Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 48

Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 48
HOLLUWOODi BítlaæöiáVVJ P SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Fjárlagafrumvarpið: 300 þús. til bók- menntaverðlauna í minningu Jóns Sigurðssonar I fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar er gert ráð fyrir sérstöku fram- lagi til bókmenntaverðlauna sem verða tengd minningu Jóns Sigurðs- sonar. í frumvarpinu segir, að um 300 þúsunda króna fjárveitingu sé að ræða, en málinu sé vísað til með- ferðar Alþingis. Samtals er gert ráð fyrir fjárveitingu að upphæð 14,4 milljónir króna í frumvarpinu til ýmissa listamálefna, en þar er um að ræða 4,4' milljóna króna hækkun frá því á fjárlögum þessa árs. Flugfélög banna smátölvur í vélum: Sjáum ekki ástæðu til slíkra aðgerða — segir Leifur Magnússon hjá Flugleiöum „VIÐ höfum ekki talið neina ástæðu til að banna fólki að hafa meðferðis smátölvur í flugvélum okkar, enda Veðurguðirnir friða rjúpuna fyrsta daginn Húsavík, 15. október. UNDANFARNA daga hefur verið hér ríkjandi norðanátt með slyddu en snjókomu til fjalla. í nótt kólnaði það mikið að hér hefur verið snjókoma og allt hvítt yfir að líta. Fyrsti leyfilegi rjúpnaveiðidagurinn er í dag og voru margir búnir að undirbúa sig til veiða, en komust hvergi, bæði vegna færðar og dimmviðris. Veðurguðirnir friða því rjúpuna í dag. Fréttaritari. hafa ekki komið upp nein dæmi okkur vitanlega, þar sem tölvur hafa truflað siglingatæki," sagði Leifur Magnús- son, framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviðs Flugleiða, í samtali við Mbl., en fréttir hafa borizt um einstaka erlend flugfélög, sem ákveðið hafa að banna þessi tæki um borð í vélum sfnum. Leifur sagði engar alþjóðareglur gilda um þessi mál, auk þess sem bandaríska flugmálastjórnin hefði ekki talið ástæðu til að setja ákvæði um þessi mál, en menn fylgdu gjarnan eftir ákvörðunum hennar. „Bandaríska flugmálastjórnin hef- ur einfaldlega vísað málinu til flug- félaganna sjálfra og það eru 6—7 félög sem hafa bannað meðferð tölva í sínum vélum". í skipagrafreitnum llnausum í Medallandi, 2. október. KKLENDIK sjómenn nefndu fjörurnar hér í Skaftafells- sýslu skipagrafreitinn og það ekki að ástæðulausu. Hér sjást leifarnar af gufutogaranum Hans von Pritzburger frá Geestemiinde. Hann strandaði á Syðri-Steinsmýrarfjöru í Meðallandi 3. nóvember 1925. Mannbjörg varð. Skipið lenti það hátt í fjörunni, að sjórinn gat ekki brotið það, en sandfokið hefur máð brott plöturnar að ofanverðu og beinagrindin ein er eftir. Vilhjálmur Einokunarfyrirtæki - löngu frosin föst í starfseminni — segir Sverrir Hermannsson um Sölusamtök SÍS og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna „MÉR er nær að halda að sölumál okkar þurfi mjög gagngerrar endur- skoðunar við. Mér er nær að halda að þessi okkar frægu, næstum því að segja einokunarfyrirtæki, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Sölu- samtök SÍS, séu löngu frosin fóst í starfsemi sinni. Ég verð að jata að ég hef undrast það um langa hríð af kunnugleika mínum í sjávarút- 300 milljóna niðurskurður í heilbrigðisgeiranum: Miklar breytingar á Tryggingastofhuninni — og dregið úr birgðasöfnun lyfja VERULEGAR breytingar eru fyrirhugaðar á starfsemi og skipulagi Trygg- ingastofnunar ríkisins, að sögn Matthfasar Bjarnasonar, heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra. „Með því má spara verulegar fjárhæðir þótt ég vilji á þessu stigi ekki nefna neinar tölur í því sambandi eða ræða væntanlegar breytingar efnislega," sagði ráðherrann í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar- innar gerir ráð fyrir um 300 millj- ón króna niðurskurði í heilbrigðis- og tryggingageiranum. Matthías Bjarnason sagði um þá fyrirætlan að fleira þyrfti að gera en gott þætti og þótt hann væri ánægður með að menn vildu nú taka á mál- um og gera nauðsynlegar breyt- ingar á ýmsum sviðum í sparnað- arskyni, þá væri hann „ákaflega óánægður yfir því, sem þarf að skera niður. Það er ekki vitað enn hvar niðurskurðurinn verður, það veltur á Alþingi," sagði ráðherr- „Það má spara og lækka til- kostnað með ýmsu móti,“ sagði hann. „Það má til dæmis lækka til- kostnað lyfja og væri ef til vill óþarfi að hafa söluskatt á því öllu, enda greiðir ríkið nú 93% af öllum þeim kostnaði á einn eða annan hátt. Það er ætlunin að láta ákveðna hlutdeild í lyfjakostnaði haldast hjá einstaklingum og koma þessum hlutum i fastara form en hefur verið, vera ekki að breyta skipulaginu mjög oft.“ Matthías Bjarnason sagði að ætlunin væri að taka upp strang- ara eftirlit með lyfseðlaútgáfu, t.d. með því að minnka skammtana. „Ég vil ekki orða það svo, að ætlun- in sé að draga úr lyfjanotkun held- ur að draga eigi úr lyfjakaupum, draga úr birgðasöfnuninni. Hver maður getur litið í baðherbergis- skápinn hjá sér og séð hvað þar safnast fyrir — stór hluti lyfja endar í sorppokunum. Með þessu má spara ótrúlega háar upphæðir," sagði hann. Hann vildi ekki nefna tölur í því sambandi en sagði þegar blm. spurði hvort það gæti ef til vill verið allt að fjórðungur alls niðurskurðarins, 300 milljónir, að það væri „ekkert mjög fjarstæðu- kennt.“ vegsmálum, að þessi fyrirtæki hafa eftir mínum kunnugleika ekkert aðhafst til þess að afla nýrra mark- aða, varla lyft hendi til þess að finna markaði fyrir nýja vöru, til dæmis kúfisk,“ sagði Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra m.a. á fundi Sjálfstæðisflokksins í Hafn- arfirði á fimmtudagskvöld, en áður hafði hann upplýst, að samkvæmt nýjum skýrslum sem hann hefði kynnt sér væri birgðasöfnun þess- ara fyrirtækja á freðfiski í Banda- ríkjunum alveg gífurleg, eins og hann orðaði það. Sverrir sagði einnig: „Ég hlýt að spyrja: Eru ráðamenn í þess- um fyrirtækjum að horfa á það nú aðgerðarlitlir að Kanadamenn leggi undir sig þennan markað okkar í Bandaríkjunum, með því að halda verðlagi of háu, og að því að mér er tjáð allt að 20% hærra. Hverjar eru ástæðurnar? Ég sá það á þessum skýrslum í fyrradag að birgðasöfnunin þýtur upp eins og raketta, og hvað svo? Ég hlýt að vara við þessu ástandi og ég hlýt, af því að samvizka mín býður það, að gagnrýna þessi fyrirtæki, í von um að þau af- sanni þá mín orð eða þá bæti ráð sitt. Við eigum svo mikið undir þarna, að við þurfum að leggja okkur alla fram um að bæta ráð okkar, ef eitthvað hefur farið úr- skeiðis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.