Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 43

Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Afmæli á morgun: Guðrún Hallvarðs- dóttir frá Kirkjubæ Nýtt fyrirtæki: * Utvarpsauglýsingar sf. Stundum heyrðist ekkert nema klukkan á eldhúsveggnum og tifið í prjónunum hennar ömmu. Þá sat hún í horninu við stóra borðið, hjá skápunum, þar sem teskeiðarnar og sykurkarið var geymt. Af og til sagði hún eitthvað. Og anginn, sem rétt náði upp fyrir borðbrún- ina hinum megin, gleypti það í sig, geymdi og man enn í dag. I þögninni, sem fylgdi á milli, gerði hann sér að góðu bakkelsið hennar ömmu sinnar, og lék sér með fingrinum við að búa til kynjamyndir úr kökumylsnunni, sem féll á borðið. Hann sat lengi, lengi, og ærsl krakkanna úti fyrir gátu ekki einu sinni lyft honum af stólnum. Anginn hafði gómað hana ömmu sína, einn og út af fyrir sig. Hún tók hann með sér inn í undraveröld ævintýra og frásagna, og þá fór hann hvergi. Vonaði aðeins að stundin entist sem lengst. Því miklu oftar var ys og þys í bænum. Ærsl og gleði í eldhúsinu. Þá gat enginn einn einokað ömmu. Heimilisfólkið skauzt inn og út, og nágrannar og gestir gæddu sér á kaffisopa og diskúteruðu lífið og tilveruna. Og stóra húsið, fullt af dularfuilum skúmaskotum, iðaði allt af lífi. í miðjunni var amma, eins og höfðingi í hringiðunni. í gegnum lífið töltum við á prjónasokkunum hennar ömmu, með spekina hennar og lifsvizku að vegarnesti. Við uxum upp úr því að vera angar í þessu skjóli, og fórum að klóra okkur í gegnum tilveruna. Stundum verður okkur fótaskortur í þessu brambolti, en þá eigum við hauk í horni. Úti í Eyjum situr nefniiega hún amma, og hefur vakandi auga með öllum sínum öngum, þó þeir tvístrist í allar áttir. Klukkan er löngu þögnuð og húsið allt orðið hljótt. En það koma nýir angar, ný hús og nýjar klukkur. Og amma er jafn hress og spræk og við munum hana fyrst. Á 95 ára afmælisdaginn sinn, 17. október, verður hún sami höfðinginn og áður, innan um gesti sína. En við freistum þess enn að góma hana eina. Lágvöxnu konuna með flétturnar, sem geislar af gæsku og kátínu. Bestu ömmu í heimi, sem fær lífið til að taka á sig annan lit. Barnabörnin. „Útvarpsauglýsingar sf.“ nefn- ist nýtt fyrirtæki, sem tekið hefur til starfa í Reykjavík, og er Árni Gunnarsson fyrrum útvarpsmaður og áður alþingismaður, aðaleig- andi og framkvæmdastjóri. í fréttatilkynningu frá Útvarpsaug- lýsingum sf., sem Morgunblaðinu hefur borist, segir svo meðal ann- ars: „í Reykjavík hefur verið stofnað fyrirtækið Útvarpsaug- lýsingar sf. Það mun eingöngu fást við gerð útvarpsauglýsinga. Allur undirbúningurinn að stofnun þess beindist að sérhæf- ingu á þessu sviði. Starfsmenn fyrirtækisins eru kunnir útvarpsmenn, mjög hæf- ir textahöfundar og tónlistar- menn, íslensku fræðingar og síð- ast en ekki síst sérmenntaðir tæknimenn í stereó-upptökum og leikhljóðum." Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Bor útihurðir teak - fura Bílskúrshurðir 1 .1 f Tilbúnar til afhendingar strax, bidjiö um myndabækling. Vald Poulsen Suöurlandsbraut 10 Innréttingadeild 2. hæö. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! jtto?gtttibiafct& volvo Vetraiskoð 1. Vélarþvottur 2. Hreinsun og feiti á geymissambönd 3. Mæling á rafgeymi 4. Mæling á rafhleöslu 5. Hreinsun á blöndungi 6. ísvari settur í bensín 7. Skipt um kerti 8. Skipt um platínur 9. Skoðuð viftureim 10. Stillt rúðusprauta 11. Mæling á frostlegi 12. Vélarstilling 13. Ljósastilling ATH! Skipt um olíu og olíusíu ef óskað er (Olía og olíusía ekki innifalin) Verð: 4 cyl. kr 1.920,85 - 6 cyl. kr. 1.965,80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.