Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 eftir Styrmi Gunnarsson Þessa mynd tók ÓI.K.M. íþá „gömlu, góðu daga“. Fri rinstrí: Sigríður Björnsdóttir, Bjarni Benediktsson, Ólafur Thors og María Maack í Sjálfstæðishúsinu við Austurröll. SJA LFSTÆÐISFL OKKUR Á VEGAMÓTUM „Ég held, að þið Sjálfstæðismenn séuð vitlausir að ætla að skipta um formann núna. Hvern hafið þið betri en Geir? Hald- ið þið, að formennska í Sjálfstæðisflokkn- um sé eitthvert grín? Þessir strákar geta þetta ekki. Geir á bara að halda áfram." Þetta eru orð gamalreynds bílstjóra á BSR í samtali við greinarhöfund, þegar það barst í tal fyrir nokkrum vikum, að svo kynni að fara, að Geir Hallgrímsson gæfi ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins, á lands- fundinum í nóvember. Ummæli bílstjórans endurspegla af- stöðu mikils fjölda fólks til formanns Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Þegar það kvisaðist, að Geir Hallgrímsson kynni að láta af formennsku í Sjálfstæðis- flokknum nú, komu óskir um að hann héldi áfram úr ólíklegustu áttum þ.á m. frá aðil- um, sem fyrr höfðu talið tímabært, að hann hætti. Þessar óskir og kröfur um, að Geir gæfi kost á sér til endurkjörs, urðu sterkari eftir að utanríkisráðherra kom heim frá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í byrjun október. Sama daginn og Geir Hallgrímsson gaf yfirlýsingu sína á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, lögðu ýmsir nánir samstarfsmenn hans að honum að falla frá þessari ákvörðun, eða a.m.k. flýta sér hægt að segja nokkuð opinberlega um málið. í yfirlýsingu sinni sl. þriðjudag benti Geir Hallgrímsson á, að hann væri nú bú- inn að vera formaður Sjálfstæðisflokksins í 10 ár. I upphafi hefði hann ekki hugsað sér að sitja lengur en áratug í þessu emb- ætti, og nú væri hann búinn að gegna því lengur en nokkur annar maður, að ólafi Thors undanskildum. Ástæða er til að ætla, að í samræmi við þessa afstöðu, hafi Geir Hallgrímsson tekið grundvallar- ákvörðun um að láta af formennsku haust- ið 1983, fyrir a.m.k. ári, nokkru áður en prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík fór fram, en þar hafnaði hann sem kunnugt er í 7. sæti. Sumir samstarfsmanna Geirs Hallgríms- sonar töldu þá, að nóg væri komið af svo góðu að hann hlyti að líta á úrslitin sem viljayfirlýsingu kjósenda Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavfk um, að þeir óskuðu ekki lengur eftir starfskröftum hans, þess vegna ætti hann að hafna 7. sætinu, kalla saman landsfund og láta kjósa flokknum nýia forystu. f ræðu á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins í nóvember í fyrra, sem mikla athygli vakti, sagði Geir Hallgrímsson, að þessi kostur hefði freistað sín í fyrstu, en niðurstaða hans varð sú, að honum bæri skylda til að taka það sæti á framboðslist- anum sem hann var kjörinn til og leiða flokkinn í gegnum þær kosningar sem þá voru fyrirsjáanlegar, eins og honum hafði verið falið með endurkjöri á landsfundi 1981. Geir Hallgrímssyni tókst að sameina Sjálfstæðisflokkinn f kosningunum eftir sundrungu undanfarinna ára og flokkur- inn náði undir hans forystu viðunandi árangri. f þeim átökum, sem fylgdu í kjöl- far kosninganna um myndun nýrrar ríkis- stjórnar, innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, stóð Geir Hallgrímsson eins og klettur og álitamál er, hvort tekizt hefði að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja ríkis- stjórn án hans forystu, þar sem skoðanir voru mjög skiptar og margslungin átök, fóru fram að tjaldabaki f þingflokknum. Þegar tekizt hafði að sameina Sjálfstæð- isflokkinn á ný, leiða hann í gegnum kosn- ingar við erfiðar aðstæður, ná góðum árangri í þeim og tryggja aðild hans að nýrri ríkisstjórn, svo og að endurheimta meirihlutann í Reykjavík, hlutu rökin fyrir því að velja einmitt þennan tíma til þess að láta af formennsku að vera sterk í huga Geirs Hallgrímssonar. Á hinn bóginn voru færð fram þau sjón- armið, að einmitt vegna þessa árangurs ætti hann að sitja áfram og gefa flokknum betra tækifæri til að finna eftirmann hans í formannsstól. Niðurstaðan er nú öllum kunn. Fyrrí formannsskipti Formannsskipti hafa ekki áður farið fram í Sjálfstæðisflokknum við þær að- stæður sem nú ríkja. Þegar Jón Þorláksson hætti formennsku var samstaða um ólaf Thors sem eftirmann hans. Þegar ólafur hætti nær þremur áratugum síðar á lands- fundi 1961 var eining um Bjarna Bene- diktsson sem formann. Fram að þeim tíma hafði formaður Sjálfstæðisflokksins ekki verið kjörinn á landsfundi heldur á flokksráðsfundi, sem haldinn var í kjölfar landsfundar. Ungir Sjálfstæðismenn kröfðust þess á lands- fundinum 1961 að fá að kjósa foringja sinn beinni kosningu á fundinum sjálfum. Eftir nokkurt þóf var það samþykkt og það var Bjarni Benediktsson, sem ákvað að sú kosning skyldi fara fram með þeim hætti, að dreift yrði atkvæðaseðlum meðal lands- fundarfulltrúa og þeir skrifa á atkvæða- seðilinn nafn þess manns, sem þeir vildu fá sem formann, án þess, að um nokkra tilnefningu til formennsku væri að ræða. Síðan hefur sá háttur verið hafður á. Á þessum sama landsfundi var Gunnar Thoroddsen kjörinn varaformaður, en því embætti hafði Bjarni gegnt áður. Þar með voru innsiglaðar þær sættir, sem raunar höfðu tekizt í Sjálfstæðisflokknum við myndun viðreisnarstjórnarinnar haustið 1959, er Gunnar Thoroddsen varð fjár- málaráðherra, eftir átökin vegna forseta- kosninganna 1952. Við lát Bjarna Benediktssonar í júlí 1970 tók Jóhann Hafstein við formennsku, en hann hafði verið kjörinn varaformaður 1965, er Gunnar Thoroddsen fór til Kaup- mannahafnar. Sumarið og haustið 1970 komu upp raddir um það, að fremur bæri að kjósa Geir Hallgrímsson formann flokksins á landsfundinum 1971 en þær raddir hljóðnuðu. Lúðvík Jósefsson hafði orð á því í per- sónulegum samtölum sumarið 1970, eftir lát Bjarna Benediktssonar, að Jóhann Hafstein ætti eftir að reynast Sjálfstæðis- flokknum drjúgur í formannsstól. Það reyndust orð að sönnu. Jóhann Hafstein reyndist Sjálfstæðisflokknum farsæll for- ystumaður á erfiðum tímum í sögu flokks- ins. Jóhann var endurkjörinn á landsfundi í maí 1973, en skömmu síðar veiktist hann, er hann var staddur erlendis og um haust- ið tók hann ákvörðun um að segja af sér formennsku sökum heilsubrests. Það kom þá í hlut Geirs Hallgrímssonar, sem verið hafði varaformaður frá 1971, að taka við formennskunni og hefur hann gegnt henni síðan. Eins og sjá má af þessu yfirliti, hefur jafnan verið víðtæk samstaða í Sjálfstæð- isflokknum um það, hver taka skyldi við formennsku f hvert sinn, er til þess kom. Svo er hins vegar ekki nú. Hvers vegna? í eldlínu innanflokksátaka Svarið við þeirri spurningu, hvers vegna slíka samstöðu er ekki að finna nú, er margþætt. Einhverjir kunna að segja, að það sé eitt mesta gagnrýnisefni á Geir Hallgrímsson sem formann Sjálfstæðis- flokksins, að hafa ekki „alið upp“ eftir- mann sinn með eðlilegum hætti, eins og áður hefur gerzt. Aðrir geta sagt með nokkrum rétti, að slíkt heyri til liðinni tíð. Forystusveit Sjálfstæðisflokksins hefur orðið fyrir miklum áföllum á einum og hálfum áratug. Bjarni Benediktsson féll frá 1970. Þá voru til reiðu þeir Jóhann Hafstein, Ingólfur Jónsson, Magnús Jóns- son, Geir Hallgrímsson og Gunnar Thor- oddsen, sem hóf virka þátttöku i stjórn- málum á ný haustið 1970. Allir höfðu þeir þá þegar víðtæka reynslu á vettvangi stjórnmálanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.