beitt í átökunum. Skotið var á bandaríska gæzlu- liða annan daginn í röð, en í gær féll einn bandarfskur gæzluliði og annar særðist alvarlega. Var skotárásinni í morgun svarað og linnti henni eftir 40 mínútur. Árásirnar í dag og gær voru gerð- ar frá tveimur kofahverfum í suðurjaðri Beirút, þar sem vopn- aðar sveitir shíta, sem barist hafa við hlið drúsa, hafa hreiðrað um sig. Árásunum á gæzluliðana hefur verið mótmælt við öryggisnefnd Líbanons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.